Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 11
og þótt sem hinir tveir væru um of að skipta heiminum á milli sfn. Pétur hélt áfram með skipinu til Odessa og fyrir utan hann var aðeins einn útlendingur um borð: Bandarískur fréttaritari, sem oft var einsamall búinn að ferðast um öli Sovétríkin. Pétri þótti Od- essa fögur borg; hún minnti hann á Barcelona. Merki um strfðið sjást ekki lengur, þótt Odessa yrði illa úti. Og þar varð hin sögu- lega uppreisn rússneska sjóhers- ins á beitiskipinu Potemkin árið 1905, — um þann atburð gerði Eisenstein fræga kvikmynd. Pétur: Eg gat verið einn dag í Odessa, þessari frægu hafnar- borg. Kannski er það vegna hafn- arinnar, að talsverður alþjóða- bragur er áOdessa. Þar bar ekkert sérstakt til tiðinda. Það var hrein- legt og þjónustan var bæði betri og kurteislegri en á veitingahus- unum í Moskvu. Ég minnist þess að meðal farþega á skipinu var rússnesk kona, gift Kýpurbúa og þau bjuggu á Kýpur. Með henni var níu ára gamall drengur og hann lék á pianóið i reyksálnum af þvllíkri snilld, — verk eftir Beethoven og Mozart. Það kemur nokkuð oft fyrir I Rússandi að maður heyri börn leika frábær- lega vel á einhver hljóðfæri klass- Iska músik og þjóðlög. Pétur yfirgaf skipið f Kon- stantsa f Rúmenfu; það er á vest- urströnd Svartahafsins. Skipið lagðist við bryggju á einhverjum annarlegum stað og Pétur sá ekki nein merki þess að hann næði f leigubfl eða strætisvagn — og hann var með tvær þungar töskur. Hann gaf sig að yfirmanni úr hernum og kom þá f ljós, að ekki minna en tveir kílómetrar voru út að hafnarhliðinu. Það var full erf- itt að hugsa til þess að bera tösk- urnar alla þá leið f 30 stiga hita. En herforinginn leysti málið; fékk Pétri liðsmann sem var svo sterkur,' að hann sleit umsvifa- laust handfangið af töskunni og varð sfðan að axla hana alla þessa leið. Pétur: Mér fannst fólkið í Rúm- eníu mjög frábrugðið Rússum, Það er dekkra yfirlitum og minn- ir á Spánverja og ítáli. Klæða- burður fólks er nokkuð vestrænni þarna og alls ekki hægt að segja, að það sé fátæklega til fara. Sum- ir minna talsvert á Sígauna, bæði i útliti og framkomu. Enda er sagt, að Sígaunar hafi komið frá Indlandi og fyrst setzt að í Rúm- eniu. — Og enn fórst þú með lest. — Já, í þetta sinn til Bucarest. Af einhverjum ástæðum hafði þessi kafli i skipulagi feróarinnar orðið útundan og ég varð að múta burðarkarli til þess að fá miða. Þetta er ekki löng leið, um fjög- urra tíma ferð, landið flatt, farið tvisvar eða þrisvar yfir Dóná. — Og Dóná hefur verið „svo blá“ eins og segir f Ijóðinu. — Alls ekki. Hún var öllu frem- ur grágræn á litinn. — Hvaða mál talaðir þú f Rúmenfu? — Ég byrjaði alltaf á frönsku, einkum þegar eldra fólk átti í hlut. En ég talaði ensku við þá yngri. Svo tala margir þýzku; hálf milljón Þjóðverja býr þar á ákveðnu svæði og þeir tala alltaf þýzku í sínum hópi. Maður veit eiginlega aldrei, hvaða mál maður á að tala þarna. Rúmenskan er rómanskt mál eins og þú veizt, skylt latínu. Þetta eru leifar frá þeim tíma, að Rúmenfa, sem þá hét Deacia — og var skattland frá