Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1977, Qupperneq 10
líterinn er þó dýrastur á Italfu og
kostaði 85 krónur."
Ragna: „Mikil áherzla er lögð á
gæzlu á þessum girtu tjald-
stæðum. Þar eru verðir og maður
er látinn afhenda passa og sýna
skilriki í hvert sinn, þegar maður
vill komast inn. Margir halda
kyrru fyrir á þessum tjaldstæðum
I lengri tíma og það er lögð
áherzla á fullkomið næði að
næturlagi".
Helgi: „Við héldum í einni lotu
gegnum Genúa — sem okkur
þótti litt fögur — og austur
Pósléttuna, allt til Lignano, sem
margir íslendingar þekkja. Sú
leið var tæpir 700 km og við fór-
um hana á einum degi, en urðum
að vísu of sein fyrir, því það var
búið að loka tjaldstæðinu. Við
urðum að gera okkur að góðu að
búa um okkur i bílnum einu sinni
enn og lögðum honum bara á bíla-
stæði. En rétt eftir að við vorum
sofnuð, völyiuðum við upp við
það, að einhver var úti fyrir með
lykil og var í óða önn að reyna að
komast inn í bilinn. Okkur brá
ónotalega, maðurinn virtist vera
drukkinn og litlu siðar kom lög-
reglan. En þetta varð til þess að
okkur varð ekki svefnsamt á eftir
og ókum bara um mest af nótt-
inni.“
Ragna: „Þetta var mjög ónota-
leg reynsla, en tjaldstæðið i Lign-
ano er hreinasta afbragð: hægt að
tjalda í rjóðrum og láta bílinn
standa í skugga alveg hjá. Þetta
tjaldstæði nær yfir 36 hektara
flæmi og við ætluðum fyrst að
fara þar inn gangandi og líta á
það. En það er til marks um, hvað
verðirnir eru glöggir, að sá sem
var á vakt kom strax auga á okkur
og sagði: „Þið búið ekki hér“. Við
sögðum honum frá erindi okkar
og fengum að lfta á staðinn og
tjölduðum siðan. Þarna vorum við
síðan í heila viku og greiddum
fyrir það sem svarar 6.200
krónum."
Helgi: „Einn daginn ókum við
til Feneyja. Um þá borg er þó
ekki fært á bílum eins og flestir
vita. Þar er viðáttumikil bila-
geymsluhús og bilastæði, þar sem
borgarbúar og ferðamenn leggja
bílum sínum. Þar reyndist allt
fullt og við tókum það til bragðs
að leggja ólöglega framan við
heila röð af bílum, sem höfðu
verið skildir eftir þannig. Við
fórum síðan fótgangangandi um
Feneyjar og komum aftur á bila-
stæðið eftir 5 tima, gengin upp að
hnjám. Þá sáum við að lögreglan
var með tvo kranabila að hirða
bílaröðina, sem lagt hafði verið
ólöglega og var okkar bíll einn
eftir. Ég tók sprettinn, þegar ég
sá hvað var á seyði og komst inn í
bilinn áður en þeir gómuðu hann.
„You very lucky" sagði einn
þeirra brosandi og lét mig borga
sem svaraði 1000 krónum I sekt —
og hefur liklega hirt það sjálfur.
Hins vegar kostar 5000 krónur að
leysa út bíl sem hefur verið fjar-
lægður".
Ragna: „Frá Lignano lá leiðin
norður á bóginn aftur. Við fórum
um Udine, þar sem jarðskjálft-
arnir urðu og ummerkin þar voru
hryllileg. Húsin hafa verið illa
byggð og á stórum svæðum stóð
ekki steinn yfir steini. Leiðin
liggur gegnum Tyrol eftir vel
merktum sveitavegum og
náttúrufegurðin er stórbrotin.
Þarna er farið yfir Brenner-
skarðið. Yfirleitt er ekki ekið
mjög hratt á þessari leið; við
ókum að mig minnir oftast á um
80 km hraða.
í þessum áfanga fórum við til
Innsbruck, sem er frægur skiða-
Á hraðbraut nðlægt Birmingham I Englandi.
bær. Við höfum aðeins farið á
skiði I Austurríki of vorum þess-
vegna dálítið kunnug. Þar er gott
að koma og verðlagið alveg þolan-
legt; bensinliterinn kostaði til
dæmis 66 krónur." Og eitt smá-
atriði, sem vert er að hafa I huga;
smápeningum getur maður ekki
skipt og þvi er betra að taka fyrir
þá bensín eða eitthvað sem með
þarf, ella kemur maður heim með
alltof mikið af klinki.“
Á tjaldstæðinu i Lignano á italíu.
