Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Qupperneq 11
átta mánuði, að minnsta kosti, en
jafnvel 10.
Paul-Emile Victor ætlar að fara
öðru vísi að. Hann ætlar aðeins og
flytja einn ísjaka í einu. Hyggst
hann beita fimm dráttarbátum
fyrir hvern jaka. Samanlagður
togkraftur bátanna þyrfti að vera
svo sem 15 þúsundir hestafla.
Victor hyggst láta gervitungl leita
uppi hentugan ísjaka. Siðan á að
fljúga þyrlu með einhvers konar
bergmálsmæli yfir jakann og leita
að traustum stöðum fyrir fest-
ingar. Dráttartaugarnar eiga að
Ieika i spori, sem nokkrir sivalir
fætur eru undir, ekki ósvipað
hringborði. Fæturnir verða hitað-
ir og þeim þrýst á kaf niður í
ísinn, sem bráðnar við hitann.
Þegar fæturnir eru komnir á kaf í
ísinn fara þeir að kólna aftur.
Frýs isinn svo að þeim og þeir
verða blýfastir í jakanum.
Jakinn verður því næst sniðinn
til og gert á hann eins konar
stefni til þess, að hann verði Iétt-
ari í drætti. Hann verður sniði-nn
til með heitum vír. Skornar verða
af honum allar stórar nibbur. Vill
svo vel til, að ísjakar, sem brotna
úr Suðurskautshellunni eru flest-
ir fremur reglulegir í laginu. Jak-
ar úr Norðurskautsfsnum eru
hins vegar mjög óreglulega lagað-
ir.
í vírnum, sem sker jakann verð-
ur sterkur hjúpur úr gerfiefni og
dregst hann jafnóðum yfir skor-
inn jakaflötinn. Þessi hjúpur
mun draga úr vatnstapi á leiðinni.
Það, sem bráðnar ofan af jakan-
um verður ekki heldur látið
renna út af; brúnir munu skaga
nokkuð upp fyrir yfirborðið og á
leysingarvatnið að safnast þar
fyrir og einangra jakann við
hitanum.
Jakinn verður dreginn í heilu
lagi norður að Bab el-
Mandebsundinu milli Adenflóa
og Rauðahafs. Sundið er grunnt,
og engin leið að koma 300 metra
háum jaka i gegn um það þar, sem
einir 260 metrar jakans eru neðan
sjávarborðs. Þess vegna verður
jakinn skorinn í 40 metra þykkar
sneiðar. Þessar sneióar verða
bundnar saman og búió um þær
eins og jakann allan áður. Svo
verða þær dregnar upp að strönd-
inni undan hafnarborginni
Tsjidda. Þar verður þeim lagt,.
Fer þá að bráðna ofan af þeim og
verður vatninu dælt jafnóðum i
land upp til notkunar.
Victor reiknast svo, að vel
einangraðir ísjakar muni minnka
um 20% á 8000 km leið -varla
meira. Má það teljast vel sloppið.
Það verða þá töluverð verðmæti
eftir af stórum jaka á leiðarenda.
Mun að líkindum fást jafnvirði
1.25 þýzkra marka (98 kr.) fyrir
rúmmetrann af leysingarvatninu.
Er það ekki nema helmingur þess,
sem kostar að vinna vatn úr sjó.
Hins vegar er á það að lita, að
menn hafa nokkuð langa reynslu
af þvi að vinna neyzluvatn úr sjó.
En Victor telur, að mikið þurfi að
rannsaka áður en hægt verður að
ráðast i ísjakaflutningana — og
muni þær athuganir jafnvel taka
sex ár. Saudiaröbum leizt heldur
þunglega á, þegar þetta kom á
daginn. Landbú.naðarráðherrann
í Saudiarabiu lýsti yfir því
skömmu fyrir siðustu áramót, að
þeir nenntu ekki að bíða isjak-
anna, og ætluðu heldur að fara að
vinna neyzluvatn úr sjó í auknum
mæli. En það kann nú að vera, að
þeir skipti um skoðun, þegar Vict-
or kemur með fyrsta jakann ...