Róm. Stundum spyr maður á frönsku og er svarað á þýzku, en sjaldan á rússnesku. Annars fannst mér skemmtilegt að koma til Bucarest. Frönsk áhrif eru greinileg og Bucarest minnir á Paris með breiða búlivarða og tré. Blærinn á borginni er vestrænn. Ég varð sjálfur að útvega mér hótel og fann lítið og ódýrt hótel nærri járnbrautarstöðinni. I gestamóttökunni voru tveir ungir menn á vakt og voru að hlusta á Útvarp Luxemburg, þegar mig bar að. Þeir slökktu undir eins á tækinu óg ég spurði á frönsku, hvort hægt væri að fá herbergi. Annar talaði ágæta frönsku, hinn ensku. Þegar ég kvaðst geta greitt með dollurum, var til herbergi og þegar það kom í Ijós, að ég var íslendingur og fæddur Breti, þá var líka hægt að opna fyrir Lúxemburg að nýju. — Pétur hafði ekki langa viðdvöl f Rúmenfu. Leiðin Iá áfram til Búlgarfu, sem er næsta Iand fyrir sunnan. Hann tók sér far með næturlest, sem var troðfull og ekki hægt að sofa, nema þá upp- réttur f sætinu í bezta lagi. En það kom ekki að sök, þvf þarna var lff og fjör og Pétur hitti að máli fullt af skemmtilegu fólki. Meirihlutinn var ungt fólk frá Austur-Þýzkalandi, Póllandi ,og Ungverjalandi. Samræðurnar urðu aðallega á þýzku og rússnesku, — þetta fólk var á leiðinni til Svartahafsins, þar sem það ætlaði að búa f tjöldum, en sumir ætluðu að tjalda uppi f fjöllum. Pétur veitti eftirtekt, að það var ekki eins létt yfir Austur- Þjóðverjunum, en hinir voru rétt eins og venjulegir Vesturlanda- unglingar. Pétur: Ég fór með lestinni til Sofia og bjó þar í þrjá daga hjá kunningja mínum, sem hefur skrifað bók um ísland, án þess þó að hafa nokkru sinni komið hingað. Hann hafði skrifað ráðu- neyti hér og óskað eftir myndum í bókina. Ráðuneytið sneri sér til Þorsteins heitins Jósefssonar, sem þá var á lífi og Þorsteinn sendi nokkrar af sínum ágætu myndum. Við Þorsteinn vorum miklir vinir og eitt sinn sá ég þessa búlgörsku Islandsbók i hinu mikla og merka bókasafni Þor- steins. Mér þótti hún athyglisverð og það varð úr að ég skrifaði höfundinum og fékk hjá honum eintak. Þannig hófust bréfaskipti okkar, sem staðið hafa til þessa og tvívegis hef ég heimsótt hann. Þessi maður er kennari og veit furðu mikið um Island. Og hann dreymir um að komast hingað ein- hverntíma. — Mér hefur skilizt að Búlgar- ar séu talsvert ólfkir Rúmenum og það er merkilegt, að þessar þjððir á Balkanskaganum skuli ekki alveg hafa runnið saman f eitt, hvað útlit snertir. — Já, það er alveg rétt, að Búlgarar eru ólfkir Rúmenum, ekki bara f útliti, heldur einnig f hugsunarhætti. Þótt landið sé lít- ið eitt sunnar eru Búlgarar ekki eins suðrænir í útliti. Þeir komu mér fyrir sjónir sem stolt, heiðar- legt og mjög áreiðanlegt fólk. Eins og menn hafa ugglaust hug- mynd um, ríkir þar í landi mjög sterkt samband við Rússa. Það er vináttusamband, sem byggist á gamalli hefð, frá því rússneski Framhald á bls. 15 / Island 1936 Framhald af bls. 5 Wystan um og Ijósmyndaði vand- ræði okkar. Á siðasta degi leiðangurs okkar skrifaði Louis: „Og þá er lokið þeim leik, sem aldrei skyldi byrjað hafa.