Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 5
komst bylgjugangur í tjaldið, og tvö blaut og grett andlit birtust. Eftir þvi sem Louis sagði, höfðu þeir tjaldað á bletti með þyrnóttu bláberjalyngi, en höfðalagið vissi niður I móti. Sem betur fer sneri opið á tjaldinu ekki að fossinum, þó að fæturnir leituðu út fyrir það. Það rigndi. Wystan hafði tekið með sér stóra, gula og bláa vindsæng — honum var alltaf illa við að sofa á hörðu. Louis sagði, að Wystan hefði minnt sig á eitt- hvað úr mynd eftir Brueghel, þegar hann var að blása hana upp. Það fór mikið fyrir vind- sænginni, og þar sem Wystan var vanur að sofa í sömu stellingum og í móðurkviði, varð lítið pláss eftir handa honum. Við þetta bættist, að það vantaði eitt stykkið í tjaldsúluna, og þeir settu tjaldið þannig upp, að það kom saman að ofan. Vegna rign- ingarinnar og vankunnáttu þeirra tók tjaldið að síga smám saman og lykjast um þá „eins og eitthvað úr sögu eftir Edgar Allan Poe“. Og að lokum féll svo tjaldið með öllu yfir þá. En þeir voru undir því, það sem eftir var nætur, blautt seglið kyssti þá i framan, meðan regnið féll af himni, en þéttur fossúðinn barst stöðugt yfir þá og inn á þá, hvar sem komizt varð. Að undanskildum Wystan, sem hafði farið svolítið um á hestum fyrri hluta ferðar sinnar, og einum piltanna úr nemendahópn- um, hafði enginn okkar komið á hestbak áður á ævi sinni. Að loknum morgunverði var lagt af stað samkvæmt strangri skipun frá Steingrími — og við héldum nærri þvi lóðrétt upp úr dalnum.. Það var skelfilegt, en við vorum komnir af stað. Allur þessi miðhluti tslands er mjög hrjóstrugur, aðallega hraun- breiður, brún eða grá fjöll, sums staðar heitir hverir og þar breiðir jökulfljótið Hvítá, sem er eins og kítti á litinn, úr sér I víðáttumikil vatnasvæði, þverár og sandbleyt- ur, eftir þvi sem hún nálgast upp- tök sín við Hvítárnes — einhvers fegursta staðar sem við augum litum. Þarna fellur stærsti skrið- jökullinn úr Langjökli lóðrétt niður i stöðuvatn. Þarna birtust þó óvænt skógarrjóður, gras- blettir og mosateygjur í auðninni. Wystan var ekki ónæmur fyrir landslagi, en hann var ekki aðeins minna hrifinn af þessu en öðru, sem hann hafði áður séð, heldur hafði hann meiri áhuga á okkur og viðbrögðum okkar við erfiðar aðstæður. En ég var gagntekinn af hrifningu af hinu óendanlega víðsýni, hreina og tæra lofti og litunum, sem hurfu i blámóðu fjarskans. En vissulega var það oft, sem himinninn dökknaði og rigning og rok beygði höfuð okkar að makka hestsins, svo að hlé varð á hrifn- ingunni. Og eins þegar við gengum eða riðum langa daga um endalausar hraunbreiður. Sér- staklega var það einn daginn, sem við gengum og teymdum hestana allan liðlangan daginn yfir apal- hraun, sem að hluta hafði greini- lega aldrei verið farið áður. Wystan likti því við „óskemmti- Iegar og ónýtar brotaleifar eftir svallveizlu". Það var álit hans á víðáttumiklum flæmum, að þau væru eins og „lokuð bók“ og mikið af þeim „eins og eftir veizlu, þegar enginn væri búinn að taka til“. Hið breytilega veður réð því, hverju við klæddumst, sem fyrst og fremst var mikið. Wystan kaus að búa sig öðru