Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1977, Blaðsíða 16
hugtkoti
*Nood«
^Ml«n *
EN EF EG GsRJ
þAÐ, VElT É-G, AÐ
A1B/? MUN LÍÐA
HERFILE&A /
GER&U þAÐ
EKK/ UVOODE-
STILLTU
þ!G. Æ
XALCDU þ/6
KollóttaK,
RBVNOU'AÐ
FVLLA
& HANA-
EG ER V/SS UM, AÐ EF EG
FVLGrl þeSSAR/ STELPU
HE/M, ReMST ÉG
L ANG T ME£> HA NA.
A EG ER
SVO E/NMAUA
ytÚN HEFUR PRUKK/E> S
þRJU HVÍTV/NSGLÖS.
HÚN ER ORÐ/N
HÍTUÐ. þu /AÁTT
EKK/ AÖTF/ERA
þÉR 'ASTANP
HENNAR.
HÚN VERBUR AUÐ\
VELP V/ÖFANGS.
þú þ/\RFT EKK/
AÐHfíFA FyR/R Á
NEINUJ y
Vestur-íslenzk
Framhald af hls. 13
Bræðurnir kvæntust allir
konum af bandarískum upp-
runa og hafa verið búsettir i
L os Angeles en John er nú
Uátinn fyrir nokkrum árum.
Sigriður systir þeirra hefur búið
með fjölskyldu sinni i
Scarsdale, New York Að námi
loknu og þjónustu í hernum á
stríðsárunum giftist hún Gail
Raphael, framkvæmdastjóra
auglýsingafyrirtækis i New
York Hann er einnig rilhöf-
undur
Fjölskyldan og heimilið
i Los Angeles
Barnabörn þeirra Pálinu og
Egils Shield eru 1 2 og barna-
barnabörnin eru nú komin fram
úr þeirri tölu. Til marks um það
áð vitundin um ættlandið í
austri er enn til staðar hjá ungu
kynslóðinni má geta þess, að
nokkur barnabörn þeirra hafa
heimsótt ísland og nú þegar
þetta er ritað er von á Sigrid
dóttur þeirra í fyrstu heimsókn
til hins raunverulega ættlands
hennar
Allt er þetta ættfólk norrænt i
útliti, bregður jafnvel fyrir irsk-
um litarhætti og svipeinkenn-
um hjá sumum þeirra likt og
titt er um íslendinga. Synir
þeirra Pálínu og Egils erfðu útlit
og yfirbragð norrænna víkinga.
Allir urðu þeir miklir menn
vexti, einkum þó John Þar i
liggur skýring á þvi að hann
var heima þegar annað ungt
fólk var kvatt í herinn i heim-
styrjöldinni siðari: Einkennis-
búningar voru ekki til fyrir svo
stórvaxna menn. Þá má geta
þess að vegna útlits og likams-
vaxtar var John kjörinn til þess
að koma fram sem likneski Þor-
finns Karlsefnis á hátið, er
Islendingar i Los Angeles héldu
i fyrsta skipti sem dagur Leifs
Eirikssonar var hátíðlegur hald-
inn þar i landi En eins og
mönnum er kunnugt var Einari
Jónssyni myndhöggvara falið á
sinum tíma að gera styttuna af
Þorfinni Karlsefni til þess að
mmnast fyrsta hvita landnem-
ans í Ameríku
Þegar Pálina og Egill Shield
fluttu til Los Angeles keyptu
þau ibúðarhús fyrir fjölskyld-
una í nágrenni við vinnustað
hans. Þar bjuggu þau á meðan
þau lifðu bæði. Eftir að börnin
fluttu að heiman hélt heimili
þeirra áfram að vera miðstöð
fyrir fjölskylduna, vandamenn
og vini og voru sumir langt að
komnir bæði heiman frá íslandi
ög út ýmsum byggðum
Ameríku Þangað áttu ungir
sem aldnir erindi þótt ekki væri
til annars en njóta ánægju og
velliðunar og endurnýja bar-
áttuþrek og bjartsýni. Margar
samverustundir þar eru
ógleymanlegar, á rólegum virk-
um degi eða hátíðum þegar á
borðum var hangikjöt heiman
frá íslandi eða amerískur
hátíðaréttur, kalkún Húsráð-
endum tókst á sjálfsagðan og
óþvingaðan máta að sameina
islenska heimilismenningu eins
og hún gerist best og siði og
venjur þess lands er hafði fóstr-
að þau. En mestu máli skipti þó
frelsið og traustið sem rikti
manna á milli á þessu að ýmsu
leyti sérstaka heimili.
