Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Qupperneq 6
Hjá Lárusi Grímstungubónda og Yatnsdalsbændum bæði um hjálpsemi þeirra og þrætumál þar sem hart hefur verið dæmt í bili, en fullar sáttir orðið er frá leið. Hér er sérstakt með það að hvert stórbýlið er við annað úti í dalnum. Velmegun hefur alla tíð veriö hér hjá fjöldanum og ekki hefur þaö verið til baga að búa í einhverjum allra fegursta dal landsins þar sem merkir þættir íslandssögunnar hafa átt leik.“ „Höfum lifaö eftir bodoröunum“ Ég spurði Lárus um hjónaband hans, en í því kom Magni inn með meira kaffi á hitageyminum. Það var sami gállinn á Lárusi: „Farðu bara að leggja þig, Magni minn, það er víst móðins." „Við Péturína Jóhannsdóttir," hélt hann áfram, „giftum okkur 1915. Hún kom til mín 1910 ásamt fósturforeldrum sínum, Jakob Árnasyni og Krisfínu Sveinsdóttur. Við eigum 6 börn á lífi, misstum tvö ung, en líklega eru á milli 50 og 60 á lífi út af okkur, svo segja má að við höfum lifað eftir boðorðunum aö margfalda og uppfylla jörðina. Börnin eru Björn á Auöunnarstöðum, Helga Sigríður í Þór- ormstungu, nú á Blönduósi, Ragnar í Kópavogi, Grímur í Reykjavík, Kristín á Bakka og Eggert Egill í Hjaröartungu." „Aö segja í fullum tón sína meiningu er aö vera madur“ Ég spurði Lárus hvernig sjóndepran vendist? „Það fór aö daprast sýn hjá mér fyrir 10 árum og það er margbúið að krukka Ingvar á Eyjólfsstöðum. í mig síðan. Vinstra augað er blint, en ég sé glóru með því hægra. Þegar loftlétt er úti sé ég fyrir brúnum og enn er ég klár á hesti, enda á stjái milli bæja fram í myrkur, en þá verð ég aö hóa og láta glymja í mér. Stundum trúi ég varla að svona geti fariö, ég er jafnvel áttavilltur inni í húsum, en þetta er nú mín reynsla af tilverunni. Ég er sannfærður um að ef ég heföi fulla sjón þá væri ég í fullu starfi ennþá. Ég hef verið með þetta hátt á 3. hundrað á fóðrum síðastliðin ár, en alls er ég búinn að búa í 68 ár og alla tíö meö frekar stórt bú. Ég hef verið léttlyndur og lífsglaður, en svo er nú komiö aö ég get ekki stillt mig um aö segja mína meiningu þótt sumt fólk þoli ekki aö sannleikurinn sé sagður. Því ekki að segja í fullum tón sína meiningu, það er að vera maður. Ég var talinn góöur húsbóndi og hjúasæll, en einu sinni á síðustu árum réö ég til mín hjón sem tolldu í viku. Þetta finnst mér óeðlilegt. Það er sagt um ungdóminn aö hann sé í framför og svo vildi ég að væri því margt er gert fyrir unga fólkið til þess, en þaö er margt neikvætt sem liggur í því, mikið los, aöeins hugsað um að eyða hverjum pening og yfirleitt látið reka á reiðanum. „Það er eins og að míga í mel...“ Menntun er góð að vissu marki, en það er þýðingarlaust að halda unga fólkinu svona lengi í skólunum án þess að það fari með nokkrar fastar upplýsingar í huganum. Mér hefur alla tíð þótt góður vísuparturinn: „Það er eins og að míga í mel, að mennta þá sem gleyma.“ Þaö er þýöingarlaust að vera að kenna þeim sem ekkert getur festst í og það er jafn fjarstætt að ætla öllum það sama, enda mun sá skilningur nú viðurkenndur almennt af kennurum. Ég tel lestrarkunn- áttuna vera í afturför og hef góða viðmiöun í þeim efnum. Ég var hér í skólanefnd í 30—40 ár og þar af formaður í 16 ár. Ég fylgdist vel með krökkunum á þessum tíma, en lestrarkennslan segir mikið. Skólamenntunin er óholl með auknum fríum og það er mín reynsla í seinni tíð að fólkið er þeim mun verr kallað til vinnu sem frítími þess er lengri og staðreyndin er sú að allt of margir nota frítímann til ýmislegs sem ekki er heilbrigt. „Barn sér maður ekki lengi heilbrigt iöjulaust“ Það erfiöa hefur reynzt mér vel, það hefur verið gott nesti. Ég fór í göngur í yfir 60 ár, en á níunda ári stóð ég fyrst yfir fé meö Þorsteini bróöur mínum. Ég var ekki bráðþroska og þegar ég gifti mig 25 ára gamall óx ég upp úr giftingarfötun- um. Þegar ég kom hingað í Grímstungu á 10. ári 1899 þá voru vigtuð hér heima á annað hundraö fjár og síðan selt í Víöidal. Ég var látinn labba með rekstrin- um með öðrum manni og þannig hefur tíðin drifið, en hvorki þarf ég að kvarta undan