Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1977, Síða 11
Fyrst eftir að Marabel
Morgan og maður hennar
voru gift, fannst henni líf-
ið vera eins og dans á rós-
um. Eftir nokkra mánuði
var þó annað hljóð komið í
skrokkinn. Mesti ástar-
Ijóminn var horfinn af
sambúðinni og í stað þess
komið upp missætti, sem
skapaðist af því, að Mara-
bel var einatt að reyna að
betrumbæta mann sinn,
Charles, sem er lögfræð-
ingur í Miami. Hann lét
sér þetta ekki lynda og eft-
ir nokkur stormsöm hjú-
skaparár fannst henni, að
svona gæti þetta ekki geng-
ið lengur. Síðan eru liðin 6
ár. Hún sá, að hún gat ekki
breytt manni sínum. Þrátt
fyrir það elskaði hún hann
og vildi koma í veg fyrir
skilnað. Hún tók því þaó
ráð að reyna aó breyta
sjálfri sér.
í bókum sínum „Total
woman“ og „Total joy“ lýs-
ir Marabel, sem nú er orð-
in þrjátíu ára gömul,
hvernig henni tókst þetta.
I^n Marabel lét sér ekki
nægja að skrifa bækur.
Hún hélt einnig námskeið
fyrir óhamingjusamar
eiginkonur, sem voru farn-
ar að efast um að hægt
væri aö vera hamingjusam-
ur í hjónabandi.
Morgan á svo sannarlega vin-
sældum að fagna, því nú þegar
halda 75 fyrrverandi nemendur
hennar námskeið í yfir 60 borgum
í Bandarfkjunum. A hverju n.ám-
skeiði eru fjórir fundir, fvo tíma í
senn, og kosta þessi námskeið,
sem stöðugt eru fullbókuð, um
fimmtán dollara. Samt sem áður
er hin árangursríka aðferð þess-
arar smávöxnu, og jafnan sól-
brúnu konu, ekki eins róttæk eins
og álíta mætti.
Hún hefur verið lagin við að
taka upp ýmsar nútímastefnur í
sálfræði, svo sem hina jákvæðu
lifskenningu, sem upprunnin er i
Kaliforníu: Ef ég er o.k., þá ert þú
einnig o.k. Auk þess hagnýtir hún
sér ýmsar hegðunaraðferðir, sem
notaðar eru lil þess að auka sjálfs-
öryggi.
Ekki eru nú allir sammála þess-
um talsmanni „Hinnar fullkomnu
eiginkomu". Einkum eru það full-
trúar rauðsokka, sem eru reiðar
yfir því, að Marabel Morgan skuli
l>oða þá gömlu kenningu Páls
postula. að konan skuli vera
manni sínum undirgefin. Þetta
finnst vinstrisinnum og ýmsum
menntamönnum vera „sjúklegt",
eins og Martin Maily, prófessor i
guðfræði við háskólann í Chicago
kallaði það. Einnig fannst bjónun-
uin Masters og Johnson, sem bæði
eru sálfræðingar, þessar kenning-
ar vera gamaldags og úreltar.
En einmitt á þeim tima, þegar
hjönaskilnaðir í Bandaríkjunum
eru jafn algengir og hjónavigslur,
setur Marabel Morgan hantingju
fjölskyldunnar ofar öllu öðru. í
stað þess að leggja áherslu á mis-
rétti kynjanna og liina réttlágu
stöðu konunnar í þjóðfélaginu, þá
ræðir hún hlutverk konunnar i
hjónabandinu og innan veggja
heimilisins, og þá fullnægju og
hamingju, sem hún öðlast, viður-
kenni hún mikilvægi sitt i þessu
hlutverki. Þessi laglega anteríska
kona líkir á mjög einfaldan hátt
starfi eiginmannsins við starf eig-
inkonunnar. Hún segir: „Það
getur aðeins einn ráðið, hvort sem
það er i atvinnulífinu eða á heim-
ilinu. í hvorugu tilfellinu þurfa
menn að vera kúgaðir. Ég lit á
starf húsmöðurinnar sem at-
vinnu, og í þessu tilfelli er maður
minn vinnuveitandinn. Ég vil
standa mig i starfi, og reyni þar af
leiðandi að leysa það sem best af
hendi.“ Morgan ber ákaft á móti
því, að hún sé andstæð rauðsokk-
um. „Að sjálfsögðu á að vera jafn-
rétti kynjanna á vinnustaó" segir
hún. „Konur og karlar eiga að
bera jafna ábyrgð og fá fyrir það
sömu.laun. En ég álit hamingjuna
i hjónabandinu vera mikilvægari.
Þess vegna þ.vkir mér leitt, að
kvenréttindakonur skuli aóeins
sjá ágæti þess að komast áfram í
starfi."
Hin
fullkomna
eiginkona
Marabel Morgan hefur skrifað bækur um hjónabandshamingjuna og listina
að halda f eiginmanninn. Hún heldur einnig nðmskeið fyrir verðandi fyrir-
myndareiginkonur.
Bandarisk frú, Mara-
bel Morgan, hefur
saman settar bœkur
um listina aö vera
göö eiginkona og
halda í eiginmanninn
Þá hatda þær heim og eru margs fróðari: Marabel Morgan kveður þátttakendur I námskeiði f hjónabandssælu
Námskeið f rúarinnar eru ávalt fullsetin.
