Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1977, Qupperneq 4
Uppgjörið við herra Þriðja rikisiris III
Göring snýr
vörn í sókn
Um miðjan marz 1946 lögðu verjendur
Görings, þeir Siemers og Dix, á ný ráð
um framburð hans í réttarhöidunum i
þvi skyni að styrkja stöðu hans, ef auðið
væri. Herbragð þeirra heppnaðist, um
sinn að minnsta kosti. Þegar réttur hafði
verið settur hinn 19. marz byrjaði Jack-
son höfuðsækjandi Bandaríkjamanna,
að yfirheyra Göring. Var þá Göring hinn
snúðugasti, sneri út úr spurninguni og
lauk svo, að Jackson varð að athiægi, en
fréttaritarar sendu fregnir af „sigri“
Görings út um allan heim, kváðu hann
hafa varizt „glæsiiega", snúið vörn í
sókn, og voru þeir fullir aðdáunar. Fer
hér á eftir smákafli úr þessari yfir-
heyrslu:
Jackson: „Þá vil ég beina athygli yðar
að fundargerð frá 10. fundi i Landvarna-
ráði hinn 26. júni 1935. Þar er að finna
eftirfarandi klausu...“ En Jaekson
komst ekki iengra; Göring greip fram í
fyrir honum og sagði: „A hvaða blaðsiðu
er þetta? Þetta er heilmikið plagg, og ég
hef ekki lesið það." Jackson varð svara-
fátt en Göring sat við sinn keip: „Ég verð
að fá að vita á hvað síðu þetta er, annars
verð ég að lesa skjöiin frá upphafi tii
enda.“ Varð nú Jackson að iesa upp fyrir
hann. Göring: „1 þessum skjölum er sitt
haft eftir hverjum, ýmsir tala á víxl.
Enska og þýzka textanum virðist ekki
bera saman. Siðasti kaflinn er alveg
marklaus. Hvar á ég að fletta upp?“
Jackson: „Þetta er i næst-næstsiðasta
kaflanum — að minnsta kosti í mínu
eintaki. Eruð þér með sama plaggið?"
Göring: „Ég verð að fá að vita, eftir
hverjum hvað er haft; það talar hér hver
upp í annan." Loks var honum bent á
staðinn, sem Jackson átti við og komust
þeir þá að efninu. Göring: „Nú, já, það er
freisun Rínarhéraðanna, sem þér eigið
við.“
Jackson: „Er það ekki rétt hjá mér, að
þarna hafi verið rætt um árás á Rínar-
héruðin og hernám þeirra?“
Göring: „Nei, það er misskilningur.
Það var hætta á því, að Þýzkaland lenti i
striði, og þá varð að sjálfsögðu að gera
varúðarráðstafanir. En það var aldrei i
ráði að hertaka Rinarhéruðin, þaó átti að
frelsa þau“.
Jackson: „Haldið þér því fram, að
Þjóðverjar hafi ekki undirbúið árás?“
Göring: „Þetta var einungis
hervæðing til öryggis; öll ríki gera slikar
varúðarráðstafanir á hættutimum. Það
var aidrei ætlunin að hernema Rinar-,
héruðin".
Jackson: „En það mátti ekkert fréttast
af þessum öryggisráðstöfunum; þær
voru algerlega leynilegar?"
Göring: „Ég minnist þess ekki að hafa
lesið nákvæmar frásagnir af hernaðar-
undirbúningi Bandaríkjanna fyrir
striðið".
Þegar hér var komið missti Jackson
stjórn á sér. Hann þreif af sér heyrnar-
tólin skellti þeim og blaðabunka, sem
hann hafði I hendinni, á borðið, rauk á
fætur, blóðrjóður í framan af vonzku og
sneri sér að dómurunum. Kvaðst hann
vilja vekja athygli réttarins á þvi, hve
ákærði væri ósamvinnuþýður og hefði
verið allt frá upphafi; hann væri ekkert
nema hrokinn og hortugheitin! Bað
Jackson þess, að ákærða yrði skipað að
svara spurningum sínum athugasemda-
og útúrsnúningalaust. Hinn brezki dóm-
forseti, Lawrence, setti þó ekki ofan i við
Göring, eins og Jackson hafði vænzt, og
vann Jackson ekkert með þessu upp-
hlaupi sinu nema síður væri. „Ég er
þegar búinn að Iýsa þeim regium, sem
sakborningunum er skyit að fara eftir,“
sagði Lawrence, „jafnt þessum sakborn-
ingi sem og hinum.“ Siðan bætti hann
við: „Það er líklega bezt, að við tökum
okkur réttarhlé núna.“
Göring hafði unnið orrustu, ef svo má
segja, — en stríðið var ekki búið og þvl
hlaut hann að tapa. Göring virðist hafa
trúað þvi framan af, að hann gæti varizt
og borið af sér sakargiftirnar, en
sönnunargögnin gegn honum voru svo
mikil að vöxtum, að hann varð að láta
undan siga og gangast við æ fleiru þegar
leið á réttarhöldin.
Hernám Evrópu
„varúðarráðstöfun"
Hinn 28. marz kom Joachim von
Ribbentrop, fyrrum utanrikisráðherra
Göring ríkismarskálkur.
Hann var hinn hortugasti
framan af yfirheyrslum, sneri
út úr spurningum og „vann"
fyrstu lotuna. . .
Streicher var einna minnstur
GySingavinur allra nasista og
er þá nokkuS sagt, enda
hötuðu Gyðingar engan
meira. „Gyðingar hafa sýkt
mannkynið", sagði hann.
„Þeir eru sóttkveikjur, sem
verður að gereyða, svo að
mannkynið megi verða
heilbrigt á ný. . ."
Ribbentrop utanríkisráð-
herra. Hann neitaSi því, aS
Þjóðverjar hefðu sýnt nokkru
ríki yfirgang; hernám Evrópu-
landa hefSi einungis verið
sjálfsögð varúðarráðstöfun!
Fritz Sauckel, „verkalýSsráS-
herra". Hann barábyrgð á því
að fimm milljónir útlendra
„gistiverkamanna" voru
fluttir til nauðungarvinnu i
Þýzkalandi.
Hans Frank, landstjóri í Pól-
landi: .... notfærum okkur
það, að menn . . . hafa allan
hugan við vesturvígstöðvarn-
ar, (og) drepum nokkur
þúsund Pólverja. . ."