Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1976, Blaðsíða 7
höfðu farið strax ( byrjun strfðsins. Seinna fréttist af þeim hjá hernum. Aðrir höfðu ráðið sig á skip, sem komu með hergögn og vistir. Þeir munstruðu sig meðan beðið var eftir fyrirmælum um hvert skyldi sigla. Þeir spókuðu sig f landi á frfvöktum f þröngum kakfbux- um og hvítum peysubolum og drukku bjór frá Milwaukee og átu appelsfnur frá Kalifornfu. Þeir spýttu kjörnunum f bogum fram úr sér þegar þeir vissu að aðrir sáu tii. I annan tfma mátti sjá þeim bregða fyrir við borðstokkinn þegar þeir hvolfdu úr fötum f sjóinn fullum af kartöfluhýði, áður en þeir hurfu aftur inn í eldhúsið til að skræia meira. Og einn dag voru þeir horfnir með þessum skipum. Seinna gleymdist þetta og þeir sem urðu eftir hættu að öfundast út f kakfbuxur, hvfta skyrtu- boli og bjórinn frá Milwaukee. Þegar þau höfðu gengið nokkurn spöl upp f bæinn birti meir af Ijósum. Þetta er Austurstræti, sagði hún. Þétt bílaröð kom á móti þeim og lengra í burtu gekk ekki á öðrum en flauti og köllum. Ilandan götunnar voru hópar af ungu fólki, og stúlkurnar hölluðu höfði undir stórum hattskerm- um væri yrt á þær. Birtan frá búðar- gluggunum féll á hár þeirra sem var greitt f hrauka yfir eyrunum. Að aftan féii það næstum siétt niður á hálsmál- ið. Kápurnar voru kragalausar og mikl- ar um axlir, og þær gerðu stúlkurnar svolftið beinasleggjulegar. Þetta flaut framhjá honum í einni sjónhending. Vfst hafði hann séð svona búnað áður, en ekki f öllum þessum tilbrigðum. Systir hans tók um handlegg hans og dró hann nær sér. Hann var þakklátur fyrir að hún var látlaust klædd. Hér förum við inn, sagði hún. Á rúðuna f hurðinni var Café Höll skrifað rauðu skrautlegu letri, og ilm- ur af kaffi og þokkalegum hlýindum barst á móti þeim út f dyrnar. Þau fundu laust borð nærri dyrunum og hann stakk töskunni inn undir það og studdi við hana með báðum fótum. Þegar hann leit upp sá hann umferðina fyrir utan f gegnum stóran giugga við hliðina á dyrunum. Hann heyrði aðeins kliðinn frá þeim sem sátu við borðin I kringum þau, án þess að greina orða- skil. Hann reyndi það ekki heldur. Það var sjálfsagt ókurteisi að hlusta. Hon- um fór að líða betur inni f hlýjunni og sjóveikin var alveg að hverfa. Hann reyndi að fylgjast með hverjum ein- stökum á götunni fyrir utan. Helzt vildi hann geta séð allt og heyrt allt, ekki af forvitni, heldur af því honum þótti vænt um þá sem sátu i kringum hann á þessum margmenna stað og þá, sem gengu á stéttunum fyrir utan. Honum fannst hann þurfa að vita hvernig þeim vegnaði og hvaða vonir foreldrar þeirra bundu við þá, og hvort mæður stúlknanna undir hatt börðunum væru kvfðnar. Beikon og egg fyrir einn, sagði systir hans. Það er nú orðið heldur seint, sagði afgreiðslustúlkan, sem var í svörtum kjól með hvíta svuntu og hvftan kappa í hárinu. Café Höll var saumað með bláu f eitthvað af þessum búnaði. Er ekki hægt að fá sérrétti, spurði systir hans. Ég skal athuga það. Hann skildi ekkert af þessu tali. Sér- réttur var eflaust eitthvað sem for- framað fólk neytti rétt fyrir miðnætti. Þjónustustúlkan kom aftur og sagði það væri í lagi með beikon og egg. Sjálf vildi systir hans aðeins kaffi. Á eftir gengu þau Austurstræti á enda og eftir Lækjargötu og upp hjá Fríkirkjunni og að húsi við Þingholts- stræti þar sem systir hans bjó. Það var á suðurkvisti. Hún hafði mynd á nátt- borðinu af ungum mann'i sem skipti hárinu í miðju. Hann spurði einskis