Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 13
hðttaS. Þrldragar eru upphafsdepillinn. Þaðan er dregin lina að Bergþórs- hvoli. Frá Bergþórshvoli er dregin llna 216.000 fet að lengd um Hof á Rangárvöflum, Steinkross (MiSju) aS Stöng NA t Þjórsðrdal. Önnur Itna er dregin frá Dagmálafjalli 216.000 fet yfir Merkjð (mörk HltSarenda). Þrthyrning, Steinkross NV aS Hvftárholti. Þriðja llnan er dregin frá Stein- krossi (Miðju) 216.000 fet að Þingvöllum. Fjórða llnan er dregin 216.000 fet frá Bergþórshvoli að búi Dyrhólma. Aðrar Itnur, sem hár verða ekki skýrðar, voru dregnar frð þessum sömu deplum. Allt bendir til að þetta hafi verið hin fræga en týnda mörkun Alþingis árið 930. Landnámsmaður Rangárhverfis, Ketill hængur, bjó að Hofi; sonur hans Hrafn varð fyrsti lögsögumaðurinn (eftir Úlfljót). ustu vfsindastofnana á heilli starfsævi. Hvers konar heimildir hafa Islendingar eiginlega varð- veitt til slíkra útreikninga? Svar- ið er, að sjálfsögðu, GOÐSAGNIR. Svo skrýtið er dæmið. Tökum annað dæmi: samkvæmt lausnum goðsagnanna hlýtur Lög- rétta að Þingvöllum að hafa verið bundin þeim geira himins, sem nefnist í daglegu tali merki Stein- geitar — Capricornus. Þetta er skýrt í margvíslegum smáatrið- um. Og, bíðum við: árið 1974 kem- ur út bók í Englandi, sem slær því föstu, að lögréttur miðalda hafi jafnan verið festar við stjörnu- merki það á himni, er Capricorn- us nefndist. 7). Sá sem þau orð rit- ar hefur enga hugmynd um hina fslenzku lausn. Þetta eru niður- stöður af rannsókn á miðalda- fræðum. Samkvæmt þessu fer því svo fjarri, að hin fslenzka lausn fari f bága við staðreyndir, að málið snýst við: Lögrétta að Þing- völlum hefur verið byggð á SÖMU hugmynd og aðrar lögréttur Evr- ópu. Tökum þriðja dæmið: Baksvið Njálu er talið byggjast á eftirfar- andi meginstuðlum: heimsöldrun- um sjö, tölunni 216, jólum, átt- unda aldri Krists, Diapason. I ljós kemur, að M.S. Röstvig við Öslóar- háskóla fær þá lausn úr Jólaóði Miltons, að hann byggist einmitt á ofangreindum meginstuðlum. 8). Sé þetta rétt er ekki einasta, að búast megi við slíku efni í allegór- isku miðaldariti — heldur á Njála BEINA HLIÐSTÆÐU f heimin- um hvað þetta snertir. Slík er kollsteypan. Hafa þó aðeins verið nefnd þrjú atriði af mikium fjölda. Skákinni sýnist lokið án þess að svartur lyfti peði. Hafi einhver vonazt eftir biðskák i stöðunni er hann fallinn á tíma. Verði ný skák tefld verður vopnið aldrei þögn 'A- cvm-g | tpoo hcet| Markltnur samsvarandi hinum tslenzku hafa fundizt i Englandi og hafa verið dregnar á meðfylgjandi kort. — svör hafa þegar borizt. Ný öld er fyrir stafni, ný mið, nýjar spurningar. Stormsveipurinn leið hljóður hjá, líkt og steinninn sem menn gleymdu f götu sinni forð- um. Til að sýna hve einkennilega rannsókn fornmenningar horfir nú við Islendingum, skulu raktar ferskar upplýsingar sem borizt hafa að utan. Hefur það dæmi sem hér er valið það til sfns ágætis, að engan tslending grunaði tilvist þess, en jafnframt er það svo forvitnilegt, að mönn- um hlýtur að verða starsýnt á það. „Heimildir" geta íslenzkrar sam- svörunar hvergi. Og þó voru það einmitt íslenzkar heimildir sem vísuðu til merkingar. GOÐSAGNIR Skal nú geró örstutt grein fyrir þessu. A vissu stigi athugana tókst að leggja fram ákveðna vinnutilgátu um festing goð- sagnar við tiltekinn stað. Eins og dæmi ögmundar flóka sýnir hafði táknmálið bent til beinnar fest- ingar sagna við ákveðin kenni- leiti. Sú goðsögn sem hér um ræð- ir varðaði sólkonung og tímaein- ingar, staðurinn var Hof á Rangárvöllum. Síðan var tilgátan prófuð. Reynt var að fella hana og ýmsu til kostað. Ekkert hrein á tilgátunni. I stað þess opnaðist vítt svið, sem engan hafði órað fyrir. Ekki varð betur séð en að einhvers konar „lfnur“ hefðu verið dregnar um Rangárþing þvert og endilangt. Þetta var svo óvænt, að ekki sýndist einleikið. Þráðum var því fylgt eftir. Varð sú ályktun að lokum vart um- flúin, að linur þessar mundu til komnar við helgun lands — og að mörkun Alþingis á Þingvöllum mundi á þeim byggð. Hér upphefst frásögnin. Það er örðugt að tala um kenningu sem ekki á sér nafn, við skulum því til hægðarauka nefna hina upphaflegu kenningu um c„línurnar“ Mælikenninguna, samanber öll Mælifellin á Islandi. Sú er ástæða þeirrar nafngiftar, að prófanir á „lfnunum" gáfu f skyn ákveðna mælieiningu — FET — og ákveðið mál — töluna 216.000. Virtist frummæling hafa verið gerð frá Bergþórshvoli í Landeyjum að Stöng f Þjórsárdai. Vegalengdin milli Bergþórshvols og Stangar sýndist m.