Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Side 14
Höllu boðið til Linnich Framhald af bls. 8 Halla ásamt eiginmanni sinum, Hjálmari Stefánssyni, fulltrúa og börnum, Stefáni, Haraldi og Þórarni, á heimili þeirra I Keflavfk bræðra og þess getið, að hún hafi dvalið um hríð i Linnich, i boði fyrirtækisins, til að kynna sér starfsemi þess og til viðræðna við forstöðumenn þess. Upphaf samskipta Oidtmann- fyrirtækisins við Höllu Haralds- dóttur vóru þau, að Frizts Oidt- mann gerði ferð sina til Siglu- fjarðar, þegar verið var að setja steinda glugga í Siglufjarðar- kirkju i Hvanneyrarprestakalli, sem fyrirtæki hans hafði unnið. i þeirri ferð sá hann veggskreyt- ingu í Sjúkrahúsi Siglufjarðar, unna af Höllu, sem hann fékk mikinn áhuga á. Að ósk hans fékk hann að skoða fleiri listaverk hennar, sem til eru þar á staðn- um. Síðan sótti hann listakonuna heim í Keflavík, þar sem hún er nú búsett, til að kynna sér enn fleiri verk hennar. Niðurstaðan varð sú að fyrirtækið bauð Höllu til Linnieh og hefur þegar unnið eitt verka hennar í stein, svo sem frá var greint í hinu þýzka blaði. Sú frásögn varð til þess að leitað var upplýsinga um listferil henn- ar. Að loknu námi í Gagnfræða- skóla Siglufjarðar fór Halla Har- aldsdóttir til náms við Myndlistar- skólann í Reykjavík. Aðalkennari hennar þar var hinn frægi ís- lenzki myndlistarmaður Ferro (Erro). Nokkrum árum seinna fór Haila að tilstuðlan Barböru Árnason i kennaradeild Mynd- listaskólans. En hún hafði gagn- rýnt Höllu, stutt og hvatt i mörg ár. Siðan flytur Halla um tíma til Danmerkur. Þar nam hún um tveggja ára skeið hjá kunnum dönskum listmálara og leiðbein- enda, Sören Edsberg. Samhliða listnámi í Danmörku lagði hún einnig stund á ,,hagnýtara“ nám og vann sér starfsréttindi sem snyrtisérfræðingur. Meðan Halla dvaldi í Danmörku gekkst hún fyrir einkasýningu á verkum sínum og tók þátt í tveim- ur samsýningum listamanna þar i landi. Hún hefur einnig tekið þátt í samsýningu í Noregi. Hinn danski kennari hennar, Sören Edsberg, bauð henni og aðild að samsýningu norrænna listamanna í Ameriku, sem hún átti þó ekki kost á að nýta sér. Auk þátttöku í nokkrum samsýningum hér á landi, hefur hún haldið sýningar í Siglufirði, í Keflavik og á Akur- eyri, auk stórrar einkasýningar að Kjarvalsstöðum haustið 1975. Sú sýning stóð að vísu skamman tima en var frábærlega vel sótt. Munu þess fá dæmi að jafn mörg lista- verk hafi selst á jafnskömmum tima hér á landi og á þeirri sýn- ingu. Sem fyrr segir hafa Oidtmann- bræður unnið eitt verka Höllu í stein. Gerðu þeir tvö eintök af myndinni. Annað er á einkasafni í Linnich. Hitt var keypt af eigin- konu og börnum Stefáns heitins Björnssonar, sparisjóðsstjóra i Keflavík, og gefið Sjúkrahúsi Keflavíkur. Oidtmann-bræður hafa áhuga á að vinna fleiri verk hennar í stein, einkum sem vegg- skreytingar á eða í byggingum hér á landi, en eftirspurn héðan hlýtur að ráða ferð í þvi efni. Halla Haraldsdóttir hyggur á nýja sýningu í Reykjavík á þessu eða næsta ári. Er ekki að efa að hinir fjölmörgu aðdáendur henn- ar munu hlakka til þeirrar sýn- ingar, því forvitnilegt er að fylgj- ast með þroska og framvindu í list jafn athyglisverðrar listakonu og Halla Haraldsdóttir er. sf. „Þrjóti aldrei skyr né mjólk” / Ur sögu spilanna Framhaid af bls. 13. ævinlega hafður standandi, en sitjandi á ítölskum spilum. Þeir eru með kórónu á höfði og I dragsíðum skikkjum með barmskrauti, sem oft er teiknað sem hreysikattarskinn. I stað drottningar er riddari á hesti (caballero) og svo gosinn (sota) standandi. Riddari i stað drottn- ingar er talið að sé komið frá Asíu. I venjulegum