Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1976, Blaðsíða 2
! : ! í C l t i t GREINARHÖFUNDUR telur, að karlmaðurinn sé frá náttúrunnar hendi ,,prógrammeraður" til þess að vera ekki við eina fjölina felldur og þessvegna eigi ekki að taka eins hart á framhjáhaldi eiginmanna. Auk þess telur hann að framhjáhald eiginkonu sé meira tilfinningalegs eðlis og þessvegna alvarlegra mál. FRAMHJAHALD Einhverjum kann að virðast það ótrúlegt, en satt er það samt, að nú á dögum lfta flestir hjóna- bandsbrot kvenna mildari augum en sams konar yfirsjónir karla. Ekki alls fyrir löngu var þetta kannað f Þýzkalandi og þá kom á daginn, að 44% aðspurðra lá mjög illa orð til eiginmanna, sem héldu fram hjá konum sfnum — en aðeins 36% fordæmdu ótrúar eiginkonur. Munurinn nam sé sé 8%. f niðurstöðu könnunarinnar var þetta orðað svo, að „vart yrði hneigðar hjá öllum þorra fólks til þess að taka strengilegar á yfir- sjónum karla en kvenna f þessu efni“. Þessu var þveröfugt farið hér áður fyrr. Þá þótti ekki tiltöku- mál, að karlmaður héldi framhjá konu sinni; aftur á móti var það ófyrirgefanlegt, ef eiginkonan gerði sig seka um lausung. Skoð- anir manna á þessum efnum hafa nú breytzt nokkuð frá þvf sem var. En mfn skoðun er nú sú, að gamla afstaðan sé mun skynsam- legri en hin nýja. Nú heyri ég svo sem f anda mótmælakór lesenda minna af kvenkyni. Og ekki þarf ég að spyrja um röksemdir þeirra; þær þekki ég fyrir: Forð- um daga áttu ótrúar eiginkonur það á hættu að ala eiginmönnum sfnum ávexti syndarinnar; nú er sú hætta úr sögunni — svo er getnaðarvarnatöflum fyrir að þakka. Náttúrulega verða alltaf slys einstöku sinnum. En jafnvel þá má afstýra frekari leiðindum. Fóstureyðingalöggjöf er nefni- lega orðin svo frjálsleg vfðast hvar. Og sfðast en ekki sfzt: er ekki búið að ákveðaþað, að karlar og konur skuli hafa jafnan rétt? Það, sem öðrum leyfist hlýtur einnig að leyfast hinum. Ég hef skýrt og skorinort svar við þessu. Hvað snertir mig gilda jafnréttislögin ekki um framhjá- hald! Eflaust vildi kvenfrelsis- hreyfingin helzt steikja mig kvikan á teíni fyrir þessi orð. En ég læt mér það f léttu rúmi liggja. Svonefndar „frjálsar“ konur eru Rudiger Boschman ekki bærar að dæma um ást, tryggð og hjúskaparbrot. I þessu mati hef ég reyndar stuðning af orðabókum; þar fá kvenfrelsis- konur þessar einkunnir: frjáls, óháð, óbundin, hleypidómalaus, firrt kvenleika. Sfðasta merking- in er mergurinn málsins. Kven- frelsiskonum þykir það vonandi ekki mjög ruddalegt þótt ég full- yrði, að þær telji sig ekki sérlega „kvenlegar“ f gömlum skilningi þess orðs. Þessi afneitun kven- eðlisins kann að skipta litlu máli á flestum sviðum mannlffsins. En hún varðar miklu hvað snertir hjúskaparbrot! Hjúskaparbrot konu, sem gædd er óskertu kven- eðli, er allur annar handleggur en hjúskaparbrot karlmanns. Ég held þvf fram, að maður þurfi alls ekki að verða konu sinni ótrúr f hjarta sfnu þótt hann haldi fram hjá henni og það jafnvel oft og mörgum sinnum. Hjúskaparbrot- in eru honum aðeins ævintýri, stundargaman. Hann þarf ekki að bindast viðhaldi sfnu andlegum böndum. Það hlýtur eiginkona aftur á móti að gera; hún getur ekki annað. Þessi er nú munurinn á körlum og konum. Kvenfrelsiskonur virð- ast ekki enn hafa uppgötvað þennan mun. A.m.k. verður þess ekki vart f málflutningi þeirra. En athugum aðeins það, sem ger- ist, þegar karlmaður heldur fram hjá konu sinni. Vitað er, að náttúran hefur „prógrammerað" karla þannig (svo tekin sé lfking úr tölvumðli), að þeim er eðlilegt að vera ekki við eina fjölina felldir. Sáralftið þarf til þess að koma körlum f kyn- ferðislegt uppnám. Einkum hefur sjónræn egning skjót áhrif á þá. Það nægir, að „eðlilegur" karl- maður komi auga á velvaxna konu; hann bregður þá sam- stundis við eftir „prógrammi“ náttúrunnar. Hann hugar Iftið að skapgerð eða gáfnafari konunnar. Þrýstinn barmur eða stutt pils duga til að fanga athygli hans svo,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.