Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 7
Heima eSa heiman — alltaf er Andre Previn á kafi 1 múslk.' Hér er hann aS glugga I nótur heima hjá sér og eiginkona hans, Kvikmynda- leikkonan Mia Farrow, horfir á. Hún var áður gift Frank Sinatra. hjá hinum fræga franska hljóm- sveitarstjóra Pierre Monteux — var, að hann gerði sér fyllilega grein fyrir því, að sú vinna, sem hann innti af hendi, væri orðin of auðveld. „Ég var ekkert smeykur við hana,“ segir hann einfaldlega. „Það er ekkert vit í því að fást við eitthvað, sem neyðir mann ekki til neinna átaka. Og ef maður virkilega ann góðri hljómlist, hlýtur að koma að því alla vega, að maður vilji stjórna, því að öll stórfengleg hljómlist er samin fyrir hljómsveitarflutning." En kvikmyndaframleiðandinn Norman Jewison — Previn á vissa hlutdeild að nýjustu mynd hans, Rollerball, en þeir Jewison hafa þekkzt um árabil — bendir, að þetta hafi ekki verið svona einfalt. „André var happasælasti og eftirsóttasti tónlistarmaðurinn í Hollywood. Fjárhagslega var þetta glfurlegt atriði, og ég býst ekki við, að hann hafi nokkurn tíma enn náð þeim tekjum, sem hann fékk fyrir aðeins eina mynd. Að snúa baki við slíku og öllu, sem því fylgdi, í því skyni að stjórna sígildri hljómlist I Amerfku, hlýtur að hafa krafizt feikilegs hugrekkis og afneit- unar. Það voru allir sannfærðir um það í Hollywood, að André væri orðinn vitlaus." Og þannig hlýtur það vissulega að hafa virzt. Hann naut stuðn- ings og hvatningar annarrar konu sinnar, Dory, sem er söngtexta höfundur, þegar hann varði heilu ári í að stjórna hverjum, sem vildi hafa hann, skólum, hljómsveitum áhugamanna o.s.frv. hvar sem var I Bandaríkjunum. Hann heimsótti staði, sem hvorki hann né nokkur annar vissi, að væru til. („Ég er jafnvel sannfærður um það enn þá, að sumir' þeirra hafa í raun- inni ekki verið til,“ segir hann og glottir.) Við lok ársins spurði hann umboðsmann sinn, Ronald Wilford, hvort hann héldi hrein- skilnislega, að hann væri að sóa tíma sínum og ætti að halda aftur til Hollywood, eða hann teldi virkilega, að hann hefði hæfileika til að komast áfram sem hljóm- sveitarstjóri. „Ég held þú verðir ágætur,“ sagði Wilford undir- furðulega. Það er einkennandi fyrir afstöðu Previns I lifinu, að hann hugsaði aldrei um þann mögu- leika, að honum myndi mistakast. „Þegar ég hafði einu sinni tekið þessa ákvörðun, þá varð ekki aftur snúið. Ég gat ekki leyft mér að mistakast, svo að það var til einskis að hugsa um það.“ En það var ekki auðvelt fyrir hann að breyta um hljómlistarstefnu. Tengsl hans við Hollywood og jazz voru til mikils trafala, hvað heim hinnar sígildu hljómlistar snerti, og hann viðurkennir það hrein- skilnislega, að þrátt fyrir víðtæka menntun á þessu sviði, hafi hann átt heilmikið ólært. „Mér gat liðið hörmulega illa þessa daga, en ég vann sleitulaust að því að byggja upp sæmilega efnisskrá og ég lærði hratt.“ Svo hratt, að boð frá skólum og minni háttar tónlistarstofnunum leiddu til boða frá hálf-atvinnu og atvinnuhljómsveitum, og orðatil- tækið „Hollywoods André Previ“, sem hafði elt hann stöðugt á hinni nýju braut hans sem stjórnanda, hvarf smám saman úr frásögnum dagblaðanna. „Þetta var sannarlega erfiður tími andlega og líkamlega,“ segir Previn. „Ég hef verið lánssamur að því leyti, að ég hef aldrei þurft mikinn svefn — aðeins um fimm tíma á nóttu en þetta feikilega vinnuálag og stöðugu ferðalög ollu því, að oft liðu dagar og stundum vikur, án þess að ég fengi einu sinni svo mikinn svefn.