Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1977, Side 5
„Þarna voru saman komnir menn úr ýmsum stéttum. Það voru verzlunarmenn,
rithöfundar, iðnaðarmenn, liððsköld og venjulegir verkamenn. Allir stjörnmölaflokkar munu hafa
ðlt þarna fulltrúa".
sá nú, bvað honum leið. Hann kom þvl
þess vegna að, er við vorum setztir að
snæðingi, að vfsan, sem hann hefði farið
með væri gömul; hefði hann lært hana
einhvern tfma og sér komið til hugar
þarna um kvöldið, að hún mætti verða til
þess að lækka hávaðann f skálanum.
Gamla manninum létti mjög , er hann
heyrði þetta. T6k hann gleði sfna smám
saman aftur. En lftið eggjaði hann strák-
ana eftirleiðis.
Eins og ég sagði áður unnum við að
skurðgrefti þarna fyrir austan. Átti að
þurrka upp landið og taka það til rækt-
unar sfðar meir. Þetta voru stðrir skurð-
ir, sem við grófum. Tveir og tveir unnu
jafnan saman, annar stakk en hinn kast-
aði upp á bakkann. Hraun var þarna alls
staðar undir, og þurfti stundum að
sprengja burt hraunnibbur. Gekk verkið
þó vel eftir atvikum. En kuldalegt var að
standa við þetta f öllum veðrum. Menn
voru Ifka misjafnlega búnir skjólflfk-
um. En við vorum komnir til þess að
vinna, en ekki sitja inni, þótt köldu
andaði.
Lffið á staðnum var mjög tilbreyt-
ingarlftið. Samgöngur voru engar. Þær
þrjár vikur, sem ég varð þarna, sá ég
engan mann utan vinnufélaga mfna.
Þegar vinnu lauk á kvöldin og búið var
að borða lágu menn mest f kojum sfnum
og lásu f bók þeir, sem höfðu haft rænu á
að taka slfkt með sér; aðrir spiluðu á spil
eða tefldu skák.
Tíðarfar var frekar stirt og versnaði
þó mjög, þegar leið á seinni vikuna, sem
við áttum að vera. Tepptust allar sam-
göngur um heiðina og þótti loks sýnt, að
ekki yrði komizt á bflum að sækja okk-
ur, eins og upphaflega var ráð fyrir gert.
Ræddi aðalverkstjórinn þetta nú við
ráðamenn fyrir sunnan. Og endirinn
varð sá, að vinnuflokkurinn skyldi verða
eina viku enn fyrir austan, ef þá brygði
svo til betri tfðar, að bflar kæmust yfir
heiðina. Þótti mörgum sinn hagur hafa
hækkað, að þeir skyldu fá þarna kaup f
eina viku enn. Aftur á móti hafði enginn
gert ráð fyrir þessu og margir voru orðn-
ir vettlingalitlir og fötin farin að lasn-
ast. A þessum árum áttu margir ekki til
skiptanna. Það, sem aflaðist, fór f annað.
Veðrið hélzt svipað næsta daga og
bætti þó heldur á en hitt. Eftir miklar
umræður við þá fyrir sunnan var ákveð-
ið, að næsta laugardag færu allir fót-
gangandi til Reykjavfkur. Á laugardag-
inn voru allir snemma á fótum. Það átti
að leggja af stað um áttaleytið. Menn
fengu sér hressingu og svo var haldið af
stað. Ekki voru allir jafnvel búnir til
göngunnar. Flestir voru á klofstfgvélum,
höfðu ekki haft með sér annan skófatnað
og voru auk þess óvanir löngum göngum.
En ekki tjóaði að deila við dómarann.
Verkstjórarnir réðu mönnum að fara
sér hægt fyrsta kastið meðan þeir væru
að liðkast, en sfga svo heldur á. Einn
verkstjórinn fór með okkur. Átti hann
að hafa umsjón með hópnum á leiðinni.
Ekki höfðum við farið langt, er átta
menn tóku sig út úr hópnum og hófu
kappgöngu. Dró brátt sundur með okkur
þvf, að aðalhópurinn fór að fyrirmælum
verkstjóra og flýtti sér hægt. Við geng-
um eftir þjóðveginum gegnum Selfoss,
yfir ölfusárbrú, sem þá var, og veginn
til Hveragerðis. Er við vorum komnir
langleiðina þangað sáum við, hvar f jórir
þeir gönguglöðu hurfu upp fyrir Kamba-
brún. Hinir fjórir höfðu hægt ferðinna
og voru miðja vegu milli. Náðum við
þeim efst f Kömbunum; þar voru þeir
setztir og biðu eftir okkur.
Færð hafði verið sæmileg fram að
þessu. En þegar kom á heiðina var snjór
bæði meiri og þéttari. Hélt hann þó ekki
gangandi manni; og óðum við snjóinn f
mjóalegg og allt f hné f verstu sköflun-
um. Þreyttust margir fljótt á þvf, og
miðaði okkur seint áfram.
Á miðri heiðinni gengum við fram á
þá félaga, sem fyrstir höfðu farið. Voru
þeir lagztir fyrir og alveg uppgefnir.
Þeir kváðust ekki geta gengið lengra og
vildu bfða snjóbflsins. en það var ákveð-
ið, að farangur okkar yrði fluttur upp á
Kambabrún, og lftill snjóbfll, sem vega-
gerðin átti og dró eftir sér sleða, skyldi
sækja hann þangað og flytja niður að
Lögbergi. Þangað var þó fært. En bæði
var nú óvfst, hvenær snjóbfllinn kæmi
og einnig, að hann gæti tekið mennina,
og var þvf afráðið, að tveir aðrir yrðu
eftir þarna og reyndu að koma þeim
uppgefnu niður að Kolviðarhóli. Völdust
fararstjórinn og með honum sá okkar,
sem bezt var búinn til göngu og erfiðis.