vísi en nokkur annar. Ég sé hann fyrir mér enn þann dag í dag i illviðraskarti slnu. Eftir því sem hann sagði sjálfur frá, var hann í flónelsbux- um milli nærbuxnanna og reið- buxnanna. Þá var hann i tveimur skyrtum og blússu undir ullar- peysunni og gekk í brúnum gúmmístigvélum geysimiklum. Þegar rigndi, steypti hann yfir sig svörtum oliustakki og setti á sig skærgulan sjóhatt, en festi gamlan flókahatt ofan á hann með öryggisnælu. En þegar veðrið var sem allra djöfullegast fór hann einnig i gular olíubuxur, sem náðu upp fyrir mitti. Þegar hann fór I þær i fyrsta sinn, tróð hann skálmunum ofan I stigvélin, sem óðar fylltust af vatni. Þegar hann hafði hellt úr þeim, leit hann út eins og hann væri með sundfit, svo vitnað sé til Louis — „hárlokkar léku um ennið, og þegar hann gekk, líktist hann ein- hverju, sem frekar átti heima I vatni". Það var furðuleg sjón að horfa á eftir honum, þar sem hann hlykkjaðist áfram á hesti, sem var varla eins stór og reið- maðurinn, og var alltaf með hægri höndina á flökti fyrir framan andlitið, eins og hann væri að reykja sígarettu, og þess- arar myndar minnist ég ávallt með trega. Af þeim 40 árum, sem ég þekkti hann, held ég, að hin fyrstu hafi verið skemmtilegust, þegar hinna sterku áhrifa hans á nútima skáldskap tók fyrst að gæta. Þegar hann var ólgandi af f jöri og kostulegri kátinu — þegar hann var að kenna ungu fólki, sérstak- lega við hinn einstæða mennta- skóla The Downs, og þegar hann var félagi meðal félaga. 1 þessum leiðangri var það einmitt þessi andi, sem var aðall hans. Þrek hans var aðdáunarvert. Honum óuðu ekki erfiðleikarnir og óþæg- indin — þó að því færi fjarri, að hann kærði sig kollóttan um þægindi, á meðan þau voru ekki of snyrtileg. Hann fylgdist af gaumgæfni með okkur strák- unum, striddi okkur, þegar við kvörtuðum og sagði, að ef við hefðum komið hingað til að sýna af okkur hreysti og hörku, „þá, krakkar, er kominn timi til að gera það, þó að guð megi vita, af hverju ykkur Iangaði til þess!“ En þegar Bill Hoyland sagði, að „þegar verið er að berjast áfram á þennan hátt, er alltaf hollt að hugsa til þeirra þrauta, sem þeir verða að þola, sem eru að klífa Mount Everest", sagði hann, að hann vildi miklu heldur hugsa til þeirra, sem væru að borða á Ritz! Bill var að sjálfsögðu leið- angursstjóri. I ferðasögu Louis er hann kallaður fröken Greenhalge. En honum var góður stuðningur að Wýstan. Leiðsögumennirnir gátu aðeins talað islenzku og hrafl i þýzku. En þar sem Wysten talaði reiprennandi þýzku, varð hann tengiliður milli Bills og þeirra. I bréfinu frá Hetty til Nancy er hann kallaður Maisie, sem sé fyrst til þess að kvöldinu að undirbúa matseldina með því að kveikja á eina eldunartækinu okkar og halda þvi gangandi. Og það sé eins gott með hliðsjón af aldri þess, því að ekki dugi minna en handbragð meistarans til að pumpa það I sifellu. Hann var ekki ýkja hrifinn af köldum mat. En hann sætti sig við þá staðreynd, að allar máltíðir okkar áttu að vera kaldar. Matar- birgðir okkar voru einungis grjót- hart brauð, ágætt niðursoðið kindakjöt, ostur, hangiket og salt- fiskur, sem hann sagði að væri „eins