Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1977, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1977, Qupperneq 13
þetta norðarlega og ekki er orðið áliðnara, skulum við renna upp á Formentor-skagann og lita augum Látrabjarg þeirra á Mallorca, Formentorhöfðann. Upp á háskarðinu er stanzað, við minnis- varða af verkfræðingnum sem hannaði veginn yfir höfðann og niður í Formentorvíkina, en þessi vegagerðarmaður, Antonio Parietti, þótti vinna mikið afrek með lagningu vegarins. Að vísu er hann lagður um snarbrattar skrið- ur og hangir utan i hömrum, en ef Antonio hefur átt skilið minnis- merki fyrir veginn, ætti íslenzka ríkisstjórnin hið bráðasta að heiðra þá sem lagt hafa suma fjallvegina okkar heima, þótt ekki væri nenta að reisa granitdröngul upp á endann og klappa nafn við- komanda í hann. Jæja, nóg um það. Frá minnisvarðanum liggur göngustígur á blábrún bjargsins og er lóðrétt fall niður í sjó 240 m. Af brúninni, Mirador des Colmer, er fagurt útsýni til Formentor- höfðans og eyjunnar litlu, Isla Colomer. Sé íitið i hina áttina, til fjalls, gnæfir við hirninn einn af varðturnum, sem reistir voru til forna, á fjalltoppum, með ekki meira millibili en það, að vel sázt á milli og ef einhver varðntanna varð hættu var, tendraði hann bál i sinum turni og sázt það sem eldur að næturlagi en re.vkur að degi til. Næsti turn tendraði þeg- ar bál sem sázt til þarnæsta turns og svo koll af kolli, þar til við- vörunarkalljð var komið um alla eyjuna. Við fikrum okkur niður bugð- óttan veginn, áleiðis í Formentor- vikina, en þar kom Argentínu- maðurinn Adan Diehl, auga á fjáröflunarleið. Iiann keypti gamla leirbrennslu, en henni fylgdi mikið land og byggöi Hótel Formentor. Ef þiö hafið ekki heyrt getið um hótel Formentor, þá er ein leið að spyrjast fyrir hjá auðugustu mönnum veraldar, en nteð auðæfum sínum og útsjónar- semi tókst Adan Diehl aö gera hótel sitt svo eftirsóknarvert i augunt auðkýfinga og frægs fólks að enginn úr efri þrepum þjóð- félagsstigans, þótti ntaður með mönnum, nema að hann hefði gist Hótel Formentor. Það er ekki VeiSimaðurinn I Puerto de Pollenza. hægt að ganga inn og spyrja hve ntikið kosti að búa í tveggja manria herbergi eina nótt. Þú færð loðin svör, enda stjórnend- um litt um að liýsa fólk sent þarf að sp.vrja asnalegra spurninga. Fyrst athuga þeir hve mikið við- komandi á í bankabókinni, síðan hvort sá hinn sarni er vinsæll meðal annarra og þekktra gesta og ef grænt ljós er í báðum tilfell- uin, er tilkynnt að húsnæði sé falt. Verðið fer eftir því hve mik- ið hver á í buddunni. Drykkjar- vatn finnst ekki i Formentorvik- inni, en unt leið og vegurinn var lagður, var lögð vatnsæð meðfram honum og er öllu neyzluvatni dælt frá Puerto de Pollensa. Hér hafa margir þekktir menn eignast bústaði og beint á móti hótelinu. hinuntmeginn við Formentorvik- ina, blasir við hvitkalkað hús nautabanans E1 Cordobes. Nú hefir víkin verið friðlýst sem þjóðgarður og fæst ekki að byggja þar frekar. Með beztu kveðjum, Palnta de Mallorca, 2/7. 