Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Side 2
þrætubók IX UNGLINGA- MISFERLI Vandamálið er greinilega nógu stórt til þess að ástæða sé til að grípa það fastari tökum en gert hefur verið eftir Sigurjón Björnsson sálfræðing MIKIÐ hefur verið gert úr slæmri hegðun unglinga, einkum á síðast- liðnu ári, Svo er helzt að skilja, að ástandið I þessum efnum hafi aldrei verið eins voðalegt og nú. Ekki er nein ástæða til þess að bera brigður á þessar staðhæfingar, þó að vel megi samt minnast þess, að það er engin nýlunda að kvartað sé undan unglingum. A.m.k. hefur það verið gert frá þvi að ég fyrst man eftir. En ef taka á þessar kvartanir alvarlega, verður að vera unnt að byggja á Kynferðisrræusla ogj hass-sala til umræðu ^TröSúr '’I'íoHíis Loks hefur '***?»£& an '0knt^t 9 innbrot og þjófnaði all nPP15?1 ® ‘ eru fjónr , !STÍA-»í“,£iS 333. eysh [ók a- llaus -fékk 1 Ibús. to. sekt . níttur var tek« iiimhiimi wHHfl í gæzlu » var tekinn UNGUK pllt^dir stýri um réttindalaus u ^ er ey.ki i helgina, se“ 1 Hins vegar frásögur »«0*^ þriðja brot reyndist Þet ma tagi, 0g var piltsms af Þessu & brotinu i I þeirU^von að hann ^ ^fnum 1 krónu^^®^ einhverju, sem haldbetra er en laus- legar blaðafregnir af einstökum at- vikum. Hverju er þar til að tjalda af áreiðanlegum upplýsingum t.a.m. um áfengisnotkun, fikniefnaneyzlu og lögbrot svo að eitthvað sé nefnt? Birtar hafa verið niðurstöður tveggja kannana um áfengisneyzlu unglinga hér á landi. Sú fyrri var gerð árið 1970 og leiddi i Ijós að h.u.b. 30% unglinga 15 ára og u.þ.b. 85% 20 ára sögðust hafa neytt áfengis. Tveim árum siðar var önnur könnun gerð og var þá hlut- fallstalan fyrir 15 ára hópinn komin upp í um 80% og fór talan jafnt og þétt hækkandi. Einkum hafði áfengisneyzla meðal ungra stúlkna vaxið ískyggilega mikið. Síðan þetta var eru liðin fjögur ár, og væri með ólikindum, ef ástandið hefði batnað. I síðarnefndu könnuninni var afl- að upplýsinga um hassnotkun. Könnun náði ekki til eldri unglinga en 1 7 ára. H.u.b. 10% 16— 1 7 ára pilta viðurkenndu að hafa notað hass. Um slika notkun virtist ekki að ræða hjá yngri drengjum. 7.3% 16 ára stúlkna virtust hafa notað hass, og var um einhverja notkun að ræða allt niður í 14 ára aldur, en í minna mæli. Nýrri tölur um tiðni fiknaefna- notkunar hafa ekki birzt, en flest virðist benda til þess að notkun þessara efna hafi aukizt allverulega. Þá er að víkja að lagabrotum. Helztu upplýsinga um þau efni er að leita i skýrslum barnavernarnefnda og dómsmálaskýrslum. Ekki hafa verið birtar skýrslur yfir afbrota- fjölda barna og unglinga af Barna- verndarnefnd Reykjavíkur síðan árið 1971, en það ár var brotafjöldi alls 584 framin af 293 einstaklingum á aldrinum 6—16 ára. Á undanförn- um áratug hefur brotafjöldi oftast verið í kringum 400 á ári, en nokkuð hefur þetta þó sveiflast til frá ári til árs. í dómsmálaskýrslum eru birt yfirlit yfir fjölda brota skv. hegningarlögum og öðrum lögum, bæði fyrir dómahluta kærubókar og sáttahluta. Aldur brotamanna er þó einungis tilgreindur þegar um hegningarlagabrot ræðir. Nýjustu dómsmálaskýrslur ná yfir árin 1 969—1971. Árið 1 971 voru brot gegn hegningarlögum skv. dóma- hluta kærubókar í Reykjavík hjá ungmennum á aldrinum 16—20 ára 46 talsins og var það 20.1% af öllum slíkum brotum. Skv. sátta- hluta kærubókar reyndust brot ung- linganna 135 eða 14.9% af heild- inni. Eins og af framangreindu sést eru opinberar upplýsingar um lögbrot

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.