Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Qupperneq 8
Sigrún Gísladóttir Hann leysti þj óð- lögin úr álögum Aldarminning Sigfúsar Einarssonar, tónskálds Ræða flutt í Eyrabakkakirkju 30. jan. 1977 í dag eru liðin 100 ár frá fæð- ingu Sigfúsar Einarssonar tón- skálds. Hann var fæddur 30. janúar 1877 á Skúmstöðum hér á staðnum. Foreldrar hans voru Einar Jónsson kaupmaður, kom- inn af hinni alkunnu Bergsætt og Guðrún Jónsdóttir Ámundasonar bónda á Neðra-Apavatni í Gríms- nesi og Ólafar Jónsdóttur bónda í Vælugerði i Flóa. Stóðu að þeim hjónum sterkir stofnar úr Árnes- sýslu. Þau Einar og Guðrún eignuðust átta börn, en aðeins tvö þeirra náðu fuliorðins aldri, Ingibjörg, sem var elst þeirra systkina og Sigfús næstyngstur. Ingibjörg giftist síra Bjarna Þórarinssyni prófasti í Vestur- Skaftafellsprófastsdæmi. Talið er, að félags- og menn- ingarlífið á Eyrarbakka hafi stað- ið með mestum blóma á íslandi, utan Reykjavíkur fyrir og eftir aldamótin síöustu, um áratuga skeið. Mun stofnun barnaskól- ans á Eyrarbakka 1852, þeim elzta á íslandi, sem starfað hefur stanzlaust til dagsins i dag, eiga þar drjúgan þátt, því að til skól- an's völdust úrvalsmenn bæði há- skólamenn og gagnfræðingar, sem einnig tóku þátt i félagslíf- inu. Flestir þeirra urðu þjóðkunn- ir. Sigfús gekk, að sjálfsögðu i barnaskólann, en þar að auki var Brynjólfur Jónsson, sagnaþulur- inn þjóðkunni frá Minna-Núpi, heimiliskennari hjá Einari í mörg ár. Má af þessu telja að Sigfús hafi að heiman farið vel nestaður út á menntabrautina. Það hefur lengi legið á vörum manna sem við tónlist hafa feng ist, að lágreistu þorpin á Eyrar- bakka og Stokkseyri, séu vagga tónlistarinnar á íslandi. Hvað sem um þetta má segja, er það stað- reynd, að þeir frændur Sigfús Einarsson og Páll ísólfsson voru brautryðjendur hvor á sínu sviði, gerðu tónlistina að ævistarfi og unnu sleitulaust að framgangi hennar hér á landi til dauðadags. Söngfélagið „Báran“ var stofn- að hér á staðnum 1883 og starfaði það um margra ára skeið. Fróðir menn telja að sá kór sé sá fyrsti hér á landi, sem stofnaður var með blönduðum röddum, það er karla og kvenna. Þegar Sigfús var tólf ára að aldri var hann tekinn i þennan kór og settur i millirödd, því hann var ekki kominn í mút- ur. Jón Pálsson, siðar bankafé- hirðir fluttist til Eyrarbakka 1889 og stjórnaði kórnum um langt skeið. Hann segir svo: „Sigfús sýndi brátt hversu sönghneigður hann var, enda hafði hann þá, þótt ungur væri óvenjumikinn áhuga fyrir sönglist, rödd hans var blæfögur, mild og mjúk.“ Þegar eftir fermingu 1892 sett- ist Sigfús i Latinuskólann, þá var Steingrimur Jóhnsen söngkenn- ari þar. Hann stjórnaði einnig söngfélaginu „14. janúar". Það var eina söngfélagið í bænum þá. Þegar Sigfús var kominn úr mút- Söngfélagið „Heimir“. 1. röð: Frá v.: Jónina Sveinsdóttir, Jóna Jónsdóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Sigfús Einarsson, söngstjórinn, Una Brandsdóttir, Kristfn Einarsdóttir, Benedikta Benediktsdóttir. 