Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Side 11
Travis Walton (sjá frásögn hans, sem hér fylgir með) lýsti diskverja Þannig og teiknaði samstarfsmaður Waltons eftir lýsingunni. Til hægri: Ekki er Það ný bóla, að fólk sjái furðuhluti á lofti. Þessi teikning er í gögnum hjá Sögufélaginu í Chicago og lýsir Því, Þegar menn Þar um slóðir sáu þaó sem Þeir nefndu loftskip 12. apríl 1897. svo við vissum ekki hvað hitt sagði. Þá endurlifðum við þetta allt. Þá kom líka í Ijós að við höfðum farið um borð í þetta geimfar. Læknirinn lofaði okkur að heyra af segulbandi það sem við höfðum sagt og þá var auðheyrt að við höfðum fariö út úr bílnum og gengiö þennan mjóa stíg. Og þar var hópur karla. Þeir voru stuttir og Ijótir og öðruvísi en fólk — en ég geri mér ekki Ijósa grein fyrir hvernig þeir voru. Ég var ekki hrædd en þegar bílvélin stöðvaðist og þrír komu að bílnum, varð ég gripin skelfingu. Einn þeirra rétti höndina upp aö andlitinu á mér og þá varð ég alveg frá. Mér fannst ég vera sofandi en ég vildi ekki sofa. Loks tókst mér aö vakna og þá voru þessir karlar allt í kringum okkur. Og tveir tóku undir handleggina á mér og aðrir tveir drógu Barney. Ég kallaði „Barney, vaknaðu", og einn sagöi rétt við eyrað á mér meö skrítnum framburði en þó á ensku: „Heitir hann Barney?“. Og ég sagði: „Þér kemur það ekki við“. Þá sá ég geimskipiö. Þaö glampaöi á það í tunglsljósinu. Það stóö á jörðinni og viö gengum upp einhvern stiga, og inn um opnar dyr. Barney fór inn um aörar. Herbergiö var kringlótt eins og kaka og þarna var skært bláleitt Ijós sem skein út úr veggjunum. Fyrst treysti ég mér ekki til að horfa á þessa karla en svo sá ég að augun í þeim voru svört og stingandi og óhugnanleg. Mér fannst ég horfa í augun á snák. Þeir voru ekki með eyru og hörundiö var gráleitt. Samt fannst mér þetta vera menn — eða líkt mönnum — og líklega svona á miðjum aldri. Þeir settu mig á stól og skoðuðu í mér augun, eyrun, nefið, hálsinn og háriö. Einn skoðaði á mér húöina í gegn um smásjá og honum varð eitthvað mikið um. Hann tókst allur á loft og kallaði í annan. Svo settu þeir mig upp á borö og fóru að prófa taugaviöbrögðin í mér og lögðu einhverja víra viö mig eins og við heilalínurit. Svo náði einn í eitthvert tæki meö nál og setti viö naflann á mér og þá æpti ég: „Nei, nei, þetta er sárt“. Þá uröu þeir hissa og annar þeirra lagði hendina yfir augun á mér og þá hvarf sársaukinn. Ég þóttist skilja aö þeir ætluðu ekki að meiða mig. Annar sagði að þeir væru aö athuga, hvort ég væri ófrísk. Þegar þessi náungi fór inn í herbergiö til Barneys þá sagði ég við hinn: „Get ég ekki fengið eitthvaö til sönnunar því aö þetta hafi gerst?“ „Hvað viltu fá?“, spurði hann. Ég leit í kring um mig og sá þá bók með einhverjum táknum sem raðað var í dálka. „Ég tek þessa bók“, sagði ég og hann sagði: „Gott og vel“. Svo kom þessi rannsóknarmaöur eða hvaö ég á aö kalla hann aftur inn með fölsku tennurnar hans Barneys í annarri hendinni og fór að banka í tennurnar á mér. Ég sagði honum aö viö misstum stundum tennurnar af slysförum eöa vegna veikinda eða af elli.„Hvað er elli?