Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1977, Síða 7
Hjónin í Hvalnesi, ValgerSur
SigurSardóttir og Benedikt Stefáns-
son. Myndin er tekin í sumar.
— Móöir mín, Kristín Jónsdótt-
ir var ættuð úr Berufirði. Hún var
áður gift séra Benedikt Eyjólfs-
syni en hann var síðasti prestur í
Berufirði, 1890 til 1906. Þau
fluttu að Bjarnanesi í Hornafirði
og þar andaðist hann frá mörgum,
ungum börnum þeirra árið 1913.
Siðar giftist móðir mín Stefáni
Jónssyni, föður mínum en hann
var fæddur og uppalinn í Lóni.
Þau bjuggu í Hlíð í Bæjarhreppi;
þar er ég fæddur þ. 10. desember
1917 og þar átti ég mín bernsku-
og æskuár.
— Mikil breyting hefur átt sér
stað hér í sveit síðan á mínum
unglingsárum. Landnámsjörðin
Bær, (þar sem Úlfljótur lögsögu-
maður bjó) er nú í eyði en þar var
um 60 manns í heimili þegar ég
var að alast upp. Fleiri góðjarðir
sem framfleyttu jafnvel tveimur
fjölmennum fjölskyldum eru nú í
eyði. Bæjarhreppur var í eina tíð
fjölmennasti hreppur í Austur-
Skaftafellssýslu en er nú sá fá-
mennasti. Flestir munu bændur
þar síðastliðin hundrað ár, hafa
orðið árið 1880 en þá voru þeir 23
talsins. Nú eru þeir 12. En lífsaf-
koma og aðbúnaður fólks og fén-
aðar er ekki sfður breytt. Fram að
aldamótum þekktist varla að til
væru fjárhús. Faðir minn mundi
vel eftir matarskorti á hans upp-
vaxtarárum upp úr 1880. Þá voru
hans bestu stundir ef hann gat
komist út á sanda og fundið síli,
borðað og orðið saddur af. Koli úr
lónunum varð fólki mikil mat-
björg.
— Þegar ég var unglingur hélt
ég að ég mundi hvergi kunna við
mig annarsstaðar en í Hlið. En nú
er ég kominn á þá skoðun, að það
sé geðveila að una sér ekki á
hverjum þeim stað þar sent hægt
er að láta sér líða vel, liafa nóg
verkefni og afla nægilegs viður-
værisiyrir sig og sina.
Benedikt segist ekki öfunda há-
tekjumenn t.d. á aflaskipum, sem
sagt er að hafi stórar upphæðir í
hlut, þeir eigi það skilið.
• — Þeir hljóta að eiga þetta fyr-
ir sína vinnu rétt eins og skurð-
læknir á sitt fyrir margra klukku-
stunda skurðaðgerð. Allir þurfa
að lifa mannsæmandi Iífi; hitt er
annað: hvað hver álitur mann-
sæmandi líf. Við sem ólumst upp
við að vera kafin í vinnu, bara til
þess að geta lifað og bjargað okk-
ur, litum lifsgildin kannske öðr-
um augum og vorum, held ég,
ánægðari og lífsglaðari en þeir
sem nú gera kröfur til lífsþæg-
inda og lystisemda sem við þekkt-
um ekki. Að mínum dómi eru
,,flibba“-mennirnir í þjóðfélaginu
orðnir hlutfallslega of margir,
samanber að bankastarfsmenn
eru nú álika fjölntenn stétt og
sjómennirnir. Þeir skapa þó fyrst
og fremst lífsverðmæti, sem
vinna hörðum höndum að öflun
og úrvinnslu þeirra.
— En hvað uni ættir og æskuár
húsfreyjunnar?
— Um ættir minar er það að
segja, að föðurættin var frá
Hornafirði en móðurættina má
vist telja sambland af ýmsum
þjóðernunt, segir Valgerður. Fað-
ir minn hét Sigurður Eymunds-
son og var frá Dilksnesi i Horna-
firði, en móðir mín hét Agnes
Moritzdóttir Steinsen. Ég ólst upp
hjá þeim á Höfn og man eftir
staðnum sem litlu sjávar- og
sveitaþorpi. Ég vandist öllum
störfum eins og þau gerðust hjá
góðu fólki og man ég aldrei eftir
að talað væri um matarskort á
Höfn á þeim árum.
Það kemur í ljóst aðValgerður er
vel kunnug sögu verslunar á Höfn
og þó öllu fremur á Papós og er
ekki að undra, en ættfólk hennar
kom þar nokkuð við sögu. Má þar
nefna að ömmubróðir hennar,
Eggert Benediktsson var siðasti
faktorinn á Papós áður en verslun
og athafnalíf lagðist þar niður og
verslunarhúsin voru flutt þaðan
til Hafnar. Nú er verið að breyta
þeim í byggðasafn og mun eiga að
innrétta þar krambúð í sinni upp-
runalegu mynd.
Valgerður fór á Kvennaskóla
Arnýjar Filippusdóttur í Hvera-
gerði. Eftir það giftist hún fljót-
lega og fór að búa á Hvalnesi.
— A þeim tíma var ekki hlaup-
ið að þvi fyrir ungar stúlkur, síst
utan af landi, að sækja langskóla-
nám, segir Valgerður. Til þess
þurfti að hafa peninga á bak við
sig, enda var þá talið ágætt fyrir
stúlkur að fara einn vetur á
kvennaskóla, sérstaklega ef þær
settust að í sveit. Eg hefði gjarna
viljað hafa meiri skólamenntun
og held því fram að stúdents-
menntun sé nú jafn þörf fyrir
konur sem búa í sveit og hinar
sem búa í þéttbýli. Nú má segja
að allir séu komnir i þjóðbraut,
hvað afskekkt sem þeir búa. Hér
hafa komið ferðamenn frá ýmsum
þjóðum og gist hjá okkur eða leit-
að bér upplýsinga. Það hefði kom-
ið sér vel og orðið mér sjálfri til
mikils fróðleiks, að vera betur
fær í málum, þó ekki væri nema
til þess að njóta þess betur að fá
bréf og kveðjur sem okkur hafa
borist frá þessu fólki á þeirra
tungumálum.
