Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1977, Qupperneq 13
Sumir Tungusveitungar grýttu á móti fénu vestan árinnar og höfðu hundgá við.
Jón Ólafsson , bróðir Gvendar þjófs, tók hrút og festi taug á og vildi draga hann yfir ána.
Það sá Einar á Yzta Vatni og reið á taugina, slengdist Jón við það í ána og sleppti.
norðvesturs úr Stafnsgili, er grasigróinn hvammur
allstór, sem heitir Vökuhvammur, norðan árinnar. Þar
vöktu margir menn yfir safninu, þegar það hafði verið
rekið yfir ána á miðvikudagskvöld.
Vöktum fjárins var skipt þannig milli gangna-
manna, að Lýtingsstaðahreppsmenn — Vestflokks-
gangnamenn — pössuðu safnið í Lækjahlíð, Hún-
vetningar í Vökuhvammi og Seylhreppingar á eyrinni
sunnan við réttina þegar byrjað var að rétta.
Það er langt síðan, að menn sáu þörf á, að girða fyrir
safnið við Stafnsrétt og losna við að passa það í engu
aðhaldi, yfir nótt og á meðan réttað var. Árið 1917 var
rætt um þetta mál á hreppsnefndarfundi í Lýtings-
staðahreppi og Jóhann bóndi á Skíðastöðum kosinn til
þess að koma málinu fram, með væntanlegum full-
trúum úr hinum hreppunum, sem heiðina áttu. En
mál þetta dróst á langinn. Það var árið 1930 að hólf var
girt fyrir safnið norðan við réttina, er hefur gengt
sínu hlutverki síðan.
Ekki held ég að neinar öruggar tölur séu til um
fjölda fjár sem kemur að Stafnsrétt á hausti, en það er
kannski ekki fjarri lagi að áætla töluna 12 til 16
þúsund fjár.
Það hefur oft gengið illa að reka safnið yfir Svartá
og tekið langan tíma. Það er ill meðferð á fénu, margt
af þvi fer á sund og þannig á sig komið verður það að
standa yfir nóttina, oft í frostum eða krapahríðum.
Fyrir svo sem áratug var það, að ær kom með opið
lærbrot upp úr ánni þegar rekið var yfir.
1 september er allra veðra von. 1 sögu Stafnsréttar
hefur það tvisvar komið fyrir, að engin kind hefur
komið að réttinni vegna stórhríðar á fjöllum. Hið fyrra
sinn var það haustið 1863 og svo hundrað árum síðar
1963.
Það var haustið 1934, að mikil fannkoma og hriðar-
veður var á hálendinu síðasta gangnadaginn, en þó
reynt að smala. Þá þótti ekki fært, að reka safnið úr
Lækjahlíð út fyrir á og var látið vera þar án pössunar
yfir nóttina og svo var veðrið vont, að það fór svo að
segja ekki neitt. Mér er þetta minnisstætt, þvi skemma
á Sveinsstöðum hallaði sér fram á hlaðið, meðan ég
var í göngunum.
A síðari árum hefur oftar en einu sinni verið beðió
um brú á Svartá sunnan við Stafnsrétt, en landsfeður í
fjármálum hafa ekki viljað kosta því til og munu hafa
ályktað að féð gæti vaðið ána hér eftir eins og hingað
til.
Fyrir göngur 1976 hljóp fjallskilastjórum kapp í
kinn og létu þeir smíða timburbrú á ána, svo fjársafn-
ið gæti gengið þurrum fótum heim að réttinni. Máttar-
viðir brúnarinnar voru þrír simastaurar. Þessi brú var
svo tekin af eftir réttir, þvi áin eyrir engu bráða-
birgðamannvirki yfir veturinn.
Það gekk ágætlega, að reka safnið yfir á hinni nýju
brú. Það gerðist á 33 mínútum, tók meira en helmingi
styttri tima en reka í ána.
