Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1977, Page 8
Kosturinn við að ferðast á eigin bíl er sá, að hægt er að stanza þar sem hver og einn vill og eitthvað er forvitnilegt
að sjá. Hér hefur Jón Hákon tekið mynd af konu sinni og dóttur á fallegu torgi í smábæ I Þýzkalandi.
UTAN VIÐ
ALFARALEIÐ
Flestir fara í sólarlandaferðir — aftur og aftur — en til eru þeir, sem
hafa meiri áhuga á að kynnast löndum og þjóðum og ferðast þá á
eigin spýtur. Nú er hægt að taka bílinn með sér utan og möguleikarnir
eru margvíslegir.
Þrátt fyrir tíð ferðalög út fyrir
pollinn, eru utaniandsreisur ís-
lendinga næsta fábreytilegar,
þegar á heildina er litið. Ilinn
strfði straumur er f mjög svo
ákveðnum farvegi eins og jökulsá
i gljúfri og að einhver sjáist utan
við alfaraleiðina er fátftt, þegar
undan eru skildir þeir, sem fara á
vegum ríkisins eða einstakra
fyrirtækja til erindreksturs og
samninga.
Flugfargjöld með áætlunar-
flugi út f heim, er svo óheyrilega
dýr að flestir verða að láta sér
nægja að dreyma um staði og
lönd, utan þess þrönga farvegs,
sem ferðaskrifstofurnar beina
straumnum f. Við megum þó
þakka fyrir að ferðaskrif-
stofurnar gera almenningi kleyft
að komast f svo sem tvær vikur á
suðrænar sólarstrendur. Þaö er
mörgum kærkomin tilbreyting.
Hitt er svo annað mál að enda-
lausar sólarlandaferöir á bað-
strendur sem allar eru eins f
meginatriðum, er ærið tilbreyt-
ingarlaus kostur. Og ekki eru þeir
forvitnir um veröldina, sem gera
sér að góðu að fljúga f tfunda sinn
beint strik til Mallorca, þar sem
ekkert er nýstárlegt lengur.
Til að valda ekki misskilningi,
skal undirstrikað að sólarlanda-
ferðir eiga fyllsta rétt á sér og að
framtak þeirra sem standa fyrir
þeim er lofsvert. En hvað skyldu
vera margir meðal fslenzkra
fastagesta á Mallorca,
Kanarfeyjum og Sólarströnd
Spánar, sem hafa augum barið
fjallaþorpin í Sviss, Feneyjar eða
Róm, Rfnardaiinn, skozku
hálöndin, norsku firðina og sveit-
ir Irlands, þar sem rætur okkar
standa, Og hversu margir þeirra,
íslendinga, sem stundum sjást
auglýsa rfkidæmi sitt með þvf að
veifa dollarabúntum, skyldu hafa
eytt aurunum sfnum til þess að
öðlast nýja reynslu á fjarlægari
slóðum, til dæmis austan við
Járntjald, f Japan og öðrum
Austurlöndum fjær, Mexfkó eða
Suður-Amerfku.
Ástæðan hjá mörgum er
ugglaust ekki fjárhagslegt getu-
leysi, en öllu fremur kjarkleysi
að slfta sig frá þvf hefðbundna og
kvfði fyrir hugsanlegum erfið-
leikum. Það á þó öllu fremur við
ferðalög til fjarlægari landa.
Hvað Vesturevrópulönd áhrærir,
ætti slfkur ótti að vera ástæðu-
laus: þau eru háþróuð ferða-
mannaiönd og tungumálaörðug-
leikar ættu ekki að koma neinum
f stórfelld vandræði. Eftir
stendur hinsvegar það að maður
ferðast á eigin spýtur og verður
að leggja dálftið meira af mörk-
um en bara að elta einhvern
fararstjóra og láta mata sig. Það
kostar dálftið viljaátak að rffa sig
af þessu mötunarstigi, sem er að
verða ráðandi á mörgum sviðum
og gerir einstaklinginn að hálf
viljalausu eintaki f hjörðinni.
Vilja menn una þvf endalaust;
því ekki að taka f lurginn á sér og
skipuleggja eitthvað sjálfur —
eða fá til þess aðstoð einhverrar
ferðaskrifstofunnar. Þar er að
minnsta kosti hægt að fá aðstoð
sérfræðinga og vissulega kemur
margt til greina: Að fara utan
með bílinn og aka um nálæg lönd,
að fljúga utan og ferðast með
járnbrautarlestum eða taka bfla-
leigubfl tfma og tfma, að taka
bflinn úti, sértu að kaupa þér
nýjan og aka honum eitthvað
áður en hann er sendur heim með
skipi eða einungis að fljúga milli
staða.
Sumum finnst kvfðvænlegt að
aka erlendis og það er fullgilt
sjónarmið: ætlunin er að njóta
ferðarinnar og sá sem er f
sffelldri angist yfir akstri, gerir
ferðina að kvalræði. Hitt er svo
annað mál, að yfirleitt er miklu
betra að aka bíl í hinum nálægari
löndum en hér á íslandi. Bæði er
vegakerfið betra og umferðar-
menning á allt öðru og betra stigi.
