Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1976, Blaðsíða 15
undir og held ég að nú sé ráðleg- ast að skilja lömbin eftir, því nú munum við vera komnir í verdrag fremst á sandinum." Enn var sama veður, en við heyrðum niðinn frá Þjörsá og miklar veðurdrunur í lofti. Ólafur segist núekki vita gjörla hvar við séum, eða í hvaða átt við ættum að leita kofans í Kjálkaveri, en það geti ekki verið mjög langt að fara. Auðvitað var ég engu nær en Ólafur um áttina, en sagði: ,,Þú hefur lengi skrópað af honum Skol þínum, láttu nú sjá hvað hann getur." Við stigum nú báðir á bak. Ólaf- ur fór fyrir og lét nú klárinn ráða ferðinni og leið ekki á löngu áður en hann nam staðar. Er við gætt- um að, sást að við vorum á gljúfurbrúninni, beint á móti Kjálkaverskofanum. Eftir það var vandalaust að ríða upp fyrir gljúfrið og yfir Kisu nálægt vað- inu og þaðan fram með ánni. Þeg- ar við komum að kofanum, skipt- um við þannig með okkur verkum að ég átti að sækja vatnið, en Ólafur tók að sér að ganga frá hestunum, ætlaði jafnvel að gefa þeim fyrst úti. Ég gekk niður að ánni og steig útá steininn og beygði mig niður til að sökkva katlinum í vatnið. Þá var enn sama blíðuveðrið og verið hafði. En þegar ég rétti mig upp var komið svo hamslaust aftakaveður, að þvílik umskipti hef ég aldrei reynt, hvorki fyrr né síðar. Þegar ég komst upp úr gljúfrinu var Ólafur að lenda i vandræðum með hestana, sem ætluðu vitlausir að verða og von að tapast út i veðrið. Sameiginlega tókst okkur þó að koma þeim inn. Tók nú að verða rólegra hjá okkur og auðvitað urðum við fegnir að fá að hvila okkur I húsa- skjóli og finna til þess hve litlu munaði að við björguðumst. Þetta verður stóð í átta daga án þess að því slotaði hið minnsta. Við gátum ekkert aðhafst, en urðum þó að brjótast fram að Dalsá, upp á lif og dauða, er við vorum matarlaus- ir og heylausir orðnir eftir 3 dæg- ur. Þar fór á sömu leið; enn urð- um við bjargarlausir og enn urð- um við að brjótast fram í Gljúfur- leit I kofann þar. Það var eina nóttina, er veðrið hafði staðið linnulaust f 4 sóla- hringa, að ég lá vakandi og heyrði það að Ólafur var eitthvað að þruska og segi við hann: „Hvaða bölvað brölt er nú á þér Óli. Al- tént er sami ófriðurinn að þér, að maður fær ekki að sofa, eða hvað ertu nú að hugsa um?“ Ólafur var þá að taka upp eld- stokk til að geta litið á klukkuna og segir að nú sé komið að óttu og nú detti sér i hug að veðrió sé að ganga niður. Við litum nú út og var hann þá orðinn kollheiður með hvössum skafrenningi, en ofanbylur var enginn. Við afréð- um nú að búast til ferðar og þá á móti veðrinu og freista þess að finna eitthvað af lömbunum ef þau væru lifandi enn, eða hvort eitthvað stæði upp úr snjónum, en bjuggumst við hvorutveggja. Við vorum komnir um birtingu inn að Dalsá, komið var harðfenni og ár allar á ís og okkur sóttist leiðin vel inn á Sandtagl en þar fundum við lömbin sem við yfir- gáfum I ófærðinni um nóttina þegar veörið brast á. Þau voru svo illa útleikin eftir veðrið, að hryggðarmynd vpr að sjá. Við vor- um lengi að mylja úr þeim klaka- bryngjuna, bæði úr ullinni og frá augum þeirra og vitum, svo að þau yröu ferðafær. Loks höfðum við fundið allt sem viö vissum af, nema asskot- ans svbrtu lömbin sem ég hafði mest haft fyrir, en þau sáust ald- rei framar. Svo fór nú um þann heillafund. Lömbin I Loðnaveri fundum við heil á húfi. Nú var komiö besta veður og okkur gekk furÖU 'wel með féð alla Ieið fram í GljúfUTleit um kvöldið. Það sem eftir var ferðarinnar gat ekki kallast nein hrakningasaga; við héldum eðlilegum dagleiðum og komumst fram f byggð með 30 lifandi lömb. A tfmabili þótti okkur þó ekki einu sinni víst að við kæmumst sjálfir heilir á húfi til manna- byggða, en lengi sátu f mér sár- indi út af svörtu lömbunum. Fleira gerðist ekki verulega frá- sagnarvert