Að venju var skvaldur við réttina um kvöldið en urn
miðnætti varð hljótt. Sumir fóru heim á bilum sínum,
aðrir á dansleik út i Húnaver. Um nóttina var ég ásamt
fleirum í skála Seylhreppinga og Lýtinga fyrir sunnan
og ofan réttina.
Ég fór á fætur um kl. 7 á réttardagsmorgun. Það var
hægviðri og bjartviðri og ég held að það hafi ekki
verið frost urn nóttina. Ég gekk út og ofan að réttinni
og hitti þar Gest Pálsson bónda á Bergsstöðum. Hann
hafði vakað yfir safninu um nóttina. Safnið var hreyf-
ingarlaust. Mildur sauðarsvipur var á hverri kind eftir
hvíld næturinnar og sá ekki feigð á nokkurri skepnu.
Eg gekk aftur upp að skálanum. Nokkru seinna var
byrjað að reka t réttina. Ég leit á klukkuna og hún var
7 mínútur yfir 8, en þegar réttin var hálf af fé var
hætt að reka inn og grindur settar i dyr. Astæðan var
augljós. Safnið var búið að brjóta niður girðinguna og
farið að renna upp brekkuna austan við hólfið.
Hundur djölfaðist í fénu, sem enginn vissi þá eða síðar
hvaðan kom eða hver átti. Safnið hljóp í hring og upp
af hringiðunni steig gufa sem sást vel, vegna þess að
hið svala næturloft var ekki farið að hlýna. Það er
skemmst af að segja, að fjárfjöldinn braut niður alla
girðinguna að austan frá miðju og norður á horn.
Margir nýir staurar voru i girðingunni og þeir kvist-
kar báðum megin og hlóðst þar hvað ofan á annað og margt fé átékk í
stíflaði hann, svo vatnið sunnan við stífíuna hækkaði smátt og smátt,
flutu út alla á... Endanleg tala þess fjár, sem fórst var 1+32 lcindur”.
11- •.•-, Pjj»
; l' W’t'Vír': ■ 4 Æ:: WiÉ&k i , vV>,' ■ '
333
uðust í sundur sem eldspýtur væru. Hópsál sauðfjár
með einn vilja, er eins og náttúrukraftur, sem fátt
stendur fyrir. Það var átakanlegt að sjá féð troðast
undir þarna með girðingunni. „Það voru þrjár hæðir“,
sagði Freysteinn á Hverhólum. Tvö lög af skrokkum
lágu undir þvi sem ofan á steymdi. Þegar loksins tókst
að stöðva fjárstrauminn út úr nátthaganum var ekki
eftir nema einn þriðji af safninu að þvi er sumir
sögðu.
Á sama tíma og féð rann úr nátthaganum út og upp i
fjallið, kornu nokkrir menn ríðandi norðan Kiðaskarð
á móti safninu og smalaðist það ofan i allstóran
hvamm, sem er sunnan við Stafnsklif, en norðan við.
„Lönguéýri". Vestan við hvamminn fellur Svartá í
tveimur kvíslum og á milli þeirra er hólmi tvö til þrjú
hundruð metra langur, breiðastur í miðju, en mjókkar
í odda að norðan og sunnan. Kvislin með brekkunni að
vestan liggur i stokk 6 til 8 metra breiðum og mjög
djúpum. Það mun ekki vera mjög langt siðan Svartá
tók aó grafa þennan farveg, því verkinu var ekki alveg
lokið. Um niiðjan hólmann var dálítið fossfall af
grónum bakka ofan í stokkinn, þar sem hann var
fullgrafinn.
