Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1977, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1977, Qupperneq 2
Jesse Owens, hlaupastjarnan frá Olympíuleikunum 1936, skrifar um Wilmu Rudolph, hlaupastjörnuna þeldökku, sem kom sá og sigraði á Olympíuleikunum í Róm, 1960. Fæstir vissu að svarta gazellan eins og hún var kölluð, hafði verið máttvana í fótum á unga aldri. Jesse Owens skrifar um Vilmu Rudolph Þeir, sem sáu Wilmu Rudolph á hlaupabrautinni, þegar hún var upp á sitt bezta staðhæfðu, að þeir hefðu aldrei nokkurn tíma séð neinn, mann eða dýr bera sig jafn tígulega um. Um hana var eitt sinn sagt: . . engin stúlka i heiminum gat haldið í við Wilmu Rudolph andartaki lengur, hvað þá dregið hana uppi á sprettin- um. Hún hljóp hratt sem elding, og enginn hljóp jafntígulega. Nafn henn- ar komst í metabækur oftar en hún hafði tölu á. Hún sló hvert sprett- hlaupametið eftir annað. Og hún átti sér einlæga aðdáendur um allar jarð- ir. Ef til vill var mest um það vert". Á Olympíuleikunum árið 1960 vann hún til þriggja gullverðlauna fyrir spretthlaup. Hún sigraði í 100 og 200 metra hlaupunum, og hún var aðalhlauparinn i bandarísku sveit- inni, sem sigraði i 400 metra boð- hlaupinu. (Þess má geta, að stúlkurn- ar í þeirri sveit voru allar skólasystur, og reyndar bekkjarsystur, úr Land- búnaðar- og iðnaðarháskólanum í Tennessee). Evrópskir iþróttafréttamenn út- nefndu hana íþróttamann ársins og hlaut hún þann heiður fyrst banda- rískra kvenna. En heima í Bandaríkj- unum var hún kjörin íþróttakona árs- ins. Það var fegurð hennar og óvið- jafnanlegur hlaupastill, fyrst og fremst, sem gekk í augu íþróttaunn- enda um heim allan. Wilma var grannvaxin og fagurlimuð; minnti mann á pílviðartág. Hana vantaði aðeins þumlung á sex feta hæð, og hún vóg 66 kiló. Vöxtuinn var full- kominn til hlaupa. Enda jafnaðist enginn á við hana: hún var líkust einhverju villtu dýri á hlaupunum, svo eðlilegar, fagrar og skjótar voru hreyfingarnar. Franskir blaðamenn urði svo hrifnir af henni, að þeir þreyttust ekki á að lofa hana. Þeir kölluðu hana „La Perle Noire" — svörtu perluna. ítalskir starfsbræður þeirra nefndu hana aftur á móti „La Gazzella Nera" — svörtu gaselluna Bandaríski þjálfarinn hennar kallaði hana hins vegar „Skeeter"! Hún var ekki aðeins fögur; hún var líka einlæg og uppgerðarlaus. Það var ekki sizt af því, sem íþróttaunn- endur tóku ástfóstri við hana Ef til vill hefur það verið hennar glæstasta stund, þegar hún stóð á palli á Olym- píuleikvanginum í Rómaborg daginn fyrir 17 árum og tók við þriðju gullverðlaununum sínum. En hún átti fleiri glæstar stundir eftir þá og marg- ar ódrýgðar dáðir. Að Olympíuleikun- © um loknum fór hún á flakk og keppti þá víða: í Aþenu, London, Amster- dam, Köln, Wuppertal, Frankfurt og Berlín. Og alls staðar fór hún með sigur af hólmi. Hvar sem hún kom og keppti flykktist fólk að í þúsunda- og tugþúsundatali. Mannfjöldinn virtist sem heillaður, þegar hún birtist. Sjaldan hefur íþróttamaður verið jafn- vinsæll af áhorfendum. Wilma tók öllum þessum látum með ró og still- ingu. Hún brosti við áhorfendum, svaraði spurningum