í þessari ferð, en þó má segja frá því, að er við komum í Gjána f frameftir leið, sáum við það sem við mátti búast, að í byggð hafði fólk verið orðið mjög órólegt. Jóhannes heitinn á Skrifðufelli, föðurbróðir Olafs hafði verið sendur tvær ferðir inn í Gjá til að vitja um ferðir okkar og hafði þá skilið eftir bréf. Það þótti okkur merkilegast, að hann hafði ekki hreyft við brennivíns- pelanum, sem við áttum geymdan á hillunni, en hann var vanur að geyma sér vfn ef það lá fyrir honum. Af þvf mátti sjá hverja alvöru hann taldi vera á ferðum. Ég er ansi hræddur um að hann hafi ekki farið varhluta af pelan- um þegar við komum heim að Skriðufelli. Það væri kannski eins og til- breyting í því, að ég segði ykkur hvernig gekk til árið eftir. Við Ólafur höfðum víst hvorugur ætl- að okkur að lenda í svipuðu oftar og láta okkur að kenningu verða hrakningana árió áður, svo að við neituöum alveg, þegar það var nefnt við okkur að fara, þá virtist enginn ætla að fást til ferðarinn- ar. Ólafur sat við sinn keip enda aftók Margrét heitin með öllu, að hann færi, þar sem enn sat í henni óttinn frá árinu áður. Það fór svo að ég tók eftirleitina að mér, þegar Erlendur á Hamars- heiði stóðst ekki mátið og fékkst til fararinnar, mest fyrir það að hann vantaði sjálfan skjótt upp- áhaldstryppi af fjalli. Var vfst hvorttveggja að hann vildi ekki að tryppið yrði úti og fýsti ekki heldur að borga af því eftirleitar- tollinn. Ég tók svo einnig með mér Guðmund Helgason vinnu- mann minn, en hann var ekki kunnugur. Frá þessari ferð voru aðrar sög- ur að segja en árið áður. Það verður mér minnisstæðast, er við komum á fitina við Dalsá I fram- eftirleið, I fegursta veðri með 70 kindur og 5 tryppi, þar á meðal Skjónu Erlendar, að hann vatt sér af baki og kallaði til mín: „Þetta er alveg eins og mann sé að dreyma." Finn Söeborg Stör- pöli- tík Um framhjö- hald — Ekki skil ég nokkurn skapaöan hlut f öiiu þcssu fjasi um Súezskurðinn, sagði konan mfn og lagði frá sér blaðið. En þú? — Auðvitað skil ég það, svaraði ég. — Jæja, útskýrðu það þó fyrir mér, bað hún mig. Eg kveikti mér f sfgarettu og hagræddi mér f stðlnum. Eg fylgist allvel með utanrfkispólitfk og hafði ekkert á móti þvf að konan mfn yrði vitneskju minnar aðnjótandi. — Súezskurðurinn var grafinn átjánhundruð eh og eitthvað, byrjaði ég, eða var það sautjánhundruð? Nú, það skiptir ekki máli, hann var alla vega grafinn. — Já, svo mikið hefur mér nú skilizt, sagði konan mfn. — Það var frakki, sem stóð fyrir verkinu, hélt ég áfram án þess að láta háðið f rödd hennar trufla mig, franskur verkfræðingur, sem hét Ferdinand Súez. — Eg héft að Súez væri borg, sagði hún. Eg hugsaði mig um andartak. Mér fannst lfka, að ekki væri alit með felldu, en gat ekki áttað mig á, hvar feillin lá. — Það getur verið, að það sé einnig tii borg, með sama nafni, en það breytir þvf ekki að hann hefur lfka getað heitið það. — Það er einhver holhljómur f þvf, varð henni að orði. — Það get ég ekki séð, sagði ég önugur. T.d. hét einn skólabróðir minn Nyborg að eftirnafni. — Hvað kemur hann Súezskurðinum við? spurði hún. — Ekki neitt, svaraði ég þreytulega. — Hvers vegna varstu þá að minnast á hann? — Af þvf að, nú, af þvf að, jæja, ég man það ekki. Við skulum reyna að halda okkur við efnið. Súezskurðurinn er feykiiega þýðingarmikill fyrir heimsverzlunina; það er ákaflega mikil- vægt, að hægt sé að sigia með vörur þá leiðina. — Hvers konar vörur? spurði konan mfn. — Hráefni og þess háttar. Og ef ekki er hægt að komast f gegnum skurðinn verður að fara einhverja allt aðra leið. — Hvaða leið? — Það er ekki mitt að segja til um, svaraði ég, bara einhverja aðra leið. — Hvaða leið? — Það er ekki mitt að segja til um, svaraði ég, bara einhverja aðra ieið. En heyrðu nú, þú hlýtur að hafa heyrt getið manns, sem heitir Nasser