Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Síða 9
tími til að hann sé metinn að
verðleikum. Eitt af þvf sem bíður
betri tíma er að géfa út verðuga
listverkabók um Jón. En það er
dýrt fyrirtæki og markaðurinn
ekki stór. Kannski er ekki við því
að búast að bókaútgefendur ráðist
í slíkt verk. Aftur á móti sýnist
það vera kjörinn vettvangur fyrir
Menningarsjóð.
Teikningar hafa að jafnaði ekki
verið mikils metnar, enda næsta
fátítt að málarar sýni frumgerðir
mynda, eða sjálfstæðar teikning-
ar. Þegar blaðað er gegnum stafla
af ýmisskonar teikningum, sem
Jón Engilberts hefur látið eftir
sig, kemur í ljós að hann hefur
ekki litið á þær sem ómerkilegt
riss. Hann hefur litið á þær sem
fullgilt listform og yfirleitt eru
þær merktar. Stundum vann hann
smámyndir með krítarlitum og
bleki eins og sjá má á forsíðunni
og hér að ofan. En það skipti ekki
máli, hvaða efni Jón hafði í
höndunumi alltaf varð hin endan-
lega útkoma með svo skýrum
pcrsónulegum einkennum, að ekki
leynir sér, — jafnvel þótt myndir
hans beri fyrir augu eitt andartak
og það á löngu færi.
Gísli Sigurðsson.
■■■
■■■
JV A 1
w / ■ Æ mliÉ 1 itll i l mM