Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Blaðsíða 3
unglinga næsta fátæklegar og
raunar alls engar að þvi er tekur til
síðustu fimm ára. Það er því í raun-
inni lítið hægt að fullyrða um tíðni
lögbrota hjá unglingum né um það
hvort þau eru að færast í vöxt.
Einnar könnunar (óbirtrar) er þó
ógetið sem ef til vill getur gefið
nokkrar upplýsingar. Hún var gerð
árið 1975 og var byggð á úrtaki
Reykjavíkurungmenna á aldrinum
19—24 ára. Samkvæmt opinber-
um upplýsingum höfðu 82%
þessara ungmenna aldrei aðhafzt
neitt refsivert, 15% höfðu framið
minni háttar lögbrot og 3% höfðu
brotið hegningarlögin a.m.k. tvisvar
sinnum eða framið a.m.k. þrjú lög-
brot þar af eitt gegn hegningarlög-
unum. Lögbrjótarnir voru að yfir-
gnæfandi meirihluta piltar (rúmlega
fimm sinnum fleiri en stúlkur.
Gerður var samanburður á
þessum þremur hópum með tilliti til
heimilisaðstæðna þeirra í bernsku,
uppeldisaðstæðna og ýmissra fleiri
atriða, og kom þá m.a. í Ijós að
enginn umtalsverður munur var á
þeim, sem engin lögbrot höfðu
framið og hinum, sem gerzt höfðu
sekir um minni háttar afbrot. Aftur á
móti greindust þeir sem meiri háttar
lögbrot höfðu á samvizkunni frá
hinum tveimur hópunum i nokkrum
greinum. Þessi fyrrnefndu komu
t.a.m. oftar úr rofnum fjölskyldum.
Atvinna feðra þeirra svo og mennt-
un var lakari en hinna. Náms-
árangur þeirra bæði á barna- og
unglingaprófi var og lakari, þrátt
fyrir sambærilega greind. Þá hafði
afbrotaferill þeirra hafizt mun fyrr en
hinna sem sekir höfðu orðið um
minni lögbrot. Meðalaldur við fyrsta
brot var 15.1 ár á móti 1 9 árum.
Niðurstöðum þessarar könnunar,
sem einungis er forkönnun, ber að
taka með fyrirvara, enda er hún
hugsuð sem leiðarvísir að frekari
athugunum. Að því fororði viðhöfðu
má samt sem áður leyfa sér að segja
fram fáeinar hugleiðingar. 1 5% og
3% er nokkuð stór hópur ung-
menna, þegar litið er á árganga-
stærð og hlutfall þeirra af heildar-
mannfjölda. 15% unglinga á aldr-
inum 17—24 ára eru um 2000
manns og 3% sömu árganga um
400. Það er naumast að undra þótt
Reykvíkingar verði varir einhverrar
ókyrrðar i bænum endrum og eins,
ef þessar tölur fara nálægt lagi.
Samt er eftir að telja alls kyns
óspektir, drykkjulæti og gauragang,
sem ekki færist á skrár yfirvalda, —
að ógleymdum þeim drjúga skerfi
sem fullorðnir leggja i þennan sjóð.
Vandamálið er greinilega nógu
stórt til þess, að ástæða sé til að
grípa það fastari tökum en gert
hefur verið.
Þá eru þær ábendingar athyglis-
verðar, að þeir sem alvarlegustu
afbrotin fremja eigi sér aðra fortið
og misvindasamari en hinir farsælli
jafnaldrar þeirra. Hér þyrfti að gera
miklu nákvæmari og sundurliðaðri
athuganir, það væri óneitanlega
mikill fengur ef hægt væri með
nokkru öryggi að ganga úr skugga
um það, hvaðabörn eru í mestri
hættu á að lenda á braut misferlis,
á8ur en til þess kemur, og gera
ráðstafanir þeim til hjálpar. Og það
er varla vafa bundið að á því eru
fræðilegir möguleikar. Enda þótt
það sé bæði kostnaðarsamt og tíma-
frekt, er það áreiðanlega ekki dýrara
en umfangsmiklar sakamálarann-
sóknir og fangagæzla, fyrir után
það, hvað það er miklu mannlegra
og skynsamlegra.
Líklega kemur ýmsum á óvart,
hversu stór hópur ungmenna kemst
i tæri við löggæzluna vegna minni-
háttar afbrota. Ekki verður annað
séð en þessir unglingar komi frá
venjulegum fjölskyldum, og sjálfir
eru þeir í engu öðru frábrugðnir
löghlýðnum unglingum. Yfirleitt
virðast þessir unglingar sjá að sér.
Ætla má að atferli þessa stóra hóps
sé allgóð spegilmynd af þeim losara-
brag, sem einkennir samfélag okk-
ar, og því virðingarleysi fyrir lögum
og reglum, sem altítt er. í þessum
tilvikum er efalaust annars konar
aðgerða þörf en í hinu fyrrnefnda.
Aukið aðhald af hálfu löggæzlu væri
tvimælalaust til bóta, auk annarra
ráðstafana, sem ég á e.t.v. eftir að
víkja að síðar.
Vera má að til séu einhverjar
athuganir um misferli unglinga,
sem mér eru ekki kunnar. En þær
eru þá vandlega faldar. Séu þær
ekki fleiri til, getur maður ekki ann-
að en furðað sig á þeirri miklu
upplýsingafátækt, sem við blasir.
Og hvernig geta menn varið það að
halda áfram að tala og skrifa eins og
ekkert sé, án nokkurrar viðhlítandi
þekkingar á efni sínu? Og hvað
veldur því, að þeir, sem mál þessi
brenna heitast :, svo sem barna-
verndaryfirvöld, löggæzia og dóms-
vald hafa ekki haft meira frumkvæði
um kerfisbundna upplýsingasöfn-
un? Eða er e.t.v. eitthvað í smíðum
af því tagi? Hafa menn enga trú á
slíkri starfsemi, eða meina þeir
kannski ósköp litið með öllu orða-
gjálfrinu, þegar öllu er á botninn
hvolft? Spurningar sem þessar
verða mér ofarlega í huga við lok
þessarar samantektar, og ég vona
að svo fari einnig um einhverja af
lesendum hennar.
Sigurjón Björnsson
Indriði G. Þorsteinsson
Þióðvísa
Þangað sem þú varst ungur
til þeirrar áttar
horfir löngum þinn hugur
og hefst ekki að.
Enginn til upphafsins hverfur,
ekki til smáfættra daga.
Æskudraumur þinn réðist
á annan veg.
Horfinn er hófasláttur;
hrynjandi töltsins
og hestar með hvítan úða
heitan úr nösum.
Áin blá eins og auga
alskært er sofin.
Aldrei rennur hún aftur
istær í gegn.
Hvar er nú haustgul störin
og holtið brúna
eyjar bláar úr unni
og amrandi fé?
Láttu ekki hátt mitt hjarta
hér er við engan að sakast.
Örlög þjóðar þig leiddu
á þennan veg.
Þannig er öllum og einum
ætlað að minnast
alls sem hann ekki hefur
en átti þó.
Kynslóðin kaus að fara,
kveðja heim þúsund ára,
náði þó ekki ‘nema
i næturstað.
Teikning: Árni Elfar