Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Síða 5
Taflan eftir að hún var færð á nýtt léreft
Eldri trétafla úr Dómkirkjunni, sem hefur sprungið f tvennt.
að eftir henni altaristöflur, sem
hanga víða um land, og þeirra á
meðal Sigurður Guðmundsson,
málari, sem „kopieraði “ hana oft-
ar en einu sinni“.
„Hverjar eru orsakir þess að
taflan var svona illa farin?“.
„Fyrst er e.t.v. rétt að geta
heimilda úr þjóðskjalasafni, en
þar stendur:
1848 Kirkjan vigð (í núverandi
mynd.)
1862 Allt tréverk rifið innan úr
kór kirkjunnar, ónýtt vegna fúa.
Annað nýtt sett í staðinn.
1871, 16. okt. Sr. Þórarinn
Böðvarsson, prófastur i Görðum á
Álftanesi skoðar kirkjuna skv.
beiðni. Hann telur, að hún sé í
mjög slæmu ástandi. Altaristaflan
farin að skemmast af raka og
fleira, sem gyllt hefur verið.
„Þetta sýnir, að á 14 árum ónýt-
ist allt tréverk kórsins af fúa. Á
sama tíma byrjar léreft töflunnar
að skemmast að aftan af myglu og
9 árum seinna er verulegur skaði
á töflunni augljós. Ekki löngu eft-
ir þetta eru 3 bætur limdar á
bakhlið töflunnar til þess að
reyna að halda sarnan léreftinu,
sem þá er orðið götótt vegna
fúans.
Frágangurinn á þessari töflu er
einkennilegur að því leyti, að á
henni er heilt bak úr viði, sem
áfast er rammanum, þannig að
málverkið er sett i rammann að
framan (en ekki að aftan eins og
venja er). Loft fékk því ekki að
leika um léreftið að aftan og af-
leiðingarnar urðu þær að þar varð
ágæt gróðrastía fyrir myglu, sem
stöðugt jókst. Nú á hins vegar að
bora göt með vissu millibili á bak-
ið og þar með er þeirri hættu
bægt frá.“
Viðgerð á töflunni er nú lokið
— hún hefir verið færð á nýjan
striga, til þess að tryggja undir-
stöðuna og koma I veg fyrir frek-
ari skemmdir og flögnun á máln-
Myndin f byrjun fyrsta hreinsunarstigs. Dökkur blettur við höfuðið vinstra megin, sem hefur
verið málaður seinna yfir frummyndina var fjarlægður.
ingunni; myndin hefur verið sett
á upprunalegan blindramma, sem
var lagfærður og styrktur, gert
hefir verið við götin, málverkið
hreinsað og loks ferniserað á ný.
„Heldur þú nú, að með þessum
og öðrum lagfæringum sé ástand-
ið i Dómkirkjunni tryggt gegn
frekari skemmdum?"
„Það er nokkur fróðlegt að visa
aftur i heimildir Þjóðskjalasafns-
ins. Þar sézt að baráttan var stöð-
ugt háð við raka og kulda:
1878 Kirkjan er „stórgölluð ut-
an og innan“ (Prófastsvísitazia).
1880 Prófastsvísitazia: 1879
fékk kirkjan aðalviðgjörð, hlaðið
var steinlag utan um kórinn og
bundið við hinn eldra múr. Allar
sýnilegar skemmdir á múr, rúð-
Algengt dæmi um sprungur,
sem mynduðust á flestum
súlum kirkjunnar vegna
ofþurrksins.
um og þaki voru og endurbættar.
Undir skrúðhúsið var hlaðinn af
nýju grunnur úr grásteini. Kirkj-
an var og öll lituð að innan og öll
gylling endurnýjuð. 2 ofnar hafa
verið settir i kirkjuna fyrir fram-
an miðju, sinn hvoru megin og 1
ofn i skrúðhúsið.
Orgelið var tekið niður meðan á
viðgerð stóð, en reyndist aftur
upp sett óbrúkanlegt, og hefur
litið harmonium síðan verið not-
að.
1882 Telur prófastur að setja
þyrfti ofn i kórinn.
Svona var ástandið þá. Hins
vegar hafa skapast ný vandamál
varðandi Dómkirkjuna að innan
og muni, sem þar eru geymdir og
upphaf þeirra má rekja til þess að
hitaveitan var lögð i hana árið
1945. Nú er þar stanzlaus hiti,
mikill og þurr og afleiðingarnar
hafa m.a. orðið þær að súlurnar i
kirkjunni hafa sprungið. Gömul
altaristafla, máluð á tré, var i
kirkjunni upprunalega. Húi} er í
láni frá Þjóðminjasafninu og hef-
ir lengi hangið yfir dyrum inn í
skrúðhúsið. Þessi tafla er klofin i
tvennt og nærri i þrennt vegna
hins þurra lofts. Litla altaristafl-
an i skrúðhúsinu er lika farin að
springa. Og enn er þess ógetið, að
orgelið i Dómkirkjunni heldur
ekki lengur stillingu vegna
þurrksins. Allar þessar skemmdir
stafa einfaldlega af því, að þess er
ekki gætt að halda jöfnu og hæfi-
legu rakastigi þar innan dyra“.
„Hvað er hæfilegt rakástig?"
„Hæfilegt rakastig innanhúss
telst 55% og æskilegt hitastig að
jafnaði 20 gráður. Listaverk eru
talin í hættu fari rakastigið niður
fyrir 50%. Erlendis þykir sjálf-
sagður hlutur nú til dags að koma
fyrir rakastillum á hverjum þeim
stað þar sem varðveita á málverk
og önnur verðmæt listaverk. í
þessu sambandi er þó rétt að taka
það fram að vilji menn koma á
æskilegu rakastigi á slikum stöð-
um þar sem þurrt loft hefur rikt
lengi, verður að fara mjög gæti-
lega i sakirnar, svo ekki hljótist
skaði af. Þar verður að hækka
rakastigið smátt og smátt um
lengri tíma og undir stöðugu
eftirliti.
Gleðilegt er til þess að vita, að
þetta vandamál mun einnig leyst
innan tiðar i Dómkirkjunni og
Framhald á bls. 24.
Litla taflan í skrúðhúsinu með nýrri sprungu, sem sést neðst
til vinstri á miðmyndinni.