“, spurði hann. Ég gat ekki komið honum í skilning um að okkur er ætlað að verða hundrað ára en fæstum tekst það. Og svo sagði ég: „Hvaðan ert þú?“, en þá opnaði hann vegginn og sýndi mér stjörnukortið. Breiöu línurnar sýndu þær leiöir sem þeir færu oftast, en mjóu línurnar þar sem þeir færu sjaldan. Brotnar línur sýndu hvert þeir færu í rannsóknarleiðangra. Ég var bara kát þegar við vorum að fara, en þá heyrði ég að þessi áhöfn eöa hvað það nú var, fór að pískra og þrefa um eitthvað. Þá kom foringinn til mín og tók af mér bókina. „Þaö er búið að ákveða aö þú eigir að gleyma þessu öllu“, sagði hann. Ég varö svo reið að ég fór að grenja og ég sagöi: „Ég skal aldrei gleyma þessu“. Og svo sagði ég: „Ég gat ekki svaraö öllum spurningunum, en ég skal sjá um aö þið getið hitt færara fólk ef þið komiö aftur". Og þá sagöi hann: „Ég veit ekkert um það, við ákveðum þaö ekki“. Svo ég spurði: „En hvernig á,ég að vita, hvar ég get hitt ykkur ef þið komið aftur?“, og þá sagði hann: „Það er enginn vandi. Viö finnum alltaf þá sem viö ætlum að finna". Frásögn Travis Walton: Viö vorum 7 saman að vinna viö aö grisja kjarrlendi á Mogollon Rim 10 mílur suður af Heber í Arisona. Þetta var í nóvember 1975. Viö vorum að Ijúka dagsverkinu og bjuggumst til aö leggja af staö heimleiðis. Þaö var farið að rökkva svo viö settum rafmagnssagirnar í bííinn. Viö ókum þarna eftir skógargötunni og sáum þá allt í einu þetta Ijós í þykkninu fram undan. Ég hélt fyrst aö þetta væri bara af sólarlaginu en þegar viö komum út úr skóginum sáum við þennan furðuhlut svífandi þarna. Allir ráku upp undrunaróp og viö stöðvuöum bílinn. Þetta var svona um 60 fet í þvermál og í laginu eins og tvær steikarpönnur og það sveimaði um það bil 30 fet frá jöröu og lýsti af því. í miðjunni var dökk rák en þó ekki neinir gluggar svo séð væri, en frá þessu lagði hita. TRAVIS WALTON CIIARLES IIICKSON BETTY IIILL Ég stökk út úr bílnum og gekk nær. Um leið heyröi ég suð eins og þegar vél er ræst. Svo hækkaði hljóöið og varð að ískri. Þá ætlaöi ég aö snúa viö — stóö þarna hálfboginn — en um leið og ég rétti úr mér, sortnaði mér fyrir augum eins og af rafmagnsstuði. (Félagar Waltons sem þarna voru staðfesta aö Ijósgeisli frá farartækinu hafi lent framan á brjóstið á honum og hann hafi hentst á loft og skolliö síðan til jarðar. Þeir uröu ofsahræddir og lögöu á flótta. Skömmu síöar sáu þeir hvar farartækið leiö til lofts og hvarf. Þegar þeir komu aftur á staöinn, var Walton hvergi sjáanlegur). Þegar ég kom til meövitundar lá eg á bakinu uppi á einhverskonar bekk og var gagntekinn sársauka um allan skrokkinn. Eg lá bara kyrr og var að reyna að átta mig á hvar ég væri. Ég sá að eitthvað lá ofan á brjóstinu á mér — eitthvert tæki eöa hvaö ég á að kalla það, úr gráleitu plasti og þetta féll alveg aö mér. Skyrtan var dregin upp um mig en ég var í jakkanum. Ég furðaði mig á því að ég hafði ekki verið færður úr honum því það var heitt þarna inni. Ég hélt aö ég væri á sjúkrahúsi. Svo leit ég til hliðar og sá þá þessa þrjá náunga eöa furöufugla standa yfir mér. Þeir voru frekar smávaxn- ir ef miðaöa er við meðalhæð manna — hálslausir, smágeröir í andliti meö stór egglaga augu. Snjóhvítir voru þeir í framan meö fimm fingur á hvorri hendi