Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Qupperneq 8
Jón Engilberts var eftir- minnilegur og litríkur mað- ur, sem brá stórum svip yfir dálítið hverfi og bærinn varð fátæklegri við fráfail hans. Það var undravert áræði á fyrriparti aldarinnar að brjótast til náms í myndlist úr fátæktinni og van- þróuninni, sem hér ríkti þá. Samt gerði Jón það ásamt fleiri braut- ryðjendum íslenzkrar myndlistar. Hann átti ekki alltaf sjö dagana sæla( þetta voru erfiðir tímar fyrir listamenn og ekki varð lífsbarátt- an auðveldari eftir heimkomuna til íslands í stríðsbyr jun. Við yfirlitssýninguna, sem hald- in var á verkum Jóns Engilberts að honum látnum, rann upp fyrir mörgum til fulls, hver átakamað- ur Jón hafði verið í myndlist. Það var stórkostleg sýning og eftir- minnileg eins og maðurinn sjálfur að baki verkanna. Þau voru litrík og sterk og full af ástríðu eins og hann hafði verið. En umfram allt frábær listaverk, sem vitnuðu um tilfinningu og áratuga þjálfun. Því miður var Jón Engilberts ekki metinn eins og vert var í lifanda lífi og mun hann hafa fundið sárt til þess sjálfur. er enn á ferðinni Um þessar mundir hefst sýning á teikn- ingum frá námsárum listamannsins, frum- drögum verka og öðrum myndum, sem hann lét eftir sig og ekki hafa verið sýndar áður. Það átti ekki við Jón Engilberts að standa í fátæktarbasli. Hann var heimsborgari með víðan sjón- deildarhring og lágkúrulegur kritur, scm heyrir til fámennum plássum, var honum fjarri. Ilann hefði þegið að geta haft allan heiminn undirt búið að vild á fjarlægum stöðum og geta drukk- ið í sig framandi áhrif. ísland varð Jóni Engilberts aldrei sérstakt yrkisefni. Hann var ekki lands- lagsmálari eins og margir sam- tíðarmcnn hans í listinni, sem mestra vinsælda nutu. Maðurinn sjálfur var Jóni Engilberts enda- laust yrkisefnit einkum og sér í lagi konur og hann gerði meira af erótfskum myndum en flestir landar hans fyrr og síðar. Jón Engilberts vann í skorpum og var þá hraðvirkur. Áhugi hans var slíkur, segir Tove kona hans, að hann var ekki fyrr kominn framá rúmstokkinn á morgnana, en hann var byrjaður að teikna. Þessvegna liggur urmull teikn- inga og frumdraga eftir Jón. Þær hafa ekki verið sýndar fyrr en nú í Norræna húsinu og er að því mikiH fengur. Jón átti líka 1 fórum sínum mikið af tcikningum frá námsárunum ytrat kolteikn- ingar af módelum á brúnleitan pappfr, sem lfklega hefur verið notaður vegna þcss hve ódýr hann hefur verið. Þessum teikningum hefur verið rúllað saman f stranga og þrátt fyrir allt hafa þær varðveizt vel. Það er hrcssandi viðburður, að Jón Engilberts skuli vera á ferðinni einu sinni enn. Kominn er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.