“ Þó að þessar endurminningar mínar hafi sérstaklega beinzt að Wystan, væri það illa gert, ef ég sleppti því að segja, að enginn okkar hefði verið þarna, hefði ekki verið Bill Hoyland. En samt myndi hann einnig játa það, að án nærveru Wystans, hins óviðjafn- anlega persónuleika hans og kimnigáfu hefðum við aðeins minnzt þess, sem við sáum og reyndum í erfiðri ferð og furðu- legt landslag orðið eftirminni- legast. Við riðum til Laugarvatns, sváf- um þar i tjöldum og héldum siðan daginn eftir i bíl til Reykjavikur. Skólapiltarnir bjuggu á stúdenta- garði, en Wystan, Louis og ég fórum á geðveikraspítalann á Kleppi. Menn kunna að hugsa: „Var það furða!“ En i rauninni vorum við gestir dr. Þórðar Sveinssonar og fjölskyldu hans. Auk alúðar þeirra og gestrisni eru þrjú atvik sérstaklega minnis- stæð frá þessari heimsókn. Læknirinn þráaðist við að tala á latfnu, sem var erfitt fyrir hina, hvað þá mig, sem hætti að læra latinu fimmtán ára. Þegar við vor- um að baða okkur í baðherbergi geðveikraspitalans undir daufum klið f fjarska, var dyrunum skyndilega hrundið upp og við bjuggumst við þvi að verða settir I spennitreyju naktir og blautir, en allt fór þó vel. Og loks gerðist það, að Wystan mölbraut beddann, sem hann svaf á. Kannski hann hefi dreymt, að hann væri enn á harðri, hrjóstugri jörðunni. Kvöldið eftir létu hinir I haf áteiðis til Englands, en við þrir bjuggumst til tveggja stuttra ferða: til Reykholts og siðan til Isafjarðar eigi langt fyrir sunnan heimskautsbaug. Við vorum einn dag í Reykjavík og það eina, sem þar var markvert að sjá að sögn Wystans fyrir utan stórmerkilegt málverk á tré í Þjóðminjasafninu af síðustu kvöldmáltíðinni, var: Árni Páls- son, prófessor i. íslenzkri sögu, mikill maður vexti, sem hristist af kátínu, Oddur Sigurgeirsson, sem hafðist við á höfninni, Vladimir (?), sem sá drauga i kringum sig, og listmálarinn Kjarval! Á þessum tíma — og reyndar alla ævi — fann Wystan það af óskeikulli eðlisávisun, hverjir væri hæfileikum gæddir. Menn komust ekki upp með neina blekkingu eða uppgerð. Og hann lýsti skoðun sinni sem algerlega endanlegri. Og svo fór hann með mig til Kjarvals, sem var risi að vexti, en bliður og Ijúfur. Wystan dáðist að andlitsteikningum hans, sem minntu á Durer og Cranach. Aftur á móti voru oliumyndir hans algjörlega taumlausar og jafnvel æðislegar. Þjóöleikhúsið var þá enn aðeins steyptir veggir, svo að honum þótti leitt að sjá þar engin leikrit, sem kynnu að endurspegla Is- lendingasögur. Hann hafði brenn- andi áhuga á leikhúsum um þetta leyti. Hann var að beina áhuga mínum i þá átt, og að lokum hjálpaði hann mér að stunda nám og verða leikljaldamálari. Honum gazt engan veginn að því, að ég skyldi hafna hjá sjónvarpinu mörgum árum seinna, þótt vel tækist. Hann leit á það sem tæki af hinu illa og hefði betur aldrei verið upp fundið. Það hefði ekkert gildi nema á sviði iþrótta og frétta. Hann gætti aðeins þess hófs í andúð sinni á þvi að fallast á að vinna fyrir það, ef hann þyrfti ekki að horfa á það. En einu sinni gerói hann það og sá sitt eigið andlit. Það gaf tilefni til hinnar frægu athugasemdar