Hér er sýnt, hvernig á að fara að þvf: Það tilheyrir skyldum hinnar fullkomne
eiginkonu að kveðja mann sinn með kærleikum, þegar hann fer f vinnuna.
Blaðakonan Karin Davison frá
þýzka vikublaðinu „Bunte“ fór á
eitt námskeið til þess uð kynnast
þvi, hvernig lifa ætti hamingju-
sömu hjónabandslífi. Þetta nám-
skeió var haldið i Stuart, Florida,
og var Márabel Morgan, sem
starfaði áður sem snyrtisérfræó-
ingur, stjórnandi námskeiðsins.
Hér á eftir fer frásögnt blaðakon-
unnar.
Námskeiðið var haldið í ný-
tískulegri Baptistakirkju og voru
eitt hundrað og fjörtíu þátttak-
endur, konur á aldrinum nitján
til sextiu og átta ára. Um þriðj-
ungur kvennanna vann úti með
heimilinu, meira en helmingur
þátttakenda hafði notið æðri mennt
unar, og nær allar voru þær giftar
og áttu börn. Það að námskeiðió
var haldið í Baptistakirkju virtist
ekki skipta máli, þvi þarna voru
konur af hinum ýmsu trúarflokk-
um, kristnar konur, ’ gyðing-
ar, Múhameðstrúarmenn og trú-
leysingjar. Þó áttu þær sameigin-
legt takmark, og það var að reyna
að finna aftur hamingju hjóna-
bandsins.
Við hlið mér sat Pat, feimin
þrjátiu ára gömul kona og þriggja
barna móðir. Hún var gift iðn-
aðarmanni. Þetta var hennar
þriðja námskeið, og hún viður-
kenndi fyrir mér með ánægju-
brosi, aó eftir að hún byrjaði að
lifa eftir reglum þeim, sem
kenndar eru i „Hin fullkomna
eiginkona" hefði eiginmaður
hennar breyst mikið til batnaðar.
„Hann er ekki lengur afundinn,
heldur vingjarnlegur og tillitsam-
ur“.
Loks birlisi Marabel Morgan og
kynnti f.vrir okkur grundvallar-
reglur hinnar fullkomnu eigin-
konu.
Lagaðu sjálfa þig áður en þú
ferð að betrumbæta aóra.
Eyddu engum tíma til ónýtis.
Geróu daglega lista yfir alll það,
sem gera þarf.
Sú kona, sent fer að undirbúa
kvöldmatinn finun mfnúlur áóur
en eiginmaðurinn kemur heim er
ekki fær um að taka brosandi á
móti honuin. Einmitt þetta er
mikilvægt, ef hindra á aó eigin-
maðurinn setjisl í fúlu skapi fyrir
framan sjönvarpið. Ef þú sýnir
honum þannig tillitsemi mun
hann gera það einnig, gagnvarl
þér„
Þvínæst nefndi Marabel Morg-
an fjögur höfuðatriði, sem áttu að
hjálpa okkur í leit að hamingju
hjónabandsins. Þau voru:
Að sætta sig við manninn eins
og hann er.
Aðlaga sig að honum.
Bera virðingu fyrir honum.
Láta í ljós viðurkenningu.
Marabel fullyrðir að konan gift-
ist manninum af því að hún elski
hann eins og hann er. Byrji hún
svo eftir brúðkaupið að nöldra i
honum og reyna að bæta úr göll-
unt hans muni það eyðileggja
sambandið á milli þeirra. Þá er
betra að ræða vandamálin opin-
skátt, en er það eini möguleikinn
á þvi, aö eiginmaöurinn breytist
með góðu móti til batnaðar án
þess að móðgast. Jafnan beri að
sýna gagnkvæmt þakklæti, og er
það einn mikilvægasti þáttur
hjónabandsins. Á öðrum degi
námskeiðins voru kynferðismál
rædd. Morgan gaf liagnýt ráð,
hvernig örva mætti ástarþrá
eiginmannsins eftir margra ára
hjónaband. Hverri konu var það í
sjálfsvald sett, hvort hún notaði
til þess silkinærföt eða góðan mat
með vini og kertaljósum. Þessar
kenningar Marabel Morgan eiga
mikinn hljómgrunn meðal ntillj-
óna amerískra kvenna. Um það
bera upplög bóka hennar og full-
skipuð námskeið glöggan vott.
Fyrir nokkrum árum hefði það
verið óhugsandi, að þessar kenn-
ingar næðu slikri útbreiðslu með-
al kvenna, en þá var jafnréttis-
baráttan efst á baugi. En úr þvi að
konur og karlar eru ekki eins frá
liffræðilegu sjónarntiði, ^getur
aldrei verið um fullkomið jafn-
rétti að ræða. í seinni tið hefur
vegur húsmóðurstarfsins aukist.
Meðal annars beindi Carter for-
seti þeirn tilmælum til húsmæðra,
aó þær aðstoðuðu stjórnvöld við
orkusparnað og hjálpi þannig til
að sigrast á vandamálum framtið-
arinnar.