Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1977, Side 3
Eins og í Hiroshima
Síðari leiðangursmönnum þótti
einsýnt, að Tunguskasprengingin
hefði orðið á lofti, en ekki jörðu,
beint fyrir ofan „símastauraskóg-
inn“, sem kallaður var svo eftir
atburðinn. Það hefur verið sann-
að með miklum reikningum, að
þetta var rétt til getið.
En málið skýrðist ekki við það.
Efasemdarmenn héldu æ áfram
að leita annarlegra fyrirbæra í
skýrslunum, sem Kulik lét eftir
sig. Og þeir fundu margt og mik-
ið. Má nefna það, að hirðar norður
á mýrum kváðu hreindýr sín hafa
tekið ókennilegan sjúkdóm eftir
sprenginguna; hefði sýkin komið
fram i hrúðri á bökum dýranna.
Rannsóknarmenn útveguðu sér
nú skýrslur frá Bretlandi og
Bandaríkjunum um áhrif spreng-
ingarinnar. Komust þeir þá að
þvi, að ekki aðeins höfðu geysi-
öflugar loftbylgjur stafað frá
Siberíu og út um heim, en einnig
höfðu orðið stórvægilegar segul-
truflanir.
Þá voru hin undarlegu ljós, sem
sáust hvarvetna á Evrópuhimni
um sama leyti. Vitað var, að oft
sáust ljós á himni eftir eldgos, en
þau ljós sáust vanalega aðeins i
ljósaskiptum, þegar sólin var að
síga og lýsti upp neðra borð ryk-
slæðunnar I andrúmsloftinu -og
þau ljós sáust ekki heldur lengur
en rykið varði. Bjarminn frá
Tunguska var hins vegar miklu
lengur á lofti. Hann sást löngu
eftir, að sól var gengin til viðar.
Hann sást alla nóttina og hvarf
reyndar ekki fyrr en eftir þrjá
eða fjóra daga. Aðeins ein skýring
kom heim við staðreyndir máls-
ins. Hún var sú, að loft þrungið
íónum hefði rekið vestur yfir
Evrópu; norðurljósin hefðu svo
fölnað, er loftskýið dreifðist.
Þegar menn fóru að sprengja
kjarnorkusprengjur í tilrauna-
skyni upp úr 1960 tóku þeir eftir
nákvæmlega sams konar bjarma í
lofti eftir sprengingar. Þá kom og
f ljós, að útreiðin á jörðu i
Tunguska var hér um bil
nákvæmlega eins og varð í
Hiroshima 1945. Tré stóðu enn
uppi, en alveg visnuð, ný tré uxu
geysihratt, menn og skepnur
veiktust með likum hætti af
geislaeitrun. Allt virtist þetta
koma heim og saman. Það var
ekki annað að sjá en Tunguska-
sprengingin hefði verið kjarn-
orkusprenging, og hefði hún orðið
i lofti, svo sem þremur kílómetr-
um ofar freðmýrunum.
Einu vitnin að sprengingunni
I Sfbertu voru hjarðmenn á
nærliggjandi svæðum. Einn
þeirra var llya Potopovich,
sem sést hér á myndinni.
kr
Á þeim stað í Slberlu, sem sprengingin varð, var „simastauraskógur". Leyfar skógarins
bentu til sprengingar I lofti fremur en á jörðu niðri.
Eða var það
geimfar?
Leiðangur
á hverju ári
í Sovétrikjunum varð heilmikið
uppnám af þessari kenningu, og
er það skiljanlegt. Hafa Sovét-
menn sent leiðangur norður í
Tunguska nærri árlega frá því í
lok seinna striðs. Jarðvegur úr
freðmýrunum hefur verið fluttur
i lestatali til Moskvu. Söguð hafa
verið sýni úr ótal trjám og vaxtar-
hringir þeirra grannskoðaðir,
börkur og greinar einnig, og
mæld hafa verið fallhorn trjáa,
sem fuku um koll, og brunastig
þeirra, er sviðnuðu.
Allt, sem fram hefur komið,
hefur rennt stoðum undir kenn-
inguna um kjarnorkusprengingu
-og aukið á leyndardóminn. Eink-
um vafóist fyrir mönnum griðar-
iegur vaxtarhraðinn, sem fyrr var
frá sagt. Árið 1958 mældu leið-
angursmenn nokkrir tré á mýrun-
um og komust að þvi, að þau, sem
hefðu átt að vera tæpir níu metr-
ar á hæð voru orðin 18—24 metra
há. Annar leiðangur fór um svæð-
ið árið eftir, safnaði 300 jarðvegs-
sýnum og 80 öskusýnum og skóf
sýni af 100 jurtum. Þessi fengur
var settur I næman geislunar-
mæli. Kom þá I ljós, að geisla-
virkni á spreningarsvæðinu
miðju var einum og hálfum sinn-
um eða jafnvel tvisvar meiri en
geislavirkin í rúmra 30 km fjar-
lægð. Þá fannst í vaxtarhringjum
trjáa frá 1908 talsvert af geisla-
virku Cesium 137, og ennfremur
reyndist, að geislavirkt Carbon 14
hafði stóraukizt í andrúmsloftinu
eftir 1908.