1977. Asgeir Long. Aldarafmæli Þingeyrarkirkju Framhald af bls. 9 húðuð að innan úr steinsteypu og máluð. Auk þess var eirþak sett á kirkjuna siðla sumars 1960. Ný steingirðing var og sett um- hverfis kirkjugarðinn árið 1966. A þessum hundrað árum hafa sex prestar þjónað Þingeyra- kirkju, en þeir eru: sr. Eiríkur Briem, sr. Hjörleifur Einarsson sr. Þorvaldur Ásgeirsson, sr. Bjarni Pálsson, sr. Þorsteinn B. Gislason, er lengst allra presta hefir þjónað Þingeyrarkirkju eða um 45 ára skeið og síðan sá er þetta ritar. Allmargir ábúendur hafa setið jörðina á þessu tímabili og haldið kirkjuna, er lengi var í bænda- eign, en varð síðar sóknarkirkja og ntá þá einkum nefna Jón S. Pálmason, er keypti jörðina árið 1914 og annaðisl kirkjúna af mik- illi kostgæfni urn 60 ára skeið eða lengur en nokkur annar. Var hann og formaður sónarnefndar á sama tíma. Meðhjálpari kirkjunnar var unt langt skeið Sigurður Erlendsson,' bóndi á Stóru-Giljá eða rúma hálfa öld. Nú stendur yfir viðgerð Þing- eyrakirkju, þar sem leitast verður við að færa kirkjuna i sitt f.vrra form sem mest og koma f.vrir hentugri rafmagnshitun, er mið- uð verður viö það, að hinir dýr- mætu gripir hennar varðveitist, sem best í framtíðinni. Verður aldarafntælis kirkjunnar væntan- lega minnst, að þessari viðgerð lokinni á yfirstandandi afntælis- ári. Vestur íslenzk Framhald af bls. 7 bræður Skammt var milli æskuheimila þeirra í Hallson og Akra og höfðu þau þekkst frá þvi þau mundu eftir sér. Þann 17. júni árið 1 91 4 gengu þau í hjónaband. Þau stofnuðu heimili í Winni- peg þar sem Egill vann þá við lyfjafræði. Þar fæddust þeim tveir synir, John og Þorvaldur Eftir fjögur ár fluttust þau til foreldra hennar að Akra Þór- unn og Stígur voru þá orðin of þreklitil til að annast heimilis- rekstur, sveitabúskap og versl- un. Þetta var á fyrri heims- styrjaldarárunum. Synir þeirra tveir voru að heiman í herþjón- ustu og erfitt var að fá fólk til vinnu. Næstu ár sáu þau Pálina og Egill um bústörfin, versl- unina og heimilið; Þórunn var þá orðin að mestu ófær til vinnu af gigt er þjáði hana mjög. Fjölskyldan var samhent og vafalaust hafa þau öll notið þessara samvistarára á æsku- heimili Pálínu að Akra. í því sambandi má geta þess að þar fæddist Sigriður dóttir þeirra Egils og Pálínu i sama herbergi sem móðir hennar hafði sjálf fæðst fyrir 30 árum og tveimur árum seinna fæddist fjórða barn þeirra hjóna, sonurinn Theodór. Frá Norður-Dakota til Kaliforníu Þetta voru erfið ár fjárhags- lega og brátt kom i Ijós að verslunin og búið að Akra nægði ekki til að framfleyta tveimur fjölskyldum. Arið 1 92 1 ákváðu Egill og Pálína að flytjast til Exeter í Kaliforniu. Þangað var þá nýlega fluttur föðurbróðir Pálínu, Sveinn Þor- valdsson frá Kelduskógum ásamt fjölskyldu sinni. Mun það hafa ráðið miklu um að þau settust að i Exeter (Sveinn var faðir Hildu Bristow, sem undirrituð dvaldist hjá i Fresno). Um svipað leyti fluttu þau Stígur og Þórunn einnig frá Akra. Þau settust að í Los Angeles en þar bjó yngsta dótt- ir þeirra, Jennie. Hún er hjúkrunarkona að mennt og stundaði þau störf i áratugi i Los Angeles eða á meðan heilsa hennar entist. Hún býr þar enn en er nú farin að heilsu. Fyrir nokkrum árum kom hún i heimsókn til