Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1976, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1976, Side 2
Sú berjatíð er löngu liðin, sem var umgerðí þeirrar síðdegisstund- ar í Laufási, þegar við Bjarni Jónsson skröfuðum saman um Borgarvirki. Ennþá er Bjarni kvikur á fæti og lætur engan bil- bug á sér sjá, þótt hann hafi brátt fimm um sjötugt. Vinnuborðið hans er nú í notalegum krók við suðurglugga á verkstæði Jóns, sonar hans, í gömlu Hamborg á Akureyri. Þegar hann horfir upp frá fíngerðu sigurverki, liftir hann sjónglerinu upp á ennið og lítur út á Kaupangsstrætið, þar sem umferðin er mest; sam- felldur bílastraumur upp að höfuðstöðvum K.E.A. eða i menntasetrin, sem standa eins og rammger virki uppi á viðivaxinni brekkunni. Þeim fækkar óðum akureyrsku „aristókrötunum", er ganga settum skrefum hjá glugga, „spásséra" með stóiskum virðu- leika og silfurbúinn staf og setja svip á bæinn. Þeir, sem ekki sitja í bíl á ferð, eru á óvirðulegum spretti milli bíla og stofnana. Þarna hlaupa sfðhærðir, rytju- legir piltar upp kirkjutröppurnar, líklega að verða of seinir í kennslustund. „Ekki eru þeir spekingslegir aftan fyrir þessir," segir Bjarni og andvarpar. „Að skólanum er skollans tjón og skást að flýj’ann, ef þaðan koma fleiri flón, en fóru í ’ann. Þetta yrki ég nú sennilega af því, að ég sniögekk skóla yfirleitt forðum tíð,“ bætir hann við og setur upp barðamikinn, fornfá- legan hatt, þegar við göngum út á Hafnarstrætið. Það er bragð að þvi að geta tekið ofan slíkt'höfuð- fat, segi ég vió Bjarna, þegar við höfum mætt virðulegri frú fyrir framan pósthúsið. „Já. Annars gróf ég upp þennan kúrekahatt af því ég brá mér til Ameríku fyrir síðustu jól. Fór í desember og var í sex vikur i góðu yfirlæti vestur á Kyrrahafsströnd, nánar til tekið í Seattle hjá Stefáni yngsta syni minum, sem flutti þangað vestur með fjölskyldu sína fyrir rúmu ári. Þá voru liðin meira en fjöru- tíu ár siðan ég átti heima fyrir vestan, en ég kom heim árið 1934. Atta ár dvaldi ég i New York, tveim árúm lengur en til stóð i upphafi, en það var kreppan mikla, sem olli því. Annars leið mér vel í Ameríku og hafði nóg að starfa, þrátt fyrir þetta óskaplega ástand, sem þá ríkti þar. Á þeim árum var ég heimagangur hjá frænda mínum, Vilhjálmi Stefánssyni landkönnuði, og kynntist þar ýmsum athyglisverð- um mönnum. Þótt aldursmunur hafi verið mikill á okkur Vil- hjálmi, þá vorum við systkinasyn- ir. En þetta er raunar kapítuli út af fyrir sig og við þyrftum sér- stakan dag til þess að tala um þau kynni og kannski stórhríð og frost til þess að minna á heimsenda (ítm m EKKI TEKID ÞESSU GAMNI kaldan, þann, er frændi minn unni.“ Við Bjarni settumst upp í bílinn minn, sem stóð við Ráðhústorgið, og héldum af stað út í hringiðuna, á svig við blaðavagninn, áfram upp á brekkuna heim f Byggða- veg. Ölöf kona Bjarna tók hlýlega á móti okkur og ekki þurfti að reka á eftir ríkulegum veitingum. Þarna prýða sérstæð málverk stofuveggina, rómantískar þjóð- sagnamyndir eftir Hauk heitinn Stefánsson. Svifléttar álfameyjar stíga þokkafullan dans í grænum lundi og yfir skrifborðinu er margslungin sögufantasía i fersk- um og glöðum litum. Haukur var hálfbróðir Jóns bónda og lista- manns í Möðrudal og