Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1976, Qupperneq 5
ROÐGÚLL er eitt af mörgum
hjáleigubýlum á Stokkseyrar-
torfunni. Upphaflega mun
það hafa heitið Litla-Gata og
skipt úr þeirri jörð. Þess er
getið árið 1703 og hélt því
nafni fram á 19. öld, að farið
er að kalla það Roðgúl, en þó
mun þvi hafa slegið fyrir lika
á 18. öldinni, svo snemma
hefur farið að örla á því. Talið
er að Roðgúls-nafnið sé upp-
haflega uppnefni, gefið i háði
einhverra hluta vegna og eru
til ýmsar sögur og getgátur
um það, sem ekki eru örugg-
ar. En þetta nafn hefur unnið
sér þá hefð, að varla verður
því breytt úr þessu, enda er
nafnið sérkennilegt og væri
skaði ef það væri lagt niður.
Ábúendur þessa býlis
munu flestir kunnir, en sá
þeirra sem þekktastur er, var
Brandur Magnússon, sem bjó
þar á árunum 1754—1818.
Hann var afrendur krafta-
maður, smiður góður á tré og
járn, skipasmiður og for-
maður. Líka var hann söng-
maður góður og forsöngvari í
Stokkseyrarkirkju, þar til
grallarasöngurinn var niður
lagður. En þá gerði hann upp-
reisn og neitaði að syngja
hina nýju sálma.
Þetta tiltæki hans hefur
svo orðið til þess að halda
nafni hans á lofti, því
Brynjólfur Jónsson frá
Minna-Núpi getur þess mjög
ýtarlega í sögunni af Þuríði
formanni. Má lesa þar um
átökin milli Brands og
sóknarprestsins, séra Jakobs
Árnasonar.
Á árunum 1894—1908
bjó þar Hannes Jónsson einn
af öndvegisformönnum á
Stokkseyri. Síðan hafa ýmsir
búið á býli þessu, þar á meðal
Steingrímur Sigurðsson rit-
höfundur og málari. En hann
er nú fluttur þaðan. Ekki er
mér kunnugt um hver byggði
húsið, né heldur hvenær það
var gert.
Einn af Beinateigsbæjunum, fyrst byggður af
Gústaf Árnasyni trésmið 1891 og nefndist þá
Ártún, en hann seldi það svo 1898 Brynjólfi
Gunnarssyni, sem gaf honum nafnið Traðar-
hús, sem oft var líka kallað Brynkahús. Síðar
bjó þar svo Jón Þórðarson.
TRAÐAR-
HÚS
GARÐHÚS
GARÐHÚS er byggt 1899 af Einari Einarssyni, áður bónda i
Bugum. Hann er sagður hafa búið þar lengi. Síðan hafa ýmsir
búið þar, þar á meðal Sigurður Guðbrandsson um 1 920.
Hjón úr Garðabæ eru að breyta þessu húsi i sumarbústað.