Datsuninn reyndist vel I ferðinni
og þau Ragna og Helgi skiptust á
um a8 aka. Hér er smá hvlldar-
stund vi8 þjóðveg { Englandi.
Helgi: „Við ókum I næsta
áfanga frá Innsbruck til Weesen I
Sviss. Það er stórkostlegt að fara
um þessi lönd, fagurt og hrikalegt
i senn og húsin fara svo vel í
landslaginu. Þarnæst finnst mér
að fara um Belgiu og Holland.
Við höfðum áður komið til Sviss
og ókum þar ekki um að ráði I
þetta sinn, en héldum áleiðis til
Luxemburgar eftir þýzkum auto-
bahn. Fyrst á dagskrá var eins og
venjulega að koma sér fyrir á
tjaldstæði. Varla er þó sami
menningarbragurinn á tjald-
stæðum þar og sunnar I álfunni;
menn hafa þar einnar nætur við-
komu á leið suður á bóginn, eða á
heimleið og þarna voru drukknir
Norðurlandabúar með hávaða.
Við hliðina á okkur á tjald-
stæðinu voru fullorðin, hollenzk
hjón, sem litu okkur greinilega
óhýru auga i fyrstu. Siðar kom í
ljós að þau höfðu séð IS á bílnum
og töldu þau okkur vera frá
Israel. Það glaðnaði heldur betur
yfir þeim, þegar það sanna kom i
ljós; þá var eins og þau ættu I
okkur hvert bein og þau gáfu
okkur mjög gagnlegar bendingar
um merkisstaði og leiðir i
Hollandi. Mér finnst ástæða til að
benda á þetta með stafina; það
veldur misskilningi og getur leitt
til óþæginda. Það er að minnsta
kosti til bóta að hafa islenzka
fánann með einkennisstöfunum.“
Ragna: „Eftir að hafa ekið um
Luxemburg lá leiðin norður á
bóginn, fyrst til Brussel og And-
werpen í Belgíu og siðan til Hol-
lands. I Haag sáum við
Madrodam, sem er stórmerkilegt
líkan af bæ. Maður gengur um
hann og sér lífið ganga sinn gang
eins og væri það í venjulegri borg.
Við komum lika til Amsterdam og
fiskibæjarins Vollendam, sem
byggir vist meira á túristum en
fiski nú orðið. Allstaðar var gott
að koma; fólkið er einstaklega
hjálplegt og gott að spyrja það
vegar. I svona ferð er nauðsynlegt
að hafa gott vegakort og við fór-
um mest eftir Europa Touring,
sem er mikill doðrant, en þvi
miður var útgáfan frá 1974 strax
orðin úrelt. Við ókum eftir 30 km
löngum varnargarði sem
hollenzku hjonin á tjaldstæðinu í
Luxemburg höfðu eindregið ráð-
lagt okkur að aka eftir. Þessi
garður er feykilega mikið mann-
virki og það var eftirminnilegt að
fara þessa leið. Við héldum svo
áfram gegnum Groningen og
þvert yfir Norður-Þýzkaland,
framhjá Hamborg og Bremen og
styttum leiðina með því að taka
ferju beint yfir til Sjálands. Það
var hálftima sigling. En eftir að
hafa stanzað I fjóra daga hjá
kunningjum í Kaupmannahöfn,
var lagt af stað að nýju; við áttum
að vera komin allar götur til
Bergen á ákveðnum degi til að ná
i Smyril."
Ilelgi: „Við ókum í einum
áfanga frá Kaupmannahöfn til
Oslóar; það eru 596 km — og
fórum með bílinn á ferju yfir
Eyrarsundið frá Helsingör til
Helsingborg. Þegar til Oslóar kom
var haldið beint á tjaldstæði, en
auk þess vorum við þar aðra nótt
hjá kunningjum okkar. Þá var ein
dagleið eftir á skipsfjöl; leiðin frá
Osló til Bergen, sem er 540 km, en
seinfarin mjög. Maður er einlægt
að aka upp brekkur eða niður, en
engu að siður tel ég Noreg mjög
skemmtilegt land til að aka um.
Landslagið er tilbreytingarríkt og
fyrir ofan barrskógabeltið koma
IU