Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1976, Blaðsíða 14
'X
Þegar
dekurbörnin
ganga útí lífiö
Á hverjum drottinsdegi birta dagblöð myndir
af ungu og fallegu fólki, sem hefur verið að
gifta sig. Einu stærsta takmarki lifsins hefur
verið náð og framundan er það sama hjá
flestum: Barátta við að koma sér upp íbúð og
öllu öðru sem nú er talið að með þurfi.
Áður en þeirri baráttu lýkur, hafa æði mörg
þessara fallegu unghjóna skilið að borði og
sæng. Nýlega átti ég tal við tvo af prestum
höfuðstaðarins og þeir sögðu, að nú liði varla
svo dagur, að þeir þyrftu ekki að tala milli
hjóna. Aðspurður um orsakir, sögðu þeir að
framhjáhöld réðu ekki mestu þar um, heldur
þreyta, leiði og vonbrigði vegna þröngra fjár-
ráða. Allt í einu verður þetta unga fólk að fara
að standa á eigin fótum og það vantar allt til
alls í búið. Og það sem verra er: Oftast hefur
það ekki enn lært að láta á móti sér. Græðgin
að eignast alla skapaða hluti í einu er oft í
þvilikum mæli, að kaupið fer að mestu i
afborganir og hrekkur ekki einu sinni til. Og þá
fer að reyna á innviði hjónabandsins.
Unga konan, sem framundir þetta hefur lifað
og hrærst í hópi vina og skólafélaga, er nú
orðin einsömul yfir smábarni. Hún getur ekki
keypt fötin, sem hana dreymir um og saknar
þess að geta ekki að staðaldri stundað
skemmtanir eins og áður. Leið eiginmannsins
til fjárhagslegra úrbóta er eftirvinna og meiri
eftirvinna.
Hann kemur þreyttur heim o.s.frv. Áður en
langt um liður eru þau aftur komin til prestsins.
en í þetta sinn óskar enginn til hamingju. Oft er
þessi athöfn nánast formsatriði; allar brýr
brotnar.
Eitthvað hlýtur það að vera í samtimanum; i
aldarandanum og uppeldinu, sem skýrir hvers-
vegna svo oft tekst svo illa til sem raun ber
vitni um. Naumast þarf sérfræðinga til að koma
auga á orsökina; svo himinhrópandi er hún allt
i kringum okkur. Þarna eru hinir oföldu kálfar
að reyna að standa á eigin fótum; dekurbörnin
okkar, sem muna ekki eftir sér svo að þau hafi
ekki verið með fullar hendur fjár. Fyrst voru
þarfirnar bara bundnar við tyggjó og kók, —
síðar við sigarettur og brennivin ef ekki eitt-
hvað ennþá verra. Alltaf var hægt að fara í
„kallinn og kellinguna" og fá viðbótarfjárveit-
ingu, þótt sjálf færu þau ekki í bió vegna þess,
að það kostaði svo mikið.
En fyrir krakkaormana var ekkert of gott og
öll sú gæzka var auðvitað eintómur mis-
skilningur. Fólk sem veigrar sér við að kaupa
sér hljómplötu eða bók, verður að bita á jaxlinn
og kyngja því að unglingurinn á heimilinu þarf
fimmþúsundkall til að komast á eitt ball i Festi:
Tvö þúsund með rútunni, tvö þúsund i inngang
og þúsundkall til að slá í bokku. Og guð hjálpi
uppá heimilisfriðinn, ef það er ekki samþykkt.
Á ódýrum skemmtunum í næsta nágrenni er
vist ekki völ; unglingarnir eru að mestu utan-
garðs i skemmtanalifi höfuðstaðarins vegna
þess að ekki má selja þeim brennivin. Nýjasta
skrefið er lokun Tónabæjar vegna óláta þeirra,
sem hvergi fá inni. Hér hefur hin opinbera
félagsforusta brugðizt unga fólkinu.
ForeldMrnir hafa i rauninni brugðizt líka. Til
þeirra má rekja hömluleysið, sem framar öðru
einkennir ungt fólk, Aðeins lélegir uppalendur
sjá til þess að börn og unglingar gangi ævinlega
með troðna vasa af peningum. Mér þykir lik-
legt, að verri bjarnargreiða sé vart hægt að gera
þeim. Dæmin blasa við allt i kring, hverjum
sem augu hefur að sjá: Skólafólk fer i sólar-
landaferðir að hausti og eyðir á einu bretti allri
sumarhýrunni eins og ekkert sé sjálfsagðara,
enda verða vasarnir úttroðnir af seðlum strax
og heim kemur og veizlan getur haldið áfram.
Eins og haust fylgir sumri, rennur hrímkaldur
raunveruleikinn upp þegar búið er að stofna
heimili. Þá er veizlunni lokið. Og hér gæti
komið amen eftir efninu. En ein spurning er þó
eftir og henni verður ekki svarað i bráð: Skyldi
þetta unga fólk verða jafn fráleitir uppalendur
og foreldrar þeirra voru? Gísli Sigurðsson.
Krossgáta
Lesbókar
Morgunblaðsins
Lausn
á síðustu krossgátu
1 ÍL' Kíí > . JT'pBir í | • • ; ií l TH
[cT 11 s K a m i"4 IA Slv R A R s. o
HEEÉIHcilaíölGiKS D i T m K IF
J1 If JrT. A R A R A T Sery:- J> Vf'vVf.- u K L F A R
L AUH zí.ýit L I H A R tt- A r SKlfí L A 4 A
, ■ '■ r A i A _or _ líifKM 4 N L A R Kuau- L Seeyc- UR T A k
'■■'i'.: MtON N 'A H R %• O F N U M \f 1 L L u R
ít7\ i""' Kfl JT 1 i l í> U N» F tftmv :.uð A T A L \ o S«iitCA l>'tR A r A
t> Ý f *> M *1 t N í* U R inxi u. R l N 1 Bubt MOMNÍ Htifn A P
s t'nrw- r, V,f J> M N A K ítfÍK- Jo •« r >T*tK MVNT r \A U 4 l N A
o L u M £> vT i'ur b S■ L A R K'lKI ÆT1 U s íA
P A R A 1 H N i E> KÍ'J c.1t> I K L 'o kc ý*'
•: :■ IMG. A N S 6. 1 4. U R í£ip- att S V VC L Ál R
r áKÍ-' OvRip N A u T i i> PAMikr twi « ci*0 D A LJo Ty 'o N e F N t
HfllJD tlLL- A R M u R •2 D K. £1 R k x T