Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Síða 4
■ Um Imre Nagy, forsætisráðherra Ungverja, sem mótaði umbótastefnu í landinu, undi því ekki að vera leppur Sovétmanna, reyndi að auka lýðræði — og var að sjálisögðu hengdur Ég kynntist einu sinni manni, sem var hengdur síðar. Þannig var, að ég gekk við hliðina á hon- um spölkorn eftir Rakóczistræti í Búdapest vorið 1956. Þetta var feitlaginn, roskinn maður með myndarlegt yfirskegg. Það skein sól þennan dag og maðurinn var á heilsubótargöngu. Ég bar kennsl á hann einna fyrstur manna. Ég komst þvi óhindraður nálægt hon- um. Þeir, sem komu að nokkrum mínútum siðar komust ekki fyrir á gangstéttinni kringum hann en urðu að standa úti á götu. Að nokkurri stundu liðinni voru svo margir komnir á eftir honum, að gatan var þéttskipuð fólki. Mér þótti þessi atburður sérkennandi fyrir Búdapestbúa. Maðurinn, sem fólkið þyrptist að var i ónáð yfirvaldanna. Og fólkið, sem fylgdi honum í þögulli skrúð- göngu var að votta honum virð- ingu sfna. Maðurinn var Imre Nagy. Um þetta leyti voru ekki liðin nema þrjú ár frá því, að arftakar Stalfns i Kreml útnefndu hann forsætis- ráðherra í Ungverjalandi. Þeir höfðu áhyggjur af ókyrrðinni í nýlendum sfnum í Evrópu eftir uppþotin í Austur-Berlín. Nagy virtist tilvalinn til þess að lægja öldurnar í Ungverjalandi og ljá einræðinu dálftinn mennskan svip. Hann hafði valdið umbótum f landbúnaðarmálum f Ungverja- landi og var ákveðinn andstæð- ingur þess, að bændur væru neyddir til samyrkju. Hann var gamall „moskvukommi", en hend- ur hans voru óflekkaðar af öllu þvf blóði, sem flaut f stjórnartíð Stalfns. Hann var svo gerður for- sætisráðherra. En hann var naumast kominn í ráðherrastól- inn fyrr en kom á daginn, að hann var fremur frjálslyndui; en kommúnisti, ungverskur föður- landsvinur en ekki leppur Sovét- manna. Hann mótaði þá stefnu „umbóta og andspyrnu", sem Dubcek fylgdi sfðar um „vorið f Prag“. Hann jók lýðræði í landi, flokkn- um og hinum rfkisrekna iðnaði. Hann afnam refsingar við „ónóg- um afköstum", sem voru þá alsiða í verksmiðjum. Hann leyfði hand- iðnaðarmönnum að stofna verk- stæði og bændum að fara af sam- yrkjubúum og setjast aftur á gamlar jarðir sfnar. Hann lét sleppa úr fangelsi þeim, sem þar sátu af stjórnmálaástæðum, lagði niður pólitíska dómstóla og afnam ritskoðun að mestu. Hann gekk sem sé of langt — og þar kom, að hann var rekinn úr forsætisráð- herrastöðunni, flokknum og jafn- vel úr kennarastöðu sinni við há- skolann. Eftir það var hann rægð- ur daglega í blöðum. Hann var „fjandsamlegur flokknum og al- þýðunni". Og ég man, að ég undr- aðist það, er ég gekk fram á hann þarna á Rakóczistræti, að hann skyidi ekki sitja í fangelsi. Imre Nagy stóð á sextugu, er þetta var. Hann var atvinnulaus og yrði áreiðanlega ekki tekinn í neina vinnu. Hann virtist varla öfundsverður af neinu. Samt þyrptist fólkið að honum þarna á Rakóczistræti, og virtist fullt lotn- ingar. Ekki heyrðust köll eða hróp, enginn olnbogaði sig gegn- um þröngina til þess að komast að. Enginn maður yrti á Nagy ellegar bað hann um eiginhandar- áritun. Kringum hann var autt rjóður á stéttinni, lfkt og töfra- hringur, sem menn gætu skki rof- ið. Virðing fólksins reyndist for- vitni þess yfirsterkari. Hundruð manna voru fyrir framan okkur og hundruð fyrir aftan og flestir þeirra hafa örugglega ekki getað greint