um þennan mann. En þegar hann var háttaður á sófanum f stofunni fram af litla herberginu, þar sem systir hans svaf hjá myndinni, og ljósið hafði ver- ið slökkt, fann hann f fyrsta sinn til heimþrár. II Það hafði verið einkennilegt að vera að heiman yfir jólin. Hann hafði fyrst skilið að systir hans var flutt að heiman þegar hún hætti að koma á jólum. Hún hafði ekki látið fjarlægðir eða vetrarveður hindra sig, en svo byrjaði hún að skrifa afsakanir. Strjálar ferðir stóð þar. Óvisst veður- far á þessum árstfma. Miklar annir. Og hún hætti að koma. Hann hafði viljað fara heim en það hefði orðið of dýrt. Hann hafði að vfsu verið f vegavinnu, en þeir peningar entust hvort sem var ekki allan veturinn. Flestir höfðu farið heim. Þeir fáu sem urðu eftir reyndu að gera sér dagamun. Einn fékk sendan eplakassa, annar súkkulaði, og það var eplaveizla á hverjum degi og svolítið af súkkulaði á kvöldin, sem var góð hvfld frá venju- legum drykkjarföngum á matmálstím- um, jafningum og kássum, sem mat- ráðskonan setti saman til að vinna upp afganga. A aðfangadagskvöld hafði hann fundið fyrir alvöru að hann var ekki orðinn nógu gamall til að vera að heiman á slfkum degi. Systir hans hafði hringt til hans á jóladag og það hafði glatt hann, en samt kom það ekki f staðinn fyrir heimför. Þegar þeir voru ekki að borða epli og narta f súkkulaði eyddu þeir jólafríinu f sundlauginni eða gufubaðinu niður við vatnið. Þeir hlustuðu á hverinn undir trégrindinni og stundum jókst gufan skvndilega svo þeir sáu varla hver annan inni f þröngum skúrnum. Þegar þeim var orðið nógu heitt lögð- ust þeir út af f vatnið norðan við skúr- inn eða syntu út að fsskörinni og skulfu, eða þeir veltu sér f snjónum uppi á bakkanum og skulfu þar áður en þeir settust að nýju yfir hverinn undir skúrnum og létu gufuna koma út á sér svitanum. Þeir urðu svangir af þessum böðum og af þvf að busla f sundlauginni og borðuðu allt sem þeim var borið úr eldhúsinu á matmálstfm- um, hvort heldur það var jafningur eða kássa, sem var hituð f stórum potti. Hann kom í góðar þarfir þegar kennt var. Þá rak ráðskonan handlegginn upp að öxl f kássuna þegar hún var að hræra saman afganga af fiski og kjöti áður en hún hellti brúnni sósu yfir maukið. Stúlkurnar voru allar f burtu og komu ekki aftur fyrr en frfinu lauk. Þær bjuggu f sérstökum álmum og þangað máttu þeir ekki koma eftir klukkan fjögur á daginn. Það gilti hann einu. Hann átti aldrei erindi þangað, en hann vissi að þessar reglur voru brotnar á nóttunni án þess kenn- ararnir vissu. Þegar talað var um þetta f gufubaðinu, eða úti í sundlauginni hangandi á spýturennunni, skildist honum að heimsóknirnar lentu mest f fáti f myrkrinu af þvf að skólabræður hans voru fyrst og fremst að brjóta reglurnar. Þeir svölustu fóru um úti- dyrnar til baka og skelltu á eftir sér tii að umsjónarkennarinn vaknaði. Skóla- fólk erlendis prflaði upp á kirkju- turna heldur en ekkert og hékk utan f þakrennum til að ögra almennum við- horfum til notkunar á þakrennum. En hann gat ekki séð að skóiasystur hans, sem voru engar skýjadfsir, bæru nokk- urn svip af kirkjuturnum yfirleitt. Það var því ekki upp á neitt sérstakt að prfla. Samt héldu félagar hans áfram allan veturinn að skrfða inn um glugga á kvennaálmunum og skella hurðum til að hrella umsjónarkennarann og skapa næturferðunum einhvern til- gang. Þeir höfðu elzt þennan vetur. Það kom af sjálfu sér. Þeir urðu að bjarg- ast við ýmislegt, sem þeir höfðu