manna af að- dáanlegri þolinmæði — og allir, sem til hennar sáu tóku ástfóstri við hana. Þetta var ævintýri líkast. Hitt vissu fáir, að það var ævintýri líkast, að Wilma skyldi yfirleitt geta hlaupið nokkuð — hvað þá sett heimsmet. Sú var tíðin, að sá hefði verið talinn annað hvort vitlaus, eða mislukkaður grinisti, sem spáð hefði því. Að baki sigrum Wilmu á hlaupabrautinni lá svo mikil áreynsla og ögun, að fæstir kynnast nokkurn tíma öðru eins. í 400 metra boðhlaupinu á Olym- piuleikunum árið 1960 virtist eitt andartak, sem bandaríska sveitin væri að missa af sigrinum. Wilma átti að hlaupa síðasta sprettinn. Hún var þegar komin af stað og ætlaði að fara að taka við keflinu af stúlkunni á eftir. En þá fór eitthvað úrskeiðis. Það er mikillar nákvæmni þörf, þegar kefli skiptir um hendur i boðhlaupi: annar hlauparinn hægir ferðina en hinn herðir hana og í nákvæmlega ákveðn- um punkti fær sá fremri keflið. En í þetta sinn vildi svo illa'til, að stúlkan sem hljóp næstsíðasta sprettinn kom keflinu ekki i hönd Wilmu — og Wilma varð hreinlega að nema staðar til þess að ná því. Þegar hún komst loks af stað aftur var Jutta Heine, sú sem hljóp lokasprettinn i þýzku sveit- inni, komin tvö löng skref fram úr henni. Wilma varð að taka á öllu sínu. Og það gerði hún. Hún herti ferðina sífellt á eftir þýzku stúlkunni og loks virtist hún fara svo hratt, að menn trúðu varla eigin augum. Hún komst á hlið við hina — og fór fram úr henni á endasprettinum. Þetta kostaði hana gríðarlegt átak. En henni þótti svo sem ekkert til koma. Hún mundi vel þá tíð, er hún var svo illa farin, að hún gat ekki einu sinni gengið; í meira en sex ár, nærri þriðjung ævi sinnar, hafði hún verið ófær um gang. Þegar hún var fjög- urra ára gömul fékk hún lungnabólgu og skarlatssótt svo harða, að annar fótleggurinn varð máttvana með öllu. Wilma gat ekki gengið, hvernig sem hún reyndi. Þegar hún var orðin sex ára fékk hún sérsmíðaða skó og eftir það gat hún hoppað á öðrum færi. En engum datt í hug, að hún mundi nokkurn tima geta gengið eðlilega framar, hvað þá hlaupið. Þetta varð löng og mikil barátta, bæði til sálar og líkama. Fjölskylda Wilmu var fjölmenn; þau voru 18 systkinin. Faðir þeirra var burðarmað- ur, móðir þeirra húshjálp. Þau höfðu tæpast, og reynar ekki, efni á læknis- hjálpinni, sem dóttir þeirra þurfti. En þau reyndu hvað þau gátu. í tvö ár fór móðir Wilmu með hana einu sinni í viku hverri til sjúkrahúss í Nashville. Það var löng leið að fara — einir 1 50 kilómetrar báðar leiðir. Læknarnir í Nasville sögðu móðurinni, að Wilma fengi aldrei mátt i fótlegginn framar nema hann yrði meðhöndlaður dag- lega. Þeir kváðust geta tekið hana til meðferðar einn dag í viku og þeir gætu þá beitt hana hita- og vatns- meðferð, sem auka mundi batalíkur. En sex daga vikunnar yrði fjölskyldan að taka að sér lækningarnar. Það kom á móður hennar fyrst í stað. Á hverju kvöldi, þegar hún var búin að gefa „hjörðinni" að borða fór hún inn til Wilmu litlu og tók að nudda fótlegg- inn. Þá var Wilma oftast steinsofnuð. Eittsinn gat hun ekki gengið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.