systursonur Björgvins Guðmundssonar tón- skálds. Þeir Bjarni og Haukur kynntust í Ameríku og tókst þá með þeim góð vinátta. Átti fyrir þeim báðum að liggja að setjast að á Akureyri. Haukur lagði þar stund á iðngrein sina, en stundaði myndlist í hjáverkum. Um árabil var hann leiktjaldamálari hjá Leikfélagi Akureyrar og þar nutu sin kunnátta hans og listfengi. Meðal myndanna í stofu Bjarna og Ólafar er teikning, sem Haukur gerði af Bjarna árið 1931, frábærlega vel gerð. — Þegar ég var drengur á Akureyri, heyrði ég að Haukur hefði numið við sama myndlistarskóla vestur í Ameríku og kvikmyndasnillingurinn Walt Disney, og getið sér þar hið besta orð. Var ég helst á þeirri skoðuri þá, að þeir hefðu verið sessu- nautar, en víst er að sé einhver fótur fyrir þessu, þá hefur skóli þessi lagt sérstaka áherzlu á frjótt og einlægt ímyndunarafl. Haukur átti sér annan heim eins og Disney, heim álfa og hulinna vætta, sem fjölskrúðugur birtist í málverkum hans og skreytingum. Stundum tók hann að sér að myndskreyta opinberar bygg- ingar, t.d. Hótel Norðurland, sem forðum var vinsælt öldurhús og dansstaður á Akureyri, eða einka- íbúðir eins og t.d. stigaganginn upp til Björgvins tónskálds. Þar birtist manni fljótið fríða, sem Björgvin heyrði á flúðum duna, svo Islands lag varð til. — „Ég var að minnast á það, að ég hefði kynnst ýmsum athyglisverðum mönnum heima hjá Vilhjálmi frænda mínum," segir Bjarni, þegar við erum sestir. „Það fer ekkert á milli mála, en Islending- ar þeir, sem ég kynntist í Ameríku á þessum árum, nutu yfirleitt sérstaks álits vegna dugnaðar og heiðarleika. Hugs- aðu þér, að ef íslenzkur bóndi þurfti á bankaláni að halda, þá var þjóðernið nægjanleg greiðslu- trygging. Hann þurfti engan ábyrgðarmann. Þeir voru, sko, ekki minni en þeir sýndust þessir karlar. Betra að hægt væri að segja það um þá, sem þetta land byggja um þessar mundir, en á öllu virðast álit tvenn að því mætti grínast, það eru býsna margir menn minni en þeir sýnast. Mér virðist það ekkert svarta- gallsraus, þótt aldraður maður láti i ljós nokkrar áhyggjur vegna þeirrar dæmalausu sýndar- mennsku (orðmynd, sem Laxness segir, að hefði þótt fátækleg hjá öskukellíngum áður fyrri en mér þykir ágæt) og þess almenna óáreiðanleika, sem tröllríður þjóðfélaginu. Ekkert er mér þó fjær skapi en það, að fara að vanda um með stórum orðum, prédika af eldmóði. Hverskyns öfgar hafa alla tíð farið í fínu taugarnar á mér. Til dæmis verður trúin stundum svo sterk, að hún getur tapað á því. Þá verða æsingurinn og þröngsýnin svo mikil að almenningur snýr baki við boðendunum og áður en þeir vita af standa þeir utan brautar eins og aumkunarverð nátttröll, sem dagað uppi í morgunsól- inni. En frá þeirri skoðun hvarfla ég ekki, að betra er að vera aðgætinn gagnvart almætt- inu. Á það minnir eftirfarandi saga: Eitt sinn að vetrarlagi var montinn strákur á ferð. Leið hans lá yfir ísilagt stöðuvatn. Það hafði dregið úr frosti og því var ísinn víða ótryggur. Skyndilega brast hann undir pilti svo að hann féll í ——————— Myndina hér aB ofan taiknaBi Haukur Stefánsson af Bjama vestur ( Ameriku iriB 1931. Til vinstri eru tvær myndir Hauks. „ „ÞjóBsögu-fantasIa" og „álfameyjadans".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.