aldrei hugsað um áður. Þeir höfðu fengið hrein nærföt þegar þeir þurftu, og þeim höfðu verið réttar skyrtur ef þeir vildu skipta. Fötin höfðu borizt strokin upp f hendur þeirra eins og fyrir guð- lega forsjón. Nú höfðu þeir sjálfir orð- ið að þvo nærföt sfn og skyrtur og pressa fötin. Þeir urðu jafnvel að bursta skóna sfna eftir að einhverjar skólapfur lýstu þvf yfir að sóðaskapur merktist einkum á óburstuðum skóm. Þeim gekk verst að pressa jakkana unz þeir prófuðu að vera í þeim á meðan heitu járninu var rennt yfir þá. Nokkr- ir brenndust lftilsháttar. Einn fékk blöðrur á annað herðablaðið, annar gekk með rauða brunaskellu á öxl og bráðlega létu þeir jakkana eiga sig. En þeir þvoðu skyrturnar og stffuðu flibb ana gætu þeir ekki samið um það við skólasystur sfnar, og smám saman hætti hann að hugsa um þessa fyrir- höfn. Og hann hugsaði sjaidnar heim. Um haustið höfðu flestir reynt að komast hjá söngtfmum. Nemendur voru boðaðir hver á fætur öðrum inn til söngkennarans, sem lét þá kyrja Eldgamla ísafold. Þótt hann hefði af- bakað söng sinn eins og hann gat og færi vitlaust með textann, hvessti söng- kennarinn á hann augun, eins og hann hefði fundið alveg óvenjulega hæfi- leika hjá honum, og skráði hann f skðlakórinn. Hann reyndi ekki framar að losna við þær kvaðir, sem skólavist- in lagði á hann, og söng fullum hálsi einn kiukkutíma tvisvar í viku Við brunninn bak við hliðið, fsiand ögrum skorið og Við göngum með horskum hug. Kórinn raðaði sér alltaf f boga fyrir framan kennarann, og af þvf hann var alveg út f enda bassamegin gat hann virt fyrir sér þá, sem voru á boganum á móti. Og hann skemmti sér við að syngja Við brunninn bak við hliðið til tveggja stúlkna, sem stóðu andspænis honum. Þær voru laglegar og greiddu hárið beint upp frá eyrun- um. En það var ekki meir, ekki einu sinni bros. Ekkert nema þessi söngur þegar fitjað var upp á laginu um lindi- tréð. Aftur á móti lét hann söngkenn- arann hafa það, þegar sungið var Við göngum með horskum hug. Kennarinn var svo horskur til augnanna. Hann minnti á fálka, þann fugl sem er söng- lausastur allra fugla, en þeim mun svipmeiri og hnarreistari. Og svo hafði allt í einu byrjað að vora. Það ægði honum ekki lengur að koma til Reykjavíkur. Það fylgdi því viss fögnuður af þvf hann var á heimleið. Systir hans tók á móti honum og fór með hann upp á suðurkvistinn. Hann var orðinn peningalaus og hún lánaði honum þrjátfu krónur til að hann gæti farið f kvikmyndahús og komið við á Hressingarskálanum eða Café Höll eða Heitt og Kalt, sem hann uppgötvaði daginn eftir að var f Hafnarstræti. Hann fékk sér rjóma- tertu og súkkulaði á Hressingarskálan- um og það hafði verið eins og stórveizla eftir mjólkurblandið um veturinn og rúgbrauðið og afgangana úr stóra pottinum, þar sem mannshandleggur- inn dugði varla til að hræra. Á suður- kvistinum stóð myndin enn á nátt- borðinu hjá systur hans. Hver er þetta, spurði hann. Systir hans horfði framhjá honum og yfir í stofuna. Hún svaraði ekki strax. Það var eins og hún væri að hugsa sig um. Maður, sagði hún svo. Maður, sem ég þekki. Hann lyfti rammanum af borðinu og virti fyrir sér toginieitt andlit mannsins og hvernig hann skipti hárinu (miðju. Hann er við nám f Amerfku, sagði hún. Hann lét myndina aftur frá sér á borðið, en hún féll á bakið og hann reisti liana við f hálfgerðu fáti. Myndin féll samt á borðið. Systir hans tók myndina af honum. Hún hélt spjaldinu frá að aftan og lét myndina styðjast