Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1976, Blaðsíða 11
Örfá orð við ykkur gagnrýnendur Morgunblaðsins, Bragi Ásgeirsson og Gísli Sigurðsson, vegna ummæla ykkar um svokallaðar Grjótaþorps- hugmyndir Sigurðar Guðmundssonar arkitekts sem voru á sýningu arki- tekta á Kjarvalsstöðum vegna Lista- hátlðar. Bragi: Þér finnst I grein þinni i Mbl. 19 júni „aðeins vanta fallbyssur í garði og fyrir framan húsin til að kóróna verkið." Gísli: Þér fannst þetta eins og vondur draumur og varla væri komist fjær hinu æskilega í Grjótaþorpinu nema þá með þvi að byggja þar nokkur minkabú í Breiðholtsstíl — (Mbl. 11.júll). Ekki skal ég dæma um þessar hugmyndir ykkar. Hvort nota mætti, til dæmis, byssurnar i Morgunblaðs- grunninum, — kannske dómum ykkar tii árettingar og staðfestu, (stundum veitir kannske ekki af) og vonandi yrðu þó litil not af mörgum minkahúsum, einkum í þeim hræði- lega stil. Að öllu gamni slepptu, — Grjótaþorpshugmynd er ekki rétt- nefni á hugmyndum Sigurðar, nær sanni væri Austurstrætishugmyndir, — og þar skortir þó allar skýringar um tilgang höfundar, sem auðvitað áttu að vera á sýningunni. Sigurður arkitekt var fórnfús fagur- keri, svo við höfum vart átt annan meiri og fjölhæfari á þessari öld, né hinni nítjándu, nema ef vera skyldi frændi hans og alnafni Sigurður málari. Hann horfði hvorki I fé né fyrirhöfn þegar fegurð og nytsemi borgarinnar þurfti liðsinnis við. Mig langar að segja ykkur smá sögu af Sigurði, þótt langt sé um liðið, þessu til staðfestu, og kannski einhverjum til eftirbreytni, hvernig styðja má gott málefni i stað níð- höggs og nags. Á námsárum mínum, það var vist 1932 vann ég fyrst hjá Sigurði, sumarlangt, og varð þá var við að hann var að borga af girðinga- reikningum — eigandi þó hvorki land til að girða né fasteign. Siðar varð ég þess vísari, að girðingin var gerð milli Bókhlöðustígs og Mið- bæjarskólans ofan við Móðurgarð, — siðustu dagana fyrir þjóðhátiðina miklu, — þegar allir voru önnum kafnir við að Ijúka undirbuningi. Honum þótti semsé litill sómi að ástandi þessara baklóða, sem blöstu við frá Lækjargötu, fékk sér smiði og efni og gerði girðinguna sem nú er horfin fyrir nokkrum árum — og fagur gróður kominn í staðinn. Þetta gerði Sigurður án þess að spurja kóng né prest — og greiddi síðan í kyrrþey úr eigin vasa eftir getu. Skiljið nú ekki orð min svo að ég sé að bera í bætifláka fyrir Sigurð með þvi að benda á mannkosti hans, -— þess gerist ekki þörf, — en því segi ég ykkur þessa dæmisögu að flest voru afskipti Sigurðar af skipulags- málum af sama toga spunnin. Hann beitti sé ótilkvaddur, og án umbunar, fyrir þeim málum sem voru hjálpar þurfi og hann vissi að hann gat orðið að liði. í þessu máli vakti fyrir honum að við fengjum notið kvosarinnar, — lægðarinnar með risandi landi á báða vegu, og formfegurð landsins sjálfs. Bakarabrekkan tekur þátt i þessu spili, en Grjótaþorpið, þ.e. land þess, átti að kóróna þennan sjálfsagða skilning, — gagnstætt hinu „konveksa" formi, sem við höfum viðast hvar fyrir augum og snertir okkur ekki, nema eitthvað sérstakt komi til. Sama tilgang hafði hug- mynd Sigurðar um að tengja Amtmannsstig, Kirkjustræti og Tún- götu í sem næst beinni línu. Hér er um sigildan fegurðarboðskap i skipu- lagsmálum og formskilning að ræða og alltaf á erindi við okkur, eins og t.d. hvernig sjávarkamburinn kemur fram í hinum fagra austurhluta Hafnarstrætis, sem enn má bjarga með liðsinni ykkar, sem svo miklu ráðið um viðbrögð borgaranna í fegurðarmálum. En Sigurður vissi sem var, að ekki fengi þetta mikinn hljómgrunn hjá eigendum lóðanna, og reyndi því að búa svo um hnútana að fjárhagnum væri borgið; verðmeiri lóðir mynd- uðust ( brekkunni sem gætu staðið undir gerð götu. En þeir bitu ekki á agnið, og varla að furða þegar þið, fagurkerarnir, fúlsuðuð lika við þvi og sannaðist sem oft áður að erfitt er að vera spámaður i sínu föðurlandi. Og síðan hefi ég ekki heyrt þessu sjónarmiði jafn einarðlega á loft haldið, fyrr en hingað kom erlendur spámaður. Það var Alvar Aalto, kominn til að líta á lóðina sína í Vatnsmýrinni, undir Norræna húsið,— en það féll í minn hlut að kynna honum aðstæður. „Betur hefði farið á", sagði þessi gamla kempa standandi i mýrinni, „að fylla ekki kvosina með háum byggingum, og afmá þannig ein- kenni landsins, — heldur byggja lægra og láta byggðina risa í hlíðumun beggja vegna". Og lag hússins var fest á blað þá þegar á staðnum, risandi uppúr mýrinni I takt við landið. Ekki svona sagði sá gamli heldur svona og svona varð húsið Afsakið svo mínir kæru gagn- rýnendur og listamenn, tilskrifið, — og einkum ef ég hefi sýnt ykkur ósanngirni, — en gleymið ekki að þið eruð áhrifamestir í listum í landinu vegna blaðakostsins, — slíkt krefst hógværðar og réttsýni, og þó Sig- urður hefði ekki svarað ykkur, þótti mér rétt að sjónarmið hans kæmu fram á réttan hátt, líka vegna þess boðskapar sem í þeim felst. Eg hirti ekki um hina, sem uppi standa og „stundum hafa sýnt mark- verð tilþrif", sem er hól í þínum munni Gisli, — en þeir mundu standa fyrir sinu hvar sem væri — jafnvel á Costa Brava og Amalfi ströndinni, en svo kann að virðast við lestur greinarinnar, að þangað mundir þú Gisli, vilja sækja fyrir- myndir að uppbyggingu Grjótaþorps- ins. Aðalsteinn Ingólfsson / A Rauðasandi Sólsveipaðir sandar að kvöldi. Hvaðan kom þetta blóð sem muldrar við ölduna? Einn á bæ, einn á báti. Og einn rak i suðvestan stormi. I rekaviðarfjöru var hann hvítur eins og Siberiufura. Dauðinn og landsins gæði haldast I hendurá rauðum sandi. Einbúi las Kópernikus i óþurrki. Hérna drengur, sagði hann hér sérðu tunglið toga i höfin. En bak við galta grúfði ég mig að hrynjanda rauðhærðrar stúlku. Hér erum við ein, hvislaði hún. í tunglskini kvað við skerandi jarm. Á heimleið mætti ég svefn- drukknum tviburum í leið á greni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.