Loftsteinn
skal það vera;
Árið 1961 var þeim í sovézku
visindaakademiunni nóg boðið af
þesSu kjarnorkutali. Gerðu þeir
nýjan leiðangur stærri en alla
hina fyrri og sendu norður til
Tunguska að sanna i eitt skipti
fyrir öll, að sprengingin forðum
hefc'. orðið af völdum algengs
loftsteins -eða halastjörnu i versta
lagi. í leiðangri þessum voru
eðlisfráeðingar, veðurfærðingar,
jarðvegsfræðingar og skóg-
visindamenn. Leiðangursstjóri
var Dr. Kiril Florensky og hann
tók það skýrt fram þegar, áður en
leiðangursmenn lögðu upp, að
kjarnorkusprengingin umrædda
væri ekkert nema heilaspuni.
Leiðangursmenn gróðursettu
hveitijurtir i freðmýrunum.
Þannig ætluðu þeir að færa sönn-
ur á það, að undarlegur vaxtar-
hraði trjáa eftir sprenginguna
stafaði einungis af aukinni frjó-
semi jarðvegsins eftir, að ryk úr
loftsteininum féll til jarðar. Líka
mældu þeir brunastig sviðinna
trjáa aftur og hugðust sanna, að
trén hefðu sviðnað í alvanalegum
skógareldi. Loks voru settir upp
miklir útreikningar til þess að
sanna, að ekki hefði sprungið I
lofti heldur á jörðu niðri.
Því miður tókst Florensky ekki
að sanna mál sitt. Allar nýju vis-
bendingarnar bentu eindregið til
kjarnorkusprengingar. Sér-
fræðingarnir í leiðangrinum kom-
ust svo að orði: „það, sem helzt
einkennir svæðið er hringlag eld-
stæðisins og alger skógarbruni á
geysimiklu flæmi. Er þetta ólikt
þvi, sem gerist I vanalegum
skógarbruna". Þetta varð Floren-
sky að tilgreina I skýrslu sinni til
vísindaakademiunnar. En auk
þess rann hveitiræktartilraunin
lika út I sandinn.
Florensky varð loks að viður-
kenna, að „mikill bálkur stað-
reynda er til sönnunar hinum
undrahraða trjávexti eftir 1908 í
öllum atriðum og er þetta fyrir-
bæri alveg bundið við miðsvæði
landsins þar, sem atburðurinn
varð“. í þokkabót komust stærð-
fræðingar Florenskys að því eftir
útreikningana, að sprengingin
hefði orðið i fimm kilómetra hæð,
en alls ekki á jörðu.
Svört göt
og andefni
Fljótlega upp úr 1960 fóru
Bandaríkjamenn að láta mál þetta
til sin taka. Höfðu þeir ýmsar
kenningar um orsakir
sprengingarinnar. Sumir stungu
upp á „svörtum götum“ svonefnd-
um en aðrir upp á andefni. Enn
aðrir bentu á það, að svört göt og
andefni væru einungis hugar-
smiðar vísindamanna og féllu auk
þess ekki að frásögnum sjónar-
votta um sivalan hlut af himni.
Þeirri hugmynd skaut líka upp,
að halastjarna hefði rekizt á
jörðu, en hún var fljótt kveðin
niður. Halastjörnur eru viðkvæm-
ir gripir og auk þess mjög vel
sýnilegar; þótti ólíklegt, að hala-
stjörnu hefði lánazt að laumazt
upp aó jörðu og springa svo, að
krafturinn nam 30 megatonnum.
Visindamenn, bæði sovézkir og
vestrænir, hafa æ fleiri hallazt að
kenningu, sem sovézkur höfund-
ur nokkur setti fram árið 1946.
Hann hét Alexander Kazantsev og
hann hélt þvi fram, að gripurinn,
sem sprakk I Tunguska forðum
hefði verið geimfar. Hefði átt að
reyna að nauðlenda þvi, en það þá
sprungið.
Alexander Kazantsev er mikils
Framhald á bls. 16.
Jöhann Jönsson
LANDSLAG
í skóginum sefur vatnið,
hjá vatninu sefur gömul borg.
Og silfurhvítt sumarregnið
seytlaraf blaði á blað
i þrúðgri, þögulli sorg.
— af blaði á blað
Og gamla borgin við vatnið
í villiþyrnunum hulin stóð.
Og dimmrauðar drúptu rósir
um dyr og múr,
sem hnigi þar hálfstorknað blóð,
— um dyr og múr.
I skóginum úti við vatnið
ég viknandi leit hina gömlu borg,
sem hlýddi’ eg á hálfgleymda sögu
frá horfinni tíð
um örlög og sára sorg,
— frá horfinni tíð.
í skóginum úti við vatnið
ég veg minn gekk hljóður um grafin torg.
Og silfurhvitt sumarregnið
seytlaði af blaði á blað
í þreyttri, þögulli sorg
— af blaði á blað.
(