Hugðarefni
og tóm-
stundastörf
Valgerður telur sig fremur hafa
verið áhorfanda en þátttakanda í
lifsgæðakapphlaupinu svonefnda.
Tíska í húsbúnaði hefur ekki ver-
ið henni eins mikið kappsmál og
hefði hún verið kyrr í þéttbýlinu.
— Hér höfum við lagt meiri
áherslu á hugðarefni og tóm-
stundastörf og lifað meira á þvi
sviði, segir hún. Þó ég hafi alltaf
jafn mikla ánægju af að blanda
geði við fólk, hef ég metið náið
samband við ómengaða náttúru
mikils. Á surnrin fer timinn mest
í bústörfin en á veturna gefst tími
til að lesa og hlusta á útvarp og
það gerum við mikið enda eru
skilyrði til þess sérstaklega góð.
Hins vegar er þetta ein af þeiin
fáu sveitum á landinu sem ekki
hafa skilyrði til sjónvarps, svo
það hvorki truflar okkur né tefur.
— Til allrar hamingju, segir
Benedikt; Hann telur að fjölmiðl-
ar riú hafi of mikil áhrif á skoðan-
ir og tómstundastörf einstakling-
anna. En þar er kona hans ekki á
sama máli, hún vildi gjarna hafa
sjónvarp.
En Valgerður hefur nóg við
tímann að gera, einnig á vetrum.
Hún prjónar og saumar fatnað á
fjölskylduna og vinnur að handa-
vinnu og föndri en það er hennar
eftirlætisiðja. Hagar hendur á
hún ekki langt i ættir að sækja.
Eymundur föðurafi hennar var
mikill hagleiksmaður. Hann þótti
góður læknir og tókst einnig vel
að aðstoða við barnsfæðingar.
Sem dæmi um hagleik hans má
geta þess, að tengdamóðir hans,
sem var ljósmóðir i Nesjahreppi,
fékk hann eitt sinn til að hjálpa
sér þegar aðstoðar var þörf við
barnsfæðingu en enginn læknir
var til staðar. Eymundur sá strax
að barnið yrði að taka með töngun
en þær voru engar til. Fór hann
þá heirn i snatri og smíðaði fæð-
ingartengur sem hann notaði við
fæðinguna með góðum árangri.
Barnið lifði en það var Þorbergur
Þorleifsson frá Hólum i Horna-
firði. Var þetta listbragð lengi í
minnum haft. Eymundur giftist
Halldóru Stefánsdóttur, Einars-
sonar alþingismanns í Árnanesi.
Var hann sendur til smíðanáms í
Kaupmannaböfn og að þvi er talið
var, til þess að verða samboðinn
alþingismannsdóttur.
Bóklestur
og kórsöngur
Búskapur á Hvalnesi gefur ekki
tilefni til mikilla umsvifa enda
meta þau Valgerður og Benedikt
meira að hafa góða heilsu, næg
verkefni, eitthvert andlegt fóður
og góða nágranna. — Nágrannar
okkar hafa reynst okkur afburða
vel, segir Benedikt. Hér þekkist
ekki nágrannakritur. Hjá okkur
er það sveitarsiður þegar einhver
bóndi er með byggingu i fram-
kvæmd að hinir bændurnir eru
tilbúnir að vinna með honunt
kauplaust um leið og hann kallar
en fá svo samskonar hjálp þegar
þeir þurfa á að halda.
— En hvað er þá helst hið and-
lega fóður?
Benedikt er mikill bókamaður
og sest við bóklestur að loknum
gegningum á veturna. Bók-
menntaáhugi hans vaknaði
snemma, um tvítugsaldur fór
hann að safna bókurn og á nú gott
safn. Hann ólst upp á miklu bóka-
heimili. Stefán faðir hans pnni
bókum og fróðleik. Hann ritaði
m.a. Byggðasögu Bæjarhrepps.
— Fyrstu bók sem ég eignaðist,
gaf faðir minn mér þegar ég var
3ja ára en það var frumútgáfan af
Manni og konu, sem gefin var út i
Kaupmannahöfn 1876. Fyrstu
ljóðabók Guðmundar Böðvarsson-
ar keypti ég á 4 krónur 1936 og
Stjörnur Vorsins eftir Tómas
Guðm.son nokkrum árum seinna
á 14 krónur. Þegar Flateyjarbók
var gefin út til áskrifenda 1944
tók það mig talsverða umhugsun
aö gerast áskrifandi. Ég bef ekki
séð eftir þvi, upplagið var tak-
markað og veit ég aö fáir eiga þá
bók hér um slóðir.
Benedikt á í safni sínu ýmsar
fágætar bækur og tfmarit m.a.
Búnaðarritið Frey frá því það hóf
göngu sina árið 1904.
— Eg held ég geti ekki talist.
öfundsjúkur maður, segir Bene-
dikt, en það liggur við að ég öf-
undi Reykvíkinga af bókamörkuð-
ununi, sem þeir sitja einir að en
landsbyggðarfólk nær ekki til.
Eina bókaverslun höfum við á
Höfn og er það sú eina i sýslunni.
Mér er sagt að fyrir hvern bóka-
markað sem haldinn er i Reykja-
vík séu innkallaðar allar eldri