Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Blaðsíða 5
... hann horföi á spegilmynd sína í sprengjunni. lögregluna kemst upp um þá, ég kalla á blaöamann og allt verður vitlaust. Riplogl heldur þetta gabb en ég bendi honum á að hringja suður á völl. J.J. renndi fram hjá kerskálanum langa álversins og fram undan var Hvaleyrarholtið, hann var svo viss um, að bandaríska hermálaráðuneytið myndi aöstoða hann við að Ijúka íbúðinni, að hann fór jafn vel þegar að íhuga hvort ekki væru einhverjir möguleikar á að hann héldi starfinu, hugsaöi, þeir hljóta að vera vilhallir manni, sem notar annað eins tækifæri. En þá varð breyting í svip þessa manns, J.J. Honum kom nýtt í hug. Ef hluturinn spegilgljáandi í farangursrými bílsins var nú ekki annaö en sýningargrip- ur. Skelin tóm. Meðan hann renndi skeifuna fyrir Hafnarfjarðarkaupstað breyttist lundarlag hans og þessi hugarhrelling náði tökum á honum, uns grár hversdags- leiki blasti viö honum. Ég get ekki vitað, hvort svo er eða ekki. Og auövitað bera þeir því við. Kjarnorku- sprengja; hún er miklu þyngri en svo, að ég geti lyft henni. Ég stend uppi atvinnulaus og búinn aö gera mig aö fífli! Stóð á kassa í skýlinu fyrir allra augum; skel, sem þeir hafa ætlaö að nota á morgun. Og skyndilega sá J.J. fyrir sér alvöru málsins, afhjúpaða innri gerð alls efnis í ryksúlu, sem reis til himins, storkandi í víöfeðmi sínu, steig áfram endalaust, girt hvirflandi hringstreymi skærgul, blásvört, svört og síöan hvít og svört á víxl eftir því sem opinberun hinnar hreinu orku varð auðsærri; fletti sundur hverju skýjalaginu af öðru og hélst af óhugnanlega einhæfri rökfestu aö grundvallarformum stæröfræði, hringir spruttu hver upp af öðrum, beinar línur, kúlur, uns efst í köldu skini háloftaheiöríkjunar myndaðist tígulform út frá svörtum punktum og þeir gegnsýröust gulu Ijósi. Hann sá þessa ógn á kvöldhimninum og geröi sér grein fyrir, hvað hann hafði talið sig aka með í farangursgeymslu bílsins. Hann var á báðum áttum, réttast væri aö hann sneri við. En hann var kominn langleiöina í bæinn, skynsamlegra að halda áfram úr því, sem komið var, og hringja út á völl. Hann gæti rennt suður eftir aftur í kvöld; þeir myndu taka þessu hálfvegis sem gríni og hann gæti jafn vel tekiö Stínu með að sjá Barböru Streisand og. Robert Redford í Svona vorum við. J.J. bjó í kjallaraíbúö í nýju fjölbýlishúsi á Melunum. Þegar hann renndi upp að húsinu, stóö svartur bíll við það miðsvæðis og í honum sátu tveir menn. Þegar hann hafði læst bílnum og bjóst til að ganga að húsinu, stóöu þeir í leið hans. Þetta voru stórvaxnir menn, annar mjór, hinn þreknari. Sá ávarpaði hann kurteislega á íslensku. Án frekari umsvifa sagðist maðurinn hafa rökstudda ástæðu til að ætla að J.J. heföi meðferðis hlut úr eigu hersins á Keflavíkurvelli, sem hann hefði ekki umráðarétt yfir, bað hann afhenda hlut þennan þegar. J.J. var vel kunnugur fasi herlögreglumanna, hann giskaði á að menn þessir heyrðu henni til eða ámóta starfshóp, vissi, að menn þeir voru því kærulausari í fasi sem meira mæddi á þeim og sýndu þá aöeins merki óöryggis að þeir hefðu ekkert að gera; í látbragöi mannanna tveggja, sem nú stóðu fyrir framan hann var bæði óöryggi og spenna. Mennirnir mældu hann út meö tilliti sínu og það var engu líkara en þeir tryöu ekki sínum eigin augum. Hann svaraði ekki beint, taldi sig ekki hafa neinu að tapa og var nú forvitinn. Hann sagöist ekkert hafa á sínum snærum, sem hann ekki ætti jafnt og hver annar. Hinn maðurinn sagði þá á ensku: Vertu sanngjarn. Hann svaraöi engu. Sá íslensku mælandi bað hann lofa sér að líta í farangursgeymslu bíls hans. Kemur ekki til mála, svaraði