ö.o. fólgin f GOÐSÖGN og tölvísi bundinni 216.000 fetum. Kom sú niðurstaða í upphafi mjög ókennilega fyrir sjónir. Atvik öll sýndu hins vegar, að vart var unnt að sniðganga niðurstöðuna. Var svo að sjá sem lfnur skærust að stað sem nefnd- ist Steinkross norðan Keldna. Virtist lína renna úr NA frá Stein- krossi að Bergþórshvoli, önnur úr NV frá Steinkrossi að land^mörk- um Hlíðarenda í Fljótshlíð. Þetta benti til dulinna tengsla milli þeirra sögufrægu bæja. Hvað olli? Þá þegar yar mér löngu ljóst, að Njáls saga var ekki öll þar sem hún var séð. Hún sýndist byggð á að minnsta kosti þrennu plani: goðsögnum, allegóriskri beitingu frumþátta og sagnvísi. Spurningin var varla HVORT þráður Njálu væri af þessum þátt- um ofinn, heldur hver þeirra merkti hvað og hvers vegna. Það gerði mér mjög erfitt fyrir f upphafi, að ég þekkti ekki alle- góriska hefð miðalda og varð því að glíma við hvert einstakt atriði sagntengslanna eins og Njála væri einstök hvað þetta snerti í heiminum. Árið 1971 birti Paul Piehler hins vegar hió vandaða rit sitt um allegóríu miðalda. Þar lá lausnin svart á hvítu — hver sá sem hefur áhuga á hinni „bók- menntalegu" hlið þessa máls ætti að geta fundið þar viðhlítandi skýringar á beitingu hins allegóriska stíls í Njálu. En þar um síðar. Það sem Iesandann varðar á þessum stað er línan frá Stein- krossi að Hlíðarenda. Allt benti til að sú lína hefði verið dregin yfir fjallið þríhyrning að tindi er nefnist Dagmálafjall og gnæfir að öxl Eyjafjallajökuls. Þetta vakti bollaleggingar um „enda“ Fljóts- hlíðar. Lítill vegur var að sjá, að Hlíðarendi f Fljótshlíð hefði nokkurn tíma verið ,„endi“ þeirr- ar' fögru hlíðar. Hví þá nafnið Hlíðarendi? Svo var að sjá sem línan frá Steinkrossi rynni um Merkjá. Var áin þá merki um þessa linu? Eða var línan notuð sem landamerki? Lína frá Stein- krossi að Dagmálafjaili sýndist m.ö.o. ráða nafngift Hliðarenda — „enda“ hlfðar sem upphófst við Stórólfshvol. Hvað gat valdið því, að hlíð „endaði" f línu sem bund- in var goðsögn? Það skal skýrt tekið fram, að linur þessar eru enn ekki að fullu ákvarðaðar, þar kann að skeika einhverju um staðsetningu og verður ekki úr tilteknum vandamálum skorið fyrr en landmælingamenn með nákvæm verkfæri hafa verið kvaddir til aðstoðar. Nægilega skýrt reyndist þetta þó til þess, að unnt var að setja þá tilgátu fram f ritinu Baksvið Njálu 1969, að Hlíðarendi hefði markazt af linu sem rann frá Steinkrossi yfir þrí- hyrning að tindi Dagmálafjalls á öxl Eyjafjallajökuls. 9). Og snúum oss þá til Bretlands. Maður er nefndur Alfred Watkins. Gaf hann út bók að nafni „The Old Straight Track" árið 1925. Mun bókinni ekki hafa verið gaumur gefinn í þann tið og ekki öðrum kunn en nokkrum áhugamönnum. Árið 1970 var bókin hins vegar gefin út á ný. Ollu því ný viðhorf f fornleifa- rannsóknum Breta. Eftir að stærðfræðingar höfðu látið uppi það álit, að fbúar Bretlandseyja hefðu kunnað mikið fyrir sér f stærðfræði tvö þúsund árum fyrir Krists burð og dregið línur af mikilli nákvæmni milli stein- hringja og kennileita á tindum og hæðum, þótti mál til komið að rit Watkins væri rannsakað nánar. Hefur bókin verið prentuð þrisvar frá árinu 1970 og vakið óskipta athygli á Bretlandseyjum. Fyllir bók Watkins út í mynd fornaldar og skýrir á marga vegu. Mér barst þessi bók f hendur I vor 10). 1. tsl. sögur, útg. Guðni Jónsson, 1953, III, 297—355. 2. srs 319 3. ss 4. tsl. fornrit, XII. 176 5. Isl. sögur, útg. Guðni Jónsson, 1953, 11, 288 6. Ritgerð Stecchini birtist t heilu lagi t rlti eftir P. Tompkíns, Secrets of the Great Pyramid, Harper & Row, New York 1971, sjí s. 287—382. 7. Warrcn Kenton, Astrology, Thames & Hudson, London 1974, s. 21. 8. M.S. Röstvig o.fl. Thc Ilidden Scnse, Universitetsforlaget Oslo, 1963, s. 1—92. 9. E.P. Baksvið Njálu Mtmir Rvk, 1969, s. 96 ogsami Trú og landnðm 1970, s. 114 10. A. Watkfns, The Old Straight Track, Garnstone Press, London 1974. Niðurlag t næsta blaSi ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.