spænskum pakka eru engar tiur og eru þá 48 spil í pakkanum. En í lomberpakkana vantar auk þess áttur og níur, eins og ævinlega i slíka pakka og eru spilin þá aðeins 40. Tarok er óþekkt á Spáni. Með hinum miklu spænsku og portúgölsku sæförum 15. og 16. aldar bárust spænsk og portú- gölsk spil víða um heim. Sjómenn, hermenn og kaupmenn eru sagðir hafa spilaö mikið um borð í hinum löngu siglingaleiðum. Spænskar og portúglaskar spila- gerðir eru þvi vel þekktar og viða notaðar, t.d. I Mið-Ameríku og Mexikó, Brasilíu, viða á Indlands- eyjum, í Góa á Vestur-Indlandi og I Japan. 1 bæklingi einum sem heitir Apache Playing Cards hefur frú Virginia Wayland skrifað ágæta lýsingu á fjórum pökkum, sem Indíánar i Bandaríkjunum hafa handmálað á skinn. Allir eu þeir af spænsku gerðinni og myndir sagðar i skærum litum. Pakkar þessir eru sagðir frá 1850—1900. í Vitoria á Spáni er ein bezta spilaverksmiðja heims. Þótt það- an komi mikið af spilum, sem m.a. eru notuð hér á landi (4000 pakk- ar 1970) þá eru þau lítið eða ekk- ert notuð á Spáni, heldur gerð til útflutnings. Framhald af bls 11 ur, að húskarlar reru til fiskjar, enda ekki langt á miðin. Var lengst af til sexæringur til öflun- ar sjávarfangs fyrir hið mann- marga heimili. Siðar færðist sr. Björn meira í fang, er hann varð þátttakandi i blómlegri hákarla- útgerð við Eyjafjörð og átti þá eignarhlut í a.m.k. tveim skipum. Fáfni og Sailor. Árni sá, sem svo þægilegur var við kvenfólkið, lifði svo lengi, að Sigrún á Skarði segist muna óljóst eftir honum, þegar hann var gestkomandi á Lómatjörn og þáði kaffi. Var hann einhleypur maður og lítill fyrir sér og kvað hún sér helzt í minni, hversu lágvaxinn hann var, enda hafði hann viðurnefnið stúfurinn eða stubburinn. Og lik- lega hefur hún Steinunn griðkona ekki þótt mikil fyrir sér, þótt prestinum dyldist ekki, hversu vel henni fórust mjaltirnar natin- virk hún var í fjósi, enda gaf hann henni góða einkunn fyrir þau mikilvægu störf: Steinunn er mikið meinlaust skinn mjög er natin við f jósverkin. Þá er hún Anna eitthvert gull af allra handa gæðum full. Nærri þvf minnkun að því er, að hún er seínast nefnd af mér. Anna var Jónsdóttir og mun hafa komið í Laufás 1833, en hún hverfur þaðan árið 1852, og hlýt- ur prestshjónunum að hafa orðið eftirsjá að henni, ef dæmt er eftir hrósyrðum sr. Björns. Og þó er ekki ólíklegt, að hann hafi stuðlað að góðri giftingu þessarar mætu konu. En þegar hér er komið sögu hefur presturinn talið upp í kvæði sínu alla þá, sem heimilis- fastir voru í Laufási um miðja 19 öld. Honum hefur verið annt um velferð þessa fólks og ekki síður likamlega en andlega eins og lokaerindið ber með sér: Þess óska ég að þetta fólk þrjóti aldregi skyr né mjólk, aldrei kornmatur, aldrei spað, aldrei mykju nésauðatað, og aldrei neitt, sem það þarf i bú það er búið, ég hætti nú. — Oti er iðulaus stórhrið. Bylj- irnir lemja þil gamlabæjarins og hér berja þeir gluggann á vinnu- stofu minni. Þegar ég lít út, sé ég ekkert nema iðandi kófið. Fann- fergi mun loka öllum leiðum hingað og þá er betra að ekki þrjóti þær vistir, sem síra Björn telur upp í lokaerindinu. Sú hugs- un var gjarnan ofarlega í hugum Islendinga áður fyrr. Þeir urðu að heyja hetjulega baráttu við hlut- laus og kaldræn náttúruöfl og fyr- irhyggjan, sem felst i gamansamri ósk sr. Björns var ekki ástæðu- laus. Hún átti rætur að rekja til alvarlegrar baráttu, sem ávallt var háð á einn veg, sífelld endur- tekning, háð i þeirri von, að eng- inn misbrestur yrði á, háð með þeim ugg, að ef ver færi, að þá væri engu fyrir að týna nema lífinu. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.