Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Qupperneq 4
Frank Ponzi athugar þær margvíslegu skemmdir, sem komu i
Ijós, þegar málverkið var skilið frá blindrammanum (f baksýn)
sviði, var t.d. kallaður héðan til
Flórenz eftir flóðin miklu þar ár-
in 1966 — 67 til þess að taka þátt i
björgun hinna frægu listaverka
sem þar lágu undir skemmdum.
Þangað voru sérfræðingar fengn-
ir víða að til þess að vinna um
tima og er því verki hvergi nærri
lokið enn.
Um tima var Frank Ponzi list-
ráðunautur Reykjavikurborgar,
eins og kunnugt er. Hann gerði
við Kjarvals-myndirnar, sem við-
gerðar þurftu við i safninu að
Kjarvalsstöðum og gaf ráð um
hvernig reka skyldi safnið. Nú er
Frank Ponzi á förum til þess að
skipuleggja mikla nútimalist-
sýningu í Kunsthaus safninu i
Ziirich, en þá sýningu á síðan að
setja upp i Nationalgalerie safni
Berlínarborgar,
Við heimsóttum Frank í vinnu-
stofu hans, um það leyti, er hann
var að leggja síðustu hönd á við-
gerð altaristöflunnar i Dóm-
kirkjunni og spurðum hann, hvað
væri helzt um þessa töflu að
segja.
„Altaristaflan var máluð í Dan-
mörku fyrir kór Dómkirkjunnar
og sett þar upp 1848. Hana gerði
danski málarinn Gustav Theodor
Wegener (1817 — 1877), er var af
þekktri listamannaætt þar i landi.
Sjálfur hlaut hann gullmedaliu
árið 1845 í viðurkenningarskyni
fyrir störf sín. Taflan er máluð i
akademiskum stfl 19. aldar og má
vissulega teljast gott verk á sinn
máta, en er ekki síður verðmæt
Islendingum vegna sögulegs gild-
is. Innlendir listamenn hafa mál-
Myndin eins og hún var áður en viSgerð hófst. Hliðarbirta
sýnir m.a. greinilega sprungur og för eftir þrjár bætur, sem
límdar voru aftan á hana.
Hér sést efri rönd töflunnar, uppétin af myglu og tvær bætur
úr segldúk sem límdar höfSu veriS á kantinn svo hægt væri aS
festa málverkiS á blindrammann.
DOMKIRKJAN, ALTARISTAFLAN I
DÖMKIRKJUNNI 06 ÞJÖÐMINJAR
Hulda Valtýsdóttir ræðir við
Frank Ponzi, listfræðing
EINS og kunnugt er standa
nú yfir viögeröir á Dóm-
kirkjunni í Reykjavík og á
m.a. að mála hana að innan
f hólf og gólf. t ljós kom, að
altaristaflan í Dómkirkj-
unni var stórlega skemmd
og var Frank Ponzi, list-
fræðingur, fenginn til að
annast viðgerðir á töfl-
unni.
Frank Ponzi er löngu nafn-
kunnur maður hérlendis, ekki sist
meðal listamanna. Hann er italsk-
ur að ætt, ólst upp i Bandaríkjun-
um við ítalska siði, en er menntað-
ur í listsögu og safnfræði frá há-
skólanum í Oxford í Englandi.
Aður en hann fluttist til ís-
lands, vann hann við listasöfn
bæði vestan hafs og austan (m.a.
við hið fræga safn Guggenheim í
New York). Hann hefur löngum
getið sér góðan orðstír á sinu
BakhliS töflunnar, sem sýnir bót efst í Mygluskaðinn á léreftinu sést eftir að miðbótin
miðju og myglubletti. náðist af.
©