Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1976, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1976, Síða 11
HÁTIÐÁ JAGARALUNDI” Nokkur föng Halld&rs Laxness í 1. kafla í Eldur í Kaupinhafn Gömul teikning af höllinni Jægersborg — Jagaralundi. Eiríkur Jónsson tók saman I bók dr. Peter Hallberg um skáldverk Halldórs Laxness, Hús skáldsins II., bls. 96—97, segir svo m.a. „Kannski hefur hann einn- ig — ef til vill óafvitandi — notfært sér vissar minnis- myndir úr Fru Marie Grubbe eftir J.P. Jakob- sen, 1876, sem einmitt f jall- ar um sama tímabil og ís- landsklukkan......Jacob- sen lýsir á nokkrum blað- síðum útihátíð við hirðina. Eldur í Kaupinhafn hefst á nákvæmri lýsingu á svip- uðum atburði. En það er athyglisvert að Halldór er gagnstætt við þennan danska skáldbróður sinn fullur með háð og spé. Það er skopast miskunnarlaust að villimannlegri gjervi- mennsku og ofhlæðis uppá- tækjum — án þess að sögu- maður bregðist sinni hlut- lægu frásagnarmeðferð.“ (Þýðing Helga J. Halldórs- sonar.) Halldór Laxness hefur ekki „notfært sér vissar minnismyndir úr Fru Marie Grubbe eftir J.P. Jacobsen“, þegar hann samdi fyrsta kafla Eldur í Kaupinhafn, sem fjallar m.a. um útihátíð dönsku hirðarinnar á Jagaralundi. Hið rétta er aó Haildór Laxness hefur stundað efn- istekju til þessa kafla Eld- ur í Kaupinhafn, í bók sem kom út í Kaupmannahöfn 1935 og nefnist: Danmark í Fest og Glæde II. „Háð og spé“ þessa kafla Eldur í Kaupinhafn „ að villimann- legri gervimennsku og of- hlæðis uppátækjum" er að meginstofni tekið úr fyrr- nefndri bók, m.a. úr lýs- ingu spænsks sendiherra de Rebolledo greifa á veislu, sem danska drottn- ingin hélt í Jægersborg (sem þá hét Ibstrup) árið 1655. ... en Fest, som Dronningen i 1655 gav paa Ibstrup (Jægersborg) til Ære for Kongen, sin Mo- der, sin Broder og for de tilstedeværende af Lan- dets fornemste Adel.“ (Danmark í Fest og Glæde II.. bls. 116.) Upphaf fyrsta kafla Eldur i Kaupinhafn er mjög líkt þessari tilvitn- un hér á undan. Rétt er að benda á, að Halldór Laxness þýðir Jægersborg með Jagaralundur. „Það er hátíð á Jagaralundi. Drotningin er að halda veislu fyrir manninn sinn kónginn og hina þýðversku prinsessu móður sína og bróður sinn hertogann til Hannóver. Helstu mönnum landsins og frægustu útlendingum hefur verið boðið til þessa mannfagn- aðar.“ (Eldur. Upphaf fyrsta kafla, bls. 7.) Hér á eftir verða rakin nokkur dæmi er sýna hvernig Halldór Laxness hefur notaö lýsingu de Re- bollede greifa á drottning- arveislunni á Jægersborg, svo og önnur föng hans í þennan kafla úr sömu bók. i. „I Februar 1655 skriver Henrik von der Wisch til Hamborg om at forskaffe Dronningen otte Flits- buer með tilhörende Pile, fire til hver.“ (Danmark i Fest og Glæde II., bls. 116.) „Drotnfngin hafði f Hamborg látið gera sér meira en fimtfu stássboga og fjórar stássörvar fyr- ir hvern boga.“ (Eldur, bls. 7.) II. ,,Man samledes om Eftermid- dagen í Skoven paa en Lysning, omgivet af höje Træer. Overalt var der rejst Telte,... Efter at Adelen havde taget Sæde, kom Kongen til Stede, klædt í Rödt með en sort Fljöls Jagthue paa Hovedet í form af en Pikkelhue, udstyret með vajende Fjer, og en lignende Dragt bar Dronningen og Hertugen. Efter de kongelige fulgte Hofdamerne og Rigets övrige fornemste Damer í Jagt- dragt með samme Udstyr.“ (Dan- mark í Fest og Glæde II., bls. 116.) „Að áliðnum degi safnaðist tignarfólkið saman f rjóðri um- krfngdu háum beykitrjám, en f öllum áttum var uppslegið tjöld- um. Þegar tignarfólkið hafði tek- ið sér sæti opinberaðist vor allra- náðugasti herradómur og tign á sjónarsviðinu í rauðum vciði- mannaklæðum, með alinlánga fjöður dúandi uppaf pikklhúfu úr svörtu flaueli; sfðan kom drotníngin ásamt með sfnum há- göfuga bróður, einnegin veiði- klædd; og þaráeftir tipluðu hirð- mevarnar og aðrar dándastar frúr rfkisins f veiðikvennabún- íngi.“ (Eldur, bls. 7—8.) III. „Paa höjre Side af den improviserede Scene havde man. . . afsondred en Skranke, hundrede Fod í Længden..., paa hvis ene Side stod... Sölvtöj, bestemt til Gevinster for de Sejrende i de forestaaende Övelser. For Enden af Skranken var mellem to Træer ophængt et grönt Tæppe, og ligeoverfor an- bragt en Mængde Græsbænke til Sæde for de höje Herskaber og deres Damer. Medlemmerne af det tilfældigt tilstedeværede tatariske Gesandtskab og Kaval- ererne maatte derimod staa op.“ (Danmark í Fest og Glæde II., bls. 116—117.) „Hægramegin sviðs var upp- reistur nokkurskonar búðardisk- ur hundrað fet á leingd og raðað á hann þeim verðlaunagripum, öll- um af silfri, sem átti að tefla um á þessari veiðiskemtun. Við annan endann á þessum diski var upp- streingdur dúkur milli tveggja trjástofna, en gegn tjaldi þessu voru sætin fvrir þá stóru og þeirra frúr og hirðmeyarnar. En kavalérarnir voru látnir standa og sömuleiðis ein sendisveit..., og var það kölluð sendisveit Tartara.“ (Eldur, bls. 8.) IV. „Tæppet gik op under Lyd af Trompeter, og en Træhjort viste sig, der gjorde Spring fra et Træ til det andet,... Fra et Maal tæt ved affyrede Kongen, Dronning- en, Hertugen og nogle Damer og alle Kavalererne deres Pistol paa den. En af Tartarerne skulde vise sin Bues Sikkerhed, men hans Pile sköd kun et Hul i Luften. Kongen som den behændigste i Norden, vandt den förste Gevinst. De övrige Præmier tilfaldt nogle af Hofkavalererne, der saa at sige fik dem skænket fordi Dronning- en med Flid betvang . sin Behændighed." (Danmark í Fest ogGlædelI., bls. 117.) „Nú er blásið f lúðra og þá lyftist dúkurinn græni og einn tréhjörtur kemur í Ijós og fer að hoppa frá einu tré til annars. Tartararnir voru látnir skjóta fyrstir, en örvar þeirra geiguðu heldur en ekki, síðan skutu... hirðmeyjar..., og þarnæst kava- lérarnir... Síðast skutu þau kóngur og drotning. Og er ekki að orðleingja það, nema kóngurinn hæfði hjörtinn þegar í fyrsta skoti og hlaut þarnteð titilinn Fimasti Skotmaður á Norðurlönd- um. Önnur verðlaun dreifðust á kavaléra og hirðmeyar, en Framhald á bls. 15 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.