J.J. Hvern þremilinn eruð þið að sniglast? bætti hann við. Sá nú á mönnunum báðum fyrir víst, að þeir þrír gátu ekki verið aö tala um sýningargrip, það kom aðdáunarvottur í svip þess íslensku mælandi. J.J. gekk á snið viö mennina og þeir stóöu í sömu sporum. Ef þið hafiö ykkur ekki burt, kalla ég á lögregluna! sagði hann þverlega. Sá íslensku mælandi sagði: Ræöum málið betur; hvernig væri að bjóða okkur inn? Sem snöggvast var J.J. sleginn óöryggi, svo svaraði hann af íslenskri kerju stuttaralega: Nei. Sá sami hélt áfram: Þú mátt til að segja okkur, hvaö þú ætlar að gera. Bætti viö góölátlega um ieið og hann steig skref nær honum: Þú veist, að þú kemst ekki til hinna með hana. Þessi orð tóku af tvímælin og J.J. ruddi sig, hann bölvaði hressilega og þó ekki án tilgerðar, spurði: Haldiö þið mig vera kommúnista? Mennirnir hlóu nú báðir. Nei, auðvitaö ekki, svaraði sá sem fyrir þeim talaði með látbragöi sem merkti aö það hefðu þeir haldiö en gerðu ekki nú. Maðurinn setti upp sakleysissvip. Og J.J. til furöu bauö hann góöa nótt, þeir snerust þegar báðir á hæli og héldu að bíl sínum. Hér úti er ég fyrir allra augum, hugsaði J.J. ef ég fer inn, sé ég ekki sólina framar. Hann beiö og horfði á mennina í bílnum. Þeir litu ekki viö honum en geröu sig ekki líklega til að fara. Nú bíða þeir þangað til ég er kominn úr augsýn, þá brýtur annar upp farangursgeymsluna meðan hinn tefur fyrir mér ... En ég skil, hvað hefur gerst. Hvernig þessi furðulega staöa hefur komið upp. Hipparnir. Hann bankaöi í kjallaragluggann. Eftir nokkra bið kom Stína, svarthærð og föl og hespaði upp eldhúsgluggann. Hvað gengur á fyrir þér, maður? J.J. reyndi að snúa andlitinu án þess aö hreyfa höfuöið. Ég er í vandræöum með mennina þarna í svarta bílnum. Vertu við gluggann og ef ég kalla, þá hringirðu strax í lögregluna. Andlit Stínu flaut heimóttalegt í Ijóslausu eldhúsinu, gráum og bláum litlænum frá glugga og gangi, hún var skelkuð og ætlaði að fara að veröa margmál, en hann sagði: þegiðu nú og hlýddu. Og það gerði hún. Síðan fór hann út á mölina yfir að bílnum. Sá mjóslegni sat viö stýrið, hann renndi niður glugga. J.J. spurði: Ætliö þið að vera hér í nótt? Maðurinn svaraði: Við fylgjum okkar leikreglum, þú þínum. J.J. benti á Stínu. Ef þið farið ekki á stundinni, hringir hún á lögregluna. Maðurinn viö stýrið brosti meö niðurdregin munnvik, hann svaraöi engu en setti bílinn í gang. Sá svarti rann hægt út götuna og J.J. var með hugann suður á velli. óráössíja úr hippum. troðin mörgæs, hugsaði hann og sá fyrir sér tímaritseintak. Á undanförnum vikum og mánuöum höföu andófsmenn innan hersins gefið út tímarit, sem þeir kölluðu The stuffed pingvin og J.J. séö eintak aö minnsta kosti, kannski tvö. Þvílíkir menn hafa verið látnir taka á móti kassanum meö sprengjunni, hugsaöi hann. Eða hvernig máttu þau annars gerast þau undur og býsn, sem nú urðu: hann flutti kjarnorkusprengju inn í kjallarann. Hann ók bílnum alveg að dyrunum, því næst brá hann dráttarkaðli á egglaga gripinn eins og júgurbelti og þokaði sér svo áfram fet fyrir fet inn forstofuna og niður stigann. Stína var ólm að vita, hvað var að gerast, og varö þó að láta sér lynda að fylgjast með þessum að’gerðum og fá lítil svör eöa engin fyrst í stað; hún reyndi þá fremur en gera ekkert að aðstoða, sagði: Gættu þín á fellihurðinni, þú rekur þig í handriöiö, ég ætla aö taka mottuna, ég skal halda hurðinni. Og þegar maður hennar lagði frá sér sprengjuna á teppalagöan ganginn, rétti hún vasa með gerviblómum, sem oltið haföi við átökin og sagði: Viö getum ekki haft þetta í ganginum þótt fallegt sé. Hún strauk ryk af áletruninni og sagði: Nei, J.J. minn, nú