Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1976, Blaðsíða 2
Eirfka við vinnu sína hjá
Norræna félaginu.
KONUR
&
JAFN-
RÉTTI
Erfiöust var
togstreytan
milli namsins
og drengjanna
✓
Þuríður J. Amadóttir ræðir við
EIRÍKU SIGURHANNESDÓTTUR
nýstúdent frá Öldungadeild MH
Mennt er máttur.
Gildi þessara orða er
óumdeilanlegt, ekki síst
nú í kerfisbundnu menn-
ingarþjóóféiagi, þar sem
krafan um menntun er oró-
in að lífslögmáii, sem ekki
verður framhjá gengið.
Enda miðar ríkjandi jafn-
réttisstefna í menntunar-
málum að því, að veita
hverjum sem er möguieika
til náms við sitt hæfi. Á
síðustu árum hafa framfar-
ir og fjölbreytni í fuiiorð-
insfræðslu opnað fólki á
öllum aldri nýjar leiðir til
að hef ja og velja nám, eftir
áhuga og aðstæðum til þess
hverju sinni.
Almenn þátttaka hefur
ekki látið á sér standa,
einkum virðast konur hafa
þekkt þar sinn vitjunar-
tíma. I langflestum grein-
um Námsflokka eru þær f
meiri hluta og má minnast
þess að fyrstu stúdentarn-
ir, sem útskrifuóust frá
Öldungadeild Menntaskól-
ans við Hamrahlíð, voru
konur. Og enn eru þær þar
í meirihluta.
Með náminu hafa flestar
þessar konur sinnt heimil-
ishaldi, barnauppeldi og
margar þeirra auk þess
unnið hálf- eða heilsdags
starf utan heimilis. Eftir
því að dæma mætti að
óreyndu ætla, að leiðin að
markinu væri hvörki löng
né ströng. En er það í
reyndinnisvo?
Þá spurningu legg ég
fyrir Eiríku Sigurhannes-
dóttur en hún hefur nýlega
lokið stúdentsprófi frá
Öldungadeild M.H. eftir
þriggja og hálfs árs nám.
— Það hlýtur að vera mjög ein-
staklingsbundið, hvað stórt átak
þarf til að ljúka þessu námi, segir
Eiríka. Þar kemur svo margt til
greina. Eg gerði mér ekki ljóst,
hvað erfitt það mundi reynast,
annars hefði ég trúlega hugsað
'mig um tvisvar. Eg hugleiddi það
ekkert í upphafi, og ekki kom til
mála að snúa aftur þegar nokkuð
hafði miðað áleiðis, þótt ég gerði
mér þá betur grein fyrir stað-
reyndum.
Og nú getur þú glaðst yfir
árangrinum og unnum sigri?
— Já, ég geri það að vísu, en sú
spurning iæðist stundum að mér,
hvort sá árangur hafi verið of
dýru verði keyptur. Þetta nám
mitt tók óhjákvæmilega talsverð-
an toll af heimilislífinu.
Þessi afstaða Eiríku skilst ef tii
vill betur, þegar tekið er tillit til
þéss, aö á undanförnum árum
hefur hún haft ein á hendi forsjá
heimilis síns og sona sinna
þriggja. Auk heimilisstarfa hefur
hún unnið fulla vinnu utan heim-
ilis og oft aukavinnu-m.a. til að
standa straum af íhúðarkaupum,
sem hún réðst í á námstfmanum.
A síðasta námsárinu gekkst hún
undir erfiða aðgerð og vist á
sjúkrahúsi, sem tafði nám og starf
í fjóra mánuði. Meira en meðal
hjartsýni og áræði sýnist þurfa til
að leggja ekki árar í bát við slíkar
ástæður.
En hversvegna að leggja svo
mikið kapp á framhaldsnám?
Ilafðir þú ekki mjög sæmilega
almenna menntun fyrir?
— Jú, miðað við þær kröfur,
sem gerðar voru til menntunar
kvenna á mínum unglingsárum.
Ég var í gagnfræðaskóla, það var
á fyrstu árum skyldunámsins.
Eftir það hætti ég námi í eitt ár,
ekki var það þó vegna þess að mig
vantaði áhugann, segir Eiríka. En
við vorum fimm systurnar og ekki
var hægt að gera allt í einu.
Næsta skrefið var svo Kvenna-
skólinn; ég lauk þar prófi vorið
1954. En þetta var mér ekki nægi-
legt, möguleikar til að halda
áfram voru bara ekki fyrir hendi.
Þá var þetta líka álitið nægileg
menntun fyrir stúlkur. Viðkvæðið
var: Þú giftir þig og hefur ekkert
við meira nám að gera.
Og það var einmitt það, sem
Eiríka geröi eins og flestar stúlk-
ur gerðu þá og gera reyndar enn.
En menntunarþörfinni var ekki
fullnægt. Hún var haldin þeirri
áráttu, að vera í sífelldri náms-
leit.