Egill og Pálina voru bæði
sterkbyggð og heilsuhraust
fram á efri ár. Heilsa hans brást
siðustu árin en hann andaðist
þ. 8. mars 1964, nær 84 ára
að aldri. Pálina undi sér ekki á
heimilinu eftir að hún varð ein,
enda hafði þeirra farsæla
hjónaband þá staðið í tæp 50
ár. Vanheilsa þjáði hana eann-
ig. Hún seldi húsið og flutti í
litla íbúð til Newport Beach í
Kaliforniu Hún andaðist þ. 7.
október 1 965 á 79 aldursári.
Hér hefur verið rakin i
stórum dráttum fjölskyldusaga
þeirra Pálinu og Egils Shield.
Ekki hefur verið vikið nema að
litlu leyti að mannkostum
þeirra og lífsstefnu, sem svo
augljóslega mátti rekja til ætt-
stofnsins og islenskra uppeldis-
áhrifa þótt hvorugt þeirra
kynntist íslandi af eigin raun.
En þegar vanda skal mann-
lýsingu vilja orð missa marks;
Eg hygg því að eftirfarandi
löngu liðið atvik lýsi lifsmáta
þeirra beturen mörg orð:
Það var eitt kvöld á stríðs-
árunum, er þau Egill og Pálina
voru stödd í lyfjaversluninni
eftir lokunartíma, að vopnaðir
ránsmenn réðust inn um bak-
dyrnar og heimtuðu peninga.
Þeir sem kunnugir eru i stór-
borgum, ekki síst í Los Angeles
vita að í slíkum tilvikum er
mannslífum hætt. En Egill
brást við með þeirri rósemi er
honum var lagin. Á meðan þeir
beindu að þeim byssum sinum
rökræddi hann við komumenn:
Um tvo kosti ættu þeir að velja;
annars vegar að fremja glæp
og verða að öllum líkindum
gripnir og dæmdir, hins vegar
að koma með þeim heim og
þiggja af þeim mat og föt, en
hvort tveggja virtist þá skorta
enda voru stríðstimar og al-
menningur bjó við þröngan
kost. Viðmót hans og fortölur
báru að lokum þann árangur að
ránsmennirnir tóku þann kost-
inn að fylgjast með þeim heim
og þiggja mat og gjafir á heim-
ili þeirra.
Og eftir sem áður héldu þau
Pálina og Egill þeim sið, að
hafa útidyrnar að húsi sinu
ólæstar að nóttu sem degi
hvort sem þau voru að heiman
eða heima.
Eins og ég hef áður vikið að
tel ég að næst móður minni
hafi Pálina Shield átt mestan
þátt í að móta lifsskoðanir mín-
ar og afstöðu til mannlífsins.
Hún bjó yfir þeirri lífsspeki sem
kalla mætti: Listina að lifa
Návist hennar og viðmót varð
hverjum manni hvatning til
sjálfstrausts og sjálfsvirðingar,
einkum þó ungu fólki. Mér hef-
ur oft orðið hugsað til þess
hversu frábær kennari hún
hlýtur að hafa verið á meðan
hún kenndi við skóla. En hún
hélt áfram að kenna ungu fólki
alla ævi, ekki með orðræðum
og stjórnsemi heldur uppörvun
og með því óskoraða frelsi,
trausti og tiltrú er hún sýndi
öllum mönnum, skyldum sem
óskyldum.
Hver sá sem átti þvi láni að
fagna að kynnast henni gat
treyst á þátttöku hennar i gleði
og sorg, ef ekki munnlega þá
bréflega, fjarlægðin skipti þar
ekki máli. Þannig tók hún virk-
an þátt í lifi hvers einstaks i
fjölmennum hópi ættfólks og
vina, var sistarfandi að mann-
legri velferð i einhverri mynd. I
lifsstíl hennar fólst sá visdómur
að hver einstaklingur sé jafn
mikilvægur og heildin, börn
jafnt og fullorðnir en á þau
hlustaði hún með sömu athygli
og hina sem náð höfðu fyllri
þroska. Þessa lifsviðhorfs
hennar nutu börn hennar og
barnabörn i ríkum mæli svo og
allt hennar ættfólk enda var
hún elskuð og virt af þeim
öllum En áhrif frá lífsskoðun
hennar náðu einnig til þeirra
sem af tilviljun urðu á vegi
hennar og nutu vináttu hennar
eftir það.
Persónulega varð það mér
ómetanlegur ávinningur.
Júlí 1977
Þuríður J. Árnadóttir
Nokkrar heimildir ásamt
vegabréfi: Saga íslendinga i
Norður-Dakota eftir Thorstínu
Jackson, Winnipeg 1 926.