Bílakstri fylgir þó ævinlega ein-
hver hætta, ekki sfzt þar sem
maður er ókunnugur. Kosturinn
við að hafa eigin farartæki er sá
að hægt er að ferðast alveg eftir
eigin geðþótta, stanza og taka út-
úrkróka þar sem manni sýnist.
Langar bílferðir eru þó þreytandi
og flestir gera þá skyssu að ætla
sér of langar dagleiðir. Menn
gera oftast einhver mistök f
fyrstu ferðum af þessu tagi; sjá
það á eftir að betur hefðu þeir
farið öðruvísi að. Til að koma í
veg fyrir ýmis óþægindi, sem
stafa af reynsluleysi er gott að fá
ieiðbeiningar hjá þeim, sem
búnir eru að fara f ferðalög á
eigin spýtur. Ef vera mætti að það
yrði einhverjum til gagns hefur
Lesbók rætt við fólk sem lagði f
að fara utan við alalfaraleiðina;
utan við Spánarstrauminn, — á
bfl, en sitt á hvorn hátt. Þeir sem
hér er rætt við eru Jón Hákon
Magnússon, sem nýlega er hættur
þular- og fréttastörfum á Sjón-
varpinu, og hjónin Helgi Svein-
björnsson og Ragna Fossberg sem
bæði starfa hjá Sjónvarpinu.
Ekið frá París
til Sviss og noi
eftir Rínardal
Um sumarleyfisferð Jóns Hákonar Magnús
hans Áslaugar Harðardóttur síðastliðið sun
Jón Hákon Magnússon og Ás-
laug G. Harðardóttir kona hans
höguðu sumarleyfisferð sinni í
fyrrasumar á þá lund, að þau
flugu utan til Luxemburgar með
11 mánaða gamla dóttur sina Ás-
laugu Svövu. Þau höfðu búið
þannig um hnútana að þeirra beið
nýr bill i Paris, Simca 1508 GT,
sem þau höfðu pantað hjá um-
boðinu nokkru áður og greitt inn-
kaupsverðið. í stórum dráttum
höfðu þau ákveðið ferðina:
Áætlunin var að aka frá Paris til
Ziirich í Sviss og þaðan norður
eftir Rínardal, allt til Hollands,
þar sem ákveðið var að bíllinn
færi um borð í skip til íslands.
Billinn var afgreiddur á svo-
kölluðum tollanúmerum, sem
misjafnt er eftir löndum, hversu
lengi má nota, — en það getur
orðið allt uppí ár. Bílnum er ekið
á flugvöll ef óskað er, eða jafnvel
í annað land; bara nefna hvað
maður vill, og fylgir vegakort,
þjónustubækur og trygging.
Þau Jón og Aslaug höfðu skilið
telpuna eftir hjá vinafólki í
Lúxemburg því þetta var í júlí og
mikil hitabylgja i vestanverðri
Evrópu eins og menn muna
ugglaust. Þau byrjuðu þessvegna
á því að aka aftur til Lúxem-
burgar, fengu framúrskarandi
þægilegt barnasæti i bilinn og
tóku telpuna með. Þaðan var ekið
til Þýzkalands, en það má heita
smáspölur — og úr þvi er leiðin
greið suðurúr eftir þessum marg-
frægu þýzku hraðbrautum, auto-
bahn.
En það er að sjálfsögðu ekki
nauðsynlegt að ferðast á hrað-
brautum. Utan þeirra liggja
smærri vegir sumir gamlir og
krókóttir og hægt er að komast
allra sinna ferða á þeim. Hitinn
var talsvert þjakandi, um 35 stig
að deginum og fyrir bragðið fóru
þau færri útúrkróka en ætlað var,
einkum vegna telpunnar. Jón
kvaðst hinsvegar þola hita vel og
auk þess er alltaf hægt að fá
svalandi gust með því að skrúfa
niður rúður.
Það var á laugardegi sem lagt
var af stað inn í Þýzkaland áieiðis
til Ziirich í Sviss. Þau vissu ekki
þá að það er naumast ráðlegt að
vera á ferð á hraðbrautunum um
helgi á miðju sumri.
„Ég held að fólk ætti fremur að
sneiða hjá þvi að vera mikið á
ferðinni á laugardögum og sunnu-
dögum“, sagði Jón, „það eru svo
margir á leiðinni í sumarleyfi; til
dæmis var urmull af Hollending-
um með húsvagna á ferðinni
suðurúr. Þeir fara allar götur
Á ferð um Þýzkaland og Sviss. Meðfram hraðbrautunum eru vfSa staðir. þar sem hæg
Áslaug meS dótturina á einum sllkum stað. en myndina til hægri hefur Áslaug tekiS
stórkostlegu fjallavötnum I Sviss, þar sem þau héldu kyrru fyrir um tlma.
GcfÞer