hans, þegar hann likti hrukkóttu andliti sínu við „brúðkaupstertu, sem hefði verið skilin eftir úti I rign- ingu“. Á siðustu árum sínum í Kirchst- etten, þar sem við hjónin heim- sóttum hann á hverju sumri, var hann orðinn hógværari, oft annars hugar, þótt andleg reisn hans væri óskert. Mörgum mun það ekki ljóst að bak við hið hrjúfa, ósveigjanlega og yfirlætis- fulla ytra borð bjó djúp góðvild og manngæzka, sem engan veginn var bundin við þá, sem stóðu hon- um næstir. Og þannig var það einnig 1936, nema hvað orka hans þá var óhemjuleg, hugur hans sveiflaði frá einu efni i annað, skoðanir hans voru óhagganlegar, þó að hann væri vis til að skipta um þær með jafnmikilli sannfær- ingu — einhver eftirlætiskenning varð alltaf að vera fyrir hendi. Hann gat ýkt ofsalega og ruglað menn i riminu, af því að honum fannst gaman að því. Það var eng- in furða, þótt hann væri kallaður „Uncle Wiz“. Við héldum með m/s Laxfossi til Borgarness og þaðan í lang- ferðabil að Hraunsnefi nálægt Hreðavatrii. Hann vildi, að við fengjum að kynnast þeirri is- lenzku gestrisni, sérstaklega á sveitabæjum, sem hann hafði orð- ið aðnjótandi. Hann sagði, að hún væri einlæg og ríkuleg. Ekki ósvipað og i Englandi var það tvennt, sem setti svip sinn á setu- stofurnar: glerskál með fjöl- skyldumyndum, sem skylt var að skoða, og orgel. Hann var aðdá- andi orgela og á augabragði gat hann verið setztur og byrjaður að spila hina óhjákvæmilegu sálma og lofsöngva, sem hann söng sterkri en ekki sérlega hreim- fagurri röddu. Uppáhaldsnúmer hans var Vox Humana, sem þvi miður naut sin ekki þarna. Sapphic Ode eftir Brahms og •Moonlight in the Sahara tókst betur. Þessar síðustu vikur — þarna á bænum i Reykholti, Café Norður- pölnum á ísafirði og á Melgras- eyri — urðum við að drekka meira kaffi með rjómakökum en nokkru sinni fyrr eða síðar. Kök- ur eru veigamikill þáttur í is- lenzku þjóðlifi, það er jafnvel byrjað á þeim með morgunverðin- um og þær eru það síðasta, sem fram er borið fyrir háttinn. Wystan var lítt hrifinn af kökum, sagði að „það væri slæmt að vera sólginn í sætabrauð". Við riðum spöl frá Hraunsnefi til Hreðavatns, sem er lítið stöðu- vatn með eyju i þvi miðju. Við fundum bát og Wystan sat i skutnum og tók að sér að stýra. Hann sýndi af sér allan þann glannaskap, er hann mátti. Við Louis gerðum það, sem við gátum, en það var ekki mikið. Báturinn snerist í hringi og fylltist smám saman af vatni, en við lögðum árar i bát og hlógum eins og vit- lausir menn. En einhvern veginn komumst við út í eyjuna samt. Meðan Wystan virti fyrir sér út- sýnið, tók hann að halda fyrir- lestur um ýmsa meinlega ókosti á enskum menntaskólum, sérstak- lega hvað snerti vald umsjónar- manna í bekkjum til að refsa nemendum neðri bekkja og láta þá vinna fyrir sig. Hann vissi, að ég átti að verða aðalumsjónar- maður næsta skólaár. Hann lauk ræðu sinni með því að horfa á mig og segja: „Allt vald er siðspill- andi.