Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1976, Blaðsíða 8
Talið frá vinstri til hægri: Eitt af málverkum Hauks Dórs, mannhæðarhár grjótgarður umlyk- ur íbúðarhúsið. Vinnustofan er í baksýn. Næst er keramik á sýningarborðum ( vinnustofunni og lengst til hægri: Haukur Dór í vinnustof- unni. AMAR- BAKKA HJÁ , HAUKIDÓR OG ASTRUNU Húsið stendur á sjávarkambinum úti á Álftanesi i einskonar kápu úr fallegu hleðslugrjóti og ólikt öðrum húsum. Þarað auki er það umlukt háum grjótgarði með torfi ofan á, sem skýlir því dálitið fyrir sjórokinu, sem stundum verður þarna. Annaðer ekki til skjóls; þarna á ströndinni í nábýli við seltu og storma -tjóir ekki að reyna neinskonar skógrækt. Húeið heitir Marbakki og ber nafn með rentu. Guðrún Arngrímsdóttir kaupmaður byggði það og fallega grjótkápan utan á húsinu var ein- hvernveginn fest við steinsteyptan vegg, sem við tekur á bak við grjótið. Og að innan er þetta hús jafn óvenju- legt og á ytra borðinu. Haustið 1 968 keyptu þau Haukur Dór Sturluson og kona hans Ástrún Jónsdóttir Marbakka. Og þau fluttu þangað í ársbyrjun 1 969. Þau starfa bæði við listiðnað; Ástrún býr til kerti á sérstöku verkstæði, en Haukur Dór er eins og flestir vita ugglaust einn af beztu liðsmönnum íslenzks listiðnaðar. Hérlendri kera- mik hefur verið að vaxa fiskur um hrygg og það bezta er hvað útlit snertir prýðilega samkeppnisfært við erlenda úrvalsvöru. En þar með er ekki sagt að allt sé gott, sem hér er mótað og brennt. í minjagripabúðum og víðar má sjá Islenzka leirmuni, sem fremur eru I ætt við glassúrtertur en listiðnað. Háþróaðurog lágþróað- ur smekkur virðast geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi og kannske er það einmitt æskilegt þannig. <? Hér er hægt að læra keramik í Myndlista-og handíðaskólanum. Þá fara tveir vetur i forskólun og siðan tekur sérnámið við. En HaukurDór fór ekki þá leið. Hann var likt og margir ungir menn, dálítið óákveð- inn, en áhuginn beindist þó helzt að gullsmiði. En þá fyrirfannst enginn gullsmiður, sem gat tekið hann í læri og niðurstaðan í bili varð sú, að Ástrún Jónsdóttir og Haukur Dór ásamt Tanju og Tinnu, sem báðar eru frá Suður- Kóreu. Á myndinniað neðaner Tanja að leika sér við hvutta, sem sýnir endalausa þolin- mæði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.