— Þá var ekki hægt að fara í
nám, sem endaði með prófi og
réttindum, nema með því að vera.
f heilsdagsskóla, segir hún. Og
það þótti ekki góð hugmynd fyrir
húsmæður á þeim tíma.
Til þess að bæta það upp, sótti
Eiríka námskeið í ýmsum grein-
um.
— Þetta voru málanámskeiö,
handavinnu- og föndurnámskeið
og flestar námsgreinar, sem völ
var á, segir hún. Á þessu tímabili
spurðu vinir og vandamenn ekki
um það, hvort ég valri á nám-
skeiði, heldur á hvaða námskeiöi
ég væri i svipinn.
Þetta nám átti eftir að koma
Eiríku að góðu gagni. Um tíma
var hún búsett norður í Þingeyj-
arsýslu. Þá tók hún að kenna kon-
um þar handavinnu. Og eftir að
hún fluttist aftur til Reykjavíkur,
kenndi hún handavinnu og fönd-
ur á Elliheimilinu Grund í fimm
ár.
— Það starf átti mjög vel við
mig, segir Eirfka. Það er bæði
gefandi og um leið þiggjandi starf
að vinna með gamla fólkinu og
umgangast það. Hjá því er að
finna svo persónulegt mannlíf og
mikla lífsreynslu og fræðslu, sem
kemst til skila ef tími gefst til að
sinna því.
— Þetta starf vakti hjá mér
áhuga fyrir iðjuþjálfun sem
náms- og starfsgrein, heldur Ei-
ríka áfram. í þeim tilgangi sótti
ég námskeið í Danmörku, Þýzka-
landi og Bandaríkjunum. Þó þetta
væru tiltölulega stutt námskeið,
urðu þau mér mikilsverð lífs-
reynsla og viðfangsefnið heillaði
mig. Þar kynntist ég því, hvað
hægt er að gera til að hjálpa fólki
aftur til sjálfsbjargar, sem orðið
hefur fyrir áföllum og tjóni á
heilsu sinni. Með sérhæfðri þjálf-
un næst oft undraverður árangur.
Þetta er vaxandi starfsgrein hér á
1andi og þörf fyrir fleira sér-
menntað fólk á því sviði.
Hversvegna gerðist þú ekki
iójuþjálfi?
— Þaö reyndist hægara sagt en
gert, segir Eiríka. Þegar ég varð
ein með drengina mína, fann ég
mest til þess að hafa engin starfs-
réttindi. Eg gerði þá tilraun til aö
komast í nám í iðjúþjálfun, bæði
vegna áhuga á starfinu og þess að
námstíminn var þá ekki meira en
tvö ár. Nú er hinsvegar búið að
lengja námstímann í þrjú ár og
inntökuskilyröi er nú stúdents-
próf, sem ekki var krafist þá.
Námið varð þá og verður enn að
sækja til annarra landa og er því
nokkuð kostnaðarsamt. Ég reyndi
víða að fá lán fyrir námskostnað-
inum en eignalaus einstæð móðir
á ekki margra kosta völ í þeim
efnum, sem ekki er svo óskiljan-
legt, þegar kerfið á í hlut.
Og þar með lagöir þú alla náms-
drauma til hliðar í bili?
— Já, ég einbeitti mér að því að
sjá okkur fyrir sómasamlegu lífs-
framfæri. Eg fór í fullt starf á
skrifstofu og kenndi á kvöldin til
að drýgja tekjurnar. Ég var hepp-
in með húsnæði, það var að vfsu
leiguhúsnæði og ekki öruggt til
frambúðar. Þess vegna ákvað ég
að nota tækifærið, þegar ég átti
kost á að kaupa þessa íbúð, sem
þá var í byggingu. En það var
reyndar eftir að ég var komin í
nám í Öldungadeildinni. Ibúöar-
kaupin urðu til þess að ég neydd-
ist til að skerða þann tíma, sem ég
ætlaði náminu, með því aö vinna
aukavinnu til kl. ellefu á kvöldin.
Hvenær var þá tími til að sinna
náminu?
— Það var helst um helgar. Það
varð að duga á meðan ég varð að
vinna svona mikið.
Og svo kom að því að þú lagðist
á sjúkrahús? Gerði það ekki strik
í reikninginn?
— Þaö var ekki beinlínis upp-
örvandi eins og á stóð, segir
Eiríka. En það hafði þó þann kost
að ég gat notað tímann til að lesa.
Stærðfræðin varð þó að bíða,
hana gat ég ekki lesið í rúminu.
Kom þér aldrei í hug að hætta
þcssari baráttu, gefast upp við
námið?
— Það má vel vera aö ég hafi
einhverntíma verið svo þreytt, að
hugsa um það í alvöru. En ég vissi
að ef ég hætti mundi ég ekki hafa