Fljúgandi
diskur
—af manna völdum
í vetur hefur verið mikið um
að fólk sæi ókennileg fyrirbæri
á lofti. Ekki hafa svo vitað sé
náðst myndir af þessum dular-
fullu farartækjum hérlendis, en
talsvert mikið er til af útlendum
diskamyndum. Sjálfsagt hafa
þær orðið til með ýmsu móti,
enda auðvelt þeim sem kunna
eitthvað fyrir sér í Ijósmynda-
gerð að blekkja ókunnuga.
Meðfylgjandi mynd barst Les-
bókinni á dögunum frá 12 ára
gömlum dreng, Kristni R.
Þórissyni. Hann hafði búið
diskinn til úr álpappír og hengt
neðan i hann þrjá gorma —
hér kemur diskurinn svifandi.
Ef ekki væri vitað um forsögu
málsins kynnu diskaáhuga-
menn að telja þetta merka
heimildarmynd.
Það virðist vera likt á komið
með þessi ókennilegu loftfyrir-
bæri og draugana forðum. Þá
bjuggust menn við draugum i
hverju skúmaskoti enda gengu
þeir Ijósum logum að sögn og
fátítt mun hafa verið að komast
til fullorðansára án þess að sjá
draug.
Á geimferðaöld þykir út af
fyrir sig ekki ótrúlegt að aðrar
vitsmunaverur en við, gætu
verið hér á ferðinni. Þessvegna
þykir það engin rosafrétt, þótt
eitthvað sjáist, sem ekki er
hægt að skýra, og ekki er leng-
ur hætta á að vera talinn stór-
skrýtinn, þótt maður sjái slikt
og segi frá því í blöðunum.'En
þegar farið er að búast við
fljúgandi diskum á sama hátt
og menn bjuggust við draug-
um áður fyrr, fer að verða
hætta á, að sum fyrirbærin séu
harla náttúruleg, þegar betur
væri að gáð.
Það breytir hinsvegar ekki
þvi, að ýmislegt af þvi sem sézt
hefur, bæði hér á landi og
annarsstaðar, verður ekki af-
greitt sem hindurvitni og of-
sjónir. Þar á meðal má telja
loftfarið, sem sást i sumar af
Skeiðunum yfir Laugardalsfjöll-
um og síðar sama dag á Eyrar-
bakka. Það er heldur ekki hægt
að afskrifa sem hindurvitni
framburð konunnar, sem horfði
langtimum saman á fljúgandi
disk yfir Sundunum við Reykja-
vik — svo nærri, að hún gat
talið gluggana.
Öll vitneskja gm þessi efni er
orðin að einskonar diskafræði
og þar eru ýmsar kenningar
uppi Þeir sem gerst þykjast
þekkja til, segja að hinum mjög
svo þróuðu verum sem fara
ferða sinna á fljúgandi diskum,
liði ekki sem bezt i návist
manna. Stafi einskonar geisl-
um út frá hinni frumstæðu
mannskepnu, sem hafi mjög
óheppileg áhrif á þá diskverja
Til eru frásagnir um fólk,
einkum í Bandarikjunum, sem
diskverjar buðu um borð í farar-
tæki sitt, en dáleiddu fólkið um
leið og gerðu siðan á þvi rann-
sóknir. Með nýrri dáleiðslu á
eftir, var unnt að fá fram, hvað
gerst hafði um borð í diskinum
í bókum um þessi efni kemur
einnig fram, að diskverjar geta
ef þeir vilja, dáleitt fólk á all-
löngu færi og að einkum sé um
tvennskonar verur að ræða —
annarsvegar dvergvaxnar
mannverur, en hins vegar
myndarlega menn, einna lik-
asta hellenskum guðamynd-
um
Þrátt fyrir urmul vitnisburða
um ókennileg fyrirbæri í lofti,
hefur samt orðið dráttur á því
að menn kæmust i eðlilegt
samband við þessar verur, af
hverju sem það kann að stafa
Einhver spákerling spáði þvi
nýlega, að á þessu ári yrði mikil
breyting i þá veru, að diskverj-
ar færu að hafa samband við
mannfólkið — án þess að dá-
leiða það — og að þetta sam-
band muni eiga sér stað á
íslandi GS.