2. röð: Valgeir Einarsson, Jón Guðmundsson, Anna Þórhallsdóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Lára Magnúsdóttir, Júlfa Hansdóttir, Sigrún Gfsladóttir, Sigrfður Þorsteinsdóttir, Helgi Sigurðsson. Sigfús Einarsson, tónskáld. Valborg Helieman tslenzki stúdentakórinn f Kaupmannahöfn 1903. Skúli Bogason, lækn- ir f Danmörku, Ólafur Björnsson, ritstjóri, Jón Hjaltalfn Sigurðsson, læknir, Magnús Sigurðsson, bankastjóri, Gunnlaugur Claessen, læknir, Sigurður Sigtryggsson, menntaskólakennari f Danmörku, Páll Egils- son, læknir f Danmörku, Sigfús Einarsson, söngstjóri, Halldór Jónas- son, aðstoðarmaður á Hagstofunni, Einar Jónsson, sýslumaður, Jón Magnússon, stúdent f Reykjavfk, sfra Haukur Gfslason, dr. jur. Björn Þórðarson. um var hann tekinn i þetta félag. Sjálfur stofnaði hann skólakór og stjórnaði honum þartil hann varð stúdent 1898. Það sama ár hóf hann lögfræðinám við háskólann í Kaupmannahöfn og lauk þar heimspekiprófi ári síðar eða 1899. Fyrsta veturinn, sem Sigfús dvaldi í Höfn hóf hann söngnám hjá Valdimar Lincke óperusöng- vara og söngkennara við tónlistar- skólann í Kaupmannahöfn. Sigfús hafði mjög fallega baritonrödd. Það mun ekki hafa vakað fyrir honum með þvi að læra að syngja að verða söngvari, eins og nú er títt, heldur að afla sér þekkingar á þeim sviðum til þess að kenna söng og semja sönglög og bera lög hans öll ljóst vitni um kunnáttu hans í þeim efnum, svo ber öllum saman um, sem sungió hafa lögin hans. Tónfræði nam hann hjátón- skáldinu August Enna prófessor, sem var þekkt tónskáld um alla Evrópu. Nú vaknaði tónhneigð sú, sem Sig- fúsi var i blóð borin, til fulls og lagði hann þvi smám saman laga- námið á hilluna og sneri sér heill og óskiptur að tónlistinni, sem hann gerði að ævistarfi sínu fyrst- ur allra íslendinga, sem unnu að útbreiðslu hennar hér heima. Veturinn 1901—1902 hélt Mylius-Erichsen skáld og rithöf- undur, sem þá var orðinn þjóð- kunnur í Danmörku, fyrirlestur í Oddfellowhöllinni i Kaupmanna- höfn um ísland og Færeyjar og sýndi myndir frá báðum þessum löndum. Með fyrirlestrinum áttu Færeyingar að stíga þjóðdansa en íslendingar áttu að syngja. Leit- aði hann fyrir sér til íslenzkra stúdenta af þessu tilefni og hafði beðið kunningja sinn, kennara Sigfúsar, August Enna að hafa eftirlit með stúdentunum og leið- beina þeim. Þó Sigfús taki svo til orða i grein sinni, sem hann skrif- aði eitt sinn um Islenzka stúdentakórinn í Kaupmanna- höfn, að Mylius-Erichsen hafði beðið August Enna að hafa eftir- lit með stúdentunum og leiðbeina þeim, þá leikur naumast vafi á því, að Sigfús hafi þá þegar, eftir eins árs nám, í söng, áunnið sér það traust og álit kennara síns, að hann treysti honum til að stjórna kórnum. Sigfús stofnaði 15 manna karlakór og æfingar hóf- ust af kappi. Hinn mikli dagur rann upp og hátíðin hófst fyrir fullu húsi áheyrenda, þar var konungur og fleira stórmenni saman komið. Viðtökurnar voru svo góðar að kórinn varð að endurtaka sum lögin. Einn strangasti gagnrýnandi dana, Leopold Rosenfeldt líkti þeim við bezta kór Norðurlanda „Muntra Musikanterne“ það er finnskur karlakór stofnsettur 1878 og enn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.