Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1976, Blaðsíða 4
þaksins uppúr. Og hvar er öll þessi aska núna, spyrferðalangurinn. Henni hefur verið ekið á brott og það voru þó nokkrar skóflur áður en búið varað hreinsa hvern krók og kima. Þá kom í Ijós hvernig húsin voru útleikin; þessi traustbyggðu hús. Nú minna þau á fréttamyndirnar frá Beirút, þar sem ekki linnir kúlnahríð’ Málningin hefurjagast af þeim; viða eru veggir krosssprungnir og neglt til bráðabirgða fyrir gluggana. En það er lika verið að taka til hendinni. Flest húsin eru seld; sumpart til hinna fyrri eigenda og sumpart til fólks, sem fyrst fluttist til Eyja eftir gos. Einn þeirra er Óskar Sigurpálsson lyftinga- meistari og lögreglumaður. Hann var önnum kafinn að gera við þakið á myndarlegu húsi, sem hann mun hafa fest kaup á. Ég kom í hús þarna, sem leit hreint ekki illa út að utanverðu. En að innan var ekki byrjað að taka til hendinni, og þar blasti við i hverju skoti viður- styggð eyðingarinnar. Þetta var í rauninni eins og fokhelt hús; allt trékyns hafði grotnað i sundur í bak- araofni öskunnar, sem fyllt hafði hvern krók og kima. Húsiðað Kirkjubæjarbraut 7 sker sig úr að því leyti, að þar er endur- reisnin lengst komin og auðséð á öllu, að dugnaðarlega hefur verið tekið til hendinni. Þakið hefur verið bætt með nýjum plötum, gler komið í glugga og málning á veggina. Merkilegast af öllu þótti mér þó að sjá falleg blóm i garðinum og nýjar þökur á blettinum svo hann var iðgrænn. Fyrir þessari merku viðreisn standa hjónin Fanney Ármannsdóttir og Sig- urður Jóelsson, bæði innfædd í Eyj- um og hafa alla tið búið þar, utan fáa mánuði þegar gaus. Ekki þarf lengi að ræða við þau til að sjá, að þar er heilbrigt dugnaðarfólk, öndvegis full- trúar fyrir þann kjarna úr þjóðinni, sem ekki er alinn upp við að láta rétta sér allt á silfurfati, en treystir fyrst og síðast á eigin dugnað, svo og guðs hjálp og góðra manna, þegar á reyn- ir. Þau hafa bæði gnægð af heil- brigðri skynsemi og tilfinningu fyrir því broslega í tilverunni; slikt fólk er sem betur fer til ennþá, ekki sízt úti á landí — og mætti margur öfunda t það sem hærra hreykir sér. Svo segja mér Vestmannaeyingar, Þannig litu þau út í sumar húsin við hraunbrúnina, þau er næst stóðu eySingunni, þegar hrauniS hætti aS renna. Þau hafa nú flest veriS seld og byrjað er aS þétta sprungur og sumstaSar flutt inn. KANNSKI er of mikið sagt að húsin við Kirkjubæjarbraut séu eins og eftir styrjöld; að minnsta kosti standa þau uppi. Þetta hafa verið myndarleg hús, flest kjallari, hæð og ris og öll steinsteypt. Skemmst er frá því að segja, að á þessu svæði fór allt á kaf í ösku. Og hraunbrúnin er aðeins stein- snar i burtu eins og ógnvekjandi veggur, sem nú er raunar verið að græða upp. Sumstaðar rýkur upp úr sáðgresinu, sem litaði brekkurnar grænar í sumar og áður en langt um líður verður allt grasi og gróðri vafið, þar sem aðeins var askan svört. Jafnvel langt utan við hraunið sjálft — undir Kirkjubæjarbrautinni — er bullandi hiti. Við eitt húsið, sem að vísu var ennþá ekki íbúðarhæft, hafði húsbóndinn grafið brunn, sem var mettaður af svo brennheitri gufu, að maðurinn var búinn að koma sér upp einkahitaveitu sem þar að auki virtist einfalt og ódýrt mannvirki. Fátt er svo með öllu illt, mætti segja um það. Maður trúir varla að askan hafi náð jafnt þakbrúnum og sumstaðar jafn- vel yfir þökin. Á myndum sem teknar voru í gosinu má sjá, að viða stóð einungis reykháfurinn og efsti hluti Húsið Kirkjubæjarbraut 7, sem þau Fanney og Sigurður hafa gert upp. Þakið var brotið, spellvirkjar höfðu brotið glerið, þótt búið væri að negla fyrir gluggana og hæðin og kjallarinn voru hálffull af ösku og allt ónýtt, sem þar var inni. UR ÖSKUNNI Litiö inn hjö Fanneyju Ármannsdöttur og Siguröi Jöelssyni ö Kirkjubœjarbraut 7 í Vestmannaeyjum. Eftir Gísla Sigurösson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.