“ En hafi þessi ár verið Previn erfið, hvað störfin snerti, þá voru þau jafnvel erfiðari af persónu- legum ástæðum. Eina systir hans, Leonore, sem stóð honum næst I fjölskyldunni, lézt úr krabba- meini, rétt áður en hann fór frá Hollywood, og fjórum árum síðar, 1963 dó faðir hans. „Mér þykir bara leitt að hann skyldi ekki lifa það að sjá að mér vegnaði vel á sviði sígildrar tónlistar. Það var hans æðsta ósk. Hollywood, jazz og jafnvel Oscarsverðlaun vöktu enga hrifningu hjá honum." Og á sama tíma var hjónaband þeirra André og Dory að bresta, að því er virtist óhjákvæmilega vegna hins mikla andlega álags, sem þjáði hana og sem hún hefur siðan lýst í söngvum sínum. Endanlegur skilnaður þeirra 1968 var átakanlegur og að lokum enn ömurlegri en ella vegna þess, hve slúðurdálkar blaðanna léðu einkamálum þeirra mikið rúm. „Ég virðist hafa haft jafnmikla hæfileika til að taka rangar per- sónulegar ákvarðanir,“ segir Previn mæðulega, „eins og hinar réttu varðandi starf mitt.“ Hæfileiki hans til að halda þess- um tveimur sviðum aðgreindum er ein af hinum sterku hliðum skapgerðar hans. (Ég gat yfir- gefið heimilið með braki og brest- um, farið á yndislega hljómleika og snúið síðan aftur að rústun- um.) Jafnvel nú, þegar hann lifir hamingjusömu fjölskyldulífi með , eiginkonu sinni, leikkonunni Mia Farrow og fimm börnum þeirra, er hann enn, eins og margir stór- gáfaðir og skapandi listamenn, að verulegu leyti maður, sem fer ein- förum. „Það er ekki auðvelt að kynnast honurn," segir leikarinn Michael Jayston, einn af nánustu vinum Previns. „André kann að virðast auðtekinn og úthverfur, en hann er í rauninni mjög seintekinn og einrænn.“ Svipað þessu kemur fram hjá Peter Lloyd, sem var fyrsti flautuleikari Symfóníuhljóm- sveitar Lundúna til skamms tíma og ferðaðist mikið með Previn. „Hann er mjög góður félagi á ferðalögum, aldrei vottar fyrir mikilmennsku eða fordild og alltaf er hann f feikilega góðu skapi, en hann er vel á verði allan tímann.“ Vissulega lagði Previn allt kapp á það á þessum tíma, beitti allri sinni óslökkvandi orku og óbilandi stefnufestu til að ná viðurkenningu sem hljómsveitar- stjóri. Um það leyti sem hann fékk stöðu sem stjórnandi Sym- fóníuhljómsveitarinnar I Houston, — fyrstu föstu stöðuna — höfðu ýmsar helztu hljómsveit- ir Bandaríkjanna sýnt honum sóma, og hann hafði þegar stjórnað nokkrum brezkum hljómsveitum, og þar á meðal Symfóniuhljómsveit Lundúna, við upptökur á hljómplötur. „Mér leið undir eins eins og heima hjá mér I London," segir hann. „Jafn- vel strax þá hét ég sjálfum mér því, ef það yrði nokkurn tíma mögulegt, að kaupa hús úti á landi I Englandi og flytjast hingað búferlum." Það varð mögulegt miklu fyrr en hann eða neinn annar hafði búizt við, aðeins 12 mánuðum síðar, 1968, þegar honum var boðin staða sem fyrsti hljóm- sveitarstjóri Symfóníuhljómsveit- ar Lundúna. „Mig langaði að hrópa, svo ánægður var ég,“ segir hann. „En I staðinn sagði ég þeim, að ég þyrfti að ræða við Houston fyrst!“ Næstu 18 mánuði varð Previn einna tíðförlasti flugfar- þeginn yfir Atlantshaf þar sem hann var að sinna skyldustörfum bæði I London og Houston. „Fyrir mig var þetta hálfgert brjálæði Ég held, að ég ætti skilið að fá heiðurspening hjá flugfélögun- um.“ Ósamkomulag við Houston batt loks enda á þetta ráp, svo að hann gat einbeitt sér að störfum sínum fyrir Lundúnahljómsveit- ina. Skipun hans í stöðuna var vægast sagt umdeild ráðstöfun og gerð I andstöðu við sterkan minni- hluta hljómsveitarmanna. „Mörgum fannst, að hann hefði ekki verið nógu lengi með hljóm- sveitinni til að sanna ágæti sitt,“ segir Peter Lloyd. „Eða að þeim fannst einfaldlega að hann væri of tengdur jazzi og Hollywood til þess að geta tekið meiri háttar hljómsveit nægilega alvarlega. Þetta var vissulega áhættufyrir- tæki á þeim tíma.