Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1976, Blaðsíða 12
SIFELLD ENDUR- TEKNING ER ENGIN GLEÐI FYRIR AUGAÐ Um finnska arkitektinn Reima Pietilá. Eftir Kristínu Jónsdóttur og / Ola Hilmar Jónsson stud. arch. Við fráfall Alvars Aalto síðastliðinn vetur missti Finnland óneitanlega mesta arkitekt sinn og best þekkta fyrr og siðar. Alvar Aalto var réttur maður á réttum tima og árangurinn talar sinu máli víðs vegar í löndum heimsins. En hvar stendur finnskur arkitektúr eftir fráfall hans? Er nokkur einstakur arkitekt sem um þessar mundir getur fyllt að nokkru leyti það skarð í röðum arkitekta sem Aalto skildi eftir sig? Einn er sá maður sem helst þykir koma til greina og flestra augu mæna tíl,: Reima Pietilá. Pietilá er auk þess að vera arkitekt. afkastamikill rithöf- undur og hugmyndafræðingur og kveðst eiga auðveldar með að koma hugmyndum sínum fram á þann hátt. Hann hefur mikið skrifað og þá sér- staklega í blöð og bæklinga um skuggahliðar á nútlmaarkitektúr og skipulagi og er þá ómyrkur I máli. Hann er fæddur árið 1923 og lauk prófi frá tækniháskólanum í Helsinki árið 1953. Pietilá var skipaður prófessor I nútímaarkitektúr við háskólann i Oulu árið 1 974, en rekur auk þess eigin teiknistofu í Helsinki. Hann var útnefndur heiðursfélagi AIA (The American Institute of Architects) nú í sumar, en þann heiður hafa aðeins tveir finnskir arkitektar hlotið áður, þeir Alvar Aalto og Aarne Ervi. Það eru engin ósköp af byggingum sem eftir Pietilá liggja, samanborið við marga arkitekta á hans aldri, en þá þeim mun betri og merkilegri. Hann er vel þekktur utan Finnlands og hefur teiknað byggingar víðs vegar um heiminn meðal annars I Kuwait þar sem nú eru I smíðum ýmsar opinberar byggingar eftir hann. Best þekkta verk hans I Finn- landi er „Dipoli", eða tæknistúdenta- félagsheimilið í Otaniemi nálægt Helsinki. Þar hlaut tillaga Pietilá og konu hans Raili Paatelainen, sem Kalevalakirkjan íTam- pera er eitt af stór- kostlegri mannvirkj- um í finnskum nútíma arkitektúr. Kirkjuna teiknaði Reima Pieti- lá, sem fjallað er um ( greininni. Á myndinni til vinstri sést hvernig kirkjan er útlits að innan. Byggingarverk eftir Reima Pieti- lá: Kopar og grjót f Dipoli. Frá Suvikumpu. Hér er bygging- arefnið timbur. Beinvaxin tré setja svip sinn á umhverfiö.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.