hann. Samt héldu þeir áfram göngunni, létu sér nægja að vita, að hann var einhvers stað- ar inni I miðri þvögunni. Eitt er sérstakt um Ungverja, og það ættu menn að gera sér ljóst fyrst af öllu, sem um þá er. Þeir hænast að þeim, sem mega sfn miður; standa alltaf með þeim, er tapar. Ur fjarlægö má kannski líta svo á hina dularfullu uppreisn 1956, að hún hafi verið fáránleg tilraun smáþjóðar til að rfsa gegn ofur- veldi Sovétmanna. En það glap- ræði var alls engin undantekning; Ungverjum er eiginlegt að fremja slfk glapræði. Aldrei nokkurn tfma hefur tekizt að innræta Ung- verjum nógsamlega virðingu fyrir valdi, eða ótta við það að bíða lægri hlut. Þeir hugsa ekki skammt f þeim efnum, en heldur í öldum. Lajos Kossuth, forsprakki uppreisnarinnar gegn veldi Habs- borgara árið 1848 komst einhvern tíma svo að orði, ekki ódrembi- lega eins og hans var von og vfsa, að Ungverjar væru gæddir „sögu- legum persónuleika". Þeir eiga ekki einungis að baki sér þúsund ára þjóðarsögu í Dónárdal. Sú saga er að mestu eins, hvar sem á er litið. Það er ekki sá hálfviti til, að hann geti ekki munað sögu ungverja í stórum dráttum. En sú saga snýst mest um ósigra og þol- gæði. Þær stundir hafa komið, að við höfum hrósað sigri en þær eru fáar og hafa ekki valdið okkur jafnmiklu stolti og við þurfum á að halda. Við getum þó stært okk- ur af því, að við þraukuðum inn- rás Tartara árið 1241, hernám Tyrkja (1526—1700), hernám Austurríkismanna (1711—1718) og hernám Þjóðverja (1944— 1945). Það var þess vegna, að fá- um Ungverjum kom til hugar, að Sovétmenn yrðu I landinu til lengdar. Við veltum því einu fyrir okkur, hvenær þeir færu og hvernig þeir færu. Undir lok fyrstu forsætisráð- herratíðar sinnar, árið 1955, gerði Imre Nagy nokkuð, sem engin dæmi voru til. Slíkt hafði aldrei hent neinn umboðsmann ný- lendustjórnarinnar. Hann lét sem sé hjá líða að breyta „línunni” þegar flokkslínunni í Moskvu var breytt. Hann fór ekki eftir sam- þykktri forskrift: gagnrýndi ekki sjálfan sig fyrir frjálsræðisstefnu sfna og framfylgdi ekki hinni nýju stefnu, sem ætluð var til þess að treysta tökin. Blöðin aug- lýstu þetta rækilega. Honum var úthúðað fyrir það, að hann fékkst ekki til að fordæma „alþýðufjand- samlega stefnu" sína. Þannig fréttu Ungverjar, að þeir voru búnir að eignast nýja þjóðhetju, mann, sem gerði ser ljóst, að þjóð- in var búin að fá nóg. Einkahagsmunir Nagys ásamt andlegri arfleifð hans — trúnni á kommúnismann og leiðsögn og forystu Sovétmanna- hefðu nú átt að verða til þess að koma fyrir hann vitinu. Hann hafði tekið sönsum áður. Tvisvar hafði hann barið sér á brjóst, eins og venja var. Hann hefði ekki þurft nema endurtaka það í þetta sinn. Hann hefði getað leyft Kremlverjum að beita vinsældum hans til dálítils afturhalds. Hann hefði þá orðið áfram við völd. Þeir kröfðust ekki annars af honum, en þess, að hann tæki til máls. Orð voru allt og sumt, sem þeir vildu. En hann vildi fremur fyrirgera góðri atvinnu og lífsafkomu en fordæma umbætur sínar og af- neita frelsishugsjóninni. Hann þagði. Og það var ekki látið liggja I þagnargildi. En þögn hans var til merkis um hug þjóðarinnar. Við vorum orðin fullsödd á aftur- haldi, sífelldum afturkippum, orðin þreytt á þvl, að frelsi og betri tíð var æ skotið á frest. Þögn hans var til merkis um hug okkar,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.