Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Side 12
Bókarkafli:
Ur sögu spilanna
eftir Guðbrand Magnússon
fyrri grein
GUÐBRANDUR Magnússon, kennari við
Gagnfræðaskólann í Siglufirði hefur lokið
við handrit að bók um spil og sögu þeirra.
Er þetta hið merkasta rit og mun Guð-
brandur hafa leitað fanga víða. Því er
skipt í 23 kafla, þar sem fjallað er um
uppruna spila og hinar ýmsu spilagerðir
eins og þær hafa tíðkast víða um heim.
Lesbókin hefur tekið til birtingar tvo
þætti úr handritinu. Sá fyrri sem hér
birtist, er um erlend spil, en sá sem síðar
birtist er upphaf kaflans um spil á íslandi.
Inngangur
Mikið hefur verið skrifað um
það, hvar spilin muni fyrst hafa
komið til sögunnar. En þrátt fyrir
mikla leit og rannsóknir hér að
lútandi, er það allt í óvissu. Lang-
flestir hallast þó að þeirri skoðun,
að spilamennska og þar með spil-
in sjálf, hafi þróast út frá öðrum
skyldum skemmtunum eins og
t.d. teningaspili og manntafli.
Raunar kemur margt fleira til
greina, s.s. allskonar töfrar, helgi-
siðir og særingar. Margt er notað í
þvi sambandi eins og t.d. smáspýt-
ur og örvar. Höfundur sem oft er
vitnað til, Stewart Culin
(1858—1929), forstjóri fyrir
Brooklyn Museum i Bandarikjun-
um, álitur að bæði manntaflið og
spilin eigi rætur sinar að rekja til
spádóma með örvum og að
vitneskju hafi verið reynt að leita
á tvo mismunandi vegu. Þannig
hafi þessir örvarspádómar mjög
snemma greinst i tvær meginað-
ferðir. En auk þess var grundvöll-
ur allra hinna eldfornu spádóms-
og spilaleikja sá, að allir hlutir
voru flokkaðir í fernt eftir
höfðuðáttunum fjórum. Aðferð
þessa eða skiptingu segir Mr.
Culin mjög algenga meðal allra
frumstæðra þjóða bæði I Asíu og
Ameriku.
Það getur að visu verið ailerfitt
að komast að meiningunni I þessu
öllu saman, þar sem maður þekkir
ekki hugsunarhátt hinna fornu
þjóða. Stundum er lika erfitt að fá
rétta meiningu í orðin. Ég gæti
t.d. hugsað mér að einhver vildi
spyrja sem svo: Hvaða skynsam-
leg rök eru fyrir því að spil geti
hafa orðið til við það að einhverj-
ar frumstæðar þjóðir hafi ein-
hvern tíma i fyrndinni fengist við
spádóma með jafn algengum hlut-
um og örvar hafa þá verið. Þessu
er því til að svara að ennþá eru
einskonar örvar notaðar sem spil,
t.d. bæði I Kína og Kóreu. Þetta
eru smáspýtur um 20 cm að lengd.
Það er lika talið að sumar gerðir
af sortamerkjum hafi komið
þannig til, að líkt var eftir fjöðr-
um sem notaðar voru I örvarnar,
en þær voru lagaðar eða klipptar
til. Þegar spilað var með örvum
eða „spáð“ má líklega segja að
ekki sé rétt að nota þessi orð,
a.m.k. ekki án skýringa. Oft eða
jafnvel oftast hefur leikurinn ver-
ið gerður til þess að reyna að lesa
út úr örvunum eða legu þeirra,
hvert ætti að halda I leit að fjó-
sömu landi eða hvar hægt væri að
finna vatn.
Um það leyti sem ég var að
velta þessu fyrir mér rakst ég á
klausu hjá dr. Trausta Einars-
syni, sem er alveg sama efnis og
hér var sagt. I bók sinni Eðlis-
þættir jarðarinnar segir hann á
bls. 162: „Meðan jarðfræöilegur
grundvöllur fyrir vatnsleit var
lítt þekktur, var mikil trú á ser-
hæfileika einstakra manna til að
TALiAN IahdSPANIS'
cu Swortis Honey Batomts
CERMANIC COUNTRIE5
Hearts Acorns Hawk-BelU Leaves
FRANCE aho INGLAND
Cceurs PLques CarreAu.* Treftes
Hearts Spadlcs Dtamomás Clubs
Hinar þrjár
aðalgerðir
sortamerkja
í Evrópu.
Myndin er
úr A Short
Ilistory of
Playing
Cards eftir
G. Benham.
finna vatn með svokölluðum óska-
kvisti. Maðurinn bar trjágrein af
sérstakri lögun við vatnsleitina og
þar sem greinin tók kipp, sló út,
var vatn undir. Enn eimir sums-
staðar eftir af þessari trú“.
