Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Side 18

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Side 18
Fyrir sjötíu arum Fyrir 70 árum birtust myndir í blöðum af markverðum atburðum, eim og nú. Hér er örlítið brot frá þeim tíma. KONUNGSHEIMSÓKN Sumarið 1 907 kom konungur Danmerkur og íslands Friðrik 8. I kynnisferð til íslands ásamt syni sinum Haraldi prins og 40 dönskum ríkisþingmönnum. Á myndinni býður baejarstjórn Reykjavlkur konung velkominn. BOTNVÖRPUNG- URINN JÓN FORSETI Fyrsti botnvörpungurinn sem íslend- ingar létu smíða kom til landsins 23.— 1 1 907 og þótti sérlega vandað skip. Félagið Alliance var eigandi skipsins en skipstjóri Hall- dór Kr. Þorsteinsson. NÁTTÚRUHAMFÁRIR í SAN FRANZISKÓ Jarðskjálftar og eldsvoði í kjölfar þeirra ullu gífurlegu tjóni í San Franziskó árið 1 907. Fregnir bárust þaðan um að mörg þúsund manns hefðu farizt. Þær voru þó orðum auknar, en alls munu um 1000 manns hafa látið lífið í hamförunum. Miklum óhug sló á almenning vegna þessa atburðar. MORÐTILRAUN Alfons 13. Spánarkonung- ur gekk að eiga Enu von Habsburg. Þjóðhátlð skyldi haldin i Madrid i tilefni brúðkaupsins, en óróasegg- ir meðal andkonungssinna stóðu fyrir sprengjutilræði við hann I mal 1 906, þegar hann ók um götur Madrid ásamt drottningu sinni. Alfons konungur og Ena sluppu ómeidd en nokkrir förunautar þeirra létu llfið. Myndip er af atburðinum. KEISARAYNJAN OG RASPUTIN Það vakti hneykslan um allan heim, þegar fréttist frá St. Pétursborg I árslok 1 906 að Alexandra keisaraynja hefði gerzt fylgismaður Rasputins, ævintýramannsins sem ávann sér skjótt hylli innan rússnesku hirðarinnar. Sumir sögðu hann áhrifamestan meðal valdamanna þer I landi. Á myndinni sitja þau Rasputin og keisaraynjan að tedrykkju

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.