Héldum við hinir svo áfram göngunni og
skiptust menn á um það að troða slóðina.
Veður var sæmilegt, loft þungbúið en
vindur hægur og vægt frost. Akveðið
hafði verið, að allur hópurinn borðaði á
Kolviðarhóli. Höfðu ráðamenn fyrir
sunnan gengið frá þvf. Létti það mörg-
um gönguna að eiga von á matnum og
stundarhvfld með. Var leiðin orðin
þreyttum mönnum löng. Þegar þar kom
um sfðir, að við sáum heim að hólnum,
hertu margir gönguna og jafnvel hlupu
sumir sfðasta spölinn.
Okkur var vel tekið á hólnum. Stóð þar
uppbúið borð fyrir alla og var borinn
inn heitur og góður matur. Gerðu menn
honum góð skil og hresstust brátt. Er við
höfðum matazt var farið að hyggja að
þeim, sem urðu eftir á heiðinni. Var
jafnvel talað um það að fara á móti
þeim, en áður en af þvf yrði sást til
þeirra. Fóru þeir mjög hægt og þegar
kom f aðalbrekkuna gáfust þeir alveg
upp á göngunni og tóku til að skrfða.
Skriðu þeir alla leið inn á stofugólf og
lágu þar sem dauðir væru. Var nú reynt
að hlúa að þeim eftir þvf, sem föng voru
til. Sýnt þótti, að þeir gengju ekki
lengra að sinni. Var þvf ákveðið að reyna
að ná sambandi við snjóbflinn og biðja
hann að taka j^á ef hann gæti, þegar
hann kæmi að austan með farangurinn.
Voru f jórmenningarnir svo faldir umsjá
húsráðenda; átti að reyna að koma f þá
mat, er þeir hefðu hvflt sig dálftið.
Við binir lögðum nú af stað niður að
Lögbergi. Þangað áttu að koma bflar.
Veður hafði heldur versnað, vindur auk-
izt, og skafhrfð f Svfnahrauni. Færðin
var afleit. Þreyttust sumir fljótt og togn-
aði mjög úr hópnum. Þó komust allir að
Lögbergi þótt seint væri: komum við
þangað um nfuleytið um kvöldið. Hús-
ráðandi tók vel á móti okkur. En þröngt
var orðið á þingi þar, er allur hópurinn
var kominn inn.
Bflarnir, sem áttu að sækja okkur voru
komnir fyrir góðri stundu. En þeir áttu
lfka að taka farangurinn og urðu þvf að
bfða snjóbflsins. Á honum bólaði lengi
ekkert. Kom hann ekki fyrr en klukk-
an hálf ellefu. Hann hafði tafizt á leið-
inni og einkum við það að taka mennina
á hólnum. Höfðu þeir verið ófúsir að
fara.
Nú voru hafðar hraðar hendur og dót-
inu komið fyrir f bflunum þvf, að veður-
útlit hafði versnað mjög. Vorum við
enda ekki fyrr setztir inn f bflana en
brast á með stórhrfð, feikna fannkomu
og stóra stormi. Við lögðum samt af stað.
En ekki höfðum við farið lengi, er bfl-
arnir festust f snjónum. Voru þá allir
kallaðir út úr bflunum til að moka og
ýta. Gekk þetta fyrst og komust bflarnir
smáspotta við og við. En mannskapurinn
varð mjög blautur; við vorum alltaf að
fara út úr bflunum.
Þegar kom niður fyrir Geitháls varð
séð, að ekki yrði lengra komizt á bflum.
Eftir nokkra bollaleggingar var ákveðið,
að við gengjum það sem eftir væri til
Reykjavfkur. Voru margir tregir að fara
út úr bflunum en fóru þó allir um sfðir.
Voru verðir settir til að halda hópnum
saman. Einum manni tókst að komast
aftur inn f bfl og fannst hann þar, er
bflstjóri var að ganga frá bflnum áður
hann ýfirgæfi hann. Ætlaði bflstjórinn
ekki að fá manninn út með sér, en tókst
þó á endum.
Enn sóttist okkur ferðin sein. Við
reyndum að halda hópinn og tókst það
nokkurn veginn. En menn voru illa til
reika, blautir og þreyttir. Það vildi til,
að frost var vægt. Silaðist nú þessi lest
áfram, og miðaði alltaf eitthvað. Þegar
kom niður fyrir Eiliðaár tók hópurinn
að smáþynnast. Áttu margir okkar
heima f úthverfunum. Loks urðum við
fjórir samferða niður Laugaveginn. Á
Skólavörðustfg skildi ég við þá hina;
þeir bjuggu allir þar skammt frá. En ég
rölti niður Bankastræti, og svo gegnum
miðbæinn. Engan mann sá ég á ferli,
enda var klukkan orðin hálf tvö um nótt.
Dálftil ófærð var í Austurstræti, upp
Fischersund og inn eftir Ránargötu. En
þar átti ég heima. Það voru þreýttir og
þungir fætur, sem báru mig seinasta
spölinn. En gott var að vera kominn
heim. Og feginn varð ég hvfldinni.
Menn voru hvattir til að ganga rólega ð heimleiöinni suSur til Reykjavlkur, en nokkrir
menn vildu ekki una þvt og fóru geyst af stað. Þegar aðalhópurinn kom upp ð Hellisheiöi,
Iðgu kappamir þar, þrotnir aö kröftum og uröu talsveröir erfiðleikar aö koma þeim alla
leið til Reykiavfkur.