hershöfðingi. — Já, sagði konan mfn, hann er forsætisráðherra Egyptalands. — Ekki forsætisráðherra, leiðrétti ég umburðarlyndur, hann er forseti. — Það er nú eiginlega það sama, vildi hún meina. — Nei, það er það ekki, sagði ég. Hérna heima heitir t.d. forsætisráðherrann H. C. Hansen, og... — Það veit ég vel, tók hún fram f, það er hann, sem segir é I staðinn fyrir ég. — Kjaftæði, sagði ég, það var allt annar forsætisráðherra. Hann hét, öh, Jensen Broby og var vinstrimaður. H. C. Hansen er krati. — Er einhver munur á þvf? spurði hún. — Hvort nú er! Ég hló háðslega. Það eru tveir ólikir flokkar. Sósfaldemókratar, þeir vilja — þeir vilja sem sagt þjóðnýta bankana og þess háttar og svo vilja þeir koma á alþýðutrygging- um. — Vill Vinstriflokkurinn það ekki? — Að minnsta kosti ekki þetta með bankana, svaraði ég, en heyrðu nú... — Eg nenni ekki að hlusta lengur á þig, sagði konan mfn og stóð upp. Þú sagðist ætla að segja frá Súezskurðinum og svo situr þú þér og röflar um banka og sósfaldemókrata og gamla skóla- bræður. Þú veizt nefnilega ekki neitt þegar til kastanna kemur. — Já, en, hóf ég máls, en hætti við. Það er hvort sem er ekki hægt að ræða stórpólitfk við kvenfólk. Halldór Stefánsson þýddi. Framhald af bls. 3 sönnur á „status orgasticus“ með vfsindalegum hætti. Að sögn Masters kemur „status orgasti- cus“ einkum fyrir, þegar konur verða fyrir óvanalega mikilli kyn- ferðislegri eggjan — en það kem- ur aftur einkum fyrir viö sérstak- lega rómantfskar aðstæður .... Þetta var nú um muninn á framhjáhaldi karla og kvenna.En þvf má bæta við, að fyrtr tveimnr árum lögðu menn f Phiiadelphia- háskóla f Bandarfkjunum spurningar um þessi efni fyrir fjölda kvenna á ýmsum aMri. Kom þá f Ijós, að fjórða hver gift kona hafði a.m.k. einu sinni haldið fram hjá manni sfnum. Aðeins sjötta hver kona yngri en 25 ára j|taði á sig hjúskaparbrot, en hins vegar þriðja hver hinna eidri. 40 af 100 ótrúum eiginkon- um kváðust hafa lagzt meö 2—4 karlmönnum öðrum en eigin- mönnum sfnum. 17 af 100 höfðu átt fimm eða fleiri elskhuga um dagana. Konurnar voru svo spurðar þess, hvort þær hygðust halda fram hjá mönnum sfnum framvegis. Helmingur þeirra kvað já við. Nú eru þeir i Bandarfkjunum manna duglegastir við rannsókn- ir á öllum sviðum og jafnvfðtæk- ar athuganir munu ekki hafa verið gerðar annars staðar á þeim efnum, sem hér ræðir um. Dálftið hafa þau þó verið könnuð utan Bandarfkjanna. Og niðurstöður þeirra kannana, sem ég hef spurnir af koma flestar nokkurn veginn heim og saman við hinar bandarisku. 1 ljósi þessara upp- lýsinga virðist mér fáránlegt og frámunalega óskynsamlegt að dæma karla harðar en konur fyrir hjúskaparbrot. Eða hvar eru jafn- réttishugsjónirnar þá ...? Það er ákvcðin skoðun mfn, að þessi heimskulegi jöfnuður karla og kvenna, sem tfðkast nú á dög- um, lýsi meiri vfirdrepsskap en hið tvöfalda siðferði, sem afar okkar og ömmur ástunduðu! Og sá, sem heldur þvf fram, að sama sé hvort karlar eða konur fremja hjúskaparbrot, hann er annað tveggja — vitlaus eða ábyrgðar- laus. Nær er mönnum að gera sér ljósan þann mun á körlum og konum, sem ég hef gert að umræðuefni hér og ráða konum seint og snemma frá þvi að flækja sig mörgum óvandabundnum mönnum sterkum tilfinninga- böndum eins og verða vill, þegar þær halda fram hjá eiginmönn- um sfnum. Vilji þær samt ólmar halda fram hjá þrátt fyrir góð ráð og holl verður svo að fara; við erum frjálst fólk f frjálsum þjóð- félögum og hver maður hefur fullan rétt til þess að verða jafnóhamingjusamur og hann vill! l'lnrfanrii: II.f. Arvakur. Kt>>kja\fk Kramkt n| j : llaralriur S\cin\>on Rilstjórar: Mallhlas Johanncsscn S|> rinir (íunnarsson Kilslj.fllr.: lifsli Siyurósstin \uul\sinuar: Arni (iarðar Krislinsson Kilstjórn: Aðalslræli 6. Sfini 10100

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.