en engar neglur. Munnurinn var lítill en þeir yrtu aldrei á mig. Þeir voru í síðum brúnleitum víöum samfestingum, kraga- laúsum og ermarnar rykktar að úlnliðnum. Ég reis upp í fáti og þá datt þetta tæki, sem ofan á mér var, á gólfið. Ég stökk á fætur og rak þeim sem stóö hægra megin viö mig bylmingshögg og tók mér stöðu upp við vegginn. Ég fór að öskra á þá en þeir stóðu bara aögeröarlausir og fóru svo út. Ég var hræddur um aö þeir kæmu aftur svo ég fór líka út en í gagnstæða átt. Þá kom ég fram í dimman gang og loks í hringtaga herbergi. Á miöju gólfi var stóll með um 25 hnöppum á hægra arminum og einhvers konar gírstöng vinstramegin. Birtan inni var heldur lítil þarna en þó var eins og stjörnur sæjust gegnum vegginn. Ég veit aö þaö er ótrúlegt, en mér fannst þær sjást í gegnum vegginn. Loftið var hvolflaga og stjörnur sáust líka í gegn um gólfið. Ég settist í stólinn og færði gírstöngina og þá hreyfðust stjörnurnar . Þarna var lítiö grænt tjald á veggnum og þegar ég ýtti á hnapp komu svört strik á þetta gjald. Svo þorði ég ekki að ýta á fleiri hnappa. Þá heyröi ég umgang og leit við og sá þá mann — mennskan aö sjá — koma inn. Þarna voru nefnilega tvenns konar verur. Þeir sem ég sá fyrst voru um 150 cm á hæð og í þessum brúnu fötum og svo hinir síðarnefndu. Þeir voru bara eins og venjulegt fólk. Þessi var á hæö viö mig, kraftalega vaxinn, ungur í útliti og þó þroskaður með skollitt hár. Hann var í aðskornum bláum einkennisfötum meö hjálm á höföi og eitthvað svart á fótunum. Ég gekk til hans og fór að æpa eitthvaö að honum. „Ertu frá jörðinni?" eða eitthvað þess háttar. Hann gaf mér bendingu um að koma nær og ég hugsaði: Hann er jaröarbúi. Hann brosti og tók um handlegginn á mér og við fórum út og inn í lítið herbergi. Þaö hlýtur aö hafa verið loftþétt því þar vorum við smástund og svo fórum við áfram út. Þetta farartæki sem við komum úr virtist vera inni í stórri byggingu eöa skýli. Því var skiptí smærri einingar með þilplötum. Tvö eða þrjú önnur farartæki sem þarna voru, voru töluvert öðruvísi en þaö sem viö komum úr, Þó voru þau öll disk-laga. Viö gengum eftir svalagangi og inn í herbergi með sjálfrennandi hurðum eins og eru á lyftum. Þar inni var þrennt — tveir karlar og ein kona. Öll áþekk. Þau settu mig í stól og sá, sem kom með mér, gekk aftur út. Ég reyndi aö tala viö þetta fólk en þau önsuöu mér ekki. Virtust þó full samúðar og mér fannst þau ekki hafa neitt illt í huga. Svo var ég lagöur upp á borö og ég veitti enga mótstööu. Þau lögöu eitthvað fyrir vitin á mér — líklega grímu og ég missti meðvitund. Síöan vissi ég ekkert fyrr en ég lá á götunni fyrir utan Heber. Ég leit upp og sá Ijós vera að hverfa. Ætli það hafi ekki verið hurð að lokast á farinu. Það hvarf svo beint til lofts. Ég heyrði engan vélargný og var hissa á því. Það var engu líkara en það hefði rofið hljóðmúrinn — hvarf svo bara. Þannig lýstu Þeir Charles Hickson og Caivin Parker (sjá frásögn þeirra, sem hér fylgir með) diskverjum, sem þeir sáu eins og greint er 1973. Til hægri: Lögregluforingi í Alabama sá undarlega veru á þjóðvegi árið 1973 og náði þá þessari mynd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.