Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1977, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1977, Page 9
I sonar ög konu riar suður til ítaliu og Þjóðverjar líta þá óhýru auga; segja að þeir eyði ekki túskilding í Þýzkalandi, en þyki nógu gott að nota vegina. Þessir húsvagnamenn aka ekki hratt eins og gefur að skilja. En sjálfir aka Þjóðverjar eins bg brjálæðingar á hraðbrautunum og áberandi verstir eru þeir, sem aka BMW og Benz. Þar er mikill rigur á milli og sífelldir kapp- akstrar. Þeim ber heilög skylda til að fara framúr öllum og heiðurs síns vegna verður Benzinn helzt að komast framúr BMW. Það virð- ist ekki skipta máli, hvort öku- mennirnir eru ungir eða gamlir; jafnvel gamlir karlar taka þátt i þessu af lífi og sál. Ég var alltaf með augun á bakspeglinum og þegar ég sá svona ökuþóra koma aðvífandi, dreif ég mig til hægri og gætti þess vel að vera ekki fyrir. Samt ók ég yfirleitt á 140 km hraða. Algert lágmark er að aka á 80 km hraða og veldur meira að segja óþægindum — þá þurfa svo margir að komast framúr. Það er nauðsynlegt að vera á góðum bil í svona akstri og ný og óslitin dekk eru höfuðnauð- syn. Þetta kom mér samt ekkert óþægilega á óvart, því ég hef reynslu af svipuðum hraða frá Bandaríkjunum. Framhald á bls. 11 t er a8 hvíla sig og fá sér hressingu. Hér situr af eiginmanni og dóttur við eitt af þessum Þeim Rögnu og Helga þótti Frakkland dýrt land aS ferðast um. Hér eru þau stödd I Nice og Helgi hefur tekið mynd af Rögnu með baðströndina í baksýn. Óku 9356 km í 34 daga Evrópuför Um sumarleyfisferð Helga Sveinbjörnssonar og konu hans, Rögnu Fossberg, sem einnig var farin á síðastliðnu sumri Hjónin Helgi Svein- björnsson og Ragna Foss- berg vinna bæði hjá Sjón- varpinu; hann er ljós- myndari þar, en hún vinn- ur við förðun. Þau fóru fyrst f bílferð um Evrópu- iönd rétt áður en þau byrj- uðu búskap sumarið 1969 og voru reynslunni ríkari, þegar þau héldu utan á nýjan leik síðastliðið sum- ar. Þau eiga lítinn japansk- an bíl, Datsun 120 A, sem hefur reynzt þeim bæði áreiðanlegur og sparneyt- inn og þau héldu utan með Smyrli eftir að hafa tekið sér tvo daga til þess að komast til Seyðisfjarðar. Töldu þau, að sumir hefðu farið flatt á að skammta sér of nauman tfma til ferðarinnar austur og má þá ekkert koma fyrir. Smyrill stanzar 10 tfma f Færeyjum og bflarnir voru settir f Iand og þau gátu notað tfmann og ekið um. En raunverulega hófst bíl- ferðin í Scrabster, nyrst í Skotlandi, þar sem Smyrill hafði viðkomu. Ragna: „Við ókum í fyrsta áfanga 596 kmfrá Scrabstertil Glasgow og bæði þá og alla ferð- ina ókum við til skiptis. Vegirnir eru mjóir i Skotlandi og getur verið varasamt ef ekki er farið varlega, en landið er mjög fallegt. Við litum ekki í kringum okkur eins og skyldi vegna þess að leiðin allar götur suður á italíu virtist svo löng. Eitt af því sem við rákum okkur strax á var það, að i vinstrihandarumferðinni i Skot- landi og Englandi verður okkar ljósastilling öfug, en við létum það slarka. Ætlunin var að sofa i tjaldi sem oftast, en fyrstu nóttina sváfum við bara í bílnum; það er hægt að leggja sætisbökin niður. í næsta áfanga ókum við alla leið til London; það eru 747 km og þá fór heldur betur að volgna, þvi þurrk- arnir og hitabyigjan, sem plagaði mörg Evrópulönd, voru þá byrj- uð. Við gerðum þriggja daga stanz í London og fengum með dags fyrirvara pláss á loftpúðaferjunni yfir Ermarsundið, milli Ramsgate og Calais. Fargjaldið fyrir okkur og bílinn kostaði 26 pund, og þeir sem fara þarna 'yfir ættu að athuga að fylla á tankinn áður, þvi bensin er miklu dýrara í Frakklandi." Helgi: „Við ókum sama dag áfram til Parísar og komum þangað klukkan 12 á miðnætti eftir að hafa verið að villast í leit að tjaldstæði í 4 tima. Það var þó I eina skiptið, sem við lentum i þesskonar erfiðleikum. Við reyndum að spyrjast fyrir, en hittum ekki á neinn, sem talaði ensku og götur eru mjög illa merktar. Óvænt reyndist þó vera tjaldstæði inni i miðri borg, en við komumst þar ekki inn, þvi lokunartími er kl. 11. Við sváfum þess vegna I bílnum í annað sinn og vorum orðin dálitið slæpt. Við tjölduðum svo um morgun- inn á beinhörðum sandi liggur mér við að segja og eins og jafnan á þessum skipulögðu tjaldstæðum var þar allt til alls: skrifstofa með enskumælandi fólki, þvottavélar, sturtuböð og allskonar þúðir. En það er erfitt að vera á bíl i París; umferðin er mikil og hröð. í stað þess að aka um á eigin spýtur, fórum við i mjög vel heppnaða skoðunarferð að kvöld- lagi, en alls vorum við i Paris á þriðja dag“. Ragna: „Alltaf var þessi steikj- andi hiti. Við höfðum fengið okk- ur kælibox til að geyma nesti i, en það dugði ekki; allt hitnaði. Verð- lagið i París var rosalegt, enginn hlutur er kaupandi. Það spillir fyrir ánægjunni af að ferðast um Frakkland, hvað dýrtíðin er mikil. Við fórum svo frá París á sunnudegi; ókum þá um borgina, enda var sáralítil umferð þá og jafnvel hægt að leggja bílnum í hringnum við Sigurbogann. Siðan var haldið suðurúr, áleiðis til Nice á frönsku Ríveríunni. Kannski er einhvers- staðar fallegt í Frakklandi, en okkur þótti fátt heillandi að sjá á þessari leið. Bensínlíterinn kostar þarna 71—74 krónur og fimm sinnum á þessari leið varð að greiða vegatoll. Við ókum eftir hraðbraut og héldum okkur oftast á 100—110 krh hraða. Meðalhrað- inn virtist þó eitthvað meiri og sumir virtust aka á allt að 200 km hraða. Nokkuð er slikur akstur þreytandi til lengdar, en við gætt- um þess að stanza öðru hvoru og lá ekki beinlinis á, því nákvæma ferðaáætlun höfðum við ekki gert.“ Ilelgi: „Við héldum kyrru fyrir í Nice daglangt, ókum til Cannes og litum á Riveriuna. Þar er dýr- lega fallegt. Siðan héldum við í austurátt með hæfilegri viðkomu í Monaco og tjölduðum á ágætu tjaldstæði ítalíumegin við landa- mærin. Þar var splunkuný sund- laug og allskonar þjónusta og við héidum þar kyrru fyrir í tvo daga. Þar var verðlagið allt annað en verið hafði i Frakklandi; bensín- Framhald á næstu sfðu Héreru þau Ragna og Helgi ð tjaldstæði I Luxemburg. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.