Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Blaðsíða 10
Fjöldi mynda hefur náöst af fljúgandi diskum um víöa varöld og viröast þeir nokkuð sitt meö
hverju móti aö lögun. Þessi mynd náöist í Florida i ágúst 1989 og gaf diskurinn frá sér suöandi
hljóö.
Að neðan til vinstri: Óvenju skýr mynd af fljúgandi diski, tekin yfir fjalllendi Perú í
Suöur-Ameríku 1967. Til hægri: UFO, eða ókennilegur fljúgandi hlutur yfir Danmörku.
Um borð
í fljúgandi
diskum
Fljúgandi diskar sjást alltaf annað slagið um víða veröld
og urmull er nú til af myndum af þeim. Aðeins örfáir
hafa þó átt þess kost að skreppa um borð, sjá diskverja
augliti til auglitis, eða verið fluttir þangað gegn vilja
sínum. Hér segja þrír Bandaríkjamenn frá þessari
makalausu reynslu.
Frásögn
Charles Hickson:
Þann 11. október 1973 fórupri viö Calvin
Parker úr vinnunni klukkan 3.30. Ég
borðaði miðdegisverð og tók til veiði-
græjurnar mínar. Það tók sinn tíma. Ætli
klukkan hafi ekki veriö rúmlega 5 þegar
viö komum aö Pascagoula-ánni. Þaö var
farið aö dimma. Við sátum á dálítilli
bryggju með færiö út í ánni þegar ég tók
eftir undarlegu hljóði — eöa hvissi, það
var engu líkara en þegar gufu er hleypt
af katli.
Ég leit við og sá þá þessi tvö bláu Ijós.
Um leið hætti hljóðið. Ljósin voru hlið við
hliö og voru nærri eins sterk og bílljós í
svo sem 100 feta fjarlægö.
Það var alveg greinilegt að þetta var
einhverskonar farartæki og ég varö bara
alveg agndofa. Ég geri mér ekki grein fyrir
stæröinni vegna þess aö þetta var svona
á bak við mig. Þó virtist mér þetta geta
veriö um þaö bil 90 fet aö lengd og 30
á hæö. Framan á voru kýraugu eöa
gluggar — ég sá bara tvö — gátu þó veriö
fleiri. Og þegar hljóöiö hætti, þá lyftist
þetta ferlíki frá jöröu. Nú var mér ekki
fariö aö standa á sama. Og þá var eins
og opnaöist hurö á þessu og Ijós sást fyrir
innan. Þá birtist eitthvaö kvikt í gættinni
— þrennt, sem stóö upprétt og sveif
frekar en gekk út. Ég sá móta fyrir fótum
þó var þetta ekkert göngulag. Þessu get
ég þó ekki lýst nákvæmlega því þegar hér
var komiö var ég satt aö segja orðinn
mjög hræddur.
Calvin var líka hálf-dauður úr hræöslu.
Á augabragöi voru þeir komnir að
okkur og þrifu í handleggina á mér og ég
fann sáran sting. — eða svoleiðis.
Höfuöin á þessu voru ekkert lík manns-
höföi — enginn háls — andlitin mjög
hrukkótt og þverhrukkur líka á handleggj-
um og um þá alla. Þetta var ekkert
venjulegt hörund, en minnti einna helzt á
fílshúö, grátt aö lit og grófgert. Ég get ekki
lýst þessu nákvæmlega. EitthvaÖ var þó
framan í þeim sem minnti á nef. Svo
suöaöi stööugt í einum þeirra. Hendurnar
voru líkastar krókum eöa svona „lúffum".
Ég get sagt þaö satt, aö ég hef mikiö
velt þessu öllu fyrir mér síöan — ég get
ekki verið viss, en þetta líktist vélmenn-
um. Hreyfingarnar voru svo vélrænar.
Ég trúi því statt og stööugt aö þeim,
sem suöiö heyröist úr, hafi veriö fjarstýrt
— frá ööru geimfari.
Jæja, svo var bara eins og ég lyftist frá
jöröinni og í þeirra hæö og ég sá aö Calvin
var bara alveg máttlaus. Svo var eins og
viö liöum áfram í lausu lofti aö farinu og
þegar inn fyrir kom var Ijósiö svo skært
aö ég blindaðist næstum. Viö vitum ekki
fyrir víst hvort Calvin var settur inn í fariö
líka. Ég man þaö ekki. Og sjálfur var hann
í öngviti.
Inni voru veggirnir hringlaga. Ég sjá
engan Ijósabúnaö, Ijósin virtust koma úr
veggjunum.
Þegar þarna var komiö sögu, þá var
eins og einhver furöuhlutur eöa hvaö ég
á aö kalla þaö kæmi út úr veggnum. Þetta
var ekki beint kringlótt — þó, og
skoppaöi svona eins og fótbolti. Á þeirri
hlið sem aö mér snéri var eitthvaö sem
minnti á Ijósop á myndavél og var úr ööru
efni eöa öðruvísi á litinn aö minnsta kosti.
Ég hef aldrei á ævi minni séö neitt þessu
líkt. — Svona hvít-silfrað á litinn. Þetta
kom næstum framan í mig og stöövaðist
þar nokkrar sekúndur. Svo lækkaöi þaö
og fór undir mig. Ég var alveg tilfinninga-
laus en var sennilega æöislega hræddur.