og skinn undan iljum rnanns" — en við sluppum við hina tegundina af fiski, sem hann likti við táneglur. Eina heita viðurværið var kaffi eða kókó. Við fylgdum föstum reglum. Á fætur klukkan sex, og þá var etinn léttur morgunverður. Síðan skyldi hver söðla sinn hest. Hest- arnir hefndu sin oft á okkur fyrir að vera lélegir reiðmenn ( og ég er viss um, að þeir vissu, hvað þeir voru að gera) með því að anda að sér, meðan við festum gjarðirnar. Þegar við siðan stigum á bak, runnu hnakkarnir niður og enduðu undir kviðnum á þeim, en við lágum á jörðinni. Varla leið sá dagur, að einhver okkar flygi ekki fram af þeim eða rynni aftur af þeim, án þess þó að alvarleg slys hlytust af. Á hádegi áðum við til að hvíla hestana um stund. Þá var okkur leyft að fá okkur dálitið af súkkulaði og stundum nokkrar brauðsneiðar með hangiketi. Hinu síðarnefnda urðum við að vinna á með tönnunum eins og dýr. Wystan sagði, að það bragðaðist eins og sót. Aldrei var svo numið staðar, að ekki væri hann með myndavélina á lofti. Bill Hoyland, sem var frá- bær ljósmyndari, dáðist mjög að aðferðum hans. Hann gat hrasað og hnotið um hraunið eins og furðuskepna og fundið hin merki- legustu myndaefni: bakhliðina á hesti ásamt botninum á Ara, leið- sögumanni, stígvél, hálfhulin andlit I fjarska milli fóta okkar eða undir kviðum hestanna. Hann smellti af kæruleysislega, þó að ég haldi, að hann hafi að minnsta kosti stillt vélina. Hann hafði sina ákveðnu kenningu, sem hann skýrði í bréfi til Erika Mann. „Það er leiðinlegt, hvað ég er óþolinmóður og kærulaus, þar sem hver venjulegur mað- tir gæti lært allt um ljós- myndatækni á einni viku. Þetta er hin alþýðlega list, þ.e.a.s. tæknikunnátta er að mestu gerð óþörf — þeim mun „klaufa- heldari" sem myndavélarnar verða með sjálfstillingum þeim mun betra — og listræn gæði eru aðeins undir vali myndefnis komin. Atvinnuljósmyndarinn, sem stillir fólki upp, er óþarfur, enda eru verk hans alltaf afleit. Einu almennilegu myndirnar eru visindalegs eðlis eða augnabliks- myndir áhugamanna, en það þarf bara að taka mikið af hinum siðarnefndu til að ná góðum árangri. Einn sér og kyrr er aldrei sérlega skemmtilegur út af fyrir sig.“ Eins og alltaf — yfirgrips- mikil ályktun í lokin. Aður en við komum hafði Wystan fallið fyrir einni ís- lenzkri ástríðu — að spila á spil. I þessu tilfelli var það rommý. Það var að þvi leyti ólikt bridge, að hann gat talað á meðan hann spil- aði, fannst honum. En áhuginn átti eftir að dofna, þegar tók að liða á dvöl okkar á íslandi. Sú staðreynd, að hann gæti talað og grinazt, dró úr alvörunni, þó að honum fyndist hann eiga bágt með að tapa. Hugsanlegt er, að hefði hann talað minna, hefði hann ekki tapað jafnoft. Eftir að hafa verið á Hvera- völlum, sem frægir eru fyrir brennisteinshveri sina, sem vissu- lega eru fallegir, þegar að er komið, neyddumst við vegna tima- skorts og versnandi veðurs til að leggja upp I 70 kilómetra skelfi- lega ferð yfir öræfin, urð og grjót. Þar eð við fórum ókannaða leið, fóru leiðsöguménnirnir eftir átta- vitum og hlóðu vörður, en þeir komu okkur heilu og höldnu á leiðarenda, þótt Louis sæi að vísu ofsjónir: „Mér fannst ég sjá Greenhalge í fjarska, en þá reyndist það vera varða.“ Það var einnig I þessari ferð, sem Wystan jók við óbeit sina á fs- lenzkum auðnum með þvi að segja, að „hver sá væri bjartsýnis- maður, sem vænti þess að sjá nokkuð jafnmannlegt og skinin bein á þessum slóðum." Þegar við komum að Arnar- vatni, þar sem hvítar kindur bitu dásamlegt smargaðsgrænt gras við silfurvatn, þyrmdi yfir okkur allt í einu, er það uppgötvaðist, að eina eldunartækið okkar væri allt í molum. Jafnfallegt og tjaldstæð- ið var, varð það nú hið kuldaleg- asta. Og þar sem við höfðum ekkert heitt að drekka, slepptum við spilunum. Við fórum i rönd- óttu náttfötin og sifriðum inn i tjöldin, en Wystan og Louis komu sér fyrir í minnsta og frumstæð- asta kofa, sem við höfðum séð fram að þessu. Um þetta leyti held ég, að hann hafi verið búinn að fá nóg af eldmóði brautryðj- andans — þetta var varla eftir- lætis ferðamáti hans. Um kvöldið sagði hann við Louis: „Aldrei meir“ og fór að sofa með sígarettu i munni, en vindsængin „stundi eins og eitthvað eftir A. E. Hous- man.“ Vindurinn öskraði ofan af jöklinum alla nóttina og næsta dag og bætti hagléljum í nistandi kuldann. En við virðumst greinilega hafa fyllzt hetjumóði, og jafnvel Wystan, sem nú skartaði i fullum óveðursklæðum, sýndi engin merki um „Aldrei meir“. Við riðum I tólf tima þann dag og komum klukkan 6 að kvöldi til Kalmanstungu, virkileg- um bóndabæ, einangruðum uppi í óbyggðum. Þegar við sátum inni i bænum yfir dásamlegu kaffi og regnið buldi á rúðunum, sneri hann sér að mér og sagði: „Er þetta ekki yndislegur hljómur? Alveg eins og Lake District." Tímasetningin var allsérkenni- leg. Daginn eftir borðuðum við mikinn morgunverð klukkan 9 og feikilegan hádegisverð klukkan tiu. Greinilega var sveitatíminn tveimur klukkustundum á undan Reykjavíkurtíma. Fyrir matinn lét hann þess getið, að islenzk matseld „minnti mig á litinn dreng, sem hefði komizt i meðala- kassann hennar mömmu sinnar". I rauninni var maturinn mjög góður, og við sluppum alveg við þessar brilliantin og vellyktandi súpur með brytjuðum rabbarbara til fyllingar og skrauts, sem hann hafði lýst fyrir okkur. Það væri vanþakklæti að kveðja Kalmans- tungu með slíkri hótfyndni. Eins og á öllum bæjum, svo sannarlega hvar sem var á íslandi, var fólkið sérlega alúðlegt og gestrisið. Enn áttum við þrjá daga fyrir höndum á hestum. Við héldum til Brunna, þar sem við tjölduðum i votlendi, Þingvalla, þar sem hið forna þing, Alþingi, var haldið, og loks til Laugarvatns, þar sem var hótel, en er skóli á vetrum. Hið samfellda úðaregn og þoka huldu Langjökul og Ok, en á milli þeirra Iá leið okkar. Síðasta áfallið, sem Wystan og Louis urðu fyrir, varð við Brunna. Tjaldstæðið og vind- áttin lögðust á eitt til þess, að þeir urðu að sofa með höfuðin út úr tjaldinu. Við týndum einnig hestunum, af því að þeir struku um nóttina. Meðan við biðum eftir, að þeir næðust aftur, hljóp Auden ð fslandi að nýju ðrið 1963. MeB honum ð myndinni eru Tómas Guðmundsson skðld og Gylfi Þ. Gislason þðverandi menntamðlarðBherra. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.