“ En það var hættuspil, sem reyndist hió mesta gróðafyrirtæki. Því að þegar Previn tók við stöðunni 1968 blöstu hin alvarlegustu fjárhags- vandræði við Symfóníuhljómsveit Lundúna, sem hafði brýna þörf fyrir aukinn áhuga almennings eins og flestar aðrar hljómsveitir. Nú á Symfónfuhljómsveit, Lundúna ekki I neinum fjárhags- erfiðleikum, hún er sú hljómsveit sem oftast leikur inn á plötur I Bretlandi, hún kemur reglulega fram i sjónvarpinu — einmitt vegna Music Nights André Previns — og aðsóknin að hjóm- leikum Previns I Festival Hall er að meóaltali 97%, svo furðulegt sem það er. En þó eru enn einstöku hljóm- sveitarmenn óánægðir með hann, þrátt fyrir það hve vel honum hefur tekizt að laða áheyrendur að hljómleikunum, þvi að Previn hafnar svo gjörsamlega hinni hefðbundnu mynd af hljómsveit- arstjóra (maestro), að vart gat hjá þvi farið að það mætti and- spyrnu. Mörgum finnst erfitt að kyngja þvi, að bláar gallabuxur og stórfengleg hljömlist geti farið saman. Alvarlegri athugasemdir koma frá þeim, sem telja, að túlkun hans sé að visu frábær, hvað sumar efnisskrár snertir — Mozart, Rachmaninov og verk sumra enskra tónskálda eins og til dæmis Waltons og Williams — en sé miður góð á öðrum sviðum. En hljómleikar Previns á hinni mikilfenglegu Salzburgar-hátið i sumar, sem hlutu einróma lof bæði hjá blöðum og hljómsveit- inni sjálfri sem hið bezta, er Sym- fóníuhljómsveit Lundúna hefði sýnt af sér, sýndu, svo ekki varð um villzt, að þegar Previn tekst best, er hann mikili hljómsveitar- stjóri á alþjóðlegan mælikvarða. Previn hefur greinilega áunnið sér virðingu meiri hluta hljóm- sveitarinnar bæði sem stjórnandi og mikilhæfur hljómlistarmaður, og þrátt fyrir alla gagnrýni ríkir gagnkvæmt traust milli hans og Symfóníuhljómsveitarinnar í heild, en hann hefur starfað lengur með henni en nokkur annar stjörnandi á 70 ára ferli hennar. „Hvaða önnur hljómsveit sem væri myndi grípa hann fegins hendi, ef hann svo mikið sem lyfti annarri augabrúninni i áttina til hennar,“ segir Peter Lloyd. „Symfóniuhljómsveitin er stálheppin að hafa hann.“ Fyrsti cellóleikarinn, Douglas Cummings, er sömu skoðunar. „Burtséð frá öllu öðru hefur hann náð til algjörlega nýrrar tegundar áheyrenda," segir hann. „Ég held svo að gróflega sé til orða tekið, að hann sé ágæt miðasala.“ Vissulega hefur André Previn góða hæfileika til að laða að sér áheyrendur. Frá því augnabliki, sem hann steig hér á land til að taka við hinni nýju stöðu sinni, flögruðu blaðamenn i kringum hann eins og flugur. „Hrein- skilnislega sagt langaði mig ekki til þess," andmælir hann. „1 raun- inni var það ekkert, sem ég siður vildi, en ég bjó á þessum tima með Mia Farrow, og það var góður blaðamatur alla daga vikunnar. Og svo áttum við einnig óskil- getna tvibura, og það munar um minna. Ljósmyndararnir bókstaf- lega hreiðruðu um sig í trjánum." Nú, sjö árum síðar, er staða Previns sú, að hann er einn af vinsæiustu og fjölhæfustu hljóm- listarmönnum þessa lands, en hann er enn, eins og hann sjálfur segir, „almenningseign" hér á landi I ríkari mæli en í Banda- ríkjunum. En að svo skuli vera byggist að eins miklu leyti á hans eigin viðleitni eins og hinu feiki- lega aðdráttarafli, sem hann hefur gagnvart almenningi, þvi að André Previn hefur sannar- lega gáfu til að ná hámarki fjár- hagslegs ábata án þess að fara nokkru sinni yfirfntörkin til hins hversdagslega og óvandaða. Það var hans hugmynd að fá þáverandi forsætisráðherra, Edward Heath, til að stjórna Symfóníuhljómsveitinni. Og Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.