Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Síða 16
TVO SOGUKORN
l
\H MATTHÍAS JOHANNESSEN
Síöasti
víking-
urinn
Um hann hafa veriö sagðar
margar sögur. Fæstar eru þó
lengur á vörum fólks. Aðrar
lifa sæmilegu Iffi. Eitthvað á
hann þvf eftir að lifa hórna
megin grafar, þegar líkaminn
bregst honum. Skringilegt orð-
færi og einkennileg uppátæki
sjá fyrir þvf. Sumir halda því
fram að hann stfgi ekki í vitið.
Ég er annarrar skoðunar. Held
að hann lumi á góðri greind. Ég
sá hann einhverju sinni að
vetrarlagi sinna kindum.
Það var stór hópur, þvf að
hann er vel efnaður maður.
Hann gerði gælur við hverja
kindina á fætur annarri, klapp-
aði þeim, leit f augun á þeim
eins og góðum fjárbónda sæm-
ir. Mér er sagt hann sé natinn
við skepnur. Að hann hafi frá-
bært auga fyrir kostum búfjár,
einkum kúa og hrossa, og frá
honum sé mikill fjöldi gæð-
inga, auk þess sem nautin hans
hafi stórbætt kúastofninn f
sýslunni. Mig undrar það ekki.
Ég hef séð hann ganga milli
skepnanna á alstirndum vetrar-
degi, þegar tungl tendrar him-
in og myrkur blánar f hvftum
sveilum. Allt um kring stjörnu-
þyrpingar á sffelldu iði. Augun
eins og demantar, hafði ég sagt.
Þá komst ég alla leið að hjarta
hans.
Ég veit ekki hvort orðstfr
hans hér á jörð væri borgið, ef
hann hefði ekki sýnt gæðinga
sfna á kappreiðum vfðs vegar
um landið og komizt inn f þjóð-
söguna. Þjóðsagan geymir orð-
stfr manna betur en þjóðarsag-
an. Hann fylgdist með öllu. Éitt
sinn sagði hann: Mikið er ég
heppinn að búa ekki f Suður-
Ameríku. Þar er allt vitlaust 1
hanaslögum. Ég er nógu vitlaus
samt (sýnir að hann hefur ein-
hvern tfma tekið sjálfan sig til
bæna). Ef ég hefði búið þar,
ætti ég stórt hænsnabú með
20—30 stæðilegum hönum f öll-
um regnbogans litum. Ég hefði
látið þá veðja á hanana mfna.
En enginn getur verið þekktur
fyrir að lifa á hanaslag.
Honum þótti tilkomumikið,
þegar hann heyrði að bændurn-
ir í Suður-Ameríku hefðu í sfð-
asta strfði skýrt hanana sfna
hershöfðingjanöfnum, eins og
Montgómery, Patton, Éisen-
hower og Timósjenkóv. Það átti
vel við, fannst honum. Ekkert
átti raunar betur við að hans
dómi en hershöfðingjar f hana-
slag. Og hann sá fólkið fyrir sér
rffast um beztu sætin sem næst
voru blóðvellinum og leggja
bréf yfir kné sér, svo að blóð-
sletturnar lentu ekki í fötun-
um. Ég er á móti blóði, sagði
hann og hristi höfuðið. Én ég er
af konungakyni og hefði getað
hugsað mér að eiga hest með
nafni Gústafs Adolfs. Hann
hefur Sögur herlæknisins á
hraðbergi.
Ég verð að játa að heimildir
um hann eru af skornum
skammti. Það sem ég hef fram
að færa er aðeins strjálingur,
sögubrot sem ég hef heyrt héð-
an og þaðan. Það er vfst ekki
enn komið fram að tortryggni
var einn helzti eðlisþáttur
hans, enda var hann af vfkinga-
kyni. Sumir sögðu að hann
hefði lært hana af hestunum.
Vfst var um það að hann hafði
lært meira af þeim en þeir af
honum. Hann lærði af þeim
gott líferni, fyrirleit t.a.m.
drykkjuskap. Einhverju sinni
kvörtuðu vinir hans yfir þvf á
kappreiðum að hann sinnti
þeim ekki. Þá sagði hann: Þið
eruð svo helvfti leiðinlegir
svfnfullir, að maður bara þekk-
ir ykkur ekki.
Hann var góður glfmumaður
og ávallt til f tuskið. Hafði
keppt áður fyrr og enginn
skildi, hvernig honum tókst að
fella alla þá beljaka, sem lágu
hundflatir við tærnar á honum.
Auðvitað myndaðist þjóðsaga
um svo tröllsleg átök. Sagt hef-
ur verið að stundum hafi hann
teygt sig upp f eyra mótstöðu-
mannsins, meðan beðið var eft-
ir flautu dómarans, og hvfslað:
Élskan, farðu nú gætilega með
mig, ég er svo lítill. Svo vin-
gjarnlegt ávarp veikti auðvitað
þrek andstæðingsins og jafnan
með þeim afleiðingum, að tröll-
ið lá í gólfinu um leið og flaut-
að var. Einu sinni sem oftar var
söguhetja okkar á kappreiðum.
Þá kom svolalegur Norðlend-
ingur f tjald hans og sagði upp
yfir alla: að það væru undur
mikil og að öllum lfkindum
svindl, að þetta helvftis örverpi
hefði verið glfmukappi, enda
hefði hann hvorki til þess and-
legt né Ifkamlegt þrek. Býður
honum út fyrir að reyna kraft-
ana. Hann sagði ekkert, gekk
þögull út úr tjaldinu og valdi
hólmgöngustaðinn. Þar var stór
drullupollur, enda hafði rignt
eldi og brennisteini allan dag-
inn. Það verður mýkra fyrir
mig, gamtan manninn, að detta
hér, sagði hann, svo að nær-
staddir heyrðu. En glfman var
ekki fyrr byrjuð en sá að norð-
an lá í svaðinu. Þá hrópaði
sögupersónan. Piltar, piltar,
komið þið og hjálpið mér að
reisa helvftis fantinn við. Ég
var sko ekki byrjaður. Ég bara
sneri mér aðeins við og þá datt
hann greyið.
En hitt lýsir honum kannski
bezt, þegar hann annað sinn og
á yngri árum var staddur úti í
hesthúsi með félögum sfnum.
Þeir handléku riffil, fremur
óvarlega eins og ungum mönn-
um hættir til. Skot hljóp úr
vopninu og f fótinn á nærstödd-
um pilti. Þá sagði söguhetja
okkar (og við kveðjum hana
með orðum hans sj álfs): Ja það
var svei mér gott, að þetta fór
ekki f hana Mósu mfna.