“ Ég var mjög reiður og glotti af ánægju. Daginn eftir riðum við í fylgd bóndans að Reykholti, þar sem við höfðum nokkra viðdvöl i nýj- um skóla, sem gaf Wystan tilefni til að segja: „Corbusier færir sig æ norðar". Það var heitt I herbergjunum. Þau voru hituð frá brennisteins- hverunum, og hitastigið fór aldrei niður fyrir sjötíu stig F. og var oft meira. Þegar ég leit inn til Wystans fyrir háttinn, hefði mátt ætla, að við værum komnir aftur að Arnarvatni. Á rúmið hafði hann hrúgað öllu, sem tiltækt var. Alla sina ævi hlóð hann furðuleg- um stafla á rúm sín til að breiða ofan á sig, burtséð frá hitastiginu — ekki hitans vegna, heldur af því að hann kunni vel við þunga. Eitt sinn, þegar hann bjó heima hjá okkur, setti hann meira að segja stóra mynd ofan á ábreið- una fyrir utan laust gófteppi, sem hann fann í herberginu. I Kirchstetten leit rúm hans út eins og teppastafli. Við héldum aftur rtl Reykjavik- ur og höfðum stutta viðdvöl þar. Með einni undantekningu var þetta eina verulega leyfið, sem hann tók sér, það sem eftir var ævinnar. Annars var aðeins um stuttar heimsóknir að ræða. I vax- andi mæli varð líf hans siðan ströng vinna samkvæmt timaskrá. En hann minntist þessarar ferðar með einstakri ánægju æ siðan. Á leið okkar norður með m/s Dettifoss komum við við á Pat- reksfirði, þar sem farmur var tek- inn, og vorum þar einn dag. Okkur datt sú fiflska í hug að fara fótgangandi i gúmmistígvélum um 25 kílómetra vegalengd yfir grýttan háls til hvalveiðistöðvar. Á þessari erfiðu leið komumst við það hátt, að við fengum óviðjafn- anlegt útsýni yfir hinn djúpa, bláa fjörð. En það var ekki nóg. Við héldum áfram þreytulega niður á við til að horfa á blóðbað. Hvalir voru eitt af því fallegasta, sem Wystan fékk séð. Eftir að hafa horft á hinar andstyggilegu aðfarir á forugri bryggjunni sagði Wystan: „Þetta er nóg til að gera mann að grænmetisætu ævilangt. Það gefur okkur sérlega glögga hugmynd um hina köldu, út- hugsuðu grimmd hins mannlega kynstofns." Við snerum burt og reyndum að fá mat og kaffi, en fengum ekki. Það setti að okkur hroll og við héldum burt fullir viðbjóðs. Ég hegðaði mér mjög illa og sagði ekki orð i þrjá tíma. Þegar við vorum kornnir efst upp á hálsinn, sneri hann sér við og sagði: „Þarna sjáið þið mann, sem er i djöfullega vondu skapi!“ En það stoðar ekki. Morguninn eftir komum við til ísafjarðar, sem honum fannst fallegasti staður, sem hann hafði séð. Gistihús Hjálpræðishersins virtist vera eini staðurinn, þar sem við gátum búið. Ólíklegri þrenning en þessi undir forustu Wystans gat varla hafa gengið þar yfir þröskuld. En við dvöldum þar og átum, meðan við biðum þess að komast áfram til Melgraseyrar, en héldum okkur aðallega á Café Norðurpólnum á daginn. Sú stund rann upp, þegar við héldum, að áfengi myndi geta orð- ið holl tilbreyting frá hinu eilifa kaffi. Þá var enn langt til daga hinna banvænu vodka martini, eins og þegar hann á siðustu árum sínum í Kirchstetten gat þrammað burt um níuleytið á inniskónum með flösku af vini í hendinni, likastur fil að sjá að aftan, til að fara i freyðibað. Siðan gat hann legið I rúminu — meðan við hinir hlustuðum á óperu — og sötrað siðustu Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.