Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1976, Qupperneq 9
væri allra fugla vitrastur og væri nú að spá því að öllum
harðindum væri lokið. Var þetta almenn trú um land allt.
En fyrir kom það, að spáin brygðist, „og þá úthúðuðu
menn spóanum fyrir falsspár," segir Eggert Ölafsson. —
Spóinn er mjög iðjusamur og ósérhlífinn, og því var sagt
um menn, sem hömuðust fram úr öllu hófi, að þeir
„sprengdu spóann“, væru að „sperrast“ eða „spreyta sig“
við spóann.
Hrossagaukur. — Þegar einmánuður er úti,
þá tekur við gaukmánuður samkvæmt gamla íslenzka
tímatalinu, og er hann kenndur við hrossagaukinn, sem
hvert mannsbarn þekkir. Þessi fugl er hér meðal fyrstu
vorfugla, kemur stundum fyrir sumarmál. Er hann þá
hljóður fyrst i stað, því að hann „fær ekki málið" fyrr en
hann hefir etið merarhildar. En þá verður hann líka
kátur og fjörugur, þreytir listflug og hneggjar og
hneggjar. Hann er mikill spáfugl og með hneggi sínu er
hann að spá fyrir mönnum. En ekki er sama úr hvaða átt
heyrist til hans, og skyldu menn hafa glöggvar gætur á
hvaðan þeir heyra fyrst til hans á vorin. Um það er þessi
þula:
í austri unaðsgaukur,
í suðri sælugaukur,
I vestri vesaigaukur
í norðri námsgaukur,
uppi ununargaukur,
niðri nágaukur.
Á þetta trúðu menn og þóttust geta af þvi ráðið hvernig
sér mundi vegna til jafnlengdar næsta ár. Um þetta voru
orktar ýmsar vísur og þar á meðal var þessi:
í hánorðri ef hnegir hann niður
hausinn, klærnar, vængi og fiður,
orgar svo í ofboði mesta,
ekki mun þig spekina bresta.
Þótti það góð spá þeim, sem könnuðust við speki
Hávamála: „Byrði betri berrat maður brautu á, en sem
mannvit mikið.“
En hrossagaukurinn hafði líka fleiri spár að færa,.
Hann spáði um tíðarfar. Ef hann var sérstaklega fjörugur
fyrst í stað og heyrðist til hans hátt i lofti, þá töldu menn
að vorblíða væri komin fyrir fullt og allt. En honum
skeikaði stundum, eins og spóanum.
Ekki voru menn vissir um á hvern hátt hann birti
spádóma sina, þvi að hljóð hans voru ólik hljóðum allra
Til vinstri: i Islenzkri þjóðtrú eru
ýmsar sagnir um svonefnda
hverafugla. sem áttu a8 hafast viS
á hvorum, eSa jafnvel á kafi I
sjóSandi hveravatni.
Vatnslitamynd eftir Eirik Smith.
an'narra fugla, og var mönnum ráðgáta hvernig hann'gat
framleitt þessi hljóð. Sumir héldu að hann gerði það með
stélfjöðrunum, því að þær eru frábrugðnar stélfjöðrum
annarra fugla. Aðrir' héldu að hneggið kæmi úr væng-
fjöðrunum. Enn voru til þeir menn, sem héldu að hann
framleiddi hljóðið með raddfærum sínum, eins og aðrir
fugiar, og þeir gátu fært likur að þessu, þvi að þeir höfðu
tekið eftir því að hrossagaukurinn hneggjaði stundum
þar sem hann sat. Nú er ekki talið óhugsandi að hrossa-
gaukurinn geti notað bæði fjaðrir og raddbönd til þess að
ná þessu einkennilega hneggi. Er þessa getið hér til þess
að sýna, að íslenzk alþýða beitti athyglisgáfu sinni, þegar
hún stóð frammi fyrir einhverju torræðu.
Maríuerla.