Rétt til að stikla á einhverju
sem ég minntist á um þessi gömlu
„spil“ eða skylda leiki vil ég
nefna dammtaflið. Á það er
minnst i Htilli spilabók, sem gefin
var út á Akureyri 1855 og sagt að
það sé af norrænum uppruna. En
þar skýtur nú heldur skökku við
því sem erlendir höfundar segja,
m.a. I alfræðiorðabókum. Talið er
að það sé komið frá spili sem
tiðkaðist bæði i Egyptalandi og
Núbíu allt frá 20. öld f. Kr. og er
enn vel þekkt I nálægum Austur-
löndum. Spilið er leikið á borði
eða bretti, sem er eins og taflborð
með 64 reitum, hvítum og svört-
um til skiptis.
Tveir leika og hefur hvor 12
töflur. (Manni gæti líka dottið i
hug hneftaflið. Þar eru töflurn-
ar einnig 24). En svo er til annar
dammur, þar sem hvor maður
hefur 15 töflur og borðið er með
100 reitum, 50 hvítum og 50 svört-
um. Það er sagt að frá þvi löngu f.
Kr. eða allt frá dögum Jósefs í
Egyptalandi, um 1700 f. Kr., hafi
fundist höggmyndir af mönnum
sem sitja að dammtafli. Og úr
hinni frægu konungagröf Tut-
Ach-Amon (c. 1350 f. Kr.) kom
tafl gert af filabeini. Gröf hans
fannst I Konungadalnum f
Egyptalandi árið 1922.
Eins og áður er sagt verður
kannske aldrei neitt sannað um
uppruna hinna eiginlegu spila.
Sumir hafa reynt að leita upphafs
þeirra í Austurlöndum. Nokkrir
minnast Sigaunanna sem komu til
Evrópu frá Norður-Indlandi. En
þótt þeir kunni að hafa komið
með einhver spil eða spilagerðir
með sér, þá fær ekki staðist að
það hafi haft áhrif á þær gerðir,
sem alla tið hafa verið algengar í
Evrópu. Sigaunar koma fyrst við
sögu svo vitað sé i Bæheimi árið
1398 en nokkru fyrr hafa spilin
verið vel þekkt I Evrópu.
Ýmsir höfundar tala um tafl-
mennsku bæði á Indlandi og í
Persiu, þar sem fjórir sátu að tafli
og voru 2 og 2 saman.
Taflmennska þessi er talin vera
frá 5. öld og þykir margt benda
til, að seinni tima spilamennska
þar sem 4 spiia eigi rætur sínar að
rekja til þessa einkennilega tafls.
Má i þvi sambandi geta þess að
leikurinn var kallaður
chaturanga og sagt að nafnið sé
komið úr sanskrit, chatur: fjórir
og anga: hermaður. Einn höf-
undur segir: „Það er augljóst að
mikil liking er með fjögurra
manna taflmennsku og fjögurra
sorta spilamennsku“.
Af flestum höfundum er talið
vist að spilamennska eða spila-
leikir hafi um langan aldur fylgt
mannkyninu og mikið verið
notaðir til að drepa timann. Margt
var notað, s.s. steinflisar, bein,
fílabein, bambus, viður, örvar eða
annað slikt. Svo Ioks spil úr kart-
on eða pappír eftir að mönnum
lærðist að búa hann til.
I kinverskri orðabók frá árinu
1678 er sagt að spilin hafi verið
fundin upp árin 1120. Þetta er
mjög dregið I efa, m.a. vegna þess
að hinn glöggskyggni Marco Polo,
sem kom heim til Italiu árið 1295
úr hinni nafntoguðu ferð sinni
um Austurlönd, getur ekki um
spil. Er þó sagt að hann hafi haft
augun hjá sér.
Aðrir taka raunar dýpra i ár-
inni og telja þau fram komin á 7.
öld, eða um það leyti sem Kínverj-
ar byrjuðu að nota peningaseðla.
Mætti lika geta þess að ennþá
tíðkast 4-sorta spilamennska I
Kina, þar sem allar sortirnar eru
kenndar við peningaseðla.
Fjögurra lita spil, uppfinning
Kínverja á pappir og notkun
peningaseðla, auk þess sem þeir
Sýnishorn af spilum frá Kóreu,
um 1800. Hinar sérkennilegu
myndir sem á þeim eru, heita
ýmsum nöfnum eins og t.d. héri,
hrafn, fiskur. ! pakka af þessu
tagi eru kannske 80 spil, sem
skiptast f 8 deildir eða sortir.
kunnu mjög snemma að prenta
með tréskurðarmyndum, gerir
málið allt mjög sannfærandi. En
þótt margir telji að áhrif I spila-
gerðarlist hafi borist til Evrópu
austan úr Asiu, má þó benda á
hinn mikla mun, sem er á útliti
spila i þessum heimshlutum.
Raunar nota Japanir spil af
portúgölskum uppruna. Einnig
Á þessum
fjórum
spilum
sést
greinilega
fyrir-
komulag
spænsku
sorta-
merkj-
anna,
einnig bil-
in sem eru
á ramm-
anum um-
hverfis.