Öskar í Brekku kom á bíl sínum utan veginn með
fleira fólki og mætti fénu á Stafnsklifi. Féð var þá
saman safnað i hvamminum og Öskar segir svo frá að
það hafi verið einhver fyrirstaða við brekkuhornið
sunnan við hvamminn, sem er skammt norðan við
réttarhólfið. Og þá skeði það allt í einu að féð fór að
renna í ána fyrst yfir austurkvíslina og var það
fyrirstöðulaust, þvi þar eru eyrar að og landtaka góð,
og svo í vesturkvíslina, liklega fyrst fyrir sunnan
fossfallið, en þar mun hafa verið landtaka þó djúpt
væri. Fjárstraumurinn færóist svo norður fyrir foss,
þar sem holbakkar voru báðum megin og hlóðst þar
hvað ofan á annað og margt fé hékk í bakkanum að
vestan og komst ekki upp.
Fjórir menn fóru vestur yfir stokkinn. -Sigurjón i
Hamrahlíð og Gunnar 15 ára piltur frá Tunguhlíð voru
á berbökuðum hestum og losnuðu báðir við hestana.
Hestur Sigurjóns krafsaði sig upp á bakkann að
austan, en Sigurjóni skolaði að vesturbakkanum, en
Gunnar greip sundtökin. Þeir Rósmundur á Hóli og
Kári frá Syðra-Vatni fóru líka vestur yfir. Kári óð og
varð mittisblautur, en á leið austur yfir datt hann og
varó þá kollvotur. Rósmundur mun hafa farið yfir
norðarlega úr hólmanum, en þar mátti ríða yfir. Þeir
fjórmenningar drógu margt fé upp á bakkann, sumt
hálfdautt, en þaó sá ekki högg á vatni. Féð sem hlóðst
ofan í stokkinn, stiflaði hann, svo vatnið sunnan við
stifluna hækkaði smátt og smátt, sem endaói nteð þvi
að stiflan sprakk og á fimmta hundrað kindarskrokkar
flutu út alla á.
Þegar stíflan sprakk, lækkaði vatnið í stokknum og
kom þá hik á féð á austurbakkanunt og þá var þá hægt
að stöðva strauminn svo ekki fór fleira.
Fjöldi fjár, líklega um 2 þúsund, komst lifandi
vestur yfir ána og svo var atburðaröðin hröð, að menn
sem voru viðstaddir geta ekki gert sér grein fyrir,
hvernig það mátti verða. Það var helzt álitið, að sumt
hefði farið yfir sunnan við fossfallið, en sumt á
stíflunni þar sem hið dauða fé var undir. Fénu sem
vestur yfir fór, var smalað saman og rekið austur yfir
á brú, sem er sunnan við túnið á Stafni.
Þegar svona var komið, fóru ráðamenn Eyvindar-
staðaheiðar hreppsstjörar og fjallskilastjórar að ráða
ráðum sinum og þá fyrst það, hvað átti að gera við
kindaskrokkana. Ekki mátti láta þá verða að hræum
liggjandi um allar eyrar og særa með þvi augu vegfar-
enda. Niðurstaða varð sú að grafa hið dauða sauðfé í
kvíslarfarvegi sunnan og austan við brúna. Að þvi var
svo gengið með miklum dugnaði. Þrír vörubílar voru i
förum og hópur dugandi manna vann að þvi að hlaða
bílana. Ekki komust rnenn þurrt við það, voru mittis-
blautir og létu það ekki á sig fá. Á staðnum, þar sem
grafa skyldi voru nokkrir menn, að telja og skrifa
mörk. Eftir þvi sem ég veit bezt, var endanleg tala
þess fjár sem fórst 432 kindur.
Fréttir sem birtust i blöðum um þennan atburð voru
ýmsar ónákvæmar og sumar villandi. Frásögn
Magnúsar á Sveinsstöðum var tiokkuð rétt. það sem
hún náöi, enda var hann áminntur um sannsögli,
þegar hann kom á staðinn, en það þótti mér óviðkunn-
anlegt, að hann notaði orðið hræ 8 eða 9 sinnum í
tveimur stuttum blaðagreinum. Þetla er liklega ntál-
Franthald á bls. 16.