Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1977, Síða 14
HVER ER VIRÐ-
ING ALÞINGIS?
Eigi alls fyrir löngu hitti undirritaður einn af
alþingismönnunum á förnum vegi og tókum við
tal saman um ritstjórnargrein sem þá hafði
nýlega birst I einu dagblaðanna, þar sem mjög
var vegið að Alþingi og alþingismönnum. Nið-
urstaða leiðarahöfundar var sú, að alþingis-
menn væru naumast færir um að valda því
verkefni sem þeir hefðu verið kjörnir til og að
virðing Alþingis færi svo þverrandi að í óefni
stefndi. Var alþingismaðurinn að vonum
óánægður með leiðara þennan og taldi að
höfundur hans setti alla alþingismenn undir
sama hatt og teldi þá fávísa og illviljaða kjána.
Lýsti hann þeirri skoðun sinni að ekkert yrði
eins til þess að grafa undan virðingu Alþingis
og fjölmiðlarnir og neikvæð viðhorf þeirra f
garð stjórnsýslunnar. Sagði hann það og vera
skoðun sína, að yfirleitt fjölluðu blaðamenn um
málefni Alþingis af Iftilli þekkingu og sanngirni.
Fór því álit þessa alþingismanns saman við
gagnrýni þá sem Matthfas Á. Mathiesen fjár-
málaráðherra setti fram, er hann mælti fyrir
skattalagafrumvarpi sínu á dögunum, en þar
sakaði hann blaðamenn um að fjalla um mál
sem þeir hefðu ekki næga þekkingu á.
Sjálfsagt er það rétt hjá alþingismanninum
og ráðherranum, að oft er pottur brotinn f
umfjöllun fjölmiðla um málefni Alþingis og vfst
er að fslenzkir fréttamenn búa við þá aðstöðu
yfirleitt að verða oftsinnis að fjalla um mál, sem
þeir hafa ekki haft aðstöðu til þess að kynna sér
nægjanlega. Við slíkt verða þeir sennilega að
búa í ófyrirséðri framtfð, þar sem öllum fjöl-
miðlum er settur þröngur stakkur fjárhagslega,
og þeir hafa einfaldlega ekki bolmagn til þess
að hafa sérhæfða fréttamenn á hinum ýmsu
sviðum. Hins vegar er það ekki skoðun undirrit-
aðs að það sé fyrst og fremst sök fjölmiðlanna
að Alþingi nýtur þverrandi virðingar nema þá
óbeint. Það er rétt að umræður og umfjallanir
um ákvörðunartöku alþingismanna og stjórn-
sýslu almennt eru nú mun opnari í fjölmiðlum
en var fyrir svo sem áratug. Einstakar aðgerðir
alþingismanna eru meira undir smásjánni en
oftast hefur verið og þeir sem gagnrýna vilja
virðast hafa tiltölulega frjálsan aðgang a.m.k.
að sumum fjölmiðlum. Og víst er einnig, að það
tfðkast f æ ríkara mæli að óbreyttir flokksmenn
hinna ýmsu stjórnmálaflokka syngja ekki amen
á eftir hverri messu sinna manna á Alþingi,
heldur láta óhikað f Ijós skoðanir sfnar, þótt
þær fari ekki saman við skoðanir flokksforyst-
unnar eða einstakra þingmanna. Að þessu leyti
má segja að fjölmiðlarnir hafi orðið til þess að
sú lotning sem fyrr var borin fyrir Alþingi og
fylgispekt við allar ákvarðanir stjórnmálaflokks
viðkomandi heyrir nú senn sögunni til.
En alþingismenn þurfa ekki að halda annað
en að þeirra eigin orð og athafnir hafi einnig, og
jafnvel orðið til þess að rýra virðingu alþjóðar á
Alþingi. Það þarf engan sérfræðing f pólitfskri
blaðamennsku né öðru, til þess að sjá f gegnum
þann skollaleik, sem oft fer fram f þessari
stofnun, sem á að vera öðrum æðri. Það hefur
ekki orðið til þess að efla traust og virðingu á
alþingismönnum og flokkum, hversu ótrúlega
auðvelt reynist fyrir þá að skipta um skoðun og
leggja jafnvel baráttumálin fyrir róða, þegar
henta þykir. Það hefur heldur ekki orðið til þess
að auka veg Alþingis, þegar það sýnir sig, að
vænlegast til þess að hafa áhrif á gerðir þings-
ins er að hafa hátt og láta mikið. Er hér átt við
hina svokölluðu „ þrýstihópa," sem oftsinnis
hafa haft mikil áhrif á aðgerðir stjórnmála-
manna, án þess þó að vitað sé að umræddir
hópar hafi mikið fylgi bak við sig.