Ætli ég hafi ekki sagt: „hvaö á aö gera viö
mig?“, en — þótt ótrúlegt sé, heyrði ég
ekki sjálfan mig segja neitt. Ég hef líklega
bara hrópaö í huganum. Ég veit það ekki.
Svo hækkaöi þessi hlutur sig aftur í
sömu hæö og fyrr og virtist hverfa inn í
vegginn.
Eg hékk þarna einsog í lausu lofti — gat
ekki hreyft mig.
Svo eins og svifum viö út um dyrnar
aftur og staödæmdumst á sama staö á
bakkanum. Calvin stóö þá þar meö
útréttar hendur eins og stytta. Ég fann
þegar fætur mínir snertu jörðina, en
iappirnar kiknuöu undir mér, — líkiega af
hræðslunni. Ég fór aö skríöa í áttina til
Calvins og þá heyrði ég suöiö aftur. Ég
leit viö og sá þá aö Ijósiö úr dyragættinni
var horfið og bláu Ijósin bliknuöu og í
sömu andrá var allt horfið. Ég varö aö
dangla nokkrum sinnum í Calvin áöur en
hann rankaði viö sér. Þá fór hann að
öskra eins og vitlaus. Hann var bara eins
og ruslahrúga en loks gat ég talaö viö
hann og hann róaöist þegar ég sagöi
honum aö þetta væri horfið.
Viö vissum ekkert hvaö viö áttum aö
gera. Ég sagöi: „Heyröu, Calvin, viö
skulum engum segja frá þessu. Þaö trúir
okkur hvort eö er enginn".
Frásögn
Betty Hill:
í september 1961 ákváöum viö, maður-
inn minn og ég, aö taka okkur frí. Viö
vorum á ferö í Lancaster í New
Hampshire þegar viö komum auga á þaö
sem okkur sýndist vera stór stjarna —
rétt viö tungliö. Þaö var engin umferö um
veginn og svo bjart af tunglinu aö viö
þurftum varla aö hafa bílljósin kveikt. Nú,
þetta Ijós varö stööugt stærra um leiö og
þaö nálgaöist og þá sáum viö aö þetta var
engin stjarna. Svo breyttist stefnan á
þessu, þaö fór fram fyrir tungliö — þá datt
okkur Barney í hug aö þetta væri
gervitungl. En þegar viö fórum út úr
bílnum og fórum aö skoöa þetta í
kíkinum, þá sáum viö aö svo var ekki.
Þetta var alsett litlum Ijósum og var ílangt
að lögun.
Við ókum aftur af staö og Barney var
alltaf aö segja mér aö fylgjast meö þessu
út um gluggann. Þá sá ég aö þaö
nálgaöist okkur og „sikk-sakkaöi" í 90
gráöu horn til og frá. Og þegar nær kom
sá ég glampa á yfirboröiö, og þetta
hringsnérist mjög hratt. Svo nam það
staðar yfir þjóöveginum í álíka hæö og 10
hæöa hús. Ég sá tvöfalda gluggaröö og
rauö Ijós sitt hvoru megin.
Barney fór út og gekk nokkur skref frá
bílnum. Þá fluttist þessi hlutur yfir akurinn
bílstjóramegin við bílinn. Ég sat kyrr í
bílnum og Barney gekk í áttina aö þessu,
og horföi á þaö í gegn um kíkinn. Næsta
dag sagöist hann hafa séö verur á
hreyfingu í gluggunum og honum fannst
þær gefa sér merki um aö nema staöar.
Þá væri honum óhætt. En líklega varö
hann hræddur því hann kallaöi: „Þeir ætla
aö taka okkur".
Barney hljóp aftur inn í bílinn og viö
ókum burt á ofsahraöa. Hann æpti á mig
aö fylgjast meö þessu út um gluggann.
„Þeir eru beint yfir okkur," sagöi hann. Ég
rak höfuðið út um gluggann en sá ekkert.
Þegar ég fór aö tala í dáleiöslu seinna
kom í Ijós aö ég haföi bara horft á botninn
á þessu ferlíki.
Þegar ég lokaði bílglugganum heyröum
viö bæöi eins og suö í rafmagni og bíllinn
titraöi.
Viö mæltum hvorugt orö á leiöinni heim.
Þaö var engu líkara en við værum aö
vakna úr dásvefni. En ég sagði þó við
Barney: „Trúir þú aö til séu fljúgandi
diskar?“. „Láttu ekki svona", sagöi hann.
Þá byrjaöi suöið aftur.
Viö ákváöum aö segja engum frá þessu.
En svo fór mig aö dreyma um þetta æ
ofan í æ. Ég var viss um að þetta heföi
veriö fljúgandi diskur eöa geimfar og vel
gæti veriö aö viö heföu.n oröiö fyrir
líkamlegu tjóni. En Barney varð alltaf
reiöur þegar ég minntist á þetta. „Fólk
heldur bara að viö séum snargeggjuð,“
sagöi hann.
Svo komu tveir vísindamenn og yfir-
heyröu okkur og þá kom í Ijós aö þetta
hafði allt tekið lengri tíma en okkur var
Ijóst. Þeir ráölögöu okkur aö fara til
sálfræðings sem notaöi dáleiösluaöferöir
og þaö gerðum viö í janúar 1964, þegar
Barney var kominn meö innvortis mein-
semd.
Læknirinn dáleiddi okkur hvort fyrir sfg,