veiki í fótum eða baki. Nei, barn sér maður ekki lengi heilbrigt iðjulaust." „Heiðaferðirnar eru skemmtilegar“ Ég spurði frekar um fjárrekstrarferðir? „Arin 1932 og 1933 rákum við tveir hér sláturfé suður yfir Grímstunguheiði og Kaldadal til Reykjavíkur. Þetta voru liðlega 700 fjár og þar af áttum við Guðjón frá Marðarnúpi tæp 700. Þaö má segja aö hæpið sé aö fara yfir fjallveg á hausttím- anum með svo margt fé, en þetta heppnaðist. Viö höfðum mjög góða menn í reksturinn. Það þarf mikiö lag aö reka svo margt fé langa leið, 9—11 daga, en það var einkennilegt hvað það hélt fallþunganum. Hallgrímur Kristjánsson í Kringlu í Torfalækjarhreppi var rekstrar- stjóri. Heiðaferðir eru skemmtilegar, það hefur mér alltaf fundist. Þær geta veriö öröugar, en tilfellið er að örðugleikarnir skilja ef til vill mest eftir. Það var ákaflega sjaldan að við urðum alveg strand í göngunum. Tvisvar sinnum þurftum við aö liggja fyrir, sinn daginn hvorn, en oft hefur þoka og hríð tafið. Samband viö landið á göngu og vinátta hestsins Ég hef farið feikilega oft í eftirleitir að vetrinum og það er ekki síöur skemmtilegt en ferðalög að sumrinu. Sambandið við landið verður svo sterkt á heiðunum. Þessar fallegu fjallasýnir hrífa hugann, en mér finnst hálendiö draga mig meira til sín gangandi en ríöandi um það. í fjölda ára var ég við grenjavinnslu og mikið hreifst ég af kynnum við tófuna. Hún er vitur og Guðjón frá Marðarnúpi. klók og maður hafði yndi af að reyna að snúa á hennar klæki. í slíkar ferðir fór ég fram til jökla og út um fjöll og einnig norður á Skaga, en þær voru margvísleg- ar veiðibrellurnar sem beita þurfti. Ég lá eitt sinn á 5 grenjum í 10 daga norður á Skagatá og fékk 500 kr. fyrir. Það var mikill peningur 1923. Þá geröi ég út meö tvo hesta og sitthvaö fleira, en þaö var ekki alltaf sofiö mikið. í þeirri ferö var meö mér Jóhann Brynjólfsson frá Ytri-Ey. En þótt sambandiö viö landið sé sterkara á göngu, þá hefur vinátta hestsins jafnað metin í reiðtúrunum. Ég hef alltaf haft mikið yndi af að feröast á hestum um landið, klárarnir urðu svo miklir vinir manns og undarlega langa dagleiö gat maður farið á hestum ef vel var á haldið. 1930 komum viö hjónin sunnan úr Reykjavík. Við fórum í bíl til Þingvalla, en frá Kárastöðum í Þingvalla- sveit fórum viö ríðandi og það tók réttan sólarhring að komast heim að Grímstungu með öllum stönzum úr Reykjavík. Ég hafði ákaflega mikið gaman af leitarflugferöum með Birni Pálssyni flug- manni. Þaö var svo skemmtilegt útsýni sem opnaðist. Ég man sérstaklega árið 1955 er hann fór með okkur hjónin og Grím son okkar suður yfir Kjöl, Kerlingar- fjöll, Þórisvatn og Þjórsá. Prestbakki á Síöu var fyrsti bærinn sem viö sáum frá för úr Vatnsdal, en viö vorum eina klukkustund og 7 mínútur til Kirkjubæjar- klausturs. Allra fegursta útsýni sem ég hef séð var fyrir sunnan Hofsjökul, austur yfir Arnarfell í Vatnajökul og til hægri yfir Fiskivötn, Tungnaá og Þjórsá. Það var stórkostlegt." „Hef verið laginn í að gagga yrðlingana fram“ Ég spurði nánar um refaveiðarnar? „Við vorum mörg vor saman á grenja- vinnslu, Sigurður Erlendsson frá Stóru- Giljá. Það var alltaf mikið kapp í að vinna þetta á sem skemmstum tíma, en hvaö fljótastur var ég að vinna grenin með Sigurði. Ég lék mér stundum að því aö reka yrölingana út meö járnteini ef læöan var inni. Hark með teininum var þaö sem dugöi og þegar ég reyndi þetta fyrst þaut læðan meö miklum krafti út. Ég þreif til byssunnar og lét dynja á henni úr báöum hlaupum. Færiö var aftan á hana og hún féll ekki strax, en hvarf yfir hæö um 400 metra í burtu. Þar spratt rebbi upp og þau hurfu saman yfir aðra hæð. Ég hlóð byssuna og hljóp og hljóp, en af hól sá ég tófuna liggja steindauða og rebba lyktandi af henni. Ég fékk þó ekki færi á honum fyrr en ég komst nær. Yrðlingarnir í greni þeirra voru þaö ungir aö ég varð aö setja vægan reyk til aö heyra ýlfrið. Ég gerði það þarna, en náði síðan í skóflu til þess aö stinga mig niður í grenið. Síðan lagaöi ég þetta aftur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.