Undirritaður er svo þeirrar skoðunar að það
sem einna mest hafi skert virðingu Alþingis sé
það sem fjármálaráðherra ræddi um og áður er
getið, en snúið á alþingismennina. Þ.e. aað of
oft fjalli þeir um mál og taki afstöðu til þeirra,
án þess að hafa á þeim nægjanlega þekkingu.
Nú gefur auðvitað auga leið, að stjórnmála-
menn, ekki síður en fréttamenn, hafa litla
möguleika á því að kynna sér út I hörgul öll þau
mál sem fyrir Alþingi koma, eðli sínu sam-
kvæmt. En það hlýtur að vera spurning hvort
ekki sé mögulegt að minnka málafjölda þann
sem árlega kemur til kasta þingsins, þannig að
þingmönnum gefist betra næði til þess að
kanna „stóru málin" gaumgæfilega. Það gæti
meira að segja komið til álita hvort ekki væri
rétt að takmarka fjölda þeirra þingmála sem
einstakir þingmenn eða flokkar geta lagt fram á
hverju þingi.
Því miður virðast of oft mál sigla gegnum
þingið andbyrslítið án þess að vera nægjanlega
skoðuð niður í kjölinn af þingmönnunum sjálf-
um. Of oft verða þeir að láta sér nægja að
afgreiða mál sem þeim hafa verið fengin í
hendur af embættismönnum ríkisvaldsins, sem
virðast vera komnir úr tengslum við það sem er
að gerast f kringum þá f þjóðlffinu. Lagasetning
á ekki að vera nein tilraunastarfsemi. Það vissu
þeir vitru menn sem settu lög til forna, og þess
vegna standa mörg þeirra enn f fullu gildi,
STEINAR J. LÚÐVÍKSSON
Krossgáta
Lesbókar
Morgunblaðsins
Lausn
á síðustu krossgátu
1 |g m LÍC.M FVtu HmBoÐ p«B' IMR wny FAiL (T foMj- AfJ
.li .1' n| S r T 'A tc Ar R «AD«R S K w. L A T
á>'. K Jo A u MAtM- ÓfÚÍ, T 'A L l N u
i R á N R Knxeu vé«7- Fíí 1 T £ R T A A1 ine- ÚÓFji' aJ
£ % ifn'rs 1 L l Ti S* rcc- A R a A S R A K A
Ióo’m- ItfCut F A F E u A l L E á. U R zwd rirn: R 'A N
|íicip A N A G u o £> G u M A R <í,f -P ecio
V K Æ R. A v«rug, Kiar- R A K u R TTTZ FLiK T 1 N A J
|fv£iR | & 1H ^ G G. -flJ fÆW R 0 F N A R sm- fJfo'DI K A S ‘l N A
1 £> A K r ste- HfS. 'A / ip ‘RomA A- L fW- MKH 5
S K R 1 F A R -* B R E F ÍÍLAC. wai K A
A tWLU F 1 £> U R J 'MhdN A T L A á A N
HÍTTu LER 5 K Æ £> ToTU íaÍca- R A bl A: T 1 f»IK G A N -D
K’/A.tf F/acn S 'A R A R A HLUT- A»£IC- AMtl A 3> 1 L 1 e* u M 1
\9- A L l R L'ir- rÆt\ N Lil R A F/M- aR L P R A R
r /Mrvvi co<Af\ srói>o ff£G.T fiataR NI'RLS- emiNL. ÓÍV- 'ifmar ■ ÍTUfj; Ufc | 1 LL- ÞÝS- IS L'Éf t AF flfMOI
I yit 1 I H T| |
ij wi2- Kl£í>- AL
• KAtTN
• r C-\ u. - KoMfl \MÐue /ILDNfl
■ letm , I i FoR- , lerwHC.
1UNNf\ ÍLSfSAil
"IaWL' íTL fuu/\£
Atta e- \Immn hAv\r- Ufc
K*£ IK«F FflTM' Aíue ínf?- ILÍ- /AÍJ
6.0. ■ ‘iféfTú serr f ÚRNO. TÓF'M \HO-
WFN fl æ k r- Aír
t jLdTufc D'Í'R DVift- MoLBAÍ LfíUÍ
V£TL- AR Vfl L- KWq Belti 'AK«£Ð 1
JÞ'kR 4(R.
SUHDS WWl SáK
fl'ífTtÍ m ÍRf/MAR FRUroi- £FNI FRUM- ERN 1
ICtftFI SVMC
I FRKJI- |5K.ST. KvJ- JARNWS* NflFN £ t fviKENW' k
ÞUL' PK