íslands og dvaldist hér um tima. Fimm árum seinna eða 1 926 fluttust Egill og Pálina til Los Angeles og bjuggu þar eftir það. Egill stofnaði lyfjaverslun i suðvesturhluta borgarinnar og fyrirtækið blómgáðist. En aftur kom heimstyrjöld og þá reynd- ist örðugt að fá vinnukraft til aðstoðar við lyfjaverslunina. Börn þeirra voru öll kvödd til herþjónustu að undanteknum elsta syninum, John. Hann gerðist þá meðeigandi og starfsmaður við fyrirtæki föður sins; Og þegar Þorvaldur kom heim frá herþjónustu ráku þeir það saman allir þrir. Þeir keyptu nærliggjandi eignir, stækkuðu og endurnýjuðu fyrirkomulag. Egill vann þar sjálfur fram á siðasta æviár eða þar til hann lagðist rúmfastur af meini þvi er leiddi til dauða hans 1964. Nokkrum árum seinna seldu bræðurnir lyfja- verslunina og stofnuðu annað fyrirtæki er þeir ráku saman þar til John lést en Þorvaldur held- ur nú einn áfram rekstri þess. Yngsti bróðirinn, Theodore er lögfræðingur og hefur rekið lögfræðiskrifstofu i Los Angeles i mörg ár. Framhald á bls. 16. Kona veiðimannsins i Puerto de Pollenza. Hótel Formentor. Sagan af Ardælabændum Framhald af bls. 5 ánni“, og hefur fréttaniaður nú i huga fræðin frá Neðra-dal? „Borið sig“, segir Spakur með ódulinni fyrirlitningu. „Við hugsum ekki rnálið þannig, ekki að minnsta kosti í byrjun hverrar nýrrar starfsemi". „Nú, við héldum, að alll ætti að bera sig“,segir fréttamaðurinn. . „Nei“, svarar Spakur. „Hér er litið á heildarútkomuna. Við hér notum sér- staka formúlu, og beitum tölvu, sem við höfum smiðað sjálfir. Við notum tölvuna eftir sérstakri aðferð, sem kalla mætti skáskotareikningsaðferðina. Eftir þeirri aðferð getum við fengið miklu betri heildarnýtingu af vinnu okkar fólks i heild og af fjármagni. Við horfum ekki í þó að smámistök verði á einni og einni verkstöð. Við höfum efni á þvi. En ár- angurinn verður reyndar svo góður í sumum verkstöðvunum. að þær eru farn- ar að slá út sjálfa gömlu gullnámuna, þ.e.a.s. ána. En sumu þarf að hjálpa árum saman, þar til það kemst í verulegt gagn. Og sumt höfum við reyndar orðið að hætta við og taka upp nýtt í staðinn. En við höfum vel efni á slíku meðan við högum okkur rétt gagnvart blessaðri ánni okk- ar“, segir Spakur og er hugrór og glaður. Og þetta virðist allt orð að sönnu, því að hamarshögg og vélasuð farsældarinn- ar lætur í eyrunt eins og ljúfasta tónlist. Allir una glaðir við sitt, og menningar- neyzlan er samofin vinnugleði fólksins og hinum fjölbreytilegu störfum þess. En Spakur veiðibóndi slær nú máli í glens og skemmtir með því að segja gamansögur af rauðum ráðgjöfum, sem samtimis eru skólaunglingar og gamal- menni, og af dauðunt og lilandi tölvum, sem blikka ýmist með rauðum augum eða grænum, og svo þeim, sem blikka með bláum augum, og þá verður hann nú dálítið rogginn. Þegar hann minnist á þær með bláu augun, en tröllahlátur rekur þessu prúði rnaður þá fyrst upp, þegar hann fer að segja frá menningar- neyzlu-hátölurunum, hjá fólkinu i Neðra-Dal, sem hann segir að séu svo stórir, að þá mætti nota fyrir geitakofa. Og lýkur hér sögu af Árdælabændum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.