Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1977, Síða 10
FASSBINDER
nýja bylgjan og endur
Katzelmacher (1969)
Warum liiuft herr R. amuk? (1970)
Rio das mortes (1971)
Áður hefur verið sagt frá þvi,
hvernig Fassbinder gerði Liebe
ist kálter als der tod fyrir 10.000
mörk, sem hann fékk lánuð, og
efni þeirrar myndar.
Katzelmaeher, sem var næsta
mynd, var gerð upp á krit þetta
sama ár, 1969, en þegar Fassbind-
er tókst að selja þær í sjónvarp,
gat hann borgað skuldir sinar af
báðum þessum myndum, og átti
þá auk þess nógu mikið eftir til að
gera þriðju myndina, Götter der
Pest. Þar með var framleiðsluhjól
Fassbinder — verksmiðjunnar
farið aö snúast og i þessum pistli
er ætlunin að rekja framkvæmdir
Fassbinders í stórum dráttum.
FYRSTU 10 MYNDIRNAR
1 upphafi myndar no. 2,
Katzelmacher, setur Fassbinder
upp svohljóðandi skiltí: ,,Það er
betra að gera ný mistök heidur en
að endurtaka þau gömlu þar til
hugurinn staðnar". Fassbinder,
þá aðeins 23 ára, virðist vera vel
meðvitaður um hæfileika sína og
þá einnig þann möguleíka, að
þessir hæfileikar kunni iiðru
hvoru að leiða hann i listræn og
hugmyndafræðileg öngstræti. Og
hvað gerir það til? Hann ætlar
ekki að láta slíkar grillur stoppa
sig af, mikilvægast er að halda
áfram, framleiða, kanna ný svið,
nýjar hugmyndir, takast á við
hvaða verkefni sem er.
Katzelmacher, ‘69, þýðir
„erlendur verkamaður“ á
málýsku S-Þjóðverja. 1 myndinni
er sagt frá litlu, friðsælu samfél-
agi, þar sem stöðnunin kemur
fram í því, að tíminn er drepinn
með spilamennsku og marklausu
hjali í bakgörðum, og þeim áhrif-
um, sem grískur verkamaður hef-
ur á þetta samfélag, þegar hann
flyst þangað. Nærvera hans hefur
truflandi áhrif á jafnvægið, sem
áður rikti (ein ástæðan er sú, að
stúlkur laðast mjög að honum) og
leysir úr læðingi fasistiskar til-
hneigingar, sem blunda undir
brothættri skurn jafnvægisins.
Verkamaðurinn er leikinn af
Fassbinder eins og Franz, utan-
garðsmaðurinn í Liebe ist kálter
als der tod. Fassbinder hlaut
tvenn verðlaun á kvikmyndahá-
tíðinni í Mannheim 1969 fyrir
Katzelmacher og trúlega hafa þau
orðið til þess, að honunt tókst að
selja sjónvarpinu sýningarrétt á
báðum fyrstu myndunum.
1970 gerir Fassbinder 4 myndir,
tvær á eigin vegum og tvær fyrir
sjónvarp. Götter der pest ('Guðir
plágunnar) fjallar líkt og fyrsta
myndin um glæpamenn undir-
heimanna og einn þeirra, sem
hefur verið nýsleppt úr fangelsi. í
flestum myndum Fassbinders fá
niðurbældar tilfinningar útrás í
ofbeldi og í þessari skýtur lög-
reglumaður tvo glæpamenn til
bana með köldu blóði, ekki á götu
úti eða yfirgefnum hálfhrundunt
húsum, heldur í stórri kjörbúð. í
Der Amerikanische soldat
(Ameríski hermaðurinn) er sagt
frá fyrrverandi Viet Nam her-
manni, sem kemur til Miinchen
sem Ieigumorðingi, ofurseldur
móðursýkislegu ofbeldi. I Pionere
in Ingolstadt (TV, ‘71) ráðast her-
menn á friðsama þorpsbúa undir
því yfirskini, að „þegar ekki er
strið, verður að búa það til“.
