Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Síða 2
Alltaðverða klört fyrir túristavertíðina Nú er orðið langt sfðan ég sendi Knu héðan, enda hefi ég látið vinnuna sitja i fyrirrúmi og litinn tlma gefið mér til bréfaskrifta og hagað mér eins og blessaðir ættingjarnir og kunningjarnir, sem ekkert eru að hafa fyrir þvf að senda okkur hjónakornunum Ifnu, eins upplffgandi og það er að fá þó ekki væri nema póstkort, svona annað slagið. Nú er hálfnaður kaldasti mánuðurinn á Mallorca, að sögn Páls Bergþórssonar þeirra hérna f Palma og eiga meðalhitastígin ekki að vera nema 3,6 á Celsfus. Sem betur fer höfum við ekki hitt á meðalár með meðalhita- stigi (nú banka ég f borðið, þvf mánuðurinn er hálfur eftir) þvf hér hefir verið blessuð blfða og nú undanfarið margir tuttugu stiga dagar með sólbaði á svölunum og öllu tilheyrandi. Hér er afstaðið mikið hljóm- leikahald og mættu músiksnill- ingar hvaðanæfa úr heiminum til þess að skemmta heimamönnum og túristum. Gaman var að lesa f dagblaði, sérstaka frétt um að Ashkenasy, Islendingurinn sem ætlaði að taka þátt f „Palma Third International Music Festivai" og ætlaði að fljúga beint frá Reykjavfk, yrði að fresta förinni, en mundi koma áður en hátfðinni lyki. Ég hefi ekki frétt enn hvort hann kom, en hátfðin er yfirstaðin. Hér fer maður snemma á fæt- ur og snemma f rúmið. Annað er ekki hægt. Hinum megin við götuna stendur röð lágra húsa og sér vel af fimmtu hæðinni hérna, ofan á þökin, sem mörg hver eru flöt, gengið upp á þau um mjóar tröppur og þar uppi gjarna snúrur fyrir þvott, blómapottar sem mynda smá- garð og fuglabúr. Flestir hafa dúfur eða kanarffugla, en ' nábúakona okkar ein hefir hana f smábúri. Dúfur og kanarffuglar eru f lagi, en hanafjandinn byrjar á að vekja verkamennina klukkan sex og galar þá stanslaust f fimm mfnútur. Eftír það getur maður fengið sér blund til klukkan sjö, en þá vekur hann alia iðnaðarmenn f nágrenninu. Hversvegna hann galar alla sfestuna milli klukkan tvö og fjögur á daginn án þess að verða hálshöggvinn er ég ekki enn búinn að skilja. Þegar hanaskömmin fær sér blund um nfuleytið og ég kominn á fætur og seztur við mfna vinnu, byrjar hundakórinn. Þetta er eiginlega trfó. Einn grfðarlegur bassi og tveir tenórar, annar aldeilis afleitur spangólari. Það getur verið að megi sætta sig við þetta á virkum dögum, þegar menn þurfa að vakna til vinnu, en á helgidögum, þegar maður stingur fingrum f eyru og ætlar að lúra svolftið lengur, kemur kirkjan blessuðum dýrunum til aðstoðar og byrjar klukknahringingar á öllum helgum dögum, klukkan sex að morgni. Kirkjan er hérna alveg á næstu grösum og ekki gott að útiloka klukknahljóminn. Klukkan níu hljómar svo áköf hringing, hvern einasta morgun. Ég reyni að hugga mig við það að f febrúar eru engir helgidagar nema sunnudagar og er þetta vfst eini mánuður ársins sem Spánverjar halda ekki einhvern annan dag heilágan. Blessaðir drengirnir hjá Cargolux sjá okkur fyrir Mogganum annað slagið. Að vfsu tveggja þriggja vikna gömul blöð, en það er alveg merkilegt hvað maður les blöð- in öðruvfsi hér, heldur en heima. Þar hleypur maður yfir fyrirsagnirnar, les eina og eina grein sem vekur sérstakan áhuga manns, en mest af flatar- máli blaðanna fer ólesið f ösku- tunnuna. Hérna heldur maður gjarna smáhátfð ef maður fær nokkur gömul blöð, fær sér f glas og drekkur bókstaflega f sig hvert ritað orð, jafnvel um efni sem aldrei hefir vakið minnsta áhuga manns fyrr. En það er ýmislegt sem maður fer að velta fyrir sér, bæði við þennan nákvæma blaðalestur og eins við að virða fyrir sér mannlffið hér og bera það saman við vitleysuna heima, úr fjarlægð. Er ekki kerfið að sliga okkar fámenna þjóðfélag, sem þó er svo auðugt að fljótt á litið ætti almenningur að geta lifað þvf lúxuslffi sem hann gerir, án þess að sprengja sig á vinnu og eilffum peninga- óhyggjum? i En skftt með það. Eg er sjó- maður og vélstjóri og höfnin dregur mig, eins og segull dregur járn. Mörgu sfðdeginu hefi ég eytt við að skoða fiski- bátana, stóra og smáa og dást að rólyndinu f sjómönnunum. Þeir koma með nætur sfnar á handvögnum og breiða úr þeim á það sem Danir kalla „promenade", sem er breið göngubraut með röð tfgulegra pálma á báðar hendur og liggur samhliða aðalgötunni, Paseo Maritimo. Þarna setjast þeir með netanálina og dunda við að bæta og lagfæra, reykjandi og talandi. Bátarnir eru allt frá trillum upp f ca 100 tonn. Trill- © urnar eru allar dekkaðar, sennilega til þess að hlífa aflanum við sólinni, en erfitt held ég að væri að róa á þeim f okkar