Svo heitir hún réttu nafni, en í
framburði hefir það viða orðið Marjátla og Márjatla. Hún
kemur snemma á vorin, um svipað leyti og lóan, og héldu
ménn fyrrum að hún kæmi með vorskipunum, fengi sér
far með þeim, liklega vegna þess, að menn hafa ekki
treyst svo litlum fugli að fljúga yfir úthaf. En svo var það
eitt sinn senmma vors, er menn voru farnir til veiða í
Fiskivötnum, að þeir fengu nýdauða mariuerlu í net sitt.
Þetta var áður en nokkur skip komu til landsins þetta
vor, og var því sýnt, að ekki hafði hún komið með skipi.
Upp frá því tók menn að gruna, að maríuerlan væri hér á
landi allan veturinn, en lægi þá í dvala.
Maríuerlan er spáfugl og þegar menn sjá hana fyrst á
vorin, eiga þeir að spyrja hana hvar þeir muni vera næsta
ár. Flygur hún þá i áttina til þess staðar, þar sem
spyrjandinn mun dveijast næsta ár. En fljúgi hún beint i
loft upp, þá er það vegna þess, að hún vill ekki svara. Sitji
hún kyrr, þýðir það að spyrjandinn er feigur.
Maríuerlan gerir sér mjög fallegt og vandað hreiður, en
sagt var, að henni dytti ekki í hug að hefja hreiðurgerð
fyrr en hún hefði náð í hár af óspjallaðri mey, til þess að
hafa i botninn, undir eggin. Því fylgir ógæfa að steypa
undan henni. Hún er mannblendnust allra fugla og velur
sér bústað þar sem menn eru fyrir. Hún er svo falleg og
fjörug, að öllum þykir vænt um hana og víða var hún
talin vorboði, ekki siður en lóan. Eitt skáldið fagnaði
henni svo:
Gamlan vin að garði ber,
gesti fagni Harpa.
Mér var orðið mál á þér
maríuerla í varpa.
Steindepill, stundum nefndur Steinklappa, er
fjörugur og skemmtilegur fugl. Hann er simalandi og
„slettir þá tungu I góm“. Hann er hugdjarfur og hefnir
sín gjarna sjálfur. Ungar hans eru taldir heimskir og
verður móðirin oft að hætta lifi sinu til þess að verja þá.
— Það var algeng trú hér á landi, að ef svo vildi til, að ær
eða kýr stigju niður í hreiður steindepils, þá hefndi hann
sín með því að fljúga upp undir þær og narta i spena
þeirra, en það bit var baneitrað og olli júgurmeini. Vegna
þessarar trúar voru júgurmein oft kölluð undirflog eða
undirflug. — Börn voru sérstaklega vöruð við að skemma
hreiður steindepils, eða ræna eggjum hans, þvi að þá
mundu fingur þeirra stirðna eða kreppast.
KjOI. Það var almenn trú, að minnsta kosti sums
staðar á landinu, að kjóinn væri hálfbróðir kriunnar.
Mun það stafa af þvi, að þau eru ekki ósvipuð að
likamsskapnaði og fljúga mjög svipað. Þá hafa menn og
tekið eftir þvi, aó kjóarnir velja sér varpstaði í nánd við
kríuvörðin. En ekki er þetta af ættrækni, og illa kemur
þeim saman, því að kjóarnir sitja fyrir krium, er þær
koma af veiðum, og neyða þær til þess að sleppa feng
sínum á flugi, og er kjóinn þá fljótur að grípa ránsfeng-
inn áður en hann fellur til jarðar.
Kjóinn var talinn spáfugl. Þegar hann vældi mikið,
boðaði það votviðri. Af því var nafni hans breytt og hann
víða kallaður vætukjói.
Jaðrakárn. Nafn hans hefir brenglast mjög,
vegna þess að merking þess hefir gleymst. Fuglinn er nú
ýmist nefndur jaðraki, jaðrakan, jaðraka eða jaðreka.
Nafnið kárn geymist þó enn í málinu i orðinu kárnalegur,
sem þýðir tepurulegur, og gæti það átt við um háttu
fuglsins. Norður i Húnavatnssýslu var bær við hann
kendur i fornöld og kallaðist Kárnsá, en hefir nú af-
Framhald á næstu síðu
Hrossagaukur
Jaðrakan, jaSreka e8a Jaðrakárn?
Lóuþræll
Keldusvtn
©