Fyrstu myndir Fassbinders
hafa verið taldar undir sterkum
áhrifum af amerískum glæpa-
myndum frá 1930—‘40, enda við-
urkennir hann fúslega „að um
það bil helmihgurinn af minum
fyrstu myndum var um „uppgötv-
anir“ mínar i amerískum kvik-
myndum; það má segja, að ég hafi
yfirfært andann í amerisku
myndunum yfir i úthverfi
Munchen. Hinar eru það almennt
ekki. Þær voru rannsókn á þýsk-
um raunveruleika; erlendum
verkamönnum, á niðurbældum,
miðaldra skrifstofumanni og okk-
„Rainer er bölvaður nagli,
en manni getur ekki verið
annað en vel til hans. Hann
getur verið svo elskulegur en
samt virðist hann hafa ein-
hverja þörf fyrir það að vinna
undir stöðugu rifrildi“.
Peter Zadek, leikstjöri.
„Verðlaun, virðing og lof
leiða hljóðlátlega til samruna
við kerfið, þar sem hinn hálf-
vinstrisinnaði utangarðsmaður
verður eins og rós í hnappa-
gatið“.
Spádómur Ekkehard Pluta,
eftir að Fassbinder hafði gert
5 myndir.
ar eigin stöðu sem kvikmynda-
gerðarmanna". Danski gagnrýn-
andinn og kvikmyndaleikstjörinn
Christian Baard Thomsen varð
hvumsa, þegar Fassbinder sagði
við hann í þeirra fyrsta samtali
‘69, eftir hina átakanlegu frum-
sýningu á Liebe..., að einu mynd-
irnar, sem vektu áhuga hans,
væru þær amerisku, vegna þess
þær nytu svo mikillar hylli al-
mennings. Fassbinder hefur þó
ekki aðeins orðið fyrir áhrifum af
amerískum kvikmyndum, því
fyrsta mynd hans er tileinkuð
Chabrol, Rohmer og Jean-Marie
Straub, svo vafalitið hefur
franska nýbylgjan átt einhver
ítök i honum. Sumir gagnrýnend-
ur vilja jafnvel gera því skóna, að
Fassbinder sjái amerisku mynd-
irnar „i gegnum hið litaöa gler
Frakkanna", þannig að áhrif
þeirra á hann séu fjarlægari en á
frönsku leikstjórana. Það er vel-
þekkt, að franska bylgjan hóf
amerískar B-myndir til vegs og
virðingar og með Goodard i farar-
broddi gerðu frönsku leikstjór-
arnir nær óþekktan leikstjóra,
Don Siegel, að fyrirmynd sinni.
Fassbinder endurtekur að nokkru
sama leikinn, en hann hefur þrá-
sinnis lýst þvi yfir, að myndir
Douglas Sirk hafi haft mikil áhrif
á sig. (Sirk var Dani, Detlef Hans
Sierck, menntaður i Kaupmanna-
höfn, Hamborg og Munehen,
blaðamaður, leikari og leikstjóri á
sviði frá 1923—‘29, handritshöf-
undur hjá Ufa og kvikmyndaleik-
ari til ‘35, en þá leikstýrir hann
sinni fyrstu mynd. Leikstjóri i
Hollywood 1943—‘60, én snýr þá
aftur til Þýskalands.).
Warum láuft herr R. amok?
(Hvers vegna varð hr. R. vit-
laus?) er fyrsta rnyndin, sem
Fassbinder gerir fyrir, eða i sam-
vinnu við, sjónvarpið, 1970. Jafn-
framt er þetta fyrsta myndin þar
sem hann deilir handriti og leik-
stjórn með öðrum, Michael Fengl-
er. 1 þessari niynd er fjallað um
þjakaðan skrifstofumann, sem lif-
ir mjög „eðlilegu" lífi með eigin-
konu og börnum, hann hefur
örugga vinnu og mikinn fritima.
En hann hefur ekkert takmark,
lífið er innantómt og svo vana-
bundið og vonlaust, að dag einn,
án nokkurs tilefnis myrðir hann
konu sína og börn og hengir sig
síðan í baðherberginu.
Die Niklashauser fahrt (The