er ég sko krossbit. Hann leysti júgurbeltiö, geröi kaðalinn upp og fleygði honum inn í skáp. J.J. útskýrði málið og ráöagerð sína yfir rjúkandi kaffibollum í eldhúsinu. Stína sagði gáttuð: Þeir skjóta þig í hakkaö kjöt og spakketti. Þú ert enginn Djeims Bond. Þeir á vellinum þora engu, svaraði hann þá borginmannlegur. Þeir eru svo hræddir við vinstri ólguna. Síðan hringdi hann í bandaríska sendiherrann. Sagði manninum sögu, sem hann hlustaöi á af kurteisi en trúði ekki orði af. Eftir fortölur náði J.J. þó þeim árangri, sem hann vænti. Hann beiö í stundarfjóröung. Þá hringdi síminn og ný rödd, hrjúf, spurði storkandi: Hvernig ætlarðu að fara að þessu? J.J. hafði hugsað upp aöferð við afhendingu lausnargjaldsins meðan þau töluðu, hann og Stína, og eftir að hann hafði útlistaö um stund greip röddin hrjúfa fram í fyrir honum, sagði, ég samþykki, og sambandiö var rofið. Þá sendi hann Stínu í næsta hús; á heimili vinkonu hennar handan götunnar. Þaðan gat hún fylgst meö allri umferö viö heimili þeirra. Hann hafði stefnt þeim með hrjúfu röddina á varöstöð lögreglunnar í miöbænum klukkan á mínútunni ellefu, þar ætlaði hann sjálfur að vera þá. Ef einhver kæmi á heimili þeirra hjóna fyrir þann tíma, átti Stína aö hringja í lögregluna. J.J. fór mátulega til að vera kominn á tilsettum tíma í stööina í tollhúsendanum; það tók hann fimm mínútur að aka niður í miöbæ og hann var kominn tvær mínútur fyrir. Hann smeygði sér inn úr forstofunni og settist á bekk r varðstofunni. Hann horföi í bakið á manni, sem sat við skrifboröið við vegginn fyrir handan. Lögregluþjónn kom út úr hliðarherbergi og yfirgaf varðstofuna án þess að gefa honum gætur. Annar kom út gang framundan með blaðavöndul í hendinni, fór á bak við borð, sem myndaði vinkil á gólfinu. Leit til J.J. og brosti uppörfandi um leiö og hann breiddi úr blöðunum fyrir framan sig með snöggri handarhreyfingu. Maður í Ijósum frakka kom inn úr forstofunni, hann kinkaöi kolli til J.J. og rétti honum þunna skjalatösku, sem hann bar milli tveggja fingra, brosti afsakandi og hvarf út aftur. Varðstjórinn leit upp og spurði J.J.: Frá hvaða blaði ertu? Alþýðublaöinu, svaraði J.J. Er nokkuð að frétta? Ekkert annað en það vanalega, svaraði varðstjórinn. Slagsmál við Þórskaffi; öðrum var ekiö á slysavarðstofuna, hinn slapp meö glóðarauga. Brotist inn í bát í höfninni og lyfjakassa stolið, Morfíni. Þetta er það helsta. Hvaða bátur var það? spuröi J.J. Maðurinn leit á blöö sín og sagöi honum það. Þakka þér fyrir, sagði J.J. Það var ekkert, sagði maðurinn án þess að líta upp. Það sló að honum, þegar hann kom út. Hann gætti þess aö fylgja Ijósunum viö húsið að bíl sínum og þegar hann kom að honum skoðaði hann vandlega inn í hann áöur en hann opnaði. Svo ók hann yfir gatnamótin og staðnæmdist viö pylsusöluvagn, nokkrir bílar stóöu þar í röð og hann lagöi sínum meðal þeirra. Hann opnaöi töskuna og sá seðlábúntið. Hann var ekki farinn að borða neinn kvöldmat og keypti tvær pylsur. Hann borðaði þær í þvöngunni við vagninn og fór ekki inn í bílinn til þess; skjalatöskuna hafði hann undir handleggnum. Hann ók beint heim. Út viö sjóndeild heiddi til sumarljóss en hvolfið uppi yfir var svart. Hann lagði bílnum á stæðiö. Þaö var slökkt í íbúöinni. Hann varð ekki var við, að átt heföi verið við skrána. Hann seildist inn fyrir og kveikti; gangurinn var auður. Hann rölti milli herbergja í íbúðinni um stund. Hringdi svo í Stínu. Meðan hann beið opnaöi hann töskuna og taldi peningana. Svo tók hann að skjálfa. Hann haföi oft dreymt peninga en þetta ver í fyrsta sinn, serp hann vaknaði með þá í höndunum. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.