Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1976, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1976, Page 7
mynd, sem gerð er aðeins til að meðtaka lítil boðskort. En rækjan kemst ekki enn nema hálfa leið. „Tom, manstu . . .“ . . . Tennessy ræskir sig aftur. „Mamma, borðaðu rækjuna“. „Hvers vegna koma þessi undarlegu hljóð úr háls- inum á þér,“ er svar hennar. „Mamma, þegar þú hefur lagt líf manns í rúst, þá máttu eins búast við því að fram komi einhver annarleg taugaviðbrögð." Og Vidal enn: „En Tennessy hefur ekki látið þar við sitja. Hann hefur haft sérstakt lag á því að laða að sér „ferlegar“ konur, jafnvel enn „ferlegri" en Miss Edwinu. Eg þoldi enga þeirra, hvorki Carson McCullers, Jane Bowles né Önnu Magnani. Jú, jú, allar voru þær prýðilegum hæfileikum búnar og þær hljóta að hafa haft einhverja persónutöfra sem Tennessy hefur komið auga á, þótt ég gæti það ekki. Carson gat ekki talað um annað en sjálfa sig og starf sitt og spurði stöðugt, hvort hún hefði ekki verið ágæt í þessu eða hinu hlutverkinu og hvort hún fengi ekki áreiðaniega Pulitzer-verðlaunin og allt með sönglandi suðurríkjahreim. Jane Bowles var frumlegri (einn þekktasti skáldsagnahöfundur Bandaríkjanna). Hún talaði og hugsaði mikið um mat og gerði oft uppsteit á matsöluhúsum. Eina lofið sem hægt er að bera á Önnu Magnani er það, að henni þótti vænt um hunda. Þegar Marlon Brando hafði loks fallist á að leika á móti henni i kvikmyndinni sem gerð var eftir „Orfeus Descending" eftir Tennessy Williams, sagði hann: „Ég varð að halda um stóran stein i hvorri hendi i atrið- unum með henni.“ Ekki veit ég hvaða ávinning Tennessy hefur haft af samskiptum við þessi „ferlíki" í konumynd, en hafi þau verið honum einhver huggun, þá nægir það.“ „Þaó vakti mikla athygli," segir Vidal, „þegar Tennessy gekk á hönd kaþólsJcri trú, en um það leyti átti hann í mikiu sálarstríði. Skömmu eftir að „Fugl- inn sigursæli" (gælunafn Vidals á T.W.) hafði látið fallast í faðm kirkjunnar, hringdi Jesúítaprestur til hans og bauð honum áheyrn hjá páfanum. Jú, jú, Tennessy varð himinlifandi. Næsta morgun kom presturinn til að leiða Tennessy til Vatikansins, þar sem gera mátti ráð fyrir þvi að páfinn biði í ofvæni eftir því að skoða þennan nýja feng. En þá hafði Tennessy gleymt áheyrninni, baðst afsökunar og sagðist ekki vera „i stuði" þann daginn. Presturinn varð furðu lostinn. Ekkert hefur frést af því hvernig páfanum varð við. En Jesúítar láta sig ekki svo glatt. Ritari blökku- mannapáfans hringdi til T.W. og sagði að nú væri síðdegisveizla á döfinni og þar skyldi herra Williams mæta, eða . . .! „Fuglinn“ lét sér segjast og mætti og þegar þangað kom talaði hann af miklum fjálgleik um guð. En Jesúítar kæra sig ekki um slikt og því siður að þurfa , að hlusta á leikmann ræða trúmál. Þegar tal Tennessy Williams var farið að minna óþægilega mikið á hvatn- ingaræður Billy Grahams um guðdóminn, reyndi einn Jesúitanna að færa umræðurnar á annað svið og spurði: „Hvernig byrjið þér á því að skrifa leikrit, herra Williams?" „Fuglinum“ fataðist flugið augna- blik, hann þagnaði við og svaraði loks hvatskeytlega: „Ég byrja á setningu.“ Síðan hélt hann áfram þar sem frá var horfið og lýsti því fyrir samkundunni, hvernig hann fyndi fyrir stöðugri návist guðdómsins siðan hann gerðist kaþó- likki. Áheyrendur voru farnir að tvistiga. „Fuglinn", spilagosinn sá arna, gerði smáhlé á ræðu sinni til að kanna áhrifin. Eftir vandræðalega þögn spurði einn áheyrendanna: „Og er þessi návist hlý?“ Svarið kom án hiks: „Á henni er ekkert hitastig." En þrátt fyrir þetta afturhvarf til trúarinnar segir Tennessy nú í bók sinni: Mér er ómögulegt að trúa því að nokkuð líf sé eftir dauðann . . . Fyrir augum mínum ris holskefla hins algera dauða stöðugt hærra og ég á ekki annarra kosta völ en ákalla allt það hugrekki sem mér var í blóð borið . . . Með þessari bók sinni býður Tennessy Williams umheiminum að skoða sig eins og hann er,“ segir Gore Vidal,“ (og auðvitað hefur hann raðað sviðsljósunum þannig að þau fari honum vel). Árangurinn er góður. „Fuglinum sigursæla“ hefur verið tekið með kostum og kyr.jum. H.V. (þýtt og endursagt). Með Tennessy Williams: Þrjú af leikritum Tennessy Williams hafa verið sýnd á sviði hérlendis. Glerdýrin í Iðnó 1958 og aftur á Akureyri 1975. Sumri hallar i Þjóðleikhúsinu árið 1953 og Girnd á þessu leikári. 1 útvarpi hafa verið flutt hér nokkur leikrita hans, hið fyrsta, Glerdýrin árið 1949 og Köttur á heitu þaki næsta ár. Síðar: Sumri hallar (tvisvar), Kveðjustund, Maður og köttur, og Húsið er óhæft til íbúðar. Allt að tíu kvikmyndir hafa verið gerðar eftir leik- ritum hans. Hafa nokkrar þeirra verið sýndar hér- lendis og munu mörgum minnisstæðar. »' t>jóðleíkhOsinu hafa verið sýnd tvö teíkrit býsna framandi. Efri myndin er ör Sporvagninum Girt sem nýverið er hætt að sýna. Leikstjóri var Gi AiíreSsson. »>ar reyndi mest á Þóru Friðriksdóttur s< vann efiirminnilegan íeiksigur í hiutverki Bianche sést hún hér á myndinní ásamt Margr GuSmundsdóttur i htutverki Steliu systut bennsr, þriSja aðalhiutverkiS, Staniey Kowalskí, »ék Eriinc Gfslason, sem þarna er á mílii þeirra. Aðrir á myndír eru Fiosi Ólafsson og Bjarni Steingrimsson. Myndín að neðan eru úr ieikrítinu Sumri hai w^eLse^sý.nl var 1953 urui*r ViS borStð sitja þau Katrin Thors son. sem íéku aSaihíutverkin. Oimu ■ : WmSBBmmt 1 11 * i _ fij . 1 i |

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.