sjólagi. Stærri bátarnir eru allir togbátar með skut- gálgá, þeir nýrri með hreyfan- lega gálga sem er stjórnað með vökvakerfi frá brúnni. Hinir eldri eru með fasta gálga. Minni bátarnir eru allir með eitt upp f fimm gasljósker sem hanga f gálga utan við borð- stokkinn og stunda sennilega makrflsveiðar að næturlagi, að minnsta kosti hefi ég tekið þátt f veiðum við Ijós, frá Kanrfeyj- um að vfsu, en þá kom makrfll- inn f torfum f ljósið og mig minnir að við höfum fyllt nokkrar fötur á færi. Togbátarnir eru allir með svipuðu lagi, þeir nýrri geta verið mjög fburðarmiklir og eru sýnilega vönduð skip og eitt er sameiginlegt með öllum bátunum, smáum og stórum og það er hreinlætið. Um leið og búið er að landa er fleytan þrifin hátt og lágt og ekki hætt fyrr en allt er tandurhreint. Þá er sezt að snæðingi á þilfarinu og mikið talað, sennilega um afla næturinnar, eða aflaleysið. Það var verið að landa úr San Jorge þegar ég kom niðureftir f morgun og virtust menn harla ánægðir með aflann, sem þó komst á þrjá eða fjóra hand- vagna. Fyrst komu sex kassar af kolkrabba og smokkfiski og þurfti talsvert átak til þess að rffa kassana hvern frá öðrum, þvf armar kolkrabbanna voru búnir að sjúga sig fasta á botn kassans sem ofaná lá. Þá komu heilmargir kassar af marhnút, sem geispuðu og göptu hver f kapp við annan. Mikið fjör var umhverfis handvagninn, bæði gamlir fiskimenn sem gátu ekki slitið sig frá höfninni, en voru hættir að stunda sjó og svo forvitnir túristar sem skegg- ræddu, á að minnsta kosti þrem tungumálum og tóku myndir af miklum móð. Fískkassarnir eru litlir, á að gizka 12 sm djúpir, 60 sm langir og 40 á breidd, aliir úr tré. Trollin eru nálægt 30 metra löng og pokinn það þéttriðinn að ég rétt gat stungíð fingri f möskva, enda sleppur ekkert kvikindi sem álpast fyrir trollkjaftinn. Mikið er um að vera ef með slæðist stórkarfi eða hnfsa, en hátfð ef sæskjaldbaka veiðist. Stangaveiðimenn eru margir við höfnina og veiða drjúgt af smáum silfurlituðum, gróf- hreistruðum fiski og hirða allt. Þeir nota örsmáa öngla og langar bambusstengur og beita fiski. Sá stærsti sem ég sá dreginn var um það bil 15 sm langur. Þegar búið er að landa, með tignarlegri sveiflu, dregur veiðimaðurinn klút upp úr vasa sfnum, heldur fiskinum f klútn- um, meðan hann krækir úr og setur hann varlega f búr úr vfrneti sem hangir í bandi út af bryggjunni og er á kafi f sjó. Hér er svo til enginn munur flóðs og fjöru og um það bil metri frá yfirborðinu og upp á bryggjuna. Og nú sjá Spánverjar fram á metár f túristagróða. Hver ferðaskrifstofan á fætur annarri boðar bestu bókanir sem þekkst hafa og virðist Mallorca ekki ætla að fara var- hluta af þessari aukningu. Þetta er þakkað kosningaúr- slitunum sfðustu og stefnu þeirri sem Suares og stjórn hans hafa tekið, en á sfðasta ári var töiuvert um það að fólk óttaðist ótryggt ástand og dýr- tfð f kjölfar kosninganna.'Ekki nefir bólað á verðhækkunum og stjórnarstefnan lofar góðu um ró og frið f landinu. En hjálpi mér ef Spánverjar halda uppteknum hætti með að yfir- bóka hótelin um 50—100%, þá held ég að margur landinn, og fleiri, verði að sætta sig við annað fbúðarhúsnæði en upp- haflega var pantað. Man ég eftir einu tilviki, einmitt hér á Mallorca, að þýsk ferðaskrif- stofa varð að gera svo vel og fljúga heim með alla farþegana sem þeir komu með, vegna þess að hvert einasta hótel var yfir- fullt og hvergi húsnæði aó hafa. Að vfsu á að heita svo að yfir- völd ferðamála hér hafi tekið strangt á yfirbókunum á sfðasta ári og vonandi kemur ekki til neins öngþveitis f sumar, þótt straumurinn auk- ist. Það er Ifka auðséð að verið er að gera klárt undir það að taka á móti sumargestunum. Fyrir örfáum dögum óð maður ruslið upp f hné og ég var kominn á fremsta hlunn með að benda borgarstjóranum á það, hvflfkt hneyksli það væri að hafa eins fagra borg og Palma er, svo skftuga sem hún var orðin. En, viti menn, ruslið er að hverfa, hvort sem má þakka það vestan rokinu sem var hér f fyrradag og daginn þar áður, en eitt er vfst að verið ér að aka haugum af rusli úr almenningsgörðum og garðyrkjumenn bæjarins að stinga upp beð og gróðursetja plöntur. Margir veitingastaðir sem loka yfir vetrarmánuðina eru nú að opna en hótel Melia Mallorca er enn lokað. Ég held að ég láti þetta nægja núna, en f næsta mánuði er ætlunin að fara á flakk um sveitirnar og njóta þess að sjá alhvft möndlutré f blóma og Mallorca er aldrei fegurri en einmitt f marz og aprfi. Með beztu kveðjum heim á frón.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.