við það. Svona, sagði hún. Svona áttu að gera. Það var hlýja f rödd hennar. Kannski var hún ætluð þessum manni einum. Kannski kyssti hún myndina áður en hún fór að sofa á kvöldin. Hann þurfti að muna að segja móður sinni frá þessum manni. Hún vildi hvort eð var vita allt um dóttur sfna. Hvenær kemur hann frá Amerfku, spurði hann vegna móður sinnar. Eftir rúmt ár, svaraði systir hans. Ætlið þið að giftast, spurði hann, einnig fyrir móður sína. Barn geturðu verið, sagði systir hans. Hún fylgdi honum niður á bryggju f morgunsárið. Og hún var hjá honum um borð þangað til báturinn lagði frá með farþegana, sem ætluðu að taka rútu f Borgarnesi. Þau tókust f hendur við landganginn. Eg bið að heilsa, sagði hún. Hún beið á bryggjunni meðan báturinn var að leggja frá, grannbyggð og dökkhærð og fölleit, og hafði vaxið frá honum og æsku sinni og foreldrum sfnum, og hafði f staðinn eignazt vin f Amerfku. Hann lyfti hendinni f kveðjuskyni og fann til einkennilegra andþrengsla, sem hann hafði ekki fundið til áður. Þegar báturinn var iaus sneri hún sér við og gekk hvatlega upp bryggjuna. Kannski hafði hún einnig fundið til þrengsla. Kannski fylgdu svona þrengsli þvf að kveðjast á köldum ogglærum morgni. III Ekkert strfddi á hann lengur. Hann hlustaði á véladyninn og fann þægi- legan skriðinn á strandferðaskipinu i svefnlokunum. Þótt kominn væri miður dagur hafði hann háttað oní koju sfna strax og skipið losaði land- festar á Sauðárkróki, þar sem það hafði beðið eftir ferðafólkinu að sunnan af þvf fjallvegir voru enn ófær- ir þrátt fyrir vorið. Þetta var kyrr dagur með sólbráð i fjöllum og móðu til hafsins og svefninn fór á hann strax og hann var lagztur i hvftt og hlýtt Ifnið f kojunni. Þau höfðu lent f hrfð og töfum á leiðinni sunnan úr Borgarnesi, og það hafði verið of kalt f bflunum til að sofa. Taskan hans með snærinu var einhvers staðar f skipinu. Annars var hann hættur að fylgjast með henni og hafa áhyggjur af henni, af því allur smávægilegur kvfði vildi slfpast af fólki þegar ferðalög gerðust ströng. Það vissi hann núna. Og hann hafði hugsað sér að sofa fyrir Almenninga og Siglunes, en vaka heldur á siglingunni inn Eyjafjörð af þvf þar var stundum fallegt leiði, og þar voru staðir sem hann þekkti. Hann hafði farið út fjörðinn á árabáti eftir þorski og ýsu eins langt og hann þorði að róa. Og stundum höfðu þeir farið fleiri saman og haft byssu. Sfðan vissi hann að skarfurinn var skotharðastur fugla. Það varð oft að róa f sprettum til að ná honum, og hann varð því seigari, sem hann var soðinn Iengur. 1 norðan- átt og sólskini hafði stundum sullað inn á þá og yfir þá, þar sem þeir sátu undir árum og spyrntu sér upp á sól- kringda öldufaldana. Hann vaknaði ekki fyrr en inn und- ir Hrísey. Þar var fjörðurinn eins og fágað gler, og aprflsnjórinn speglaðist f honum sveipaður blárri móðu dala. Hann hallaði sér út á borðstokkinn og horfði fram með kinnung skipsins og inn I lognið. Þegar kæmi fyrir Arnarnesið sæi hann bæinn og allt, sem var honum kært og einhvers virði. Annars vissi hann ekki hvað félagar hans höfðu verið að gera. Þeir voru ekki fólk sem skrifaði bréf. Nú var orðið of seint fyrir jakahlaup á Pollinum og það var löngu liðin tfð að þeir stútuðu götuljósum. Hann vissi ekki hvaða kvikmyndir þeir höfðu séð, eða hvort þeir höfðu yfirleitt átt fyrir bfómiðum, og